Helgarpósturinn - 25.02.1988, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 25.02.1988, Blaðsíða 9
ÁLUM ÍS vísað úr starfi sama dag. Ráðherra bætir því reyndar við að sér hafi fundist að lögreglustjóri væri á sama máli um málsmeðferð þegar þeir ræddu saman. Svo virðist því sem nokkurrar ónákvæmni gæti í frásögn lögreglustjóra í þessu máli. VOÐINN ER VÍS í viðtali HP við Böðvar Bragason fórust lögreglustjóra svo orð: „Eg er á þeirri grundvallarskoðun að starf lögreglu, í hvaða ríki sem er, sé hálfgagnslaust ef ekki ríkja trúnaður og samstarf milli lögreglu og borg- aranna. Ut frá þessari kenningu geng ég og ef upp koma atriði sem raska þessu sambandi er voðinn vís. Þá þarf að reyna að lagfæra hlutina og skýra hvað hefur átt sér stað.“ Svo mörg voru þau orð. Spurningin er hins vegar sú, hvort einmitt í þessu máli séu ekki atriði sem „raski þessu sambandi" trúnaðar og samvinnu lögreglu og borgaranna. Það sem er rakið hér að ofan um þátt lögreglustjóra Reykjavíkur í málinu virðist fremur styðja það, auk þess sem málið í heild hefur tvímælalaust síst orðið til þess að auka traust samborgaranna á lög- reglunni. SPURNINGUM ER ÓSVARAÐ Reyndar er eðlilegt að spurning- um sé ósvarað í þessu máli þar sem rannsóknarniðurstaða er enn ófengin. Fyrir utan spurninguna um ábyrgð lögreglumannanna tveggja sem vísað hefur verið frá starfi tíma- bundið er eðlilegt að spyrja hvort aðrir aðilar innan lögreglunnar tengist ekki málinu. Fram hefur komið í fréttum að fleiri lögreglu- menn voru með í ferðinni til að handtaka manninn, hvað með þá? Gaf varðstjóri mönnunum heimild til að sinna þessum erindum á lög- reglubíl, og ef svo er, hver er ábyrgð hans? Síðast en ekki síst er svo spurningunni um ábyrgð yfirstjórn- ar lögreglunnar og þá sérstaklega lögreglustjóra ósvarað, því hér er um stærra mál að ræða en snýr að viðkomandi einstaklingi. Eins og dómsmálaráðherra sagði er hér um að ræða blett á heiðri lögreglunnar í landinu, sem verður að afmá. Mál- ið snýr þannig að lögreglustjóra hvort framganga hans hefur orðið til að viðhalda eða bæta það nauð- synlega trúnaðartraust sem þarf að vera almennings og lögreglu í mill- um. I Ijósi þessa virka þau orð dóms- málaráðherra, að ekkert bendi til að fleiri þurfi að víkja úr starfi vegna þessa máls og að tengsl annarra manna en lögregluþjónanna tveggja við málið séu ekki til um- ræðu, ótímabær. Og reyndar nokk- uð sérkennileg, þegar jaess er gætt að enn liggja ekki allar staðreyndir málsins fyrir. RÐUR AÐ AFMÁ og að þetta séu ekki dæmi sem hægt er að nota til að lýsa allri lögregl- unni á íslandi. En það er líka rétt að á heiður hennar má ekki falla svona blettur, það verður að afmá hann.