Alþýðublaðið - 01.05.1927, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 01.05.1927, Blaðsíða 4
4 1. MAI Þeir bjuggu þarna, verkamenn- imir. Ég sá þá á kvöldin koma heim frá vinnu sinni, silalega og sljóa eftir erfiðið. Þeir drógu fæturna eftir steinlögðu strætinu, eins og þeir væru hlekkjaðir við það. Ég var farinn að hata þetta bölvaða stræti. Það var alt af að minna mig á það, sem ég vissi að var rangt, en óbreytanlegt. Á kvöldin æpti það og skrækt| undan tréskóm verkalýðsins. Mér fundust hróp þess stundum vera neyðaróp hungraðra barna. Síunrl- um fanst mér þau vera þung and- vörp þurbrjósta mæðra. En stund- um fanst mér þau líkjast glasa- glamri, veizlugleði og hlátri, kuldahlátri þ-eirra, sem sítja sól- armegin við myrkrafjall örbirgð- arinnar. Já, það var glugginn, þessi eini, sérstaki gluggi, - tvívængjaði, svarti gluggi. í dag stóð hann opinn eins og endranær. Lítið barn lá úti í hon- um, studdi hendi undir kinn og starði fram undan sér dimm- um, dökkum augum. Hárið hrafn- svart og hrokkið • liðaðist um vanga og enni. Þetta barnsandlit, — það var svo einkennilegt, og þó bar það sama einkenni og öll önnur börn í þessum borgarhlutá. Drættirnir skarpir og djúpir kring um m-unn- inn og augun lýstu — elli. Elli? Hvernig gat það átt sér scað? Ellimörk á ungu barni? Og þó voru það skýlaus ellimörk. EUimörk! Það var eins og ég gæti lesið í þeim sögu þrældóms, skorts, kulda, vonleysis, - sögu heillar undirokaðrar stéttar. Hvern fjandann var ég eigin- lega að hugsa um þetta, íslenzk- ur strákur, óviðkomandi? Og þö jú, ég hafði séð það sama heima. Ég hafði séð sönui bams- andlifin alls staðar. Þau eltu mig, þessi barnsandlit. Augun störðu á rnig dimrn og dökk. En hvað gat ég? Þessu var ekki hægt að breyta. O —, ég vissi vél.lhvað sumir vildu, jafnað-armennirnir. En ég vildi ekki hafa trú á því. Ég var líka m-eðlimur í íhalds- eða „borgara“-félagi h-eima, og ég undi mér þar vei. En barns-andliiið! Hvers v. gna starði það á mig? Gat það ekki hætt því? Ég krejhi hnéfann og rétti úr mér, stakk höndunum i huxnavas- ana og gekk um gólf. svikari, en — hann var líka „so- cialisti“ og hann af rauðara tæinu. Ég gekk aftur að glugganum. Jú, barnsandlitið var þar enn ,þá, — og mér fanst, að ellimörkin á því væru enn þá skýrari en áður. Ég veifaði til þess meðhendinni og brosti. „Halló, litli vinur!“ Barnið veiíaði aftúr, en brosti ekki. Nú, hvað? Ég vildi þó vera vingjarnlegur! Já, það var ýmislegt fleira, sem Arthur hafði sagt við okkur fé- lagana í vetur og svo bækurnar, blöðin og flugritin í rauðu káp- unum, sem hann hafði skilið eft- ir hjá mér —. Ég seildist eftir einu ritinu og byrjaði að lesa. Það var um jöfn- un og afnám fátæktarinnar og krafðist þess, að einstaklings- eignarréttur á framleiðslutækjun- um væri afnuminn. Ég sökti mér Tiiður í b-æklinginn. Aft í einu var ég rifinn óþyrmi- lega upp úr lestrinum. Hvað var þetta? Ég þaut að