Helgarpósturinn - 28.05.1987, Blaðsíða 12
Stj ór narmy ndun
ÓVISSA UM ÁFRAMHALD
SJÁLFSTÆÐISFLOKKUR: Lögbindum ekki lágmarkslaun ALr
PÝÐUFLOKKUR: Markvissa hagstjórn og velferdaráætlun til
lengri tíma KVENNALISTI: Nýtt launakerfi — nýtt siðgæðismat
Vidrœður þœr sem fram fara á
milli Sjálfstœðisflokks, Alþýðu-
flokks og Kvermalista snúast á þess-
ari stundu fyrst og fremst um lœgstu
laun. Fulltrúar Kvennalista telja sig
ekki geta tekið á öðrum málaflokk-
um fyrr en samkom ulag hefur náðst
um það markmiö, að hœkka lœgstu
laun verulega. Komið hefur í Ijós, að
upplýsingar um stöðu efnahags-
mála berast vonum seinna og því
skýrist það ekki fyrr en í dag eða á
föstudag hvort framhald verður á
viðrœðum flokkanna þriggja.
SKILYRÐI KVENNALISTA
Skilyrði Kvennalista fyrir áfram-
haldandi viðræðum um ríkisstjórn
er almennt samkomulag flokkanna
í milli um, að lægstu laun verði bætt
verulega. 1 þessu felst m.a. að
hækka elli- og örorkulífeyri veru-
lega. Kvennalistinn lítur svo á, að
enn liggi ekki fyrir pólitísk ákvörð-
un um að ganga í þetta verk og ótt-
ast þær mjög að halda viðræðum
áfram fyrr en skýrar línur nást í
þessu máli. Leggja þær höfuð-
áherslu á að flokkarnir nái saman
um markmið í launamálum og að
þegar það liggi fyrir geti menn fund-
ið leiðirnar að þessu markmiði.
Kvennalistinn er tilbúinn til þess að
lögbinda lágmarkslaun, en gerir
eftir Helga Má Arthursson Það alls ekki að ski>yði-
Sl. þriðjudag hafnaði Sjálfstæðis-
flokkurinn lögbindingu lágmarks-
launa, eða lögbindingu launaupp-
byggingar á vinnumarkaði yfirleitt.
I Ijósi þess töldu menn minnkandi
líkur á því að viðræður flokkanna
leiddu til myndunar ríkisstjórnar.
Sjálfstæðisflokkur lítur svo á að
ástandið í efnahagsmálum sé ekki
sambærilegt við það sem var vorið
1983 og því séu ekki forsendur til
staðar sem réttlæti launalög í einu
eða öðru formi. Heimildamaður úr
röðum Sjálfstæðisflokks sagði í sam-
tali við HP, að ,,það væri almennur
vilji fyrir því innan allra stjórnmála-
flokka að hækka lægstu launin og
því er það ekkert einkamál Kvenna-
lista. Málið snýst um hvernig menn
telja að þessum markmiðum megi
ná og með hvaða úrræðum".
„Það hefur sýnt sig að lægstu laun
er ekki hægt að hækka nema það
ríki almennur skilningur á því og sá
skilningur verður að koma fram í al-
mennum kjarasamningum" sagði
þessi sjálfstæðismaður í samtali við
HP. Kvennalistakonur telja, að það
verði að leita til þjóðarinnar, ef
mögulegt á að vera að hrinda í fram-
kvæmd verulegum umbótum til
handa hinum lægst launuðu.
„Þjóðin verður að svara því hvort
hún sættir sig við að hluti okkar búi
við laun sem hvergi duga til fram-
færslu," sagði Þórhildur Þorleifs-
dóttir í samtali við HP. Önnur
kvennalistakona sagði, „að óhjá-
kvæmilegt væri að hækka lægstu
laun verulega, en samfara því væri
nauðsynlegt að tryggja þeim hóp-
um, sem liggja neðarlega í launa-
stiganum, einhverjar hækkanir líka.
I þeim hópum eru kvennastéttir
sem hafa náð fram launahækkun
eftir stranga baráttu og því leggjum
við til að launahækkanir dreifist
eitthvað upp launastigann — upp að
ákveðnu marki. Við viljum fyrst og
fremst jafna þann mikla mun, sem
er á milli botnsins og toppsins".
