Helgarpósturinn - 22.12.1987, Side 10

Helgarpósturinn - 22.12.1987, Side 10
VETTVANGUR HELGARPÓSTURINN Ritstjórar: Halldór Halldórsson, Helgi Már Arthursson Blaöamenn: Anna Kristine Magnúsdóttir, Friðrik Þór Guðmundson, Gunnar Smári Egilsson, Jónína Leósdóttir, Kristján Kristjánsson, Ólafur Hannibalsson, Páll Hannesson. Prófarkir: Sigríður H. Gunnarsdóttir Ljósmyndir: Jim Smart Utlit: Jón Óskar Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Dreifingarstjóri: Birgir Lárusson Sölu- og markaösstjóri: Hinrik Gunnar Hilmarsson Auglýsingar: Bergþóra Sigurbjörnsdóttir, Sigurrós Kristinsdóttir, Sigurður Baldursson. Áskrift: Guðrún Geirsdóttir Afgreiðsla: Bryndís Hilmarsdóttir Aðsetur blaðsins: er í Ármúla 36, Reykjavík, sími 91-681511. Útgefandi: Goðgá hf. Setning og umbrot: Leturval sf. Prentun: Blaðaprent hf. Sigur ljóssins Jólin eru hátíð barnanna, eða öllu heldur barnsins í okkur öllum. Eða eru þau kannske stund milli stríða — almennir frídagar — hvíldin, sem allir þurfa til að geta aftur stigið á hringekju þá sem snýst með sífellt meiri hraða? Á þessum tímamótum þegar birtan verður rökkrinu yfirsterkari og dag tekur að lengja staldra menn oftast við og líta yfir farinn veg. Líta til sinna nánustu og skoða mannfélagið með öðrum og mildari augum. Umburðar- lyndi vex um jól og kærleikur nær oftast yfirhendinni. Ljósið sigrar myrkrið. Óneitanlega verður mönnum hugsað til allra þeirra sem eiga um sárt að binda einhverra hluta vegna. Og þá þurrkast út öll landamerki. Undanfarið hafa landsmenn séð auglýsingar frá líknarfélögum sem nota þennan tíma til að safna fé til að koma til þeirra sem eru í nauðum staddir. Er óskandi að landsmenn bregðist vel við þessu kalli og leggi sitt af mörkum svo þeir sem að líknarmál- um vinna geti komið til skila fátæklegum kveðjum auð- ugrar þjóðar í norðri til bágstaddra í öðrum heimsálfum. Til þess einnig að þeir sem eiga um sárt að binda í land- inu sjálfu megi finna að þeir eru ekki einir á báti, þrátt fyrir allt. Ánægjulegustu fréttirnar sem borist hafa út þessa síð- ustu daga eru þær, að söfnun Hjálparstofnunar kirkjunn- ar gengur betur en forráðamenn hennar þorðu að vona. Með nýjum mönnum hefur traust almennings á Hjálpar- stofnun aukist og þá láta viðbrögðin ekki á sér standa. Er það fagnaðarefni. Verkefnin eru mörg og þau eru stór. Helgarpósturinn óskar lesendum sínum og lands- mönnum öllum gleðilegra jóla. Bann Markúsar Útvarpsstjóri, Markús Örn Antonsson, bannaði sl. fimmtudag auglýsingar frá Helgarpóstinum, þegar blað- ið vildi kaupa sér útsendingartíma og auglýsa ráðabrugg bandaríska sendiráðsins í Reykjavík og þáverandi forsæt- isráðherra, Stefáns Jóhanns Stefánssonar. Blaðið hefur undir höndum bandarískar skýrslur og skjöl sem stað- festa náið vináttusamband íslenskra ráðamanna og bandaríska hernámsliðsins frá þessum tíma og eru at- burðir þeir sem auglýsa átti skjalfestir. En útvarpsstjóri skellti banni á þessar auglýsingar. Og fékk útvarpsráð á sínum fyrsta fundi til að staðfesta auglýsingabannið. Það var slæm byrjun hjá hinu virðulega ráði. Auglýsingabann sem sett er án gildra raka er alvarleg aðgerð. Alvarlegast er hitt að aðrir fjölmiðlar skuli sneiða hjá því að fjalla um „prinsippmál“ eins og þetta og að Blaðamannafélag