“ Nú segir lögreglustjóri við HP og aðra fjölmiðla að hann hafi einn tekið ákvörðun íþessu máli án allra fyrirmœla um það. Þú segir að ráðu- neytið og þú hafið tekið um þetta ákvörðun. Verður ekki af þessu trúnaðarbrestur milli lögreglu og lögreglustjóra og svo hins almenna borgara? „Eg ætla ekki að taka ábyrgð á tímasetningunum í þessu, ég bara rœða, að því tilskildu að mennirnir hafi brotið afsér, að það verði fleiri látnir víkja en tveir lögreglumenn? „Eins og ég segi þá þekki ég ekki málsatvik, ég þekki ekki tímasetn- ingarnar í þessu eða persónutengsl þarna á þessum vinnustað og ég vil ekki svara spurningum sem ekki byggjast á staðreyndum um þetta mál. Þetta er alvarlegt og viðkvæmt mál, en því verður ekki lokið eða skorið úr því endanlega fyrr en stað- reyndir málsins liggja allar fyrir. En Böðvar Bragason lögreglustjóri er hinn mætasti embættismaður. Þetta þurfum við að segja mjög skýrt, — Gaf lögreglustjóra sjálfur fyrirmœli um aö mönnunum skyldi vikiö úr starfi strax. Hugsanleg tengsl annarra en lögreglumann- anna tveggja ekki til umrœöu. þekki það ekki. Þetta mál er í rann- sókn og um leið og ég frétti af því lýsti ég þessari skoðun, og hún er að mönnunum yrði að víkja strax úr starfi á meðan rannsókn færi fram. Þetta er skoðun sem ég lét lögreglu- stjórann vita af strax. Ég hef séð í viðtali við hann í DV að hann hafi rætt málið við dómsmálaráðherra og að hann hafi vikið mönnunum úr starfi samkvæmt eigin ákvörðun. Hvort tveggja er þetta rétt.“ Það komu þá ekki fyrirmœli um það frá dómsmálaráðherra til lög- reglustjóra. „Það komu um það fyrirmæli. Um það hvort þau hafi verið nauðsyn- leg, ætla ég ekkert að segja, því mér fannst á samtalinu við Böðvar að við værum alveg sammála um að það ætti að víkja mönnunum úr starfi." Nú er þetta mað ur sem hefur áður unnið undir stjórn Böðvars, sem lögreglumaður á Hvolsvelli. Finnst þér ekki eðlilegt, með hliðsjón af hversu alvarlegt mál er um að það liggur ekkert fyrir sem bendir til þess að fleiri þurfi að víkja." Nú hlýtur einhver varðstjóri að hafa gefið lögreglumönnum heim- ild til að fara á vettvang. „Er það víst, ég veit ekki um það, það er verið athuga það." Nú voru fleiri með í för en þessir tveir umræddu lögregluþjónar. „Tengsl annarra manna, og ég vil gera það alveg skýrt, en þessara tveggja lögreglumanna sem þegar hefur verið vikið frá starfi um stund- arsakir á meðan rannsókn fer fram eru alls ekki til umræðu.“ En hefur þúekki áhyggjur afþeim trúnaðarbresti sem kann að hafa orðið á milli lögreglu og almenn- ings? „Að sjálfsögðu hef ég það og ef um það er ræða er það alvarlegt mál. Það er mitt verkefni og lög- reglustjóraembættisins í Reykjavík að tryggja það að það sé gott trún- aðarsamband milli almennings og lögreglu hér í borginni og alls staðar á landinu." PHH Klækir CIA verða uppvísir í atlögunni að Noriega ERLEND YFIRSYN Árið 1986 komst í heimsfréttir sigling dansks skips, hlaðins austur-þýskum vopnum, við strendur Mið- og Suður-Ameríku. Illindi bandarískra stjórnvalda við valdsmann í Panama hafa nú leitt í ljós, að skipið Pia Vesta var í förum fyrir bandarísku leyniþjónustuna CIA. Höfðu menn Reagans forseta í Hvíta húsinu, með Oliver North undirofursta í broddi fylkingar, lagt á ráð- in um ferðir þess, ásamt Manuel Antonio Noriega, yfir- hershöfðingja þjóðvarnarliðs Panama. Markmiðið var að búa með blekkingum til rök fyrir hernaði CIA gegn Nicaragua. EFTIR MAGNÚS TORFA ÓLAFSSON Pia Vesta stakk við stafni í Perú og var loks kyrrsett í Panama 14. júní 1986. Þar var gert uppskátt um vopnafarm skipsins og upp- runa hans. Skipstjóri varðist allra frétta, og