glugganum, opnaði hann og teygði mig út. Það var 1. mcú! Eftir götunní kom óteljandi manngrúi í þéttri, vel skip- aðri fylkingu. Hljómsveit gekk í broddi fyl-k- ingar og spi'.aði lag, sem mér fanst ég kannast við; — já, nú man ég það. Það var 1922, að ég stóð fyrir utan Báruna og h-eyrði óminn af þessu lagi gegn um opinn gluggann. Það var efti.r því, sem ég vissi bezt, - „lnternaiiönale“. Rauðir fánar, svo hundrúðum skifti, voru bornir í fylkingunni svo langt sem augað eygði. Söngurinn hljómáði, og „kloss- ar“ vérkalýðsins lömdu strætiö. Nú voru óp jress: Siguróp kúg- aðrar .alþýðu,. freísisóp hins fjötr- aða, h-eröp hins hlekkjaða. Nasir míriar þöndust út. Ég vil 'vera með. Mikið Jangaði mig til að vera með! Og ég j>aut í hendingskasti nið- ur stigann. Mér var kipt inn í fylkinguna. ■ c. Ka&sði fáMÍMia. „Það svella uni þig sigurhljóð; pað sveimá um þig friðarljóð, þú bjarta merki, mikla spá um mannréttindi og frelsisþrá." Jim Connell. Það var ekki ég, sem hafði tek.ið citthvað frá þessum bless- uðu börnum, nei, -ekki faðir minn enginn af mínum ættingj- um, svo að ég gaí verið rólsgur þess vegna. En Árthur, sæaskur verkfræð- ingur, vi rur minn, hafði sagt við mig um daginn, að sá, sem sæi mannféiagsrneinin, en vildi ékki. lækna þau, væri bæði ræfiil og (Þýðing Jóns Thoroddsens) í dag safnast hundruð þúsunda verkamanna saman undir merki jafnað-armanna, rauða fánanum. í flestum bæjuin og borgum fylíkja sér i dag hersveitir rauða fánans. Þessi fagri fáni ,er í dag borinn i fararbro/Jdi í skrúðgöngum verkamanna um allan heim, I dag blaktir h-ann ylir fylkingu þess íslenzks verkalýðs, sem veit sinn vitjunartíma. r'Oft ler rauði fáninn smáður og því raiður stundum af þeim, er sízt skyldi. Fjöldi verkamanna hér á landi kann enn ekki að meta sinn eiginn fána. En eftir því, sem augu verkamannanna opnast, munu þeir sannfærast um það, að rauði fáninn e r fyrst og fremst þeirra eigið merki. Hann er tákn þeirrar baráttu, er miðar að þvi að leysa verkamennina úr álög- um og undan ánauð auðvaldsins, tákn frelsis og manndóm-s, merki fyrirheitna landsins og framtíðar- innar, samvinnunnar og bræðra- lagsins. Bióð er undarlegur vökvi, hefir eitt -af stórskáldum heimsins sagt. Rauði fáninn er signdur blóði margra ágætis- og afburða- manna, er dáiö haf-á píslarvættis- clauða u-ndir hinu göfuga merki réttlætisins og bræðra'agsins í orrustum sínum fyrir hiya kúguðu stétt, MatteottL í ítalíu, Jaurés í Frakklandi og Liebknecht i Þýzkalandi. En þessar eldskírnir verða til þess, að verkalýður heimsins ann fána sínum enn meir, verður enn ótrauðari í o r- ustunni fyrir bættum kjörum sín- um og betri Jifnaðarháttum. Undir merki rauða fánans hafa margir barist, sigrað og látið lífið. Ekki í einu landi, heldur öllum, hefir hann verið dreginn við hún. Hann er ekki fáni neinnar sér- stakrar þjóðar eða þjóðflokks. Hann er fáni allra þeirra, er unna frelsi, jafnrétti og