Helgarpósturinn - 25.02.1988, Blaðsíða 24

Helgarpósturinn - 25.02.1988, Blaðsíða 24
A föstudaginn var haldinn hádegisfundur framsóknarmanna á Hótel Holti. Var hér saman kom- inn „hinn harði kjarni" flokksins í Reykjavík og nágrenni. Efni fundar- ins mun hafa verið, eftir því sem HP kemst næst, efnahagsvandinn, að- gerðir í efnahagsmálum, þar með talin gengisfelling íslensku krón- unnar, og fleira. Eiginlegt tilefni þessa fundar mun vera tillögur eða fyrstu drög að aðgerðum í efna- hagsmálum sem ættuð eru frá efna- hagsráðgjafa ríkisstjórnarinnar, Ólafi ísleifssyni, og Sjálfstæðis- flokknum. Framsóknarmenn, með Steingrím Hermannsson í broddi fylkingar, hafa miklar efasemdir um áherslurnar sem sjálfstæðismenn leggja, en af þessum drögum verður ekki annað séð en áhrifamenn í þeim flokki vilji láta markaðinn keyra niður verðbólgu, án þess að gripið verði til sérstakra aðhaldsað- gerða. Munu framsóknarmenn vilja grípa beint inn í efnahagslífið, m.a. með hörðum aðhaldsaðgerðum, frestun opinberra framkvæmda og með því að skattleggja neyslu og framkvæmdir harkalega í a.m.k. sex til átta mánuði. í þessu sam- bandi hafa framsóknarmenn rætt að banna erlendar lántökur til einstaklinga og fjárleigufyrirtækja, fresta greiðslum úr húsnæðis- kerfinu í eitt ár og skattleggja út- flutning á ferskum fiski. Sem sagt ágreiningur um aðgerðir í efnahags- málum er rétt hinum megin við rík- isstjórnarhornið... iSins og fram hefur komið í fjöl- miðlum sendi ríkislögmaður, Gunn- laugur Claessen, félagsmálaráð- herra, Jóhönnu Sigurðardóttur, greinargerð, þar sem fram kom að hann teldi enga lagalega annmarka á því að Kvosarskipulagið yrði staðfest. Það sama mun ekki hafa verið upp á teningnum hjá ýmsum öðrum lögfræðingum, sem ráð- herra leitaði til varðandi þetta við- kvæma deilumál. Þeirra á meðal var Jónatan Þórmundsson, prófessor og deildarforseti laga- deildar Háskóla íslands. Hann mun hafa komist að þeirri niðurstöðu, að ýmislegt hefði skort á að löglega væri staðið að kynningu á ráðhús- reitnurn svokallaða. . . að vakti óskipta athygli að Guðjón B. Ólafsson, forstjóri SÍS, mætti á framsóknarfundinn sem hér er til umræðu, en hann hefur ekki sótt slíka fundi áður. Auk Guð- jóns B. var þingmaðurinn úr Reykja- vík, Guðmundur G., á þessum fundi, Indriði G., Þorsteinsson rit- stjóri og fleirri áhrifamenn úr Fram- sóknarflokki. Þessi hópur mun vera andvígur þeim hugmyndum sjálf- stæðismanna, að láta fyrirtæki fara á hausinn og skapa atvinnuleysi til að slá á þensluna, þeir vildu a.m.k. hafa hönd í bagga með hvaða fyrirtæki rúlla og hver ekki, sérstak- lega þar sem menn sjá fyrir sér að hin „ósýnilega hönd markaðar- ins" myndi sennilegast höggva harðast á landsbyggðinni. . . D ■^Kekstrarvandi hins nýstofn- setta Álafoss er verulegur og sam- kvæmt heimildum HP blasir við að fyrirtækið biðji um greiðslustöðv- un fljótlega, jafnvel strax í vikunni. Fari svo verða það vafalaust þung spor fyrir dugmikinn forstjóra fyrir- tækisins, Jón Sigurðarson, en hann mun ásamt sendinefnd að norðan ræða vanda fyrirtækisins við ráðherra um helgina. . . A ^^^■stæðan fyrir þvi að Lands- bankinn telur sig ekki geta komið til móts við Álafoss og veitt þeim rekstrarlán mun vera samkvæmt heimildum innan bankans að staða bankans leyfi ekki mikla fyrir- greiðslu við svo stórt fyrirtæki. Það sem liggur hér að baki er vafalaust það að Landsbankinn hefur neyðst til að greiða verulegar upphæðir í refsivexti til Seðlabanka vegna reglna um lausafjárstöðu innláns- stofnana. Herma heimildir HP að bankinn hafi greitt um 80 milljónir á síðasta ári í refsivexti og eigi við lausafjárerfiðleika að stríða. Aðrar heimildir telja víst að Landsbankinn sé nú, eftir að Útvegsbanki dró úr þjónustu sinni við fyrirtæki í frum- framleiðslunni, að verða sú „tunna" sem tekur við mörgum þyngstu fyrirtækjum landsins. Það er greinilegt að viðskiptaráð- herra verður að fara að skoöa bankamálin nánar... ö gmeiraumAlafoss. Astæð- an fyrir greiðsiufjárvanda fyrir- tækisins mun að verulegu leyti stafa af því að Landsbankinn hefur ekki staðið við þá baksamninga sem gerðir voru þegar Iðnaðardeild SÍS og Álafoss runnu saman fyrir stuttu, en í þeim mun hafa verið gert ráð fyrir að hið nýja fyrirtæki fengi fyrirgreiðslu í bankanum. Við þetta bætist svo það að treglega horfir með sölu afurða Álafoss, m.a. vegna ófrágenginna samninga við Rússa. . . a MmÉSik SJÓNVARPSBINGÓ Á STÖÐ 2 Aðalvinningur á hverju mánudagskvöldi er VOLVO 740 Gl. frá VELTI að verðmæti kr. 1.100.000,- Sannkallaður draumabíli Aukavinningar eru 10 taisins: hljómflutningstæki frá HLJÓMBÆ, PIONEER XZL, hvert að verðmæti kr. 50.000,- Heildarverðmæti vinninga í hverri viku er þvf Spilaðar eru 2 umferðir í hverjum Bingóþætti: FYRRI UMFERÐ: Spiluð er ein lárétt lína um 10 aukavinninga SEINNI UMFERÐ: Spilaðar eru 3 láréttar línur (eitt spjald) um bílinn. Þú þarft ekki lykil að STÖÐ 2 því dagskráin er send út ótrufluð. Allt sem þú þarft er BINGÓSPJALD, og Jsað færð þú keypt á aðeins 250 krónur í sölutumum víðsvegar um land. ALLTAF Á MÁNUDÖGUM Kl. 20.30 í ÓTRUFLAÐRI DAGSKRÁ ÁSTÖÐ2 UPPLAG BINGÓSPJALDA ER TAKMARKAÐ, AÐEINS 20.000 SPJÖLD VINNINGAR ERU SKATTFRJÁLSIR OG BER AÐ VITJA ÞEIRRA INNAN MÁNAÐAR 'JÓNVARPS 48 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.