Alþýðublaðið - 27.04.1927, Page 2

Alþýðublaðið - 27.04.1927, Page 2
2 ALP. YtíUÍSLAtlÍÖ I ALPÝ»U®LAÐS» : kemur út á hverjum virkum degi. i Afgreiðsla i Alpýðuhúsinu við ; Hveriisgötu 8 opin frá kl. 9 árd. til kl. 7 síðd. • Skrifstofa á sama stað opin kl. I 9»/a — lOVa árd. og kl. 8—9 síðd. ; Simar: 988 (afgreiöslan) og 1294 : (skrifstofEm). • Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,50 á : mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 ; hver'mm. eindálka. : Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan ; (i sama húsi, sömu símar). MpMgl. Neðri deiið. Gengisviðankinn o. fl. Þar kom framlenging 25;®/o gengisviðaukans til 2. umr. í gær. Hafði fjárhagsnefndin ekki látið á sér standa að mæla með henni, og hafði Klemenz framsögu nefndarinnar. H. Stef. og Ásgeir skriiuðu að vísu undir álitið með fyrirvara, en hann táknaði ekki annað en máttlausa óánægjuyfir- lýsingu jjess, að peir væru ekki alls kostar ánægðir með fram- lenginguna, en mæltu samt^ með henni. Héðinn Valdimarsson; vitti þau óheilindi, sem þjóðinni væru hvað eftir annað sýnd með því að láta líta svo út i lögum þessum, að þau yrðu fljótlega numin úr gildi og aukatollurinn niður feld- ur, en framlengja þau svo í sí- fellu. Ihaldsmenn hefðu og hald- ið því á lofti á þingmálafundum, að nú létti þessum tolli bráðlega af. Svo kæmi stjórnin aftan að þinginu með framlengingarkröf- una, þ&gar langt væri liðið fram á þing og þingmenn hefðu sem mest að starfa, í trausti þess, að iþá myndi þykja erliðara að koma fram lögum um réttlátari tekju- síofna. Jón Þorl. virðjist halda, að hann lafi sjálfur íundið upp þessa ,jnnlendu“ aðferð — tollana — ti.1 að ná fé í rikissjóðinn, og ætti honum þó að vera kunnugt um, að til eru aðrar heppilegri 'leiðir til að afla ríkinu fjár. „Framsóknar“-menn hafi gengið að frv. hans, tveir að vísu með 'lítils háttár fyrirvara. Á því stóð ekki lengi. Hinu leiki meiri vafi á, að kjósendur Iandsins láti sér ’það eins vel líká. — Klemenz viriist vera hinn ánægðasti yfir frv. og afsákaði jafnvel, hve stjómin hafði lengi dregið að leggja það fyrir þingið (dálítið annað hljóð var raunar í „Tím- ánum“ um daginn), og bar í bætí- fláka fyrir tollastefnuna, Var ekki annað að heyra, en að hann væri sanntrúaður íhaldsmaður. — Jón Þorl. gat ekki nei'.að því, að bæði lögin sjálf, frv. þetta og athuga- semd stjómarinnar við það gæfu í skyn, að gengisviðaukinn væri að edns til bráðabirgða, en kvað þó stjómina geia ráð fyiir, að formið eitt liði undir lok, þegar þar að kæmi, en efni frv., gengisviðauk- ánn sjálfur, yrði innlimaðu'r í toll- lögin. — Þar af getur alþjóð séð, hver er vilji íhaldsstjómarinnar. Jón Þorl. kvað jafnvel ekki alveg loku skotið fyrir, að stjómin kunni að biðja þingið um enn meiri tekjur, — auðvitað á sams konar grundvelli, því að hún lítur ekki við öðrum tekjustofnum en tollum og öðrum þeim álögum, sem harðast koma niður á-alþýð- unni. Um það, hve frv. kom seint fram, gaf J. Þ. það eitt í skyn, að þingmenn hefðu mátt búast við slíkri aðferð af stjórninni eins og sjálfsögðum hlut. — Frv. var samþykt gegn atkv. Héðins