Helgarpósturinn - 25.02.1988, Blaðsíða 22

Helgarpósturinn - 25.02.1988, Blaðsíða 22
ÍÞRÓTTIR AÐ VERA MEÐ EÐA VERA EKKIMEÐ? Daníelgleymdi ekki bara skíöunum heldur erýmislegt dularfullt að gerast í Calgary. Fáum við Stöð Sport? Jæja, það er að koma í ljós að Daníel gleymdi ekki aðeins skíðun- um heldur gleymdist líka að skrá hann til keppni og þar að auki gleymdi einhver hjá skíðasamband- inu að láta Daníel vita hvenær Ólympíuleikarnir áttu að hefjast svo hann mætti of seint og fékk ekki að keppa í einni af greinum sínum. Ein- ar var aftur á móti bara meiddur og ekkert við því að segja. Guðrún mun hins vegar vera hin hressasta og er að reyna að hafa upp á Hregg- viði, sem nú er hundeltur af öllum íþróttafréttamönnum landsins, enda veit enginn hvar hann er nema Guðrún. Þetta er sorgarsaga sem ekki er vert að ræða meira um i bili fyrr en Hreggviður er kominn í leit- irnar og búinn að segja fjölmiðla- mönnum á íslandi hvernig leikarnir fóru fram og hvort, ef hann má þá mæla er heim kemur. Frjálsíþróttamenn halda áfram að jagast út af vali á landsliðsþjálfara sem sumir eru reyndar farnir að setja innan gæsalappa, svona „ ", og víst er að þetta starf ætlar að reynast stjórn FRÍ erfiðara en hún hafði sennilega gert sér grein fyrir. Þá má ekki gleyma opnu bréfi frá formanni knattspyrnudómara til formanns KSÍ þar sem hann skammar formanninn lítillega og telur stjórn KSÍ hafa verið með af- skiptasemi af málum dómara vegna skipunar í nefnd er raða á niður dómurum á leiki og sjá um dómara- mál á vegum KSÍ að nánast öllu leyti. Styrinn stendur um Ingva Guð- mundsson, sem að mínu viti hefur unnið allgott starf fyrir knattspyrn- una á landinu í fjölda ára. Það er ekki góðs viti að menn þurfi að hlaupa með svona mál í blöðin og ég tel nokkuð víst að formaður dómaranna hefur gert þetta af illri nauðsyn. VÍKINGAR f KLÓM BJARNARINS Það er sennilega að bera í bakka- fullan lækinn að ræða um birni í þessum pistli, svo ofarlega hefur þessi dýrategund verið i hugum ís- lendinga síðustu vikurnar. Hér er að sjálfsögðu átt við ísbjörninn sem reyndist vera barn að aldri og vexti og því skammarlegt að áliti margia á götunni í Reykjavík að vinn’ann. En hér skal rætt um annars konar björn, nefnilega rússneskan og í gervi handknattleiksliðs. íslands- meistarar Víkings í handknattleik tóku á móti sovésku meisturunum ZSKA frá Moskvu i Evrópukeppn- inni síðastliðinn sunnudag og töp- uðu ansi illa, ef litið er á markatölu, en ekki svo illa ef litið er á líkams- stærð og -burði leikmanna. Það er með ólíkindum hvernig hægt er að velja í eitt lið slíka risa. Það er reynd- ar líka með ólíkindum hversu Vík- ingarnir fóru illa með risana í fyrri hálfleik í þessari viðureign. Þá keyrðu Víkingarnir á fullu og nýttu sér nánast öll mistök Sovétmann- anna. Þessi hálfleikur sannaði fyrir mér að það er ekki nóg að hrúga saman hálftröllum og segja þeim að spila handknattleik. Það segir mér einnig að þó flestar þjóðir séu fjöl- mennari en við og hafi úr fleiri ein- staklingum að moða í iþróttagrein- um þá eru það samstaðan og leik- gleðin sem geta skipt sköpum í ein- um leik. Vissulega voru það þeir sovésku sem unnu leikinn og hugs- anlega þurrkar það út allt sem ég er að reyna að segja með þessum orð- um, en skilaboðin eru þó þessi í styttra