íslands skuli ekki boða til skyndifundar og álykta um málið. Málið snýst um tján- ingarfrelsi. Ekki um Helgarpóstinn eða auglýsingareglur Markúsar Arnar. Boðberar borgaralegs frjálslyndis hafa, þegar fulltrúar ríkisvaidsins brjóta á einstaklingum og fyrirtækjum, risið upp og mótmælt. Fremst í þeim flokki hefur verið Morg- unblaðið. Helgarpósturinn hefur stundum þurft að laga auglýs- ingar að reglum ríkisútvarpsins. í þessu ákveðna tilviki eru reglur ekki brotnar. Mál þetta verður ekki látið niður falla. 10 HELGARPÓSTURINN Alvarlegar rangfærslur í HP um Lífeyrissjóð bænda Sjö mjög alvarlegar rangfærslur eru í grein í Helgarpóstinum 17. des. sl. um Lífeyrissjóð bænda. Því er til að mynda logið að bændur njóti gífurlegra forréttinda og greiði ekki krónu í lífeyrissjóð sinn, þar eð neyt- endur og aðrir skattgreiðendur gefi þeim lífeyri, langt umfram það sem almenningur fær. Sannleikurinn er sá að bændur sitja við sama borð og launþegar í landinu og hafa hvorki fengið „gjaf- ir“ né önnur fríðindi í lífeyrismálum. RANGFÆRSLURNAR SJÖ 1. RANGFÆRSLA í HP: Orðrétt segir í grein Helgarpóstsins 17. des., að bændur greiði „ekki krónu í iö- gjöld til Lífeyrissjóös bœnda". — „1,25% eru lögö ofan á verö til bœnda . . ." — „ . . . sjá því neytend- ur og skattgreiöendur bœndum fyrir lífeyri" — „Bœndur greiöa ekki krónu í þennan lífeyrissjóö sinn". Fullyrðing þessi er endurtekin margsinnis í ýmsu formi, í fyrirsögn- um, myndatexta og víðar. 1. SVAR: Þetta er ósatt. Ið- gjaldið er dregið af verði tii bænda, lækkar þeirra kaup. Annað væri lögbrot. Bændur greiða þessi lífeyrisiðgjöld sín sjálfir, þau eru tekin af hlut þeirra, eins og þeg- ar iðgjöld eru dregin af kaupi ann- arra. Þau hækka ekki vöruverð, en lækka nettótekjur bændanna um 1,25%. í einföldustu mynd er dæmið svona: Af hverjum 100 krónum sem eiga að renna til bóndans fyrir af- urðir eru teknar kr. 1,25 og lagðar í Lífeyrissjóð bænda. Bóndinn fær því útborgaðar kr. 98,75 fyrir vöru sína. í lögum um Lífeyrissjóð bænda segir skýrt og greinilega: Skal gjald þetta dregiö frá bávöruveröi til sjóö- félaga". (Lög nr. 50/1984, 7. gr.). 2. RANGFÆRSLA HP: Bændur fá „lífeyri sem er mun hœrri en aörar stéttir njóta". 2. SVAR: Þetta eru einföld ósannindi, enda hvergi rökstudd í greininni. 3. RANGFÆRSLA í HP: „Sam- kvæmt brþaöabirgöareglugerö er bændum . . . tryggöur verötryggö- ur lífeyrir". 3. SVAR: Bændur hafa ekki verðtryggðan líf eyri. í reglugerð er ekki ákvæði um slíkt. 4. RANGFÆRSLA HP: Ef gjöld í Lífeyrissjóð bænda standa ,pkki undir lífeyrisgreiöslum ársins erþaö sem á vantar sótt í ríkissjóö". 4. SVAR: Þetta hefur aldrei verið gert, enda ekki til reglur sem kveða á um slíkt. 5. RANGFÆRSLA í HP: Bændur fá „falinn forréttindalífeyri" — „ . . . þetta er faliö undir liðnum ,,niöurgreiöslur á vöruveröi" í fjár- lögum". 