NÝTT LAUNAKERFI
Kvennalistinn er í rauninni að tala
um sérstakar hækkanir til hinna
Iægst launuðu og um leið breytt
launakerfi. Þær eru með öðrum
orðum að tala um stórfelldari breyt-
ingar á vinnumarkaði en verkalýðs-
hreyfingu hefur tekist að knýja
fram. Talsmenn atvinnurekenda og
verkalýðshreyfingar eru þeirrar
skoðunar, að slík breyting geti vart
orðið annað en langtímamarkmið.
Launabarátta snúist fyrst og fremst
um samanburð á milli einstakra
starfshópa. Þá telja þeir að ýmsir
starfshópar, sem liggja um miðbik
launastiga, muni ekki sætta sig við
að lægstu laun verði hækkuð veru-
lega og launahlutföllum þannig
breytt. Kvennalistinn hefur i þessu
sambandi bent á, að þessi breyting
sé nauðsynleg. Það verði að breyta
almenningsálitinu í landinu og að
fólk verði að skilja að það sé ófor-
svaranlegt að í litlu landi búi tvær
eða þrjárþjóðir m.t.t. launa. „Ef fólk
vill trúa því að hlutunum megi
breyta, þá er hægðarleikur einn að
finna leiðir til að breyta þeim,“ sagði
einn talsmanna Kvennalista í sam-
tali við HP.
Sé tekið mið af launakerfi opin-
berra starfsmanna, þá liggja stórir
hópar svokallaðra kvennastétta um
miðbik þess launastiga. Dæmi eru
hjúkrunarfræðingar. Varðandi hug-
myndir um hækkun lægstu launa er
spurning hvort þessi hópur sættir
sig við að saman dragi með honum
og t.d. sjúkraliðum. Eða hvort kenn-
arar sætta sig við sérstakar hækkan-
ir til annarra uppeldisstétta.
Reynslan sýnir, að öll röskun á
launauppbyggingunni er erfið og
getur hleypt öllu í bál og brand. Hef-
ur m.a. komið fram í viðræðum
þeirra kvennahópa sem standa að
Framkvæmdanefnd um málefni
kvenna, að enda þótt menn séu al-
mennt fylgjandi hækkun lægstu
launa, þá byrja menn að efast, þegar
rætt er um uppstokkun á launahlut-
föllum.
Það er þetta hugarfar sem gæti
orðið til þess að aðrir stjórnmála-
flokkar en Kvennalisti treystu sér
ekki út í breytingar af þessu tagi.
Fyrir svo utan það að vandséð er
hvernig breytingum af þessu tagi
má stjórna frá Alþingi.
„ÞENSLUSPILLANDI
AÐGERÐIR"
Þau gögn sem lögð hafa verið
fram í stjórnarmyndunarviðræðum
benda til þess, að fjárlagahalli sé
meiri en gert var ráð fyrir, að við-
skiptahalli verði meiri, að verð-
bólga sé vaxandi og að samkepnnis-
staða fyrirtækja í landinu hafi versn-
að í samanburði við fyrirtæki er-
lendis.
Kvennalistakonur telja að ýmsar
blikur séu á lofti í þessum efnum. Al-
þýðuflokkur telur að ástandið sé að
verða þannig að skipulagðar efna-
hagsaðgerðir séu nauðsynlegar
strax, en Sjálfstæðisflokkur vill fara
hægar í sakirnar. Allir eru flokkarn-
ir hins vegar sammála því, að grípa
verði til einhvers konar „þenslu-
spillandi" aðgerða, eins og kvenna-
listaþingmaður orðaði það í samtali
við HP.
Síðast nefndi flokkurinn telur
ógerlegt að taka upp fjárlög ársins
1987 og að stjórnkerfisbreytingar
Alþýðuflokksins muni ekki skila
árangri strax. Flokkarnir virðast
hins vegar sammála um það í stór-
um dráttum, að tekjuöflunarkerfi
ríkisins sé í molum. Agreiningur er
hins vegar um það hvernig á að
breyta því og til hvaða aðgerða á að
grípa til að stemma stigu við t.d. fjár-
lagahalla.