eins og visað til 3. umr. Frv. Jónasar Kr. um br. á sam- þýktum um sýsluvegasjóði, sem m. a. heimilar að leggja vegaskatt á templarahús og ungmennafé- lagahús, var endursent e. d. Frv. til fjáraukalaga fyrir 1925, um samþykt á landsreikningum sama árs, um mat á heyi og um endur- reisn Mosfellsprestakalls var öll- úm vísað til 3. umr, heymatinu með þeirri aðalbreytingu, að yfir- matsmaður sé ekki skipaður. E. d. hafði sett það ákvæði í frv. um Mosfellsprestakail, að Þingvalla- sókn sameiraðist því á sínum tíma. Á það félst meiri hluti allshn. n. d., og ætlaði hann Úlf- ljótsvatnssókn að hverfa til Arn- arbælisprestakalls, en um þetta var nefndin klofin, og urðu þær lyklir umræðunnar, að niðurlagn- ing Þingvallaprestakalls var feld úr frv., en, það samþykt að öðru leyti. Færsla kjördags var tekin út af dagskrá og kemur ekki fyrir í dag. Efe>£ detfsL Frv. um rannsókn banameina bg kenslu í m-eina- og líffæra- fræði og frv. um breyíing á lög- um um sandgræðslu voru afgr. sem lög frá alþingi. Frv. um breyting á lögum um einkasölu ‘á áfengi var tekið út af dagskrá. Frv. um forkaupsrétt kaupstaða og kauptúna á hafnarmannvirkj- Srm o. _fl. var til 3. umr. Kom þjá fram tillaga frá B. Kr. um að vísa málinu til stjómarinnar. Var 'Sú tiliaga feld að viðhöfðu nafna- kalli með öllum atkvæðum g;:gn 2 (J. Þorl. og B. Kr.), og var frv. afgr. til n. d. Landskiftalög- Jn fóru til 3. umr., en frv. um gneiðslu verkakaups og írv. um sölu á prestssetrinu Hesti í Ög- urþingum fóru bæði til 2. umr. og lallshn. Um till. til þál. um að skora á ríkisstjórnina að nota heimild í 1. nr. 74, 28. nóv. 1919, úm húsagerð ríkisins, að því er snertir byggingu landsspíía'ans, var ákveðin ein umr. „Dæmalaus kirkja“ heitir ritsmíð, sem Sigmundur Sveinsson, umsjónarmaður við bamaskóLa Reykjavíkur, hefir samið. Gerir hann getnað Krists að umtalsefni. Hverfur hann frá skynsemi og leitar til trúar. Veður Sigmundur fram á rit- völlinn með hjálm hugdirfsku, skjöld skorinyrða, í brynju barna- trúar og tvíhendir helgan bókstaf. —• Hann kann ekki að hræðast. Og engin ógn stendur honum af fróðleikskrafti lærðu mannanna, svo kölluðu. Færir hann bókstafinn í höf- uð biskupi, lemur á háskólakenn- urum, lýstur unga og áhugasama presta og pústrar guðfræðinema. Nornir tvær sér hann í Iiði ó- vina sinna. Þær em Andatrú og Guðspeki. Velur hann þeim hrak- yrði mörg. En, faðir! fyrirgef hon- um, því að hann veit þá eklú, hvað hann gerir. — Þegar Sigmundur hefir gert mesta áhlaupið, þyíur hann þessi alvöruorð yfir sinni ástkæru þjóð,- sem bræður hans í Kristi og bræður hans í stjómmálum hafa leitt og leiða: „Villukenningar þær, semnúeni uppi vor á meðal, hafa ekki reynst neinar heillaþúfur um að þreifa. Þaðan hefir sprottið laus- ung og flokkadrættir, ábyrgðar- leysi, virðmgarleysi fyrir öllum yfirboðurum; öll réttlætistilfinn- ing er stórlömuð; löggjafarþing þjóðar vorrar er helsjúkt af bitl- ingasýki, lögin illa gerð og glompótt, svo að óhlutvandir menn geta skákað í skjóli þeirra. Á heimilum vaða bömin uppi agalaus, og foreldramir standa ráðþrota. Skólarnir eru ráðþrota og lögreglan líka, af því að „vatnsgrautar-miskunnsemin" er hæstráðandi í öllum greinum. Við- skiftalífið er gagnrotið orðið. Hver af öðrum tekur lán og borgar ekki og gerir sér enga samvizku af. Lítið mark þykir/nú takandi á loíorðum, hverju .sem lolað er.