5. SVAR: Bændur njóta engra forréttinda um lífeyri og þetta at- riði er ekki falið í fjárlögum. Ágæt atriðisorðaskrá er aftast í fjár- lagafrumvarpinu. En byrjendum í fjárlagalestri hefur löngum þótt það anga dýrlega af mafíusamsæri, að Þessa dagana er mikið talað um misferli og mistök á fréttastofum út- varps og sjónvarps. Stefáns Jó- hannsmái, Grafningsmál, Svefn- eyjamál og hver veit hvað þau eru mörg. Þá hefur einnig verið hvíslað um það að Ungmennasamband Borgarfjarðar hafi klagað frétta- flutning um deilur við sumarbú- staðaeigendur í Húsafelli til útvarps- ráðs en það mál hafi verið vandlega þaggað niður á útvarpinu, enda um einhver tengsl að ræða milli frétta- manns og sumarbústaðamannsins. Eg hef heyrt að hvorki ungmenna- BÆNDUR FÁ FAUNN FORRÉTTINDALÍFEYRI Neytendur og skattgreiöendur borga bœndum lífeyri, sem er mun hœrri en aörarstéttir njóta. Þetta er faliö undir liönum ,,nidurgreiöslur á vöruveröi" á fjárlögum, og skráö undir uidskiptarádurieyti. Ein þeirra stétta sem njóta lífeyrisréttinda umfram all- an þorra almennings er bændur. Þeir fá verðtryggðan líf- eyri þrátt fyrir að þeir greiði ekki krónu í iðgjöld til Llfeyr- issjóös bœnda. Þeir sem greiða iðgjöldin fyrir bændurna eru neytendur og skattborgarar. Auk þess er Slofntána- deild landbúnaöurins gert skylt að sjá bændum fyrir hluta af lífeyri þeirra. 1(11« CUNNAR MIU (GUtSON »YND 11» SMAIT Ný lög um Lílcyrissióð bænda Samkvarmt þessum kigum sjá þvi voru samþykk! i Alþingi I9M. I ncytendur og skallgrciðendur þ«m kcmur Iram að bjcndum cr bcndum lyrir lilcyri. Fk-slar aðrar ckki *tlað að grciða iðgjóld til slíltir þurla hins vcgar að kaupa sír sjððsins. Þcss í slað cr vanalcgl lileyrisríllindl mcð þvi að grciða ið- tramlag launþcga sðll I vasa ncyl- g)öld I lilcyrissjóði. Það ler siðan cll- cnda. 1,25 prósent cru Iðgð olan á ir ávðslun þessara s|ðða hvcrsu hir verð til bcnda á öllum landbúnað- lllcyrirínn kemur lil með að verða. aralurðum og flult I Ulcyrissjóð Samkvjcml bráðabirgðarcglugcrð bT.nd4. .... . . er •Mrn‘)um hin‘ vegar Iryggður niðurgreiðslur og Lífeyrissjóður bænda skuli hjúfra sig hvort upp að öðru undir liðnum „Viðskiptaráðu- neyti". Fjármálaráðuneytið ræður samt uppsetningu fjárlaganna, en hvorki bændastéttin né lífeyrissjóð- ur hennar. Hin einfalda skýring þess, að mót- framlög neytenda (1,60% af verð- mæti búvöruframleiðslunnar) í Líf- eyrissjóð bænda hafa „gegnum ár- in" verið spyrt saman við niður- greiðslur er samt bara hagkvæmnin fyrir bókhaldarann. Niðurgreiðslur eru peningapakki handa neytend- um. Eigi neytendur afturámóti líka að greiða bændum eitthvað er ber- sýnilega hentugt að taka það strax þarna. í staðinn fyrir þessa einföldu að- ferð er heimilt skv. lögunum að inn- heimta framlag neytenda hjá öllum mjólkurbúum, sláturhúsum, versl- unum og veitingahúsum sem bænd- ur skipta við. Vill einhver þá skrif- finnsku? 6. RANGFÆRSLA í HP: Bændur hafa, eins og aðrar „forréttindastétt- ir", — ,,brugöist hart viö frumvarpi um samrœmd lífeyrisréttindi allra landsmanna". 6. SVAR: Þetta er ósatt. Bændur hafa ekki ályktað eða látið í ljósi andúð á þeim tillögum. Og þeir eru ekki forréttindastétt. 7. RANGFÆRSLA í HP: Bændur fæddir fyrir 1914 fá gefins lífeyri frá ríkinu: „Þaö framlager óafturkrœft. Gjöf." 7. SVAR: Hér gilda samsvar- andi lagaákvæði um bændur og félaga í ASÍ. Frumlegt er að kalla þau „gjafir". Hér er gefið í skyn að bændur njóti sérréttinda og þeir nánast þjófkenndir á nýjan leik. Al- þingi viðhafði á sínum tíma ná- kvæmlega sömu aðferð til að tryggja öldruðum bændum og öldr- uðu verkafólki þessi sjálfsögðu mannréttindi. Hætt er við að blaða- maður HP eigi fáa skoðanabræður