máli. Minnimáttarkennd má ekki viðgangast hjá okkur íslend- ingum í íþróttaheiminum öllu leng- ur. Við verðum að bíta á jaxlinn og gleyma því hversu mörgum sinnum fleiri börn fæðast í Sovétríkjunum en hér á landi og einbeita okkur heldur að gæðum barnanna en magni!! ÍÞRÓTTASTÖÐIN Það hefur varla farið framhjá ein- um eða neinum að nú standa yfir Ólympíuleikar í Calgary í Kanada og einnig hjá íslenska sjónvarpinu. Sem betur fer hefur sjónvarpið sýnt mikið frá leikunum og ef þeir eru lagðir við annað íþróttaefni þessa dagana má sennilega skíra sjón- varpið STÖÐ SPORT. Er það veí og helst vildi ég að slík stöð væri við lýði árið um kring. Með tilkomu Stöðvar tvö svo og meiri umfjöllun sjónvarpsins um íþróttir hefur fram- boð á íþróttaefni aukist til muna hér á landi. Við getum skoðað dæmi- gerða viku þar sem iþróttir eru á skjánum á mánudögum á báðum stöðvum, þriðjudögum á Stöðinni, fimmtudögum á báðum rásum, laugardögum á báðum rásum og sunnudögum á Stöðinni. Mikið efni en því miður vantar stundum upp á að það sé nægjanlega vei framborið. Þó vil ég ekki hreyta í þá menn sem að þessu standa í þetta sinn heldur hrósa Jóni Óskari Sólnes fyrir að taka með sér ungan skíðagöngu- mann í einn af þáttunum frá Calgary, þar sem keppt var í boð- göngu karla. Þessi piltur, sem ég man því miður ekki hvað heitir, lífgaði heilmikið upp á þáttinn og kom með skýringar og athuga- semdir sem voru mjög gagnlegar þeim er lítið vit hafa á íþróttinni en hafa gaman af að horfa á hana engu að síður. Þennan þátt í umfjöllun fjölmiðlanna þarf að rækta vel. Það að hafa til aðstoðar menn sem þekkja til einstakra íþróttagreina betur en stjórnandinn gefur áhorf- andanum mun skemmtilegri innsýn í íþróttina og getur orðið til þess að hann hreinlega gerist aðdáandi sportsins vegna þess hversu mun betur hann skilur íþróttina og hina ýmsu eiginleika hennar. Þeir sem fjasa út af miklu íþrótta- efni þessa dagana verða að hafa það í huga að Ólympíuleikar eru ein- hver stærsti íþróttaviðburður í heiminum og það er nauðsynlegt hverjum fjölmiðli að fylgjast vel með öllu sem þar gerist. Augu heimsins beinast að leikunum og þó að við íslendingar séum bara smá- peð með nokkra þátttakendur sem sjaldan komast í mark — ef þeir eru þá skráðir í keppni á annað borð — hafa íþróttaútsendingar alveg ótrú- legt skemmtanagildi — svo maður tali nú ekki um ef vel er að þeim staðið. í framhaldi af þessu spjalli um íþróttarásir þá hef ég lengi velt því fyrir mér hvort íslenska sjónvarpið eða Stöð 2 hafi ekki möguleika á að senda út efni á tveimur rásum sam- tímis. Þannig væri til að mynda hægt að senda út efni frá Ólympíu- leikunum á annarri rásinni og þannig þyrfti mikil íþrótta- umfjöllun ekki að trufla þá sem vilja sitja yfir umræðuþáttum eða geld- um sápum. Þá mætti einnig nota þessa rás undir annað efni en íþróttaefni. Hugsanlegt væri að sýna þarna lengri beinar útsend- ingar frá einu og öðru, nú eða nota sem kennslusjónvarp að einhverju leyti. Þá vildi ég óska þess að sprikl- óbikið á laugardögum yæri á ann- arri rás og helst á þeim tíma dagsins sem ég er örugglega sofandi. Mér er meinilla við þennan gervihressleika og öll júúhúú-in á besta tíma á laug7 ardegi. 46 HELGARPÓSTURINN lEFTIR ÞÓRMUND BERGSSONI }

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.