Helgarpósturinn - 25.02.1988, Blaðsíða 46

Helgarpósturinn - 25.02.1988, Blaðsíða 46
LONDON VIKAI Hvort sem staldrad er við nokkra daga í London eða heilt æviskeið fær maður vissulega aldrei notið nema brots af öllum þeim kræsingum sem eru á boðstólum frá degi til dags. Má þá einu gilda hvort gerður er stuttur stans eða lang- ur. Þetta á ekki síst við um leikhúsin. En ef viljinn er fyrir hendi og fólk veit hvað það vill er þó hægt að höndla ótrúlegustu hluti á einni viku. Verður nú lítillega greint frá Lundúnaleikhúsinu í dag. SÍÐARI GREIN FLOSA ÓLAFSSONAR En þá vaknar þessi spurning. Hvernig er best að undirbúa sig undir viku leikhúsferð til London og vera viss um að ná góðum sýning- um? Vikulega koma út í London nokk- ur tímarit sem tíunda það sem er á boðstólum. Þau ítarlegustu og bestu eru ,,Time Out“ og „What’s Orí'. Þessi tímarit hefur hingað til veriö auð- velt að fá á sumun ferðaskrifstofum hérlendis. Þá er „leikhúsvísirinrí' (Theatre guide) í Observer, sem alltaf fœst í blaösölum bókabúða, gulltryggur, en best er auðvitað að spyrja ein- hvern sem til þekkir, hvaö sé krœsi- legast. Núerá margar sýningar selt langt framí tímann, jafnvel fleiri mánuði. Hvernig er þá hœgt aö fá miða? Mtn reynsla í gegnum þrjátíu ár er sá að alltafsé hœgt aö fá miöa sam- dœgurs á allar syningar í London. Stundum þarfaö leggja svolítið á sig og bíða í klukkutíma til einn og hálf- an eftir miðum sem sendir eru til baka (,,returned tickets") og þá er beðið við sérstaka lúgu í miðasöl- unni. IBarbíkaninu og NT (Þjóðleikhús- inu) eru alltaf til miðar á sýningar- daginn, nokkrir tugir sem seldir eru á morgnana samdœgurs og helgast þá biðröðin af eftirsókninni. Þá má alltaf fá miða á svörtum markaði hjá miðasölum í kringum Leicester Square, en braskararnir eru afar varhugaverðir og helst œtti enginn að höndla við þá nema í ýtr- ustu neyð. MENNINGAR- MIÐSTÖÐVARNAR Enginn sem sækir Lundúnir heim ætti að láta hjá líða að leggja leið sína á suðurbakka Thamesár og heimsækja eitt merkasta menning- arsetur veraldarinnar, National Theatre, eöa breska Þjóðleikhúsið. „NT“ er eiginlega þrjú leikhús: Oliver Theatre, sem tekur 1.160 manns í sæti, Littleton Theatre 890 áhorfendur og Cottesloe Theatre 400 áhorfendur. Við hliðina á Þjóð- leikhúsinu er svo önnur aðaitón- leikahöll Breta, sem hýsir þrjá tón- leikasali, einsog þegar hefur verið tíundað. 1 Barbíkaninu, sem áðan var sagt frá, er Royal Shakespeare Company til húsa og hýsir Barbíkanið auk þess flestar aðrar listgreinar. Óhætt er að fullyrða með öruggri vissu að vikudvöl í London beri ríkulegan ávöxt, ef menn gera sér tíðförult á þessa tvo staði. Ég held að ég taki ekki of djúpt í árinni þó ég segi að í Barbíkaninu og á menningarsetrinu á Thamesár- bökkum sé á ótrúlega skömmum tíma hægt að fleyta rjómann ofanaf heimsmenningunni, svo maður verði nú sem snöggvast svolítið há- tíðlegur. í NT eru jafnaðarlega margar, allt að tíu sýningar í gangi og eru teknar inn með vissu millibili. Svo nokkrar sem nú eru á fjölun- um séu nefndar, þá má tiltaka þrí- leik Goldónís, höfuðsnillings ít- alskra leikbókmennta, „Country- mania". Frábær sýning þar sem breskir leikarar sýna enn einu sinni svo ekki verður um villst að þeir eru færir í flestan sjó. Tjöld og leikbún- aður eru hreint ævintýri. Þessi sýn- ing tekur fimm klukkutíma og ætti þess vegna frekar að vera fyrir þá sem haldnir eru ólæknandi leikhús- bakteríu en hina. Auk þess er nú verið að sýna í Þjóðleikhúsinu „Litla flautuleikar- ann" ævintýrið um strákinn sem frelsaði borgina undan rottufaraldri með flautunni sinni. Þessi sýning er hugsuð fyrir krakka frá 6—11 ára, en samt ævintýri fyrir alla. Þá má nefna ,,A small Family Business", margverðlaunað verk eft- ir Aykbourn, „Cat on a Hot Tin RooT' eftir Tennessee Williams, „Beðið eftir Godot" eftir Beckett og „Feður ogsyni" eftir sögu Turgenéfs og er þá nokkuð talið. „Anton og Cleopatra" er helsta Shakespeare-sýningin sem er þar á fjölunum um þessar mundir, frábær sýning í uppsetningu Peter Hall. Annars er það frekar Royal Shake- speare-leikhúsið í Barbíkaninu og í Stratford upon Avon sem sinnir Shakespeare. Þar er nú verið að sýna bæði Vetrarævintýrið og Þrett- ándakvöld, svo eitthvað sé talið. West End-leikhúsin eru fjölmörg og eiginlega öil aðeins steinsnar frá Leicester Square. Margar af bestu sýningum í West End hafa verið þangað fluttar úr Royal Shake- speare-leikhúsinu eða úr Þjóðleik- húsinu. Og kem ég nú að þeirri sýningu sem heillaði mig mest af þeim sem ég sá í þetta skiptið, sýning sem búin er að ganga lengi og á eflaust langt líf fyrir höndum. Þetta er leikritið „Les Liaisons Dangereuses" eftir Cristopher Hampton, byggt á skáldsögu Laclos- ar (1741-1803) Þetta leikrit er eitt af fjölmörgum sem frumsýnt var í Stratford upon Avon af Royal Shakespeare Comp- any og hefur síðan farið boðleið í Barbíkanið og hafnað á Ambassa- dor-leikhúsinu í West End við hlið- ina á Músagildrunni, sem er sýnd hinum megin við götuna 36. árið í röð. Mér finnst eiginlega ganga guð- lasti næst að fara að blekbulla um sýninguna á Les Liaisons Danger- euses. Ég get bara sagt það, að ég mun búa að þessari sýningu, og ör- fáum öðrum sem ég hef borið gæfu til að sjá um dagana, til æviloka. Það eru svona sýningar sem fylla mann gleði, trú, von og kærleika; gleði yfir að vera til, trú á leikhúsið og hlutverk þess og kærleika til þeirra listamanna sem hafa helgað því líf sitt. Þessari skrýtnu stofnun sem getur með galdri sínum veitt manni svo ómælda gieði og jafnvel framkallað það skásta í mannskepn- unni. LÉTTARA HJAL Nú er ég búinn að minnast lítil- lega á það helsta sem er á boðstól- um í London um þessar mundir í músík og leikhúsi og er þó fátt nefnt af mörgu. Einhverjum finnst sjálfsagt að þeir valkostir sem ég hef drepið á hafi verið svona heldur af hátíðlegra tag- inu og þá verður bara að hafa það. Auðvitað er hægt að fá að sjá all- an skrattann í London og ástæðu- RUNNI

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.