Helgarpósturinn - 25.02.1988, Blaðsíða 44

Helgarpósturinn - 25.02.1988, Blaðsíða 44
#í li, f BÍÓ Stjörnugjöf: 0 farðu ekki ★ sæmileg ★★ góð ★★★ ágæt ★★★★! Regnboginn Síðasti keisarinn (The Last Emperor) ★★★★ Morð í myrkri (Mord i mprke) ★★★ Örlagadans (Slam dance) ★★ Háskólabíö Hættuleg kynni (Fatal Attraction) ★★★ Laugarásbió Öll sund lokuð (No Way Out) ★★★ Bíóhöllin Spaceball ★★★ Laugarásbíó Hrollur 2 (Creepshow 2) 0 Stjörnubíó Roxanne ★★★ UM HELGINA Öllu má ofgera. Kannski einkum og sér í lagi ágætis „ídeum". Þannig er meö Friöu og dýriö, framhalds- þættina á Stöö 2 á laugardags- kvöldum. Þaö getur svosem vel ver- iö að fólki finnist gaman aö horfa á sama þráöinn aftur og aftur og aftur og aftur. Persónulega þykja mér þessir þættir orönir hundleiöinlegir. En áfram skal haldið með þá þrátt fyrir mína persónulegu skoöun og þá þaö. Kannski hefur einhver aldrei séð þessa þætti. Fyrir þann hinn sama verður gaman á laugardags- kvöldiö. Þegar Fríða hverfur af skján- um kemur bíómyndin Fyrir vináttu sakir. Hugmyndin í hana er ekki langsótt, nokkuö sem er alltaf að gerast (ho ho ho). Þar segir frá ung- um dreng sem býr með einstæðri móður sinni í vesturbænum. Eins og örsjatdan gerist í slíkum tilvikum vill stráksi fá aöra fullorðna manneskju inn á heimiliö og gerir því sitt til að koma mömmunni „út". Greyið barn- iö. Hann ætti bara aö vita hvaö hann getur átt í vændurn ef honum mis- tekst aö velja rétt! Á sunnudaginn er Nærmynd af Hafliða Hallgrimssyni og á mánudagskvöldiö er góð mynd á Stöö 2, í tæka tíö heitir hún. Þar velta menn því fyrir sér hvort einstaklingurinn eigi sama rétt á aö binda enda á líf sitt og að lifa þvi. Fjallað um viökvæmt mál sem marg- ir ýta frá sér. í síöustu viku opnaði Belinda Hughes sýningu á grafík- og vatns- litamyndum og myndum unnum með blandaöri tækni í Liststofu Bókasafns Kópavogs. Belinda hefur haldiö sýningar í heimalandi sínu, Englandi, og gerir myndir af mönn- um og dýrum eftir pöntunum frá einstaklingum. Á sýningunni eru 20 myndir, helmingur þeirra geröur hér á landi á undanförnum mánuöum undir áhrifum af íslenskri menningu og persónulegri reynslu listamanns- ins hér á landi. Hinar myndirnar eru landslagsmyndir og annaö frá Eng- landi og víöar. Sýning Belindu er op- in á sama tíma og Bókasafn Kópa- vogs, kl. 9—21 mánudaga til föstu- daga og kl. 11—14 á laugardögum. Sýningunni lýkur 11. mars. Eyjólfur Einarsson listmálari opn- ar níundu einkasýningu sína í FIM- salnum á horninu á Garðastræti og Ránargötu klukkan 14 á laugardag- inn. Þar sýnir Eyjólfur vatnslita- myndir og olíumálverk, sem flest eru unnin á síðustu tveimur árum. Sýn- ingin stendur yfir til 13. mars. Nú stendur yfir Kopavogsvakan 1988 sem hófst á sunnudaginn var og lýkur á laugardaginn. Kópavogs- vakan er listaog menningarhátíö þar sem leitast er viö aö hafa sem fjöl- breyttasta dagskrá. Annaö kvöld sýnir Unglingaleikhúsið leikritiö Vaxtarverki (sjá nánari umfjöllun í LP) og hefst sýningin klukkan 21. Að lokinni sýningunni verður ungiinga- dansleikur þar sem Tríó Jóns Leifs- sonar leikur fyrir dansi. Vaxtarverkir veröa sýndir, eins og önnur dag- skráratriöi á