Helgarpósturinn - 25.02.1988, Blaðsíða 5

Helgarpósturinn - 25.02.1988, Blaðsíða 5
Hœstaréttardómur í máli Landvéla hí siwra Stórfelld söluskattssvik forrádamanna Landvéla hf. í Á Kópavogi á tímabilinu 1. september 1982 til 31. mars 1984 gáfu vel af sér þótt upp um hina seku hafi komist 1 — ööru vísi er vart hœgt aö túlka dóm Hœstaréttar í síö- t ustu viku. Hœstiréttur mildaöi verulega undirréttardóm Sakadóms Kópavogs og horföi framhjá verölagsþróun- « inni frá þessum tíma meö þeirri afleiöingu aö sektir, álag ( og kostnaöur forráöamannanna og fyrirtœkisins rétt brúa þá upphœö sem skotiö var undan. Endanleg niöur- * staöa er sú aö hinir brotlegu hafi sloppiö á sléttu, en < „grœtt“ 14 milljónir króna ef undanskiliö er sérstakt „álag“ ríkisskattstjóra. | .HttlfHÍP iillliP SLETTQ! Forráðamenn fyrirtœkisins földu 100 milljóna króna veltu og skutu undan söluskatti upp á 20,6 milljónir króna. Eftir dóm Hœstaréttar í síðustu viku er niður- staðan sú, að hinir dœmdu hafi sloppið fjárhags- lega á sléttu frá glœpnum: Sektir og álag ríkisskatt- stjóra duga nákvæmlega fyrir hinum vangreidda söluskatti. LApDVELAR hf iíSS; Mtví.í'£c& iifsfSsíiL Rgf 111| j 1111 i t ■ Wí% Landvélar hf. i Kópavogi. Frá 1. september 1982 til 31. mars 1984 var í gangi hjá fyrirtækinu tvöfalt tekjuskráningarkerfi og fölsun á kreditnótum til að lækka söluskattsskylda veltu á pappírnum. Síðla í október 1983 barst rann- sóknardeild ríkisskattstjóra kæra um „meint söluskatts- og bókhalds- svik Landvéla hf.“ í kjölfarið fylgdi umfangsmikil rannsókn á málefn- um fyrirtækisins er lauk í júlí 1985. Kom í Ijós, að fyrirtækið hafði haft tvöfalt tekjuskráningarkerfi og við- skiptamannabókhald og að hluta a"f viðskiptum var með þessum hætti haldið utan við fjárhagsbókhald fyrirtækisins. Um leið höfðu verið búnar til kreditnótur sem ekki áttu við rök að styðjast og þær notaðar til lækkunar á söluskattsskyldri veltu. 100 MILLJÓNIR FALDAR Á fyrrgreindu tímabili höfðu for- ráðamenn fyrirtækisins skotið und- an eða vantalið söluskattsskylda veltu upp á rúmlega 29 milljónir króna, sem þeir hefðu átt að greiða af söluskatt í ríkissjóð upp á tæplega 6,4 milljónir króna. Viðskiptin eru sundurliðuð eftir einstökum mán- uðum og við framreikning sam- kvæmt lánskjaravísitölu kemur í ljós að umrædd velta sem falin var hljóðar í reynd upp á 94 milljónir króna og að hinn vangreiddi sölu- skattur nemur í raun 20,6 milljón- um króna. Nánar tiltekið voru þeir Hreinn Hauksson, stjórnarformaður og framkvæmdastjóri fyrirtækisins, og sonur hans Halldór Hreinsson ákærðir fyrir að hafa á þessu tíma- bili „látið kerfisbundið rangfæra bókhald félagsins í því skyni að skjóta undan söluskatti hluta af sölu- skattsskyldri veltu þess, annars veg- ar með því að koma á með aðstoð með ákærðu tvöföldu tekjuskrán- ingarkerfi hjá félaginu, þar sem allri sölu samkvæmt öðru kerfinu, sem skráði sölu á vörum og þjónustu til tiltekinna viðskiptamanna sem voru í reikningsviðskiptum og nutu afsláttarkjara, var haldið utan fjár- hagsbókhalds félagsins, sem sölu- skattsskýrslur og ársreikningar voru reistir á, og hins vegar með því að falsa eða láta falsa kreditnótur yfir skilaðar