Alþýðublaðið - 27.04.1927, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 27.04.1927, Blaðsíða 4
4 ALEÝÐUBLAÐIÐ sig, er 'hann misti brúsans, og' íþaut út i buskann. Pekti vörður- inn hann ekki geria. Skýrði hann ]>á lögreglunni frá, og hóf hún þegar um morguninn leit í „Lyru“, en ekki fanst þar neitt áfengi. Var nú reynt að finna brúsaberann, og heppnaðist það. Játaði hann að hafa smyglað á- fenginu frá Færeyjum með aðstoð bátsmannsins á „Lyru“. Var mað- urinn með brúsann settur í varð- hald, en dómur var ekki fallinn í morgun. Heitir hann Óiafur Ól- afsson, áður veitingamaður í kaffihúsinu „Borg“, en á nú heima í Fischerssundi. Til athugunar fyrir Þýzkalandsfara. Að þvi, er þýzk biöð herma, leiðir utanríkisstjórn Þýzkalands athyglina að þvi, að misskildir hafi verið af mörgum samningar, jsem gerðir hafa veiið m lii Þýzka- Jands og ýmsra annara ríkja, þar á meðal íslands, um, að létt væri af .skyldunni til að Játa árita vegabréf af þýzkum yfirvöldum. Væri misskilningur þessi á J)á lund, að inenn úr þessum ríkjum Jiéldu, að þeir þyrftu ekkert vega- bréf að hafa til að kornast til Þýzkalands. Þetta er ekki rétt; rnenn verða eftir sem áður að haía venjuleg lögregluvegabréf frá heinrayíirvöldum sínum (fyr- ir það er hér á landi tekin ó- heyrileg upphæð, 8 kr.). Séu menn ekki með slíkt, eru menn . gerðir afturreka á landamærun- um. Hins vegar. þurfa menn úr samningsrikjunum nú ekki leng- ur að láta þýzk yfirvöld rita á, svo að kornist verði á þeim inn i Þýzkaland, eins og áður var. Er einkennilegt, að stjórnin ís- lenzka skuli ekki hafa brýnt þetta fyrir mönnum, jafnmargir og fara fiéðan til Þýzkalands. Hann hefir séð of mikið! Eitt af stærstu blöðum Parísar- borgar spurði nýlega Clemenceau gamla, sem á ófriðarárunum var forsætisráðherra í Frakklandi og þá alment kallaður „tígrisdýrið", hvoi’t hann hefði ekki í hyggju að skrifa æíiminningar sínar eins og Hindenburg og flein störmenni. En svar Clemenoeaus kom flatt upp á biaðamennina. Hann svaraði: „Ég mun aldrei skrifa æfiminn- ingar mínar. Ég hefi séð og heyrt of mikið bak við tj.öldin. Ég veit of mikið, og ef ég skrifaði þær,“ bætti hann við, „myndi enginn maður undir neinum kringum- stæðum fara út í ófrið, jafnvel þó ættland hans væri í hættu statt.“ Það má segja, að tennur „tígr- isdýrsins" séu ekki orðnar eins skarpar eins og þær áður voru. Til Strandarkirkju frá konu kr. 3,00. Uan dafglnfii ®gj wgki. Næturlæknir er í^nótt Níels P. Dungal, Sól- eygjargötu 3, sími 1120. Alþýðumenn! Munið 1. maí! 1. maí-nefndir verklýðsfélaganna mæti á fundi í Alþýðuhúsinu kl. 8 í kvöld. Þenna dag árið 1787 fæddist þýzka skáld- | ið J. L. Uhland. Margir íslending- ar niunu t. d. minnast kvæðisins „Ákvæðaskáldið" eftir Uhland í þýðingu Matthíasar Jochumssonar. Skjaldbreiðingar eru beðnir að mæta í kvöld á Hverfisg. 