Helgarpósturinn - 03.09.1987, Qupperneq 19

Helgarpósturinn - 03.09.1987, Qupperneq 19
LISTVIÐBURÐIR Alain Robbe-Grillet hinn franski. — Eitt af góðskáldunum sem saekja okkur heim vegna bókmenntahátíðarinnar nú í september. Árbæjarsafnið er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 10—18. M.a. eru í safninu sýn- ing á gömlum slökkviliðsbílum, sýn- ing á Reykjavíkurlíkönum og sýning á fornleifauppgreftri í Reykjavík. Tónleikar í kirkju safnsins sunnudag kl. 15.00. Ásgrímssafn, Bergstaða- stræti 74 Opið alla daga nema laugardaga frá 13.30 — 16.00. Yfir stendur sumar- sýning á úrvali verka Ásgríms Jóns- sonar. Ásmundarsafn Abstraktlist Ásmundar Sveinssonar, opið daglega frá 10—16. FÍM-salurinn v/Garðastræti: Félagar úr SÍM sýna verk sín á sam- sýningu sem haldin er til að afla fé- laginu fjár. Gallerí Borg Gestur og Rúna (Gestur Þorgríms- son og Sigrún Guðjónsdóttir) með sýningu frá 3—15. sept. Gallerí Hallgerður Kristján Kristjánsson sýnir klippi- myndir. Gallerí Gangskör Frjálst upphengi meðlima gallerís- ins. Opið frá 12—18 virka daga og 14—18 um helgar. Gallerí Grjót Samsýning aðstandenda. Málverk, grafík, skúlptúr, silfur o.fl. Gallerí Svart á hvítu Helgi Þorgils Friðjónsson opnar á föstudagskvöldið sýningu á vatns- litamyndum og grafík, sem stendur til 20. sept. Gallerí Langbrók Textíll Vefnaður, tauþrykk, myndir, fatnað- ur o.fl. á Bókhlöðustíg 2. Gallerí Vesturgata 17 Sumarsýning Listmálarafélagsins. Margir af okkar fremstu málurum með sölusýningu á verkum sínum. Opið virka daga frá 9—17. Hafnargalleri Matthew James Driscoll sýnir Ijós- myndir hvaðanæva úr heiminum til 9. september. Kjarvalsstaðir: Helgi Þorgils Friöjónsson sýnir olíu- málverk til 20. sept. Septem-hópur- inn sýnir verk sín einnig. Hvor tveggja sýningin opnuð á laugardag- inn. Listasafn ASÍ Samsýning fjögurra Dagsbrúnarfé- laga á vegum saf nsins og Dagsbrún- ar, opnuð29. ágúst og stendurtil 13. sept. Listasafn Einars Jónssonar er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 13.30—16.00. Höggmynda- garðurinn er opinn daglega frá kl. 10—17. Nýlistasafnið við Vatnsstíg Hallgrímur Helgason og Hjördís Frí- mann opna einkasýningar i safninu 28. ágúst. Safnið er opið 16—20 virka daga en 14—20 um helgar. Sýningunum lýkur 6. sept. Alain Robbe-Grillet KVIKMYNDAHUSIN Alain Robbe-Grillet er fœddur 18. ágúst í Brest í Frakklandi. A náms- árum sínum lagöi hann stund á jardrœktarfrœdi og uann lengi uið rannsóknir tengdar henni, m.a. í Afríku, og sérsvið hans uar fram- andi áuextir! Dálítið sérkennilegur undanfari þess sem seinna uildi uerða. Árið 1955 söðlaði Robbe-Grillet svo skyndilega um; gaf vísindin upp á bátinn og gerðist ráðunautur hjá bókaforlaginu Editions de Minuit og hóf jafnf ramt sjálfur skrift- ir. Minuit-forlagið hafði á sínum snærum ung og uppreisnargjörn skáld á þessum tíma og gekk Robbe- Grillet fljótlega í lið með þeim. Þeir urðu strax áhrifamiklir innan franska bókmenntaheimsins og kölluðu sig „nýju skáldin". Þeir vildu ganga þvert á allar hefðir við upp- byggingu skáldsögu, reyna nýjar leiðir, og aðaláherslan var lögð á hið myndræna. Robbe-Grillet var iðinn við skriftirnar og hlaut fyrir margs konar viðurkenningu. Bækurnar Les gommes, Le voyeur, La jalousie og Dans le labyrinth mörkuðu fyrra tímabilið á ferli RG, nýju skáldsög- una (eða andskáldsöguna), og þá tók við hið seinna — tími nýju