“ — • Óskiljanleg fjarstæða er það, að allar þessar svívirðingar, sern höfundur ber þjóðrélagi voru, eigi rót sína að rekja til andatrúar, guðspeki eða nýguðfræði. Verð- ur höíundur að leiía annars stað- ar að orsökum. En séu þau sönn, þessi alvöru- þfungnu orð höfundar, sem. hér eru tilfærð, mun skarnt að bíða þjóðíélagsbyltingar. Hallgr'.mur Jónsson. Erlöisd siiiiskeyti. Khöfn, FB., 22. apríl. Kinamálin. Frá Shanghai er símað: Áform stjómar þeirrar, er Chiang Kai- shek hershöfðmgi myjndaði í Nan- king, fer að öllum líkindum í þá átt, að leita samniuga við erlend ríki, en krefjast þó afnáms allra sérréttinda erlendra ríkja í Kína, haida áfram styrjöldinni við Norður-Kína og útrýma áhrifum sameignarrinna í landinu. Hafa eitt hundrað og þrjátíu sameign- arsinnar nýlega verið teknir af lifi í Shanghai. Forvaxtalækkun á Bretlandi. Frá Lundúnum er sírnað: Eng- landsbanki hefir lækkað forvexti um i/2 0/0. Sama i Svipjóð. Frá Stokkhólmi er símað: Rík- ishankinn hefir lækkað forvextil um 1/2%- Khöfn, FB., 23. aprfl. Kínafréttir. Frá Lundúnum er símáð: Chi- ang Kai-shek hefir bælt niður á- 'hrif samelgnarsinna í sjávarhéruð- uifflm og einnig í Slianghai. Frá Kanton er símað: Stjórnin í Han- kau hefir yfirráðin í innri hlutai Suður-Kína. Frá Shanghai er sím- að: Bráðabirgðavopnahlé hefir verið samið um milli Cti’ang Kai- stieks og Norður-Kína. Chiang Kai-shek og Chang Tso-lin semja bandalag gegn sameignarsinnum. Bankamálið á Formosa. Frá Tokio er símað: Lokun For- mosabankans veldur alvarlegri fjárhagskreppu. Mannfjöldi hefil gert aðsúg að bönkunum. Japans- bönkum hefir verið lokað í tvo ■daga. Stjðmin I Japan hefir sam- ’þykt þriggja vikna almennan skuldgreiðslufrest, en undan tekið kaupgreiðslur. Khöfn, FB., 24. apríL Samvinna milli Breta og Frakka. Frá Berlín er símað: Sá orðróm- ur leikur á, að utanríkismálaráð- herrar Englands og Frakklands, þeir Chamberlain og Briand, eigi í samningum um að korna á nýju ensk-frakknesku handalagi með það fyrir augum, að samvinna takist milli Englendinga og Frakka í Kínamálunum, Balkan- málunum og alvopnunarmálunum.. Balkanmálin. Frá Belgrad er símað: Þar vænta menn þess; að mjög bráð- lega veiði gerð ný sáttatilraun í Balkandeilunni af Frakklands- og Bretlands-stjórnum. Búast inenn við því, að brezka stjórn- in muni fara þess á leit við. Mussolini, að hiann slaki til í mál- um þeim, er snerta Albaniu. „Dýr myndi Hafiiði allur“. Frá Róm er símað: Zaniboni heíir verið dæmdur i þrjátíu ára fangelsi fyrir morðáformið gegn. Mussolini 1925. Vatnavextir í Bandarikjunum. Frá New York borg er símað; Vatnavextir í Missisippi hafa valdið stórtjóni og tvö hundr- uð menn farist. Khöfn, FB., 25. apríl. Kinafréttir enn. Frá Lundúnum ér símað: Marg- ir búast við þvi, að samningar muni takast milli stórveldanna og

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.