Helgarpósturinn - 25.02.1988, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 25.02.1988, Blaðsíða 2
Eruð þið orðin „antík"? Þór Magnússon þjóðminjavöröur „Nei, við erum nú alltaf að reyna að yngja upp hugsunar- háttinn hjá okkur og gæta þess að einblína ekki bara á það sem elst er heldur horfa líka nær okkur í tímanum." Finnst þér aðsóknin að safninu nógu góð? „Nei, hún er nú ekki nógu góð. Það kemur m.a. til af því að safnið hefur verið opið mjög stutt á degi hverjum og ekki nema annan hvern dag á sumrin. Nú í vor ætlum við að lengja opnunartímann og vonumst til að það verði til þess að fleiri komi hingað, en það er eins með menningarstofn- anir og aðrar stofnanir, þær verða að auglýsa sig til að fá at- hygli." Er ekki eðiilegt, nú þegar heimurinn er að minnka og einkenni þjóða að mást út, að efla Þjóðminjasafnið? „Jú og ekki bara Þjóðminjasafnið heldur öll menningar- söguleg og náttú rufræðileg söfn, enda er það alls staðar að gerast í heiminum. Það er liður í aukinni almennri menntun að efla söfnin." Finnst þér fjárveitingarvaldið hafa skilning á þessu? „Það virðast nú allir hafa skilning á þessu, en siðan þegar á að fara að reiða fram peningana sem þarf til að reka svona stofnun verður minna um úrræði." Safnið hefur undanfarið veriö að safna fyrir klukku. Hvernig gengur söfnunin? „Hún gengur vel. Það kemur hingað fólk á hverjum degi til að leggja í söfnunina. Ég átti nú ekki von á því að söfnunin hæfist fyrir alvöru fyrren klukkan væri komin, en hún kem- ur í næstu viku. Nú þegar hafa safnast um hundrað þúsund krónur." Hvað þótti þér um þau ummæli menntamálaráðherra að hann vildi ekki að ríkið spillti fyrir almennum sam- skotum með því að kaupa klukkuna? „Það var ekki farið fram á fjárveitingu úr ríkissjóði. Það stóð ekki til að láta ríkið borga heldur að sjá hvort þjóðin vildi ekki sjálf kaupa þetta. Við erum nú að biðja um ýmislegt úr ríkissjóði, bæði aukafjárveitingar og annað, og ég þóttist viss um að það væri torsótt að sækja andvirði klukkunnar í ríkissjóð." Heldur þú að gallabuxnasýningin í anddyri safnsins laði fólk að? „Það hygg ég. Hún er nýstárleg og þar er fitjað upp á nýj- ung sem fólk á ekki von á að þjóðminjasafn sinni, en víða erlendis eru menn farnir að gera samtímaminjum skil. Þetta er farandsýning sem við fáum að láni um skamman tíma og okkur þótti ástæða til að hrista svolítið upp í huga fólks að þessu leyti." Er þá rokksýning næst? „Ég veit það ekki. Það er ekki búið að leggja neinar línur um það." Breytir þaö miklu að Listasafnið er flutt af efstu hæð- inni hjá ykkur? „Það mun gera það. Það er stefnt að því að endurskipu- leggja allt safnið, en það hefur verið óbreytt í 35 ár og er orðið svolítið gamaldags." Er safnið góður vitnisburður íslenskrar sögu og menn- ingar? „Þetta er mjög gott safn á mörgum sviðum,Ul. hwaö srvert- i r g a m I a r í s I e n ska r han diðnir &s. iút skiawSrogivefnaíð, og eins er gott safn af kirkjugripum. Entþað erui llkateyóurá ýtrtsum sviðum." Hvernig stendur safnið varðandi skrárnngu v/mtíma- sögu og samtímaminja? „Ég verð að viðurkenna að lítið hefur verið gert í þeim efn- um. Við höfum þó reynt að varðveita ýmislegt sem snertir tækniöld. Vegna þess hve framleiðslan er ör í nútímanum er erfitt að velja og hafna í þeim efnum." I gær, miðvikudaginn 24. febrúar, varð Þjóðminjasafnið 125 ára. HP ræddi við Þór Magnússon þjóðminjavörð á þessum tímamótum. FYRST OG FREMST ÞJÓÐMINJASAFNIÐ er að eignast níu hundruð ára gamla Islandsklukku sem föl er á Eng- landi fyrir 650.000 krónur. Aura- ráð þjóðarsafnsins eru hins vegar ekki meiri en svo að efna þarf til