Kópavogsvökunni, í samkomusal Félagsheimilis Kópa- vogs, 1. hæö. Það kostar 300 krónur inn á sýninguna. Unglingaleikhúsiö endurtekur síðan leiksýninguna á laugardaginn klukkan 16. Þaö er greinilega mikið hugsaö um unglinga og börn á þessu landi þessa dagana. Sem betur ferl Emil i Kattholti er fyrir löngu orðinn vinsæl söguhetja þeirra yngri. Þeir hinir sömu eiga von á glaðningi því nú standa yfir æfingar hjá Leikfélagi Hafnarfjaröar á leikriti um þennan ærslabelg. Þaö eru tveir hafnfirskir krakkar, Haraldur Freyr Gíslason og Katrín Sigurgeirsdóttir, sem fara með aöalhlutverkin, hlutverk Emils og ídu systur hans. Leikritið veröur frumsýnt um miðjan mars og því um aö gera að fylgjast vel meö dag- blaðaauglýsingunum þá! Hamlet verður á fjölunum hjá Leikfélagi Reykjavtkur um páskana og fram eftir vori og er þaö síðasta verkiö sem LR setur upp á þessu leikári. Leikstjóri er Kjartan Ragnars- son sem fengiö hefur til samstarfs við sig leikmyndahönnuöinn Grétar Reynisson, en þeir félagar unnu síö- ast saman eftirminnilegt starf í Djöflaeyjunni Þaö er Þröstur Leó Gunnarsson sem fer meö hlutverk Hamlets og aðrir leikendur eru Sig- urður Karlsson, Guðrún Ásmunds- dóttir, Eggert Þorleifsson, Valdimar Örn Flygenring, Sigrún Edda Björns- dóttir, Jakob Þór Einarsson, Steindór Hjörleifsson, Eyvindur Erlendsson og Kjartan Bjargmundsson. Þá er bara að bíöa páskanna, sem eru — þrátt fyrir allt — alls ekki svo langt undan. Látum okkur nú sjá. Kíkjum aöeins á dagskrá útvarpsstöðvanna. Byrj- um á rótinni. Já Rót FM 1063 er til dæmis meö fréttskýringaþátt á dagskránni á sunnudaginn klukkan 13.30. Þátturinn heitir einfaldlega Fréttapotturinn og þar er m.a. fréttalestur, fréttaskýringar og um- ræöur. Síðar á sunnudaginn, klukkan hálfsjö, er svo barnatími svo mömmurnar geta eldaö i friði. Eöa þannig. Á Stjörnunni verður Jör- undur Guömundsson í hjarta borg- arinnar klukkan 14—16 og þegarfólk hefur hlustað á hann, Örn Petersen og annað getur þaö beöið meöan börnin eru aö hlusta á barnatímann. Þá hefur fólk hálftima til að borða, þvo upp og koma sér fyrir í hæginda- stól meö kaffibolla því klukkan hálf- átta byrjar Þráinn Bertelsson aö rabba viö hlustendur á rás 1, sem heitir reyndar ríkisútvarpiö. Hann tal- ar í hálftíma. Þá nennir varla nokkur maður aö flytja sig á enn eina rásina, nemaþeirsemekki vilja horfaásjón- varpið. Þeir ætla að hlusta á Bylgj- una. (Finn ekki dagskrárkynningu frá þeim! Hlustið samt.) Nema hvað. Snúum okkur aö sjónvarpinu — ríkissjónvarpinu. Þar verða auðvitað fréttir klukkan átta, síðan heldur áf ram spurningaþáttur Ómars Ragn- arssonar og núna verða það Árnes- ingar og Vesfmanneyingar sem „leiða saman hesta sína", eins og segir í kynningu. Gaman veröur að sjá þá hesta. Veröa sennilega eins og hesturinn hennar Línu langsokks úr þvi þeir ætla aö mæta i stúdió. En þetta er náttúrulega bara bull. Þór Tulinius les Ijóöið Æskuést eftir Jónas Guölaugsson eftir aö níundi þátturinn af Paradís skotiö á frest hefur verið sýndur. Á laugardaginn 27. febrúar klukk- an 14 verður háö keppni í handknatt- leik þarsem mætast KA og Víkingur á Akureyri. KA-menn eru i neöri hluta