vörur án þess að nokk- ur slík skil á vörum hefðu átt sér stað, sem siðan voru færðar í bók- haldi félagsins til lækkunar á sölu- skattsskyldri veltu þess"... BÓKHALDSFORRITI VAR BREYTT Til að geta gert þetta þurfti að breyta bókhaldsforritum félagsins og var fenginn í það verk Tryggui Eyvindsson, forstöðumaður og ann- ar aðaleigandi firmans Tölvers hf. Hann neitar því alfarið að hafa vitað um að tilgangurinn hafi verið óeðli- legur, en í undirrétti var komist að þeirri niðurstöðu að honum hlyti að hafa verið Ijóst að breytingin hafði engan annan tilgang en að skjóta undan söluskattsskyldri veltu. Enda hefði mátt gera eðlilegar breytingar á forritinu á mun einfaldari hátt og öruggari miðað við þá útskýringu. að halda hafi átt viðskiptum ákveð- inna aðila aðgreindum í bókhaldi, fyrirtækinu til hagræðis. Starfsmenn fyrirtækisins, Snœ- björn Halldórsson og Gunnar Jó- hann Magnússon, voru ákærðir fyr- ir hlutdeild í brotunum. Snæbjörn var umsjónarmaður tölvuvinnslu fyrirtækisins en Jóhann bókari þess. UNDIRRETTUR „FRAMREIKNAR" Sakadómur Kópavogs komst að niðurstöðu 15. október 1986 og kváðu upp dóminn Sigrídur Ingvars- dóttir héraðsdómari og meðdóms- mennirnir Emil Theódor Guðjóns- son, löggiltur endurskoðandi, og Ólafur Tryggvason viðskiptafræð- ingur. Þau dæmdu Hrein Halldórs- son í 15 mánaða óskilorðsbundið fangelsi, Halldór Hreinsson í 6 mán- aða óskilorðsbundið fangelsi, Tryggva Eyvindsson í 3 mánaða varðhald, Snæbjörn Halldórsson í 4 mánaða varðhald, Gunnar Jóhann Magnússon í 2 mánaða varðhald. Fullnustu var frestað hjá þremenn- ingunum síðasttöldu og skyldi refs- ingin falla niður ef þeir brytu ekki af sér næstu árin. Þá dæmdu þau fyrir- tækið sjálft til að greiða rúmlega 17,8 milljóna króna sekt. Áður hafði ríkisskattstjóri úrskurðað sérstakt álag vegna hins ógreidda söluskatts, sem í september 1985 hljóðaði upp á rúmar 7 milljónir króna. Þegar sektarupphæð Sakadóms Kópavogs og álagsupphæð ríkisskattstjóra eru framreiknaðar til verðlagsins í dag er um að ræða alls 34,5 milljón- ir króna, sem er tæplega 14 miiljón- um króna yfir hinum svikna sölu- skatti. I niðurstöðu dómsins var þess sérstaklega getið að sektarupphæð- in þættj hæfilega ákveðin 17,8 millj- ónir króna „með tilliti til verðlags- þróunar, sem hefur orðið frá því að brotið var framið". Lagaheimild er fyrir því að allt upp í tífalda hina sviknu upphæð og hefði því sektin getað orðið allt að því 64 milljónir króna. Ekki þóttu lagaskilyrði til að svipta Hrein smásöluleyfi, svo sem ákæruvaldið fór fram á, en ákærðu skyldu greiða sakarkostnað og málsvarnarlaun. HÆSTIRÉTTUR MILDAR Hvorki ákæruvaldið né hinir dæmdu voru ánægðir með þessa niðurstöðu og áfrýjuðu dómnum til Hæstaréttar, sem siðan dæmdi í málinu sl. föstudag. Málið dæmdu þeir Magnús Thoroddsen, Guð- mundur Jónsson, Hrafn Bragason, Guðmundur Skaftason og Gudrún Erlendsdóttir. Ákæruvaldið vildi þyngingu refsingar og sviptingu á smásöluleyfinu, en féll af einhverj- um ástæðum frá kröfu um sakfelí- ingu ákærðu fyrir bókhaldsbrot. Niðurstaða hæstaréttardómaranna varð hins vegar sú, að milda veru- lega dóm undirréttarins bæði hvað varðar fangelsis- og varðhaldsdóm- ana