nýju skáldsögunnar svokölluðu. Upphaf hans markaðist af bókinni La maison de rendez-vous, sem kom út árið 1965. En RG er ekki einasta skáld gott heldur hefur hann líka látið mikið að sér kveða í kvikmyndaheimin- um; skrifað handrit og leikstýrt myndum. Ferill hans hófst árið 1961 þegar hann skrifaði handritið að L’année derniere a Marienbad, sem Alain Resnais leikstýrði. Þessi mynd olli straumhvörfum í kvikmynda- sögunni og hlaut sterk viðbrögð áhorfenda jafnt sem gagnrýnenda. Eftir þetta leikstýrði RG alltaf sjálfur verkum sínum. I öllum sínum mynd- um reyndi Robbe-Grillet, líkt og í bókunum, að brjóta upp hefðina. Næst gerði hann þrjár myndir í röð eða trílógíu; L’Éden et apres, Glissements progressifs og Le jeu avec le feu. Bókmenntamönnum hefur reynst erfitt að skilgreina RG, hvernig flokka megi skrif hans í stefnur og strauma, hver sé tilgang- ur hans og meining, og verða lík- lega aldrei á eitt sáttir með það. Enda hefur því verið haldið fram að skáldið sjálft vilji einmitt hafa það svona; stefnuleysið sé hans stefna, — hann vilji losna úr fangelsi tungu- málsins og spennitreyju viðtekinnar venju og reika um lendur ímyndun- araflsins þar sem frelsi hans sem listamanns keppir við hið fyrirfram ákveðna, hið staðlaða. íslenskum áhugamönnum um bókmenntir er mikill fengur að komu Robbe-Grillet hingað til lands, svo og annarra gesta hátíðarinnar, og eiga aðstandendur stóran heiður skilinn fyrir framtakið. -shg. ★★★★ Um miðnætti (Round Midnight). Kl. 5, 7.30 og 10 i Bióhöllinni. B/áa Betty (Betty Blue) Sýnd kl. 5, 7.10 og 9.20 i Bíóborg. Blátt flauel (Blue Velvet). Sýnd kl. 5, 7.30 og 10. í Bíóhöllinni. Herbergi með útsýni (Room with a View). Notalegur sjarmi kl. 7 í Regn- boganum. Herdeildin (Platoon). Sýnd kl. 3, 5.20, 9 og 11.15 í Regnboganum. ★★★ Neðanjaröarstöðin (Subway). Sýnd kl. 7 og 11 í Stjörnubíói. Undir eldfjallinu (Under the Volcano). Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.05 í Bíóhúsinu. Tveir á toppnum (Lethal Weapon). Með Mel Gibson. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11 í Bíóhöllinni og Bíóborg. Þrir vinir (Three Amigos). Hrein og bein fyndni. Kl. 3, 5 og 7 í Regnbog- anum. Angel Heart Yfirþyrmandi blóðstraumar og galdraviðbjóður í einni mögnuðustu hrollvekju síðari tíma. Sýnd kl. 5,7.30 og 10 í Bíóhöllinni. Óvaent stefnumót (Blind Date). Notalegur húmor í Stjörnubíói kl. 5, 7, 9 og 11. Logandi hræddur (The Living Day- lights). Nýja James Bond-myndin. Sýnd kl. 5, 7.30 og 10 í Bíóhöllinni. Ottó (Otto: Der Film) Endursýnd mynd, full af fyndni og skemmtileg- heitum. Sýnd kl. 3.05, 5.05, 7.05, 9.05 og 11.15 í Regnboganum. Villtir dagar (Something Wild) Bráðskemmtileg mynd sem er í senn spennandi og fyndin. Ærslafull. Sýnd kl. 7, 9 og 11.15 í Regnbogan- um. ★★ Valhöll. Barna- og fjölskyldumynd í Laugarásbiói kl. 5, 7, 9 og 11. Folinn. Sýnd kl. 5,7,9 og 11 í Laugar- ásbíói. Wisdom. Hasarmynd, unglinga- stjarnan Emilio Estevez farinn að skrifa og leikstýra sjálfur. í Stjörnu- bíói kl. 5 og 9. Sérsveitin (Extreme Prejudice). Plottið spillir fyrir annars ágætri spennumynd. Kl. 5, 7, 9 og 11 í Bíó- borg. Innbrotsþjófurinn (Burglar). Grín- mynd með Whoopi Goldberg í Bíó- höllinni kl. 7, og 11 í Bíóhöllinni. Vild'ðú værir hér (Wish you were here). Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11.15 í Regnboganum. ★ Ftugl i Hollywood. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.15 í Laugarásbíói. Kvennabúrið. Sýnd kl. 5, 7.20, 9 og 11.15 í Regnboganum. Ginan (Mannequin). Gamanmynd í Háskólabíói kl. 5, 7, 9 og 11. O Lögregluskólinn 4 Langþreytt grín- mynd í Bíóhöllinni kl. 5, 7, 9 og 11. NÝJAR Square Dance. Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11 í Laugarásbíói (laugardag). One Crazy Summer. Grínmynd, sýnd í Bíóhölinni kl. 5, 7, 9 og 11 (föstudag). ★ ★ ★ ★ framúrskarandi ★ ★ ★ mjög góð ★ ★ miðlungs ★ þolanleg O mjög vond KVIKMYNDIR Magnþrungið Bíóhúsiö: Under the Volcano (Undir eldfjallinu) ★★★ Bandarísk. Árgerð 1984. Framleiðendur: Moritz Borman, Wieland Schulz-Keit. Leikstjórn: John Huston. Handrit: Guy Gallo eftir sögu Malcolm Lowry. Tónlist: Alex North. Aöalhlutuerk: Albert Finney, Jacqueline Bisset, Anthony Andrews o.fl. Daginn sem John Huston kvaddi þennan heim hóf Bíóhúsið við Lækjargötu sýningar á einu af ferskari verkum meistarans, Underthe Volcano, frá árinu 1984. Myndin er byggð á samnefndu öndvegisverki Malcolms Lowry. Huston og handritshöfundur myndarinnar, Guy Gallo, hafa þó með gerð hennar farið vægast sagt frjálslegum höndum um frum- gerðina hvað efnisuppbygginguna varðar. Bók Lowrys er byggð upp á einkar flóknu samspili nútiðar og fortíðar, hvar samtíð og hug- renningar aðalpersónunnar, kon- súlsins Geoffreys Firmin, einstaka atburðir og jafnvel í vissum skiln- ingi persónur sögunnar renna svo listilega saman í eitt að hrein unun er á að líta. í útgáfu Hustons og Gallos gætir allt annarrar frásagnartækni. ,,Flashback-slrúktúr“ frumgerðar- innar er horfinn veg allrar verald- ar og sagan gerist öll í nútíð, ein af höfuðpersónunum, kvikmynda- framleiðandinn Laruelle, er horf- inn af sjónvarsviðinu og eigin- kona Firmins, Yvonne, og hálf- bróðirinn Hugh orðin að einkar lítilsigldum statistum, sem ætlað er það eina hlutverk að kynda undir dýrðarljóma persónugerðar konsúlsins. Af framangreindu mætti ætla að fátt eitt bitastætt stæði eftir af þessu öndvegisverki Lowrys sem vert væri að leitast við að gera skil í kvikmynd, en svo er þó öldungis ekki, því hér er þrátt fyrir allt um að ræða eitt af sterkari persónu- legum verkum Hustons. Þessi vinnubrögð hans eru í þess stað einkar dæmigerð fyrir hinn aldna meistara sem allt fram í andlátið hélt sem fastast við áframhaldandi mótun og þróun síns eigin per- sónulega leikstjórnarstíls og alls- endis óhrærður af dægurflugum tíðarandans. Þannig endurspeglar þessi kvik- mynd hans flest þau meginþemu er hann hafði hvað mest dálæti á gegnum tíðina og sem fyrirfinnast í nánast öllum mikilsverðum verk- um hans. Hún er aukinheldur hreinræktað skólabókardæmi um það, á hvern veg hann vann með leikurum sínum og hversu yfir- náttúrulega óbrigðull hann jafnan var á val þeirra. Ásamt því að myndskyni hans og einkar næmu auga fyrir symbólskri, eða tákn- rænni notkun leikmyndarinnar virðist í engu hafa hrakað með ár- unum. í kvikmyndinni vinnur Albert Finney aukinheldur einn af mikils- verðari leiksigrum ferils síns, enda er hann hreint óborganlegur í hlutverki konsúlsins. Og þó ekki væri nema fyrir þessa fádæma magnþrungnu túlkun hans á hlut- verkinu er það eitt meira en ærin ástæða fyrir hvern þann er ann góðum kvikmyndum að láta ekki þetta öndvegisverk meistara Hustons framhjá sér fara. HELGARPÓSTURINN 19

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.