Alþýðublaðið - 23.04.1927, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 23.04.1927, Blaðsíða 2
2 ALÞ.ÝÐUBLAÐIÐ i ALÞÝÐUBLA9IÐ : < kemur út á hverjum virkum degi. > : Afgreiðsla i Alþýðuhúsinu við : ; Hverfisgötu 8 opin frá kl. 9 árd. ; : til kl. 7 siðd. > Skrifstofa á sama stað opin kl. ; 9Vs—lOVa árd. og kl. 8—9 síðd. ; Simar: 988 (aígreiðslan) og 1294 : ; (skrifstofan). : ; Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,50 á ; ! mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 : ; hver mm. eindálita. ; ; Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan j ; (i sama húsi, sömu símar). ; Sumarið komið. Hugleiðlngar. Veturinn kvaddi í gær með stillu og fögru ve’öri. Sumarið heilsar á sama hátt. Náttúran ger- ir sitt til að gera fölkinu lífið ofurlítið léttbærara en það ann- ars myndi vera. , Veturinn, sem liðinn er, var frá náttúrunnar hendi góður, Ægir örlátur á fisk víðast hvar á iand- inu. Ólíkar hafa verið aðgerðir mannanna, þeirra, sem stjórna landi og lýÖ, og þeirra, sem ráða framleiðslu og öðrum verkefnum. Verkalýður bæja og kauptúna varð að þola atvinnuleysi meira en áður hefir þekst og þar af leið- andi hungur og harðrétti. Svo, þegar framleiðslan, sjávarútveg- urinn, loksins kemst á skrið, hóp- ast utan um hann hundruð, ef ekki þúsundir, karla og kvenna, vonandi 'eftir atvinnu. En fBérri komast að en þurfa. Mönnum er fækkað á skipurn. Vélarbákn eru reist í því augnamiði að minka vinnukraftinn. Vélar eru pantað- ar til reynslu í sama augnamiði til þess að inna síðar ætlunarverk sitt. Vertíðin, hjarta ársins í Reykjavík, lfefir hjá öllum verka- iýð í landi orðið stór vo ibrigði. Að höfninni sækja vinnu sína hundruð manna, allra vinnustétta menn, steinsmiðir, trésmiðir, bak- arar, má'arar, sjómenn, sveita- menn, verzlunarmenn og margar greinír iðnaðarmanna að ógleymd- um hinum eiginkgu varkamönn- um. Útkoman verður því sú, að þrir verða um hvert handíak, sem einn gæti unnið, eða með öðrum orðum, að meðal-vinaudagar verða tveir á viku á m-ann, þegar alt er gert upp, t1 ótrúleg saga en því miður sönn, þó ekki liggi nákvæm rannsókn fyrir. Veturinn .hefir því skilið eftir alldaprar endurminningar í huga verkamannsins. Ávalt, þegar hann kemur heim, blasir við nektin og þörfin; veikindin bætast oian á. „Rukkarar“ koma úr öl'um áttum eftir veturinn. Ekkert er til að bæta úr öllu þessu. Svo bætist ofan á húsaiéigan ógreidd, — að berast út á krossmessunni, Hver vill leigja? Hvar fæst húsnæði? Hækkandi leiga allvíðast. Engin lög, sem hamla slíku okri. Fyrir sjómanninum horfir þetta -svipað við. Stopul vinna á sjón- um. Sumir fá eins mánaðar at- vinnu, aðrir tvejggja og enn aðr- ir þriggja mánaÖa vinnu, jifeir, sem bezt hljóta, máske sex mán- aða vinnu á togara. Aðrir kornast á linubát álíka tíma. Engin at- vinna þar, ef illa veiðist, lágt dag- Iaunamannskaup, ef ágætlega veiðist. Skuldir, skortur, velkindi o. s. frv. berja að dyrum heimila þéirra á sama hátt og verkamann- anna. Sumarið er komiö, grænt og hlýtt. Náttúran innir sitt skyldu- verk af hendi. En hjarta verka- lýðsins er ekki að sama skapi fult af „gleði og söng“. Atvinnu- áhyggjumar lama hvem mann og þá mest, er fylsta hafa þörfina. Vertíðin er að verða úti. Hvað tékur þá