samhengi fékkst ekki í málið fyrr en José Blandón, áður aðalræðismaður Panama í New York, tók í byrjun þessa mánaðar að bera vitni fyrir bandarískum þingnefndum og öðrum rann- sóknaraðilum, sem kanna sakar- giftir á hendur Noriega hershöfð- ingja. Blandón segist svo frá, að á því timabili sem North undirofursti notaði, þvert ofan í fyrirmæli Bandaríkjaþings, stöðu sína í þjóð- aröryggisráði Bandaríkjaforseta með aðsetri í Hvíta húsinu til að skipuleggja fjáröflun til vopna- kaupa fyrir Kontra-sveitirnar, sem herja á Nicaragua frá Honduras, hafi hann rætt við Noriega um að- stoð frá Panama við baráttuna gegn stjórn sandinista í Managua. I fyrra birtust í Bandaríkjunum, í sambandi við rannsóknina á Irans- Kontra-hneykslinu, fregnir af að Noriega hefði boðið North að taka þátt í skemmdarverkum í Nicara- gua og morðum á sandinistaleið- togum. Af slíku varð þó ekki. Hins vegar skipulagði CIA, að undirlagi Norths, siglingu Pia Vesta og út- vegaði austur-þýsku vopnin sem skipið flutti, en yfirvöld í Panama áttu að sjá um framhaldið. Samsæri Norths og Noriegas miðaði að því, að sögn Blandóns, að búa svo um hnúta að útgerð CIA á danska skipinu liti út sem vopnaflutningur frá sandinistum í Nicaragua til skæruliða í E1 Salva- dor. Hugðust bandarísk stjórnvöld nota þessa fölsun sína til að rétt- læta og afla stuðnings á Banda- ríkjaþingi og alþjóðavettvangi við hernað sinn gegn Nicaragua. Ástæðuna til að samsæri starfs- manna Reagans og yfirhershöfð- ingja Panama varð að engu segir Blandón þá, að í New York Times birtist 12. júní 1986 fregn af margháttaðri óstjórn og illvirkjum Noriegas og manna hans í Panama. Fundist hafði höfuðlaust lík lækn- isins Hugos Spadafora, helsta leið- toga stjórnarandstöðunnar í Pan- José Blandón leysti frá skjóðunni. ama. Þóttist Noriega sjá að opin- berir aðilar í Bandaríkjunum hefðu komið fréttinni á framfæri, þóttist svikinn og lét kyrrsetja Pia Vesta tveim dögum síðar. Nú eru mál komin á það stig, að bandarískir rannsóknarkviðdóm- ar í borgunum Miami og Tampa í Flórída hafa gefið út ákæruskjöl á hendur Noriega fyrir að gera Pan- ama að griðastað og bækistöð fyr- ir einhverja stórtækustu smyglara á kókaíni og marihúana frá Suður- Ameríku til Bandaríkjanna. Fyrir þetta á hann að hafa þegið greiðsl- ur í eigin vasa svo skiptir milljón- um dollara. Samtímis eru hafnar í hlutaðeigandi nefndum Banda- ríkjaþings vitnaleiðslur um sömu mál. Helsta vitnið þar er José Blandón. Hann var lengi náinn samstarfs- maður Noriegas, en var sendur ræðismaður til New York eftir að andstaða við harðstjórn og óstjórn Noriegas var orðin mögnuð í Pan- ama og Bandaríkjastjórn ákvað að beita áhrifum sínum gegn hers- höfðingjanum. Fullyrt hefur verið að Noriega hafi ætlað Blandón að vera milligöngumaður milli sín og Bandaríkjastjórnar. Um áramótin stakk sá upp á því í viðtali við út- varpsstöð í Panama, að hershöfð- inginn og nánustu kumpánar hans í forustu þjóðvarnarliðsins létu af störfum, til að koma á kyrrð í land- inu og bæta sambúðina við Bandaríkin, en var þá umsvifa- laust vikið úr ræðismannsstöð- unni. Vitnisburður Blandóns hefur svo leitt í Ijós að ófétið