og sektirnar. Hreinn Halldórsson hlaut 7 mán- aða fangelsisdóm í stað 15 mánaða, en á hann var bætt sekt upp á 1,1 milljón króna. í stað 6 mánaða óskilorðsbundins fangelsis var Halldór Hreinsson dæmdur í 4 mánaða fangelsi, en fullnustu frestað. Hæstiréttur var ósammála undir- rétti um hlutdeild Tryggva Eyvinds- sonar, enda var hann ekki lengur ákærður fyrir annað en aðstoð við skýrslugjöf til söluskatts. Hann var alfarið sýknaður. Dómur Snæbjörns Halldórssonar var mildaður úr 4 mánaða skilorðs- bundnu varðhaldi í 2 mánaða skil- orðsbundið varðhald, en dómur Gunnars Jóhanns Magnússonar hérst óbreyttur. 60% AFSLÁTTUR! Meiri athygli — og furðu — vekur sá dómur Hæstaréttar að lækka all- verulega sekt fyrirtækisins eða for- ráðamannaþess. í stað 17,8milljóna króna sektar undirréttar, sem að nú- virði hljóðar upp á um 23,3 milljónir króna, varð niðurstaða meirihluta Hæstaréttar að sektin skyldi vera 8,3 milljónir króna. Með sekt Hreins er heildarsektin þvi um 9,4 milljónir. Að raunvirði var sektin því lækkuð um 13,9 milljónir króna eða um 60%! 1 báðum tilfellum var búið að draga frá sérstakt álag ríkis- skattstjóra, sem í september 1985 hljóðaði upp á rúmar 7 milljónir króna en samsvarar á núvirði 11,2 milljónum. Engar upplýsingar var að fá um hvort þetta álag væri greitt eða ekki né heldur hvort hinn upp- runalegi söluskattur hefði nokkurn tímann verið greiddur. Sem fyrr segir hljóðar hinn svikni söluskattur upp á 20,6 milljónir króna að núvirði. Fyrir þessi brot sín eiga hinir dæmdu því að greiða 9,4 milljónir í sektir og 11,2 milljónir í áiag. Samtals gera þetta einmitt 20,6 milljónir króna og hlýtur þá endanleg niðurstaða að vera sú að hinir dæmdu hafi sloppið á sléttu, fyrir utan að þeir þurfa að greiða sakarkostnað og málsvarnarlaun, sem í heild er kostnaður upp á 500—600 þúsund krónur. Þetta er hin raunverulega sekt hinna dæmdu — fyrir utan fangelsisdóm Hreins Halldórssonar upp á 7 mán- uði, sem væntanlega styttist um helming ef Hreinn hagar sér skikk- anlega í fangelsinu. Enn er síðan möguleiki á því að hinir seku hafi getað ávaxtað hina sviknu upphæð umfram verðlagsþróun og bætist þá ómældur gróði við! REFSILAUST í RAUN 5 manns voru ákærðir og 4 fundn- ir sekir um að hafa skotið undan söluskattsskyldri veltu Landvéla upphæð upp á nær 100 milljónir króna og um leið að hafa svikist um að greiða ríkissjóði söluskatt upp á 20,6 milljónir króna, en leggja þess í stað í rekstur fyrirtækisins. Eftir rúmlega fjögurra ára rannsóknir og dómsmeðferð eru þeir dæmdir og kemur þá endanlega í ljós að sektir og álag duga upp á hár fyrir svikun- um. Hin raunverulega refsing hinna 5 ákærðu er að borga málsmeðferð- ina í dómskerfinu og — eðlilega — laun verjenda sinna. Og væntanlega 3—4 mánaða afplánun höfuðpaurs- ins. Reyndar má með rétti segja að Hæstiréttur hafi fært forráðamönn- unum og fyrirtækinu 14 milljónir króna á silfurfati um leið og hann mildaði fangelsis- og varðhalds- dóma hinna ákærðu verulega. Ekki þótti einu sinni ástæða til að svipta höfuðpaurinn smásöluleyfi! lEFTIR FRIÐRIK ÞÓR GUÐMUNDSSON MYND MAGNÚS REYNIR HELGARPÓSTURINN 5

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.