Helgarpósturinn - 25.02.1988, Page 23

Helgarpósturinn - 25.02.1988, Page 23
FRÉTTAPÓSTUR Meira um ferðina sem aldrei var farin Forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, og Þorsteinn Páls- son forsætisráðherra eru sammála um meðferð rikisstjórn- arinnar á boði sovésku ríkisstjórnarinnar til forseta um opinbera heimsókn. Ríkisstjórnin ákvað að þiggja boðið til forseta, en óskaði eftir viðræðum um aðra dagsetningu en 29. febrúar. Sendiherra Sovétríkjanna á íslandi, Igor N. Krassavin, taldi dagsetninguna ófrávíkjanlega i viðræðum við Steingrim Hermannsson utanríkisráðherra. Steingrím- ur lýsti sig andvígan niðurstöðu ríkisstjórnarinnar og vildi að farið yrði að kostum Sovétmanna. Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra sagði hins vegar að það væri venja að ríkis- stjórnin tæki afstöðu varðandi opinberar heimsóknir þjóð- höfðingja. Að sögn forsætisráðherra var forseti strax reiðu- búinn að gera það í þessu máli sem ríkisstjórnin teldi eðli- legast. Samið um vinnutíma og yfirvinnu Samningamenn Verkamannasambands íslands og vinnu- veitenda náðu samkomulagi um vinnutíma, greiðslur fyrir yfirvinnu og tilfærslur frídaga á fundi sem lauk aðfaranótt laugardags. Viðræðurnar höfðu gengið stirðlega vegna þess- ara mála, enda um viðkvæma kerfisbreytingu að ræða, en eftir að samkomulag tókst um þetta sneru menn sér af full- um krafti að því að ræða launaliði kjarasamningsins. Sam- komulagið gerir m.a. ráð fyrir að eftirvinna falli niður og taxti fyrir yfirvinnu verði einn, greiddur með 80% álagi ofan á dagvinnu. Vinnutimi verður sveigjanlegur, þannig að dagvinna getur hafist klukkan sjö að morgni, en verkalýðs- félögum gefst einnig kostur á að velja milli kerfa. Þá var sam- ið um tilfærslu frídaga, þannig að unnið verði á sumardag- inn fyrsta og uppstigningardag, en frí í þeirra stað tekin næsta mánudag á eftir. • í leynilegri atkvæðagreiðslu á fundi háskólaráðs í síðustu viku var samþykkt með tólf atkvæðum gegn tveimur að tannlæknaneminn, sem komst ekki áfram í námi eftir úrslit teningakasts, fengi að halda námi sínu áfram. Háskólarekt- or sagði af þessu tilefni að menn gerðú sér grein fyrir að það vinnulag sem reglugerðir gera ráð fyrir, hlutkesti, sé ekki lengur viðunandi. • Ungur maður, sem handleggsbrotnaði í fangageymslum lögreglunnar í Reykjavík fyrir skömmu af völdum lögreglu- manna, hefur kært meðferðina til Rannsóknarlögreglu rik- isins. Lögreglumennirnir, sem eru feðgar, hafa verið leystir frá störfum meðan rannsókn fer fram. • Samstarfsnefnd bifreiðatryggingafélaga telur að grunn- taxtar lögboðinna ábyrgðartrygginga þurfi að hækka um 59,7% en tap á bifreiðatryggingum nam hundruðum millj- óna í fyrra. • Sparisjóðirnir ákváðu að lækka útlánsvexti um 5—5,6% frá og með 21. febrúar og allir bankar, nema Samvinnubank- inn, lækkuðu einnig vexti á sama tíma um 2—5%. Sam- vinnubankinn hefur hins vegar ákveðið áð lækka vexti óverðtryggðra lána í samræmi við breytta lánskjaravísitölu um 3—6% frá 1. mars. • Fjórir menn björguðust þegar vélbáturinn Ófeigur III frá Vestmannaeyjum strandaði á laugardagsmorgun. Þyrla landhelgisgæslunnar flutti áhöfnina í land og tók björgunin skamman tíma. Stórstreymt var, vindur af suðvestri og mjög hásjávað þegar báturinn strandaði og kastaðist hann til í fjörunni og leki komst fljótt að honum. • Aðfaranótt sunnudagsins gerðist sá hörmulegi atburður i Keflavík að ungur maður varð konu sinni að bana með byssu og svipti sig lífi að því búnu. Hjónin hétu Tryggvi Örn Harðarson og Rósa Harðardóttir, en Rósa var grænlensk. Þau voru bæði fædd árið 1961 og láta eftir sig tvær dætur, 5 og 10 ára gamlar. • Kirkjuráð er sammála um að ekki sé hægt að breyta eða færa til uppstigningardag, en eins og fram kemur hér að of- an tókst samkomulag milli Verkamannasambandsins og vinnuveitenda að fresta þeim frídegi fram að næsta mánu- degi. • Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra staðfesti á mánudaginn deiliskipulag að miðbæ Reykjavikur, Kvos- inni. Jafnframt beindi ráðherra þeim tilmælum til Davíðs Oddssonar borgarstjóra