Noriega, skipuleggjandi stórfellds fíkni- efnasmygls til Bandarikjanna, var samtímis náinn samstarfsmaður bandarískra stjórnarstofnana, bæði opinberra og leynilegra. Sigl- ing Pia Vesta með austur-þýsk vopn, sem svo átti að klína á sand- inista þeim til óhelgi, er aðeins eitt dæmi af mörgum. Bandarískir öldungadeildar- menn hafa komist að þeirri niður- stöðu, að Noriega hafi verið á mála hjá CIA og annast verkefni fyrir leyniþjónustuna löngu áður en hann hrifsaði forustu fyrir þjóð- varnarliði Panama og þar með æðstu völd í landinu. Það gerðist 1983, eftir að fyrirrennari hans, Omar Torrijos hershöfðingi, fórst í þyrluslysi, sem aldrei hefur verið skýrt. Jafnframt þykir sýnt. að Noriega hafi haft samband við leyniþjónustu Fidels Castro á Kúbu. Er leitt að því getum, að í viðlögum hafi hann gerst milli- göngumaður milli CIA og útsend- ara Castros. Að auki veitti Noriega leyndustu bandarísku leyniþjónustunni, NSA, aðstöðu til að koma upp hler- unarstöðvum í Panama til að nema fjarskipti á Karíbahafi og um Suður-Ámeríku norðanverða. CIA hafði dólginn í svo miklum met- um, að bandaríska leyniþjónustan hafði fyrir fastan sið að senda hon- um upplýsingar um bandaríska þingmenn áður en þeir heimsóttu Panama, hver væri afstaða þeirra til samskiptalandanna og hvernig vænlegast væri að koma sér í mjúkinn hjá hverjum og einum með því að uppfylla persónulegar þarfir og langanir. Hafa öldunga- deildarmenn sem í hlut eiga tekið þetta framferöi CIA óstinnt upp. Ekki bætir heldur úr skák að Nori- ega hefur getað birt bunka af þakkarbréfum frá yfirmanni fíkni- efnavarna Bandaríkjastjórnar með þakklæti fyrir ómetanlegt framlag í þágu þess málstaðar. Og hver veit hvað fleira óþægi- legt fyrir Bandaríkin gamall vit- orðsmaður um framferði CIA í Rómönsku Ameríku hefur í poka- horninu. „Manni skilst að Noriega hershöfðngi hafi vitneskju um hvar þó nokkur lík eru grafin," seg- ir Washington Post í ritstjórnar- grein um ógöngurnar sem Banda- ríkjastjórn hefur lent í gagnvart Noriega. Og viti menn, í síðustu viku skundaði Eliiott Abrams, að- stoðarutanríkisráðherra meö mál- efni Rómönsku Ameríku á sinni könnu, til Miami, að hitta sjúkling sem þar var til lækninga. Sá var Eric Arturo Delvalle, forsetanefn- an í Panama. Erindi Abrams var að tjá honum, segir New York Tim- es eftir embættismönnum í utan- ríkisráðuneytinu, að Reagan for- seti væri vís til að fella niður allar kærur á hendur Noriega fyrir stór- smygl og hvaðeina, ef hann vildi hætta að svara ásökunum með uppljóstrunum og setjast ásamt nánustu félögum sínum í helgan stein heimafyrir, ellegar fara í sama skyni til annars lands. Aðalsvar Noriegas heimafyrir við atlögu Bandaríkjastjórnar er að staðhæfa, að fyrir henni vaki að ónýta gerðan samning um að Bandaríkin skili Panama skipa- skurðinum, sem við landið er kenndur, að áratug liðnum. Sá samningur var helsta afrek Omars Torrijos hershöfðingja. Af Banda- ríkjanna hálfu var hann gerður gegn harðri andstöðu Ronalds Reagan og margra áhrifamestu samherja hans. Noriega hershöfðingi virðist ætla að láta hart mæta hörðu. HELGARPÓSTURINN 9

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.