við? Útgerðarmennirnir lemja lóm- inn: „Útgerðin ber sig ekki“; „við verðum að hætta eftir tvo túra“, segja þeir. Leggja skipunum, hve ilengi, vita þeir ekki sjálfir. At- vinnan við höfnina hverfur að mestu. Sjómennirnir ganga auðum (höndum I landi, þegar sól er hæst á lofti, — á þeim tíma, þegar allir ættu að vinna og starfa, búa sig undir kaldan og atvinnulausan vetur. Þannig er stjórnin í gnægta- landinu, sem þó elur ein hundrað þús. mannslíf. Atvinnurekendur, „velgerðamenn fólksins", „stólpar þjóðarinnar", eins og þeir orða það sjálfir, geta ekki int þá skyldu af hendi að skapa atvinnu í landinu. Þeir lifa að eins góðu lífi — fyrir sig, — hafa nóg af öllu, sem heitir lífsins gæði. Um alla hina varðar þá ekki neitt. Þannig hugsar verkalýðurinn með sumarkomunni. Blóðið ólg- þr og sýður í æðlunum. Hann von- ar og vonar, að úr rakni, — les hlöðin, fréttir af þinginu. Hvað gerir það? Fulltrúar þjóðarinnar, — hugsa þeir nokkuð um þessi mál? Menn svara sér sjálfir: Þeim er nóg, ef þeir sjálfir hafa nóg. Fagna skal sumri og stíga á stokk og strsngja heit, að gróð- ur og örlæti náttúrunnar hlotnist þeim, sem afla þeirra gæða, er hún lætur í té, — með því að hrista af sér óstjórn þá, er nú rikir í stjórnmála- og atvinnu- lífi þjóðarinnar. Vormenn fslands! Verkalýður landsins! Takið til starfa og lát- ið sumarið verða óslitna heræf- ingu undir 1. vetrardag. Á sumardaginn fyrsta. V í rkalýdsmaður. Sameinað þing kom snöggvast samaa á fund í gær og ákvað eina umræðu um hvora þingsályktunartillögu þeirra Jóns Baldvinssonar og Héðins Valdirnars o ar um smíði brúa og vita og um stoínun Landsbankaúlibús í Vestmanna- eyjum. Meðiri deild. Fjárkláðanum bjargað. „Það er sjálfsagt að bjaxga því, sem bjargað verður“, sagði Jón Kjartansson í gær á þinginu. Hann flutti tillögu um, að at- vinnumálaráðh. mætti gera þá undantekningu um Skaftafells- sýslu og Vestmannaeyjar að láta útrýmingarböðun á fjárkláða ekki fara fram þar, þótt baðað yrði annars staðar. Klemenz kom í kjölfar hans með sams konar und- anþágu fyrir Rangárvallasýslu. Var þó mælt í þinginu, að kláða hefði nýlega orðið vart undir Eyjafjöllum. Björgun sú, sem J. Kjart. hvatíi til, var líka fram- kvæmd. Sveinn flutti dagskrártill. um frávísun frv. um útrýmingu fjárkláðans, þar eð annað frv. um fjárbaðanir lægi fyrir deildinni. Um það frv. hafði Magn. Guðm. s&gt, að það væri kák og einskis virði, og síðar kvaðst hann ekki finna verulegan mun á því og gildandi lögum um fjárbaðanir, og framsögumaður þess, Hákon, sagði: Látum svo vera, — og and- mælti því ekki. Samt urðu all- margir íhaidsmenn til að sýna stjóminni sinni þá vafasömu við- urkenningu að visa frv. hennar frá, og var dagskrártillagan sam- þykt með 14 atkv. gegn 13 og frv. um kláðaútrýmingarböðun þar með felt. Áður hafði komið fram tillaga frá Jóni á Reynistað, Tr. Þ. og Þórarni um að fresta böðuninni til ársloka 1930 og und- irbúa hana á meðan. Eftir nokkr- ar umræður um hitt fjárbaðana- frv., sem einnig var til 3. umr. varð samkomulag um að fresta því til lagfæringar. Fastéignagjöld o. fl. 01. Th. flytur frv. um fast- eignagjöld í Hafnarfirði til bæj- arins, en bærinn annist sót-, sorp- og salerna-hreinsun og geri ráð- stáfanir til að koma í veg fyrir eldsvoða. Vatnsskattur af