Helgarpósturinn - 25.02.1988, Blaðsíða 20

Helgarpósturinn - 25.02.1988, Blaðsíða 20
Sjálfsagt ein af fyrstu ritvélum sem f ramleiddar voru i heiminum. Varla góö til notkunar á ristjórnum en eigi að síður merkilegri en margar tölvur. Ævaforn klukka er meðal merkra muna i fornverslun Magneu Bergmann. Fyrir aftan hana standa gamlir vasar í Jung-stíl. I Ruggustóllinn sem fæst í Stokki er kominn til árr sinna. Utsaumað áklæci prýðir hann. Sloppurinn sem Frieda, eiginkona D.H. Ljwrence, átíi. Gegnsær og kvenlegur — bróderaður í bak og fyrir. Marsibil í verslun sinni. „Myndi koðna niður ef ég hætti með verslunina," segir hún. RUGGUSTÓLL OG ROKKUR Við vorum hins vegar ekki á því að hverfa inn á tölvuvæddan vinnu- stað hið snarasta. Lögðum því leið okkar í aðra verslun með gamla muni, Stokkinn á Skólavörðustíg. Þar sat eigandinn, Marsibil Bern- hardsdóttir, í rólegheitum og prjón- aði. Verslunina hefur Marsibil rekið í tuttugu ár, lengi á Vesturgötu 3, þar sem Fríða frænka er nú til húsa, en síðustu níu árin hefur Stokkur verið á Skólavörðustígnum. ,,Hér er alltaf nóg að gera,“ sagð i Marsibil og bætti við að hún gæti ekki hugsað sér að leggja verslunina niður: ,,Ég myndi bara koðna niður ef ég hætti hérna," sagði hún. Inni í Stokki bar mest á húsgögn- um, enda segir Marsibil að markað- urinn sé orðinn yfirfullur af fatnaði. Þó héngu þarna nokkur gömul jakkafatapör sem f 'arsibil segir fara á „slikk". Elsta hlu ínn í versluninni segir hún vera ruggustól frá alda- mótum, sem hún fékk nýlega í versl- unina. „Allir munirnir hérna inni eru af íslenskum heimilum," segir hún. Þá sýndi hún okkur gamlan rokk, um það bil sextíu ára gamlan, og segir það sérstakt nú orðið að fá rokk til sölu: „Annars vill unga fólk- ið ekki eiga rokka lengur," segir hún. „Hér áður fyrr sóttist ungt fólk eftir því að eignast rokka, en það er liðin tíð.“ Annar markverður munur stend- ur í versluninni. Það er „grammó- fónn“, kominn til ára sinna, senni- lega frá því kringum aldamótin. Ekki gátum við séð hvort hægt væri að leika hljómplötur á hann, en óneitanlega var þetta merkisgripur. Marsibil hafði varla lokið við að svara því að viðskiptavinir sínir væru á öllum aldri þegar inn í versl- unina kom frú í leit að gömlum munum. Við kvöddum því Marsibil, því eðlilega vilja viðskiptavinirnir fá leiðbeiningar þegar velja á gamla muni. 150 ÁRA MUNIR Niður á Grettisgötu. Þar ætluðum við að líta inn hjá gamla manninum í fornversluninni en ókum fyrst fram á stórt hús þar sem í rúðunum stóð „ANTIK". Við inn. Þar blasti við gíf- urlegt húsrými, yfirfullt af alls kyns munum. Það var nærri sama hvað manni datt í hug að spyrja um, allt var til, nema fatnaður. Þessi verslun er reyndar á Grettisgötunni bara til bráðabirgða, en hún er í eigu Magneu Bergmann og hefur verið rekin á Laufásuegi 6. Um þessar mundir er verið að laga það hús- næði og fékk Magnea inni hjá Bíla- markaðinum á Grettisgötu á með- an. Sjálf var Magnea erlendis en ungur maður bauðst til að sýna okk- ur það markverðasta sem þau höfðu á boðstólum. Auðvitað rákum við fyrst augun í æviforna ritvél. Varla vænlegt að skrifa á hana heila blaðagrein — en samt... Yfir eitt hundrað ára gömul klukka blasti við okkur, skápur frá því fyrir aldamót, enskir aldamóta- vasar og þetta afbragðsfína „súkku- laðisett" frá því 1920. Það var ágætt að við vorum ekki með peninga á okkur í þessum leið- angri. í þessari fornverslun var rým- ingarsala og hægt að fá góðan stað- greiðsluafslátt og án efa hefðum við freistast líkt og aðrir þeir sem voru inni í versluninni á sama tíma. Postulínsmunir gamlir og nýlegir, silfurmunir, lampar, heilu borðstofu- settin og sófasettin fylltu þessi tvö gífurlega stóru herbergi. Inn á milli voru svo nýir hlutir, til da mis leður- sófasett, en ungi maðurinn — sem okkur láðist að spyrja að nafni — sagði flesta munina sem þau seldu vera frá því fyrir og um aldamótin. Þegar við höfðum myndað nokkra af þeim merku munum sem þessi verslun bauð til sölu ókum við að gömlu fornversluninni. Okkur sýndist heldur mikil deyfð ríkja þar, verið var að pakka niður og senni- lega búið að loka versluninni. Gát- um þó ekki kannað það nánar þar eð bíiastæði í gamla bænum eru síð- ur en svo auðfundin! 44 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.