Helgarpósturinn - 25.02.1988, Blaðsíða 21

Helgarpósturinn - 25.02.1988, Blaðsíða 21
Suðurlandi, er kominn í ritslag við þingmanninn fyrrverandi Arna Johnsen, sjálfstæðismann úr sama kjördæmi, í Selfossblaðinu Dag- skránni. Skömmu eftir áramót rit- aði Árni í blaðið um Sjúkrahús Suðurlands og þakkaði Þorsteini Pálssyni að náðst hefði að tryggja fjármagn til að hef ja byggingarfram- kvæmdirnar. Þessu mótmælti síðan Guðni og sagði að Þorsteinn hefði beðið um „óverðskuldað hrós" af þessu tilefni og þakkirnar ættu skil- ið Guðni sjálfur og Eggert Haukdal (sem felldi Árna úr öruggu sæti síð- ast og af þingi). Árni svarar fullum hálsi 11. febrúar og segir Guðna vera að sýna af sér „þann slöttungs- hátt að eigna sér annarra verk“, að ástunda „ómerkilegheit í málfutn- ingi“, að „fleyta sér áfram á kostum annarra" og vera „stútfullur af sjálf- um sér“. Að vonum þótti Guðna nóg um og koma úr hörðustu átt og svar- aði úsíðustu viku. Hann kallar skrif Árna mestu lágkúru sem sést hafi á prenti um áratugaskeið, gróft níð og svívirðingar vanþroska manns. Hann segir tilraun Árna til að eigna Þorsteini það, að fé fékkst í fram- kvæmdirnar, vera líkasta „minni- máttarkennd út af foringjanum", ítrekar að þetta sé sér og Haukdal að þakka og að Þorsteinn myndi láta þá njóta sannmælis væri hann spurður. Og er þá boltinn hjá Þor- steini: Hver reddaði sjúkrahúsinu peningunum. . . ■ élag íslenskra bókaútgef- enda opnar bókamarkað í dag, 25. febrúar, á þriðju hæð Kringlunnar. Á markaðnum verða á fjórða þús- und titlar í boði og er meðalverð á bók um 250 krónur. Verðið getur þó rokkað frá einungis tíu krónum og eitthvað upp fyrir þúsund. í febrúar fyrir ári hélt félagið álíka bóka- markað á Eiðistorgi og var örtröð alla þá daga sem markaðurinn stóð yfir. Menn áttu ekki í vandræðum með að fylla heilu innkaupakörf- urnar. Markaðurinn sannaði að fólk kann vel að meta vandaðar eldri bækur á niðursettu verði, íslenskar og erlendar skáldsögur, barnabæk- ur, fræðslubækur, ljóðabækur, ævi- sögur, matreiðslubækur og reyndar allar aðrar hugsanlegar bækur. Það má því búast við enn meira fjöri en venjulega í Kringlunni á meðan bókamarkaður stendur þar yfir, til 6. mars. . . FISHER Verið velkomin! Til sölu Mercedes 1970 Tilboð óskast Skoðadur ’88, svartur, sérlega gott eintak. Upplýsingar í síma 681511 á daginn. KLIPPINGAR, PERMANENT, LITUN KREDITKORTAÞJÓNUSTA HARSNYRTISTOFAN Dóróthea Magnúsdóttir Torfi Geirmundsson Laugavegl 24 l|. hæð 101 Reyljjavik, S17144 BJARNIJÖNSSON LJÖSMYNDARI LJÖSMYNDASTOFA, TRÖNUHRAUNI 8 HAFNARFIRÐI, SlMI 54207

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.