deildarinnar og berjast fyrir veru sinni þar en Víkingar sigla lygn- an sjó um miðja deild. Á sama tíma sama dag leika i Kópavogi Stjarnan og Þór frá Akureyri, en Þórsarar hafa enn ekki hlotið stig. Sunnudags- kvöldið fara siðan fram tveir leikir í Laugardaishöll. Sá fyrri hefst klukk- an 20 og þá leika Fram og FH, en FH er eins og kunnugt er í efsta sæti deildarinnar. Strax á eftir leika svo KR og ÍR, en þau eru bæði í fallbar- áttu. Sýningum á Degi vonar hjá Leik- félagi Reykjavíkur fer nú fækkandi og nú þýðir ekki lengur aö fresta ferðinni á þessa leiksýningu. Þaö er sem sé aö fara eöa fara ekki. Litli sótarinn, sem sýndur er hjá ís- lensku óperunni, veröur næst á fjöl- unum þar á morgun og sunnudag og hefjast sýpingar klukkan 16 báöa dagana. islenski dansflokkurinn sýnir nú fjögur ballettverk eftir John Wisman og Henk Schut, Ég þekki þig, þú ekki mig, og verða næstu sýningar á morgun, sunnudag og þriöjudag. Bílaverkstæði Badda, sem Þjóðleikhúsleikarar sýna á Litla sviðinu, Lindargötu 7, verður sýnt um helgina, en uppselt erá þær sýníngar. Næstu sýningar veröa 6., 8. og 9. mars nk. (þaö er nú ekki langt í aö mars komi, muniöi þaö). Leikhús- ið Frú Emílía sýnir Kontrabassann í kvöld og annað kvöld, föstudags- kvöld, kl. 21 og er leikritið sýnt á Laugavegi 55B. „Á sama stað'' — leikritiö sem Egg-leikhúsið sýnir, er flutt í Mandarínanum við Tryggva- götu í hádeginu á laugardaginn, en þessum sýningum fer senn aö Ijúka. Ás-leikhúsið sýnir ...farðu ekki á Galdralofti, Hafnarstræti 9, í kvöld, sunnudag og fimmtudag í næstu viku. Sýningarnar hefjast kl. 20.30, nema hvað sunnudagssýningin er eftirmiðdagssýning og hefst kl. 16. Sýninaum á þessu verki fer fækk- andi. I Islensku óperunni er veriö að sýna — eins og kunnugt mun vera — Don Giovanni og veröa næstu sýn- ingar annað kvöld og á sunnudags- kvöldið kl. 20.00. Eyjólfur Einarsson listmálari „Fuglarnir úr fyrri verkum flognir á brott." Mála minn- ingar mínar Eyjólfur Einarsson listmálari opnar níundu einkasýninguna á laugardaginn „Já, það er sjór í flestum myndum hjá mér núna,“ sagdi Eyjólfur Einarsson listmálari, sem á laugardaginn opnar sýningu á verkum sínum í sal Félags íslenskra myndlist- armanna, FIM, við Gardastræti. „Einhvern tíma var ég spurður hvers vegna ég málaði ekki sjóinn, maður sem hefði verið á sjó. Ég svaraði því til þá, að kannski væri hann of nærri mér til að ég treysti mér til að takast á við hann. Núna er eins og minningarnar frá sjónum séu að koma upp, enda er ég löngu búinn að afskrifa söknuð til sjávar- ins." Sýnir.g Eyjólfs í FÍM-salnum er níunda einkasýning hans, en síð- ustu einkasýninguna hélt hann í Listmunahúsinu haustið 1985. Þá hafði Eyjólfur dvalist um tveggja mánaða skeið í Amsterdam og unn- ið að myndum sínum og nú í vetur dvaldi hann á Ítalíu, aðallega í Róm en einnig í Flórens. Finnur hann mun á vinnubrögðum sínum eftir því hvort hann er hér heima eða erlendis? ,,Já, mér finnst munur þar á,“ svarar Eyjólfur eftir örlitla um- hugsun. „Einbeitingin verður betri þegar maður er svona einn með sjálfum sér og ég hef haft tök á að einangra mig frá öllu öðru en vinn- unni í dvöl minni