sem hafa geð í sér til að kalla fram- lögin „gjafir" í hneykslunartóni. (Sjá samsvarandi lagagreinar um bændur og aldraða félaga í Alþýðu- sambandi Islands: „Eftirlaun til aldr- aðra félaga í stéttarfélögum" (Lög um eftirlaun til aldraðra 2/1985, 1. kafli 1. gr.) og um aldraða bændur (Lög um lífeyrissjóð bænda 50/ 1984, 2. kafli, 17. gr.).) sambandið né heimafólk á Húsafelli hafi verið beðið afsökunar og til- raunir til að leiðrétta málið hafi ekki fengið að komast að. Kannski hafa fréttamenn fleiri svona mál inni í skáp hjá sér, sem enginn veit um nema þeir sem brotið hefur verið á. Ríkisútvarpið hefur að mörgu leyti staðið sig vel í hinni frjálsu sam- keppni. En ég er smeykur um að fréttastofan megi fara að vara sig ef hún vill halda trausti almennings. Með kveðju, Gunnar Pálsson. BLAÐAMENNSKA EÐA BARSMÍÐAR? Blaðamaður Helgarpóstsins fékk allar þær upplýsingar sem hann óskaði símleiðis hjá Lífeyrissjóði bænda. Hann þáði ekki boð um yfir- lestur til að forðast staðreynda- skekkjur, né hefur hann hirt um að staðreyna aðrar heimildir sínar. Hneykslunarefnin í HP eru því til- búningur, en greinin snýst upp í rakalausar ásakanir um spillingu og óréttlæti. Höfundinum virðist meira í mun að koma höggi á bændastéttina en leita sannleikans. Með hliðsjón af því að hér er um að ræða eina tekju- lægstu stétt þjóðfélagsins, sem hef- ur hærri meðalaldur en aðrar, eins og fram kemur í greininni, er þetta sérkennilegt form af karlmennsku. Málatilbúnaðurinn verður hluti af þeirri viðleitni að kljúfa þjóðina í tvennt og sá til ófarnaðar. Skorað er á ritstjórn, við hlið væntanlegrar afsökunarbeiðni sinn- ar, að reyna að sanna einhverjar af ofangreindum 7 fullyrðingum eða lýsa þær ómerkar. Önnur vinnu- brögð verða talin til undanbragða. HVERS VEGNA ER NÝJUNGUM BÆND- ANNA HAFNAÐ? í þessu sambandi verður að nefna eitt: Hagstofa íslands viðurkennir ekki nýgreinar í landbúnaði og fellir framleiðsluverðmæti bændanna um hundruð milljóna árlega, — þeir fá ekkert mótframlag í Lífeyrissjóð sinn út á loðdýrarækt, plönturækt, hrossarækt, fiskeldi o.s.frv. Verðlagsárið 1986/87 hljóðar verðmætaáætlun Framleiðsluráðs landbúnaðarins, skv. skýrslum frá afurðastöðvum, upp á tæpa 10,2 milljarða króna. En Hagstofan neit- ar að reikna sem verðmæti frá bændum, og þar með sem stuðul í lífeyrisgreiðslum, afurðir af refum, minkum, kanínum, blómum, runn- um og piöntum og lækkar þar að auki verulega á hverju ári viðmið- unartölur frá Framleiðsluráði land- búnaðarins hvað varðar t.d. hross, garðávexti, gróðurhúsaafurðir, lax- og silungsveiðar, hlunnindi og fisk- eldi. í fyrra nam munurinn alls 517,8 milljónum króna. í ár losar hann trúlega 600 milljónirnar. Ríkið strikar sem sé út viðleitni til búháttabreytinga, þegar reikna skal verðmætasköpun í landbúnaði. Og í sama hlutfalli lækkar mótframlagið sem greiða skal í Lífeyrissjóð bænda. Ár hvert spyrja bændur um orsökina en fá ekki svar. Fram- leiðsluráð landbúnaðarins hefur óskað eftir reglugerð sem kveði skýrt á um hvað teljist búvörur, en beiðninni hefur ekki verið sinnt. Ritað samkvæmt upplýsingum frá Lífeyrissjóöi bænda og fleiri aðilum, Ólafur H. Torfason, Upplýsingaþjónustu landbúnaðarins.

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.