sérstakra samskota vegna málsins. Safnið þarf að leita beint til þjóð- arinnar þegar mál sem þetta kemur upp og ekki er ráð fyrir gert í árlegri fjárveitingu. Óvæntar fornleifar mega því alls ekki dúkka upp nema eftir fyrirfram ákveðnu ferli. Manni verður spurn hvort hástemmdar yfirlýsingar um menningarlegar skyldur og hlut- verk Þjóðminjasafns séu meira en orð á blaði. Svo er um fleiri geira menningarlífs. Þegar síðast fréttist hafði tæpur tíundi hluti upphæð- arinnar safnast, eða rétt um 50.000 krónur. Mikið vantar því enn... ÞAÐ hefur.varla farið fram hjá neinum að launum er misskipt í þessu þjóðfélagi. Enda mun ekki ein einasta eiginkona verkamanns hafa litið inn á tískusýningu frá Sævari Karli sem haldin var á Hótel Sögu um síðustu helgi. Að sögn var verð á fatnaði þar svim- andi hátt og dæmi sem okkur var nefnt var um verð á peysu, 37.000 krónur. Stór hópur gestanna mun hafa verið eiginkonur lækna... LOGIN úr söngleiknum Síldin er komin, sem Leikfélag Reykjavíkur sýnir um þessar mundir í Skemm- unni, munu vera væntanleg á hljómplötu sem út á að koma í nœstu viku. Geta menn nú brátt sungið hástöfum dónalegasta text- ann í þessu nærri þriggja tíma verki, „ungur og graður..." eða hvernig sem þetta nú annars er! REYKJAVIKURFARSINN Ráöhús í Reykjavík er eitthvert vinsælasta umræðuefni manna á meðal. Sumt sem tínt hefur verið til er bráðskemmtilegt, en einna bestu hugmyndina gefur að líta í Tímanum í gær. Þar skrifar Oddur Olafsson kostulega grein og kemur með tillögur að því sem betur má fara í byggingunni. Greininni fylgir teikning Sigurdar Sigurdssonar, bráðskemmtileg hugmynd Odds útfærð. í greininni segir Oddur meðal annars: ,,Æskilegt vœri aö nota timbur í stad steinsteypu í húsiö, en aöal- atriöiö er að þaö veröi klœtt báru- járni, sem gefur því þjóölegan og menningarlegan svip. Auka má reisn byggingarinnar meö nokkrum reykvískum kvistum, eins og þeim sem nú eru orðnir höfuð- prýöi Bjarnarborgar. Vindskeiðar í burstabœjarstí! ásamt kross- gluggum með blúndugardínum munu undirstrika heildarsvipinn og minna á þá daga þegar hún amma var ung. Þegar ráðhúsið er risið úr timbri og með bárujárni munu endurnar ekki fatta að líf- ríkinu stendur ógn af því og hóp- ast að því eins og Iðnó og Bún- aðarfélagshúsinu og hornsílin una glöð við sitt í leðjunni á botni Tjarnarinnar." EINS og fólk eflaust veit er mikill hamagangur í öskjunni bak við svið þegar tískusýningar fara fram. Sýningarstúlkur verða að skipta um fatnað á mettíma og tekst oftast vel upp. Hins vegar bar svo við fyrir skömmu að á tískusýn- ingu einni gleymdi ein sýningar- stúlkan að skipta um skó á báðum fótum. Mætti hún inn á sviðið í bláum og brúnum kjól, öðrum skónum bláum og hinum brúnum. Ahorfendur gerðu enga athuga- semd og trúðu því greinilega að þetta væri nýjasta skótískan. Að minnsta kosti var afgreiðslustúlkan í þeirri versiun sem sýndi spurð daginn eftir sýninguna hvort „bláu og brúnu" skórnir væru ekki komnir í verslunina... UT er komið nýjasta tölublaðið af tímaritinu Nýju lífi. Eins og í fyrra tekur starfsfólk fyrirtækisins það að sér að dæma um best og verst klœdda fólk þjóðarinnar. Umsjón- armaður greinarinnar er titlaður 1Æ íOHl' s^htnt uð HELGARPÚSTURINN UMMÆLIVIKUNNAR Ullarvörur „Þeir tala mest sem eru á móti bjórnum og oft af litlu viti og miklum fordómum." Landsins hag það eflaust mundi efla ef ég fengi í Moskvu að selja trefla. GUÐRÚN HELGADÓTTIR ALÞINGISMAÐUR En ef þann kost ég hefði að hafna og velja helst ég vildi föðurlandið selja. 1 UMRÆÐUM UM BJÓRFRUMVARPIÐ. NIÐRI 2 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.