erlendis. Þar skipti ég deginum milli vinnu og þess að heimsækja söfn. I rauninni er þetta meinlætalíf sem maður lifir útiseg- ir hann hlæjandi. „Það er í raun ein- kennilegt hvað maður er fljótur að skipta um ham. Erlendis gleymi ég mörgu af því sem er fastur þáttur í daglegu lífi manns hér heima, eins og að horfa á sjónvarp, hlusta á út- varp og lesa dagblöð." Hann segist ekki heimsækja söfn með það í huga að fá hugmyndir að verkum: „Ég sæki sýningar og söfn heim með opnum huga, ekki með því hugarfari að finna þar hugmynd- ir sem ég get stungið í vasann og tekið upp þegar hentar. Reyni að vera njótandi eingöngu og gleyma atvinnumanninum. Oft spyr ég sjálf- an mig þeirrar spurningar, hvað ég hafi grætt á að dvelja vikum saman í ókunnu landi. Það er eins og með sjóinn og aðra lífsreynslu, svörin liggja ekki í augum uppi og koma ekki fram nærri strax. Kannski fer ég að mála rústir, súlur og Kolosse- um eftir tvö eða þrjú ár! Hugurinn verður að fá að melta áhrifin hægt og rólega, enda finnst mér ég oft vera að mála endurminningar mín- ar.“ Eyjólfur sýnir vatnslitamyndir og olíumálverk á sýningunni og segir flest verkin vera unnin á árunum 1986 og'87: „Það má segja að vatns- litaverkin séu hálf „súrrealísk" og „stíliseruð”, en tengjast mörg sjón- um á einhvern hátt. Það gætir víða náttúrulegra áhrifa, kannski áhrifa frá ferðum mínum vestur í Arnar- fjörð og á Snæfellsnesið, en á þeim stöðum dvel ég mikið á sumrin. í olíumálverkunum ráða ríkjum „natúralismi" og „geómetrísk" form, sem ég hef gaman af að fást við.“ En það er ekki aðeins sjórinn sem er áberandi í verkum Eyjólfs. Fjöll koma víða fram; svífandi fjöll, fjöll í fjarska, og Snæfellsjökull er greini- legur: „Kannski eru þetta allt mis- munandi útfærslur af Snæfellsjökli," segir Eyjólfur. „Hins vegar leyna vestfirsk áhrif sér ekki. Mér finnst öll fjöll á Vestfjörðum vera eins, þetta þverhnípta bjarg sem ég leyfi að haldast óbreyttu." í sumum myndanna birtist stigi — tröppur sem liggja upp og niður: „Já þetta er einhver „Rómarmanía"," segir Eyjólfur brosandi. „Kannski hefur hún myndast við að ganga upp og niður tröppur á rómverskum söfnum! Fuglarnir sem voru áber- andi í myndunum á síðustu sýningu minni eru hins vegar flestir flognir á brott." En sjón er sögu ríkari og auðvitað aldrei hægt að lýsa málverkasýn- ingu á prenti — ekki frekar en fólk getur „lýst“ listinni. Eða eins og Eyj- ólfur sagði í viðtali við Helgarpóst- inn fyrir tæpum fimm árum: „Ég segi stundum að ég hafi ekkert vit á myndlist, finnst ég stundum vera eins og barn þegar ég er beðinn að útskýra list. Hún er eins og ástin, til- finningaleg. Minn heimur er bund- inn við léreftið og þegar ég byrja á mynd er ég að leggja upp í ferðalag, sem ég veit ekki hvar, hvernig né hvenær endar.“ — En Eyjólfur er kominn á leiðarenda með á þriðja tug verka og nú geta þeir sem þess óska virt þau fyrir sér í sýningarsal FIM frá og með næsta laugardegi kl. 14 til sunnudagsins 13. mars. Norð- lendingar eiga einnig kost á að kynnast verkum Eyjólfs, því hann opnar einkasýningu á Húsavík 24. mars næstkomandi. AKM 32 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.