Helgarpósturinn - 25.02.1988, Blaðsíða 27

Helgarpósturinn - 25.02.1988, Blaðsíða 27
borganir eftir hvern dag. I tengslum við þetta hyggst Bún- aðarbankinn svo þróa upplýsinga- og gagnabanka þar sem kalla má fram atriði eins og vaxtatöflur, gjald- skrá, gengisskráningu og töflur um helstu vísitölur. Loks má gegnum tölvuna gefa ýmis fyrirmæli til bankans, panta tékkhefti og önnur gögn, sem vanhagar um. Fyrsta fyrirtækið til að tengjast bankanum með þessum hætti var Hekla hf. og var kerfið þróað áfram í samvinnu við þá, enda er Hekla með umfangsmikil og alhliða við- skipti, og því líklegt, að þar kæmi flest það fram, sem fyrirtæki kynnu að óska eftir í slíku kerfi. í framhaldi af þessu hafa síðan nærri 20 fyrir- tæki þegar tengst bankanum með þessum hætti. Samhliða þessu kynnti bankinn nýja tegund tékkareiknings, svo- nefndan Gullreikning, og gefur hann einstaklingum möguleika til að tengjast bankanum á sama hátt fyrir tilstilli einmenningstölvu og mótalds. Gullreikningurinn býður upp á aðra nýjung, sem er einstæð í heiminum. Reikningshafar eiga kost á að fá prentaða á tékkaeyðu- blöðin bæði mynd af sér og nafn, en þetta er mikið öryggisatriði fyrir fyrirtæki, sérstaklega í verslun og veitingarekstri. Tékkanotkun á ís- landi er víðtækari en víðast hvar annars staðar og hættan á misnotk- un því meiri. Það skiptir því miklu fyrir fyrirtækið að geta strax séð við móttöku, að sá, sem gefur tékkann út, er sá, sem hann segist vera. Bankar erlendis hafa verið með sömu hugmynd, en orðið að gefa hana upp á bátinn vegna þess hversu dýrt þetta reyndist tækni- lega. Hér tókst Stefáni Ingvarssyni verkfræðingi að yfirstíga þessa erf- iðleika og finna lausn, sem var inn- an viðráðanlegra kostnaðarmarka. Búnaðarbankinn hefur á undan- förnum árum verið í fremstu röð með ýmsar nýjungar í starfseminni. Er svo að sjá að þær hafi fallið í góð- an jarðveg, því að nýlega tilkynnti bankinn, að 160 milljóna króna hagnaður hefði orðið af starfsemi hans á sl. ári. Hafði hagur hans batn- að verulega á árinu, þvi að samsvar- andi tala fyrir árið 1986 var kr. 21 milljón. Telja forráðamenn bank- ans, að þetta megi rekja til þess, að tölvuvæðing hans á undanförnum árum sé nú farin að skila sér að fullu. Starfsmannafjöldi bankans stóð í stað á sl. ári. 5% staðgreiðsluafsláttur í öllum deildum. Opið laugardag frá kl. 9—16 Verslið þar sem úrvalið er mest og kjörin best. Jón Loftsson hf. Hringbraut 'A A A A A A - -J Liupaj-jj-Sij uefiuuuuuiii kiiih 121 Sími 10600 Microtölvan hf. var stofnuð árið 1981 í þeim eina tilgangi að selja tölvur, jaðartæki og skyldan búnaö. Einnig að veita alhliða þjónustu á þessu sviði. í dag getum við boðið alhliða búnað frá fremstu fyrirtækjum heims á þessu sviði. Hér á eftir kynnum við þessi fyrirtæki: cordata iNOVELL Þegar margar tölvur eru samankomnar er oft þörf að geta hafa sameiginlegan aögang að gögnum og jaðartækjum. Netbúnaður frá Novell er alls staðar viömiðun þegar netkerfi eru til umræðu, enda er fyrirtækið leiðandi á þessu sviði. Novell netbúnað má nota á flestar PC og AT samræmdar tölvur og svartími er fullkomlega á við svartíma stærri tölva. Hægt er að velja um stærðir allt frá 43mb upp í 233mb. TOSHIBA Enginn framleiðir feröatölvur eins og Toshiba. Frá þeim fást ferðatölvur samræmdar PC, AT og nú síðast með 80386 örgjörva sem þýðir að nú fæst feröatölva jafn öflug og IBM PS/2 módel 80 í kjöltuna! Frá Cordata fáum viö PC og AT samræmdar tölvur á góðu verði. Cordata tölvur hafa verið fluttar inn til landsins frá árinu 1983 og hafa reynst afburða vel. #CITIZEN Prentararnir frá Citizen voru fyrst fluttir inn árið 1985. Síðan þá hafa þeir verið með mest seldu prenturum á íslandi og ekki að ástæðulausu. Verð þessara prentara er einstakt, notagildi og fjölhæfni mikil og veitt er tveggja ára ábyrgð frá verksmiöju eða helmingi lengri en aðrir veita! DataFlex er fullkomið þróunarkerfi fyrir hvers kyns . hugbúnað sem þarf að halda utan um mikið magn af gögnum. í DataFlex er allt sem þarf til að gera sérlega vinaleg notendakerfi með gluggaskiptum valmyndum, röðun í íslenska stafrófsröð og margt fleira. Priam framleiðir fasta diska fyrir flestar gerðir tölva. Diskar sem eru hraðvirkir og einstaklega vel prófaöir frá verksmiöju. Open Access II frá Software Products International hefur allt sem flestir notendur þurfa með fyrstu tölvunni sinni: ritvinnslu, töflureikni með grafík, öflugt forritanlegt gagnasafnskerfi (raöar eftir ísl. stafrófsröð), samskiptaforrit (fyrir t.d. telex) og hjálpartæki svo sem reiknivél, tímabókunarkerfi, klukku meö stoppúri, dagatal, krotblokk og mörgu fleira. Allt þetta á verði eins forrits! Open Access II er fyrir skynsaman notanda. MICROTÖLVAN Siðumúla 8 - 108 Reykjavík - sími 688944 v_____________:____________) HELGARPÓSTURINN 15

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.