34. Áríðandi! Sálarrannsóknarf élagið heldur fund annað kvöld kl. 81/2 í Iðnó. Þar flytur ísleifur Jóns- son fyrirlestur. í. R. yngri stúlkur eni beðnar að athuga, að engin œfing verður 1 dag, miðvikudag, ien á laugardag á venjulegum stað og stundu. Þær, sem ætla að efna sér hvíta búningsins, tali við kenn- arann strax í dag. „íþöku“-fundur verður í kvöld. Systrakvöld. Systumar- beðnar að koma nveð kökur. Veðrið. Frost 2 -9 stig. Hvergi mjög hvast. Sums staðar snjókoma. Loit- vægislægð suðvestur af Reykja- 'ncsi á suðausturl^ið. Útlit: Hér á Suðvesturiandi h.vessir á austan bg verður allhvast í nótt, og yfir- leitt er áttin að færast úr norðri tii austurs. Heilsufarsfréttir. (Eftir símíf*aj!i í gær við landlækninn.) „Kikhóstinn" er far- inn að breiðast út um sveitirnar 'kring um Akureyrj. Taugaveikín, sem kom um daginn upp á Ak- ureýri, hefir ekki breiðst út. Togararnir. i fýra.d.komu af veiðurn: „Arin- bjöm hersir“ með 91 tn. lifrar, „Sindri" með 46 og „Snorri goði“ með 85 tn. Aliir þeir togarar, sem hér voru inni, fóru aftur á veiðar í gær. Sjötugur er í dag Jön Tómassoit fá- tækrafulltmi. Hefir hann gegnt fá- tækrafulltrúastörfum síðan 1904. Halldór Kiljan Laxness rithöfundur hefir gert ráðstaf- anir til málssöknar á hendur „Mgbl.“ fyrir að kalla valda kafla úr „Vefaranum mikla frá Kas- mír“ klám. Gold-iiist |>voftaefni o«j €3oM-0íist skúridnft hreinsa toeæt, ■Hiiiiffiaiii llllllillllllllililB BPip 1 ■ ■■ m skt. 1 kr. Hjúskapur. 16- þ. m. voru gefin saman ungfrú Guðrún Tómasdóttir, Laugavegi 73, og Lúðvík Denke Edilonsson sjömaður, Suðurpóli. Til fríkirkjunnar í Reykjavik. Gjöf kr. 100,00 frá rnóður, til minningar um sonariát og sorg- arathöfn í fríkirkjunni 10. marz 1925. — Áheit kr. 10,00 frá Kjart- ani. — 21. april. Ásm. Gestsson. Kirkjuliljómleikar Páls ísólfssonar með kvenna- kórnuin verða endurteknir annað kvöld kl. 8V2 í fríkirkjunni. Næturvörðúr er þessa viku Laugavegar. lyfjabúð »1 ©r|iígatír er ,M| allar ‘4 - dropinn. |arta-ás smjerlfkið er bezt. Ásgarðnr. Sokkar — Sokkar — Sokkar frá þrjónastofunni Malin eru ís- lenzkir, endingarbeztir, hlýjastir. Veggmyndir, fallegar og ódýr- ar, Freyjugötu 11. Innrömmun á sama stað. Rjómi fæst allan daginn í Al- þýðubrauðgerðinn. Qengi erlendra mynta í dag: Sterlingspund. . . . kr. 22,15 100 kr. danskar . . . — 121,70 100 kr. sænskar . . . - 122,19 100 kr. norskar . . . — 118,05 Dollar ..... . — 4,57 100 frankar íranskir. . - 18,07 100 gyllini hollenzk . — 182,98 100 gullmörk pýzk . . — 108,19 Rétta blandlan. Heyrðu, Jón! Hefir þú helt vatni í mjólkina? — Ö, já! Veiztu ekki, að það er laga- brot? Hólaprentsmiðjan, Hafnarstfætí 18, prentar smekklegast og ódýr- ast kransaborða, erfiljóð og alla smáurentun, sími 1998- Harðfiskur, riklingur, smjör, tólg, ostur, saltkjöt; ait bezt og ódýrast í Kaupfélaginu. Verzlið við Vikar! Það verður, notadrýgst. — Jú, en þér sögðuð sjálfur, að ég ætti að blanda mjólkina meb vatni! — Alveg rétt! En ég sagði, að þú ættir fyrst að hella upp vatn- inu og síðan heila í mjólldnni. Séyöu til! Þá getum við, svarið, að við höfum ekki helt dropa af vatni í mjólkina. Mundu það framvegis. Rltstjórl og ábyrgðarwoöur HollbjOro Holldórssoo. Alþýðuprentsmiðjan.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.