að fram fari kynning á skipulagi ráðhússreits og skuli henni lokið fyrir miðjan aprilmánuð. •Kostnaðaráætlun fyrir ráðhús Reykjavíkur var lögð fram á fundi borgarráðs á þriðjudag. Samkvæmt henni er gert ráð fyrir að kostnaður við byggingu kjallara og yfirbyggingar nemi samtals um 979 milljónum króna. í þeirri fjárhæð er ekki reiknað með frágangi á 760 fermetra tjörn norðvestan hússins, snyrtingu á bökkum Tjarnarinnar næst ráðhús- inu og göngubrú frá Iðnó út í ráðhúsið. Tillaga frá fulltrúum Alþýðuflokks, Kvennalista og Alþýðubandalags um að fresta byggingu húsins og efna til almennrar atkvæða- greiðslu um málið samhliða næstu sveitarstjórnarkosn- ingum, 1990, var vísað frá. Tillaga sjálfstæðismanna um að auglýsing á skipulagi ráðhússreits skyldi hefjast 26. febrú- ar og standa til 25. mars var samþykkt. • Tveir piltar, 14 og 17 ára, slösuðust i Hafnarfirði um sið- ustu helgi þegar sprengja, sem þeir voru að búa til ásamt fé- lögum sínum, sprakk í höndunum á þeim. Sprengjan var út- búin með sama hætti og aðrar heimatilbúnar hafnfirskar sprengjur, með því að rörbútur var fylltur með púðri og lok- að vandlega, en kveik stungið í gat sem borað var í rörbút- inn. Annar drengurinn handleggs- og fótbrotnaði og skarst í andliti og á höfði. Hinn handleggsbrotnaði og skarst mikið en tveir aðrir drengir sluppu ómeiddir. Andlát: Gísli Blöndal, fyrrum hagsýslustjóri, varð bráðkvaddur í Bandaríkjunum á föstudaginn var. Þjóðviljanum var á þriðjudag bent á að Garðar Halldórsson væri allt í senn, Húsameistari ríkis- ins, hönnuður Listasafns íslands og byggingarnefndarmaður Listasafns- ins, og ætti sem slíkur að fara að rannsaka kostnaðaráætlanir sjálfs sín — hvers vegna þær brugðust. Garðar gerði athugasemd við þetta næsta dag í Þjóðviljanum og sagðist bara alls ekki eiga sæti í byggingar- nefnd safnsins. En Þjóðviljanum er vorkunn, því heimildin virðist hafa verið erkifjandinn Morgunblaðið! Þar birtist 28. janúar „Ágrip af sögu Listasafns íslands" og stendur þar skýrum stöfum svart á hvítu að í byggingarnefndinni hafi átt sæti Garðar Halldórsson, arkitekt húss- ins. Og auðvitað er þá ekki við Þjóð- viljann að sakast, sem drýgði þá einu synd að nota Moggann sem heimild. . . Þ egar frelsi var veitt í útvarps- málum voru ýmsar raddir uppi um stofnun sjónvarpsstöðva en minna hefur orðið úr en u m var rætt. Þó fór í gang fyrirtæki á Akureyri sem átti að verða vísir að svæðisbundinni sjónvarpsstöð, Samver hf., og er það mestan part í eigu KEA. Sam- versmenn bundu lengi vonir við að gera samninga við sjónvarpsstöðv- arnar í höfuðborginni og vinna efni fyrir þær. Til þess að vera klárir í slaginn festu þeir svo kaup á heljar- miklum upptökubíl. Starfsemin hef- ur hins vegar ekki gengið sem skyldi eftir þvi sem HP heyrir. Ríkis- sjónvarpið keypti m.a. fyrirtækið til að taka upp þættina Hvað held- urðu, en eftir þann fyrsta sem Sam- ver vann var snarlega ákveðið að fela þeim ekki umsjá fleiri verkefna og hafa síðan verið sendir menn frá sjónvarpinu til að hafa umsjón með upptöku þáttanna, þó svo Samvers- menn hafi eitthvað komið nálægt þeim. Að auki hefur þeirra eigin dagskrárgerð stórlega dregist sam- an eftir að Stöð 2 hóf beinar útsend- ingar norður, enda engin göt í dag- skránni lengur til að fylla upp í með heimaunnu efni. . . Kúplingsdiska og pressur í allar algengar gerðir fólksblla, jeppa og vörubfla. Gabriel höggdeyfa ótal útfærslur I miklu úrvali. Háspennukefli, kveikjuhluti og kertaþræði eins og það verður best. Alternatora og startara verksmiðjuuppgeröa eöa nýja, fyrir japanska, evrópska og ameriska blla. Spennustilla landsins fjölbreyttasta úrval. BILALEIGAN Langholtsvegi 10 9 (í Fóstbræöraheimilinu) Sækjum og sendum Greidslukorta þjónusta Sími 688177 HÁRTOPPAR HÁRTOPPAR Bylting frá TRENDMAN Hártoppur sem enginn sér nema þú. Komið, sjáið og sannfær- ist. Djúphreinsa og fríska upp hártoppa af öllum gerðum. Pantið tíma hjá Villa rakara í Aristókratanum, sími 687961. Opið á laugardögum. ARMKMDM V-' Síðumúla 23 HÉLGARPÓSTURINN 47

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.