bræðralagi. Hann er fáni íagurra hugsjóna. Undir merki rauða fánans mun íslenzkur verkalýður sigra í bar- áttu sinni við fávizkuna, bleypi- dómaria, eigingirnina og ofstop- ann. Uridir merki rauða fánans mun verkalýður alls heimsins hrósa sigri. Undir þessu göfuga merki munú þjóðirnar í framtíð- inni taka höndúm saman að end- 'aðri orrustu og sigri loknum. Þá mun rauði fáninn verða friða^fáni alls heim.ins. Þá munu a!lar þjóð- ir taka undlir hillingaróöinn: „Þér lýtur allur lýðsins her, i lífi og dauöa fyigir þér; i von og ótta, sérhvert sinn hann syngur glaöur Ibfsöng þinn.“ St. J. St. Kröfurnar í dag. Nefndir þær, sem kosnar h-afa verið af verklýðsfélögunum til' undirbúnings 1. maí, hafa komið sér saman um að bera í kröfu- göngunni spjöld með eftirfarandi áletrunum: Vinnan ein skapar auðinn. Atvinnubætur gegn atvinnu- leysi! Fátækt • er enginn glæpijr. 1. maí er dagur verkalýðsins. Yfirráðin til alþýðunnar! Fullkomið eftiriit með öryggi skipa! Vökulögin beztu lögin. Áfram þá braut! Barnaheimili handa munaðar- lausum börnum! Líftrygging sjómanna hækki! Einkasala á afurðum landsins. Burt með áfengið úr landinu! Hollar íbúðir fyrir alla! Elliheimili handa uppgefnu fólki! Kjósið aldrei íhaldsmann! Lögtryggður hvíldartími á sjó og landi! Engan skatt á þurftarlaunum! Engan réttindamissi vegna fá- tæktar! Engin helgidagavinna! Réttlætið riki! Ranglætið víki! Réttláta kjördæmaskiítin-gu! Enga tolla á nauðsynjavörur! Enga stöðvun atvinnuveganna! 8 tima vinna, 8 tíma svefn, 8 tíma hvíld! Kosningarrétt 21 árs jafnt fyrir al!a! Auð\a4dið skamtar útsvörin! Vinnum að aukinni mentun. Hún skapar vald. Alpjóðasöngurinn. (Internationale) Fram þjáðir mtíixn í þúsund löndum, sem þekkið skortsins glímutök! Nú bárur frelsis brotna á ströndum og boða kúgun ragnarök. Fúnar stoðir burtu vér brjótum! Bræður! Fylkjum nú liði í dag! Vér bárum fjötra^en brátt nú hljótum að byggja réttlátt þjóðfélag. Þó að framtíð sé falin, grípum öruggir geirinn í hönd, þvi Internationale lengirkraíta frá ströndu að strönd. Á hæðum vér ei finnum írelsi hjá fúrstum eða goðaþjóð; nei; sameinaðir sundrum helsi og sigr.um, því ei skortir móð. . Alls hins stolna aftur vér krefjumst; ánauð þoiir hugur vor; trautt, og sjálfir bi’átt vér handa hefjumst og höumun, meðan járji er rautt. Þó að framtíð o. .s. frv. Vér efum. lagabrögðum lieittir og byrðar vor’ar þyngdar meir, en auðmenn gahga gulli skreyttir . og gózi saman raka þeir. Nú er tími tii dirfsku og dáða. Vér dugum, — þiggjum ekld af náð! Látum, bræður! því réttlætið ráða, svo ríkislög vor verði skráð. Þó að framtíð o. s. frv. íhald - þýðir afturhald, barátta gegn öllu nýju, méntun, framsókn og framför- um. Rás viðburðanna dæmir íhaid- ið til dauða og skapar jafnaðar- stefnu. Útgefandi: l.-mai-nefnd Fulltruaráðs verldýðsfélaganna. Ábyrgðarmaður: Björn Bl. Jónsson. Álþýðuprentsmiðjan.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.