Hugmyndum hefur verið kastað á
milli manna, en engar tillögur verið
lagðar fram í „stóru málunum“. At-
hyglisvert þykir, að sjálfstæðismenn
munu vera fylgjandi einhvers konar
skattheimtu á krítarkortaviðskipti,
eða afborgunarviðskipti almennt,
til að takmarka neyslu og viðskipta-
halla, ásamt því að hækka vexti á
ríkisskuldabréfum til að auka sparn-
að. Flokkurinn er hins vegar and-
vígur beinni tekjuskattshækkun,
breytingum á launaskatti, eða
breyttu fyrirkomulagi á söluskatts-
innheimtu.
Alþýðuflokkur vill hindra koll-
steypu í efnahagslífinu. Telja tals-
menn flokksins að breytingar á
tekjuöflunarkerfi ríkisins séu for-
gangsverkefni til þess að afla fjár til
velferðarmálanna. Flokkurinn hef-
ur hins vegar ekki lagt fyrir beinar
tillögur í þessum efnum frekar en
hinir flokkarnir. Talsmenn flokksins
leggja ríka áherslu á að ná samstöðu
um að breyta útgjaldaáherslum rík-
isins og vilja gera áætlun til lengri
tíma um það hvernig hækka mætti
lægstu laun. Alþýðuflokkur spyr,
eins og Kvennalisti, hverjar hug-
myndir, og tillögur, Sjálfstæðis-
flokksins séu. Leggur flokkurinn
áherslu á að nálgast hugmyndir
Kvennalista með því að afla tekna,
skera niður útgjöld og gera áætlun í
velferðarmálum. Tekjuauka vill Al-
þýðuflokkur nota til að draga úr fjár-
lagahalla og marka spor í félagslega
geiranum.
MISTEKST ÞORSTEINI?
„Stjórnarmyndunarviðræðurnar
snúast um það hvort þetta þjóðfélag
er tilbúið að setja sér ný siðgæðis-
prinsipp. Þær snúast um að hafa
hugsjónir og hrinda þeim í fram-
kværnd," sagði Þórhildur Þorleifs-
dóttir, talsmaður Kvennalista, í sam-
tali við HP. Hún vildi ekkert segja
um möguleikann á ríkisstjórn en
taldi í gær, að það myndi skýrast á
næstu dögum hvort af ríkisstjórnar-
myndun yrði með þessum þremur
flokkum.
Friðrik Sophusson, varaformaður
Sjálfstæðisflokksins, sagði sömu-
leiðis, að enn hefði ekki komið í ljós
hvort af ríkisstjórn flokkanna yrði.
Til þess væru viðræðurnar of
skammt komnar. Hann taldi hins
vegar, að línur myndu skýrast fyrir
helgi.
Jón Baldvin Hannibalsson tók í
sama streng og þau Friðrik og Þór-
hildur. Hann sagði að óvissa ríkti um
framhaldið.
„Viðræðurnar eru prófsteinn á
það hvort þessir þrír aðilar ná sam-
an um fyrstu aðgerðir, sem snúast
um tvennt; að koma í veg fyrir koll-
steypu vegna lausbeislaðs ríkisbú-
skapar, sem er illa staddur, og sam-
tímis að stíga fyrstu skref í félags-
málum til staðfestingar á pólitískum
vilja þessara flokka — að breyta
tekjuskiptingu í jafnaðarátt og það
verulega, þegar til lengri tíma er lit-
ið. Um þetta snúast þessar viðræður.
Það getur ráðist á næstu klukkutím-
um hvort þetta tekst, eða mistekst,“
sagði Jón Baldvin Hannibalsson,
formaður Alþýðuflokksins, um það
leyti að blaðið fór í prentun.
Af samtölum við Kvennalistakon-
ur er ljóst, að þær leggja ofuráherslu
á nýtt og réttlátara launakerfi í land-
inu. Þetta kann að stranda á þeim
viðræðum sem nú standa yfir. Al-
þýðuflokkurinn vill efnahagsað-
gerðir, sem miða að breyttu hlut-
verki ríkisvaldsins. Hann vill breyt-
ingar í tekjuöflun, markvissari hag-
stjórn og fjögurra ára velferðaráætl-
un. Þær tillögur sem flokkurinn á
eftir að leggja fram kunna að vera of
stór biti fyrir Sjálfstæðisflokkinn að
kyngja og óvist hvort hann hefur
fantasíu til að taka undir með
Kvennalista. Eða eins og sagt er:
Boltinn er í höndum Þorsteins Páls-
sonar.
12' HELGARPÖSTURINN