húsum falli niður. Fasteignagjöld séu hin sörnu og eru hér í Reykjavik, en við lögin um bæjargjöld í Reykjavík er það að athuga, að þingið 1924 skemdi frv. mjög frá því, sem bæjarstjórnin gekk frá því, og var það árangur af Ieiði- tamningu sumra þingmannanna við Fasteignaeigendafélagið, því að gjaldið af óbyggðum bygg- ingarióðum er alt of lágt á móts við af húsunuim; en Haíníirðingar munu nú ekki vænta þess, að lengra verði kom- ist við þetta íhaldssama þing. Frv. var vísað til 2. umr. og allshn. Umræður um strandferðaskips- frv. stóðu enn lengi og var 2. umr. aftur frestað. Jón 01., Hákon og M. Guðm. mæltu gegn frv., og kvað J. 01. sér þykja orðið full- mikið um þetta flakk landsmanna, eins og hann komst að orði. Sveinn og Þorl. vörðu frv., en þó með fremur litlum krafti. Á frv. um rannsókn banameina og kenslu í meina- og líffæra- fræði var gerð smábreyting og það og sandgræðslufrumv. síðan endursent e. d. Sölufrv. prests- setursins Hests var einnig afgreitt til e. d. gegn atkvæði Héðins og M. Torf. Frv. Jónasar Kr. um brt. á lögum um sýsluvegasjóða- samþyktir var vísað tíl 3. umr. og frv ,um viðauka við hafnarlög fyrir Vestmannaeyjar (komið frá e. d.) til 2. umr. og fjárhagsn. Efri deild. Þar var Jandsbankafrv. til frh. 2. umr. Stóð þrefið langt fram á nótt og lauk þó ekki. Héldu umr. áfram í dag og hófust kl. lO'/a- Páskapredikun fasteígnaeigendafélags- stjörnarinnar. Meginhlutí hinna beztu hafnar- lóða í Akureyrarkaupstað var seldur síðast liðinn vetur án þess, að bæjarstjórn fengi færi á að gera boð í eignina. Til að koma í veg fyrir því líkt og annað eins hefir J. Baldv. flutt frv. á al- þingi um forkaupsrétt bæja og kauptúna á hafnarmannvirkjum, lóðum o. fl. innan takmarka kaup- staðar eða kauptúns. Hefir máli þessu verið vel tekið í efri deild, og allshn. efri deildar (Jóh. Jóh., Jóh. Jós. og G. ól.) lagði í einu hljóði til, að frv. yrði samþ. með litlum hreytingum. Var málinu visað til, 3. umr. með nærri öll- um atkv. deildarmanna. Á páskadaginn stígur stjórn fasteignaeigendafélagsins í stólinn í „Mgbl.“ og þruinar á móti frv. Er þar grein eftir stjórn félagsins,. óvenjulega álappaleg, illa samin og vanhugsuð, hvort sem litið er til forms eða efnis. Af „rökum“, sem þeir bjóða upp á, má nefna, að það geri ekkert til, þótt hreppsfélög hafi að lögum for- kaupsrétt að jörðum, sem þeir þó játa að sé alveg sambærilegt við ákvæði frv., af því að í hreppsnefndunum , sitji bændur. Á þessa leið eru öll rökin í skrif- pnu. I öðru veifinu segja þeir, að frv. bagi fasteignaeigendur, en í, hinn svipinn, að þetta komi bæj- um að engu haidi, af því að fast- eignadgendur „svindli“ á verði fasteignanna. Af því að þeir eru í stj óm fasteignaeigendaf élagsins,. verður að líta á þetta sem þeirra eigin innri mann, en áreiðanlega eiga ekki allir fasteignamenn sá!u- fé!ag við þá um þettþ atriði. En þó að þeir þykist bera hag bæj- anna innilega fyrir brjósti, dett- ur engum manni í hug, að þeir séu að þessu pári sínu til að forða kaupstöðum frá fjárhags- voða, ekki heldur vegna umbjóð- en:‘a þ .irra, fasteignamanna, held- ur er þetta sprottið af rótgróinni a lurhaldssemi í stjórnendum fast- eignaeigendafélagsins sjálfum. 1

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.