Alþýðublaðið - 05.01.1939, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 05.01.1939, Blaðsíða 4
FIMTBDAGINN 5. JAN. 1939 ■ GAMLA BIO Áttnnda eigin kona Blðskeggs. 1 Bráðskemtileg og mein» fyndin amerísk gaman- mynd eftir Ernst Lubitsch. — Aðalhlutverkin leika: CLAUDETTE COLBERT og GARY COOPER. Bðkfærslnnám- skeið fyrir byrjendur og þá, sem áður hafa lært, hefst 9. janúar. Upp- lýsingar í símum 2370 og 4523. ÞORLEIFUR ÞÓRÐARSON. S. G. T. Eldri dansarnir Laugardaginn 7. jan. kl. 9 Vz í Goodtemplarahúsinu, Áskrifta- listi og aðgöngumiðar afhentir frá kl. 1 á laugardag. Sími 3355. NB. Pantaðir aðgöngumiðar verða að sækjast fyrir kl. 9, annars seldir öðrum. S. 6. T. MJómsveitln. 3—4 danskir rémanar fyrir aðeins 2,25. Mikið úrval. Einnig íslenzkar, enskar og þýzkar skemtisögur, hlægilega ódýrt. Fornbókabúðin, Laugavegi 63. UÞYDUBLASID Útbreiðið Alþýðublaðið! Alþýðuflokksfélag Reykjavikur mk, '¥■ efnir til jólafagnaðar annað kvöld kl. 8Vz í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. SKEMTIATRIÐI. Ræða: Ásgeir Ásgeirsson. ? ' Tvísöngur. - ' • r v. Upplestur. ^ . i Fjöldasöngur. Gleðilegt nýjár. ávarp frá formanni félagsins. Eftir að borð eru rudd, verða frjálsar skemt- anir (spil, töfl o. fl. — Dregið í happdrætti.) Aðgöngumiðar seldir í skrifstofu Alþýðuflokks- félagsins og afgr. Alþýðublaðsins eftir kl. 1 á morgun og kosta kr. 1,75. (Innifalið kaffi fatageymsla og vinningsvon í happdrætti.) SKEMTINEFNDIN. V . *■ ■ -to, p- w. Bifreiðastjórafélagið flreyfill. biáS'--«. I' ::r. W Fundur verður haldinn í dag, fimtud. 5. þ. m. í Iðnó kl. 24. Á dagskrá: Bensínmálið og ís- landsstöðin. Kosning afmælisnefndar og laga- breytingar. Áríðandi að félagar mæti. STJÓRNIN. TUTTUGU ÁRUM EFTIR HEIMSSTYRJÖLDINA. (Frh. af 3. síðu.) því fyrir heimsstyrjöldina um „Mitteleuropa“ sem þýzka við- skiftaheild, norðan frá Eystra- salti og Norðursjó og suður að Svartahafi og Bosporus, upp aftur! „Times“ segir um þetta í sömu greininni, sem áðan var vitnað í: „Nazi-Þýzkaland er í þann veginn að skapa sér sitt at- hafnasvæði og kynna sig frammi fyrir heiminum sem fyrsta floks viðskiftastórveldi. ... Það er nú á valdi Þýzka- lands að verða öndvegisríki á sviði viðskiftanna í vissum hlutum heimsins í miklu ríkara mæli en það varð fyrir heims- styrjöldina.....Þýzkaland er án alls efa bæði í hernaðarlegu og pólitísku tilliti þegar orðið öndvegisríkið á meginlandi Evrópu.“ Þetta skrifar eitt aðalblað Englands aðeins tuttugu árum eftir heimsstyrjöldina, sem ekki hvað sízt var háð til þess að hindra það, að Þýzkaland og þýzka auðvaldið yrði svo vold- ugt. Samtímis byrja eftir skip- un Dr. Göbbels þýzkar blaða- árásir á England, sem eru litlu betri en skrif þeirra um Tékkó- slóvakíu í haust. Og í Zurich gefur einn af fyrrverandi fylg- ismönnum Hitlers út bók; þar sem hann lýsir því afdráttar- laust yfir, að það sé eitt af höf- uðmarkmiðum þýzku nazista- foringjanna í pólitík þeirra út á við, að „láta England sem við- skiftastórveldi hljóta sömu ör- lögin og Feneyjar“ hlutu end- ur fyrir löngu. Nú álíta þeir, að tíminn sé kominn til að framkvæma þá fyrirætlun. Að láta England hljóta sömu örlögin — og Feneyjar — það eru orð, sem hafa heyrst áður úr munni þýzkra stjórnmála- manna. Það var árið 1913! Og að minnsta kosti í það sinn var þess ekki langt að bíða, að reynt væri að gera alvöru úr þeim orðum. UM SJÁVARÚTVEGSMÁLIN 1938. (Frh. af 3. síðu.) betri árangur næst, er fullreynt hefir verið. Yfirleitt má segja, að árið sem leið, hafi verið erfitt ár fyrir útveginn og þá, sem sjó- inn hafa stundað. Um síldveið- arnar gildir þó ekki sama máli, nema að því er togarana snert- ir. Hinsvegar hafa ísfiskveið- arnar bætt dálítið úr fyrir þeim, því markaðurinn hefir verið allsæmilegur í Englandi á móts við það, sem verið hefir árin áður. En þrátt fyrir allt, hefir kent meiri bjartsýni meðal manna, en í langan tíma áður, eins og sjá má af hinum mörgu fram- kvæmdum og tilraunum, sem gjörðar hafa verið, og sem sýna: að hvað sem öllum bar- lóm og erfiðleikum líður, eru landsmenn ráðnir í því, að leita fyrir sér, frá því gamla til hins nýja — eða frá því nýja til hins gamla, alt eftir því, sem við á, og álíta enga kenningu um þessa eða hina framleiðsluna svo sanna, að ekki breytt viðhorf hafi getað bréytt þeim sann- leika með öllu; að sölutilraun- ir og vöruvöndun fer hér ár- vaxandi, eftir því sem þekking eykst og fleira nýtur við; að enginn úrgangur sjávarafurða er svo mikill úrgangur að menn ekki geti látið sér detta í hug að gjöra hann að verzlunarvöru, og að ungir menn meðal okkar með vísindaþekkingu hafa gjört þetta að sannleika, en eiga þó vafalaust eftir að gjöra enn betur er stundir líða. örn. Hljómsveit Reykjavíkur. Heyjaskemman verður leikin annað kvöld kl. 8%. Aðgöngumiðar seldir í dag kl. 4—7 og eftir kl. 1 á morgun í Iðnó. — Sími 3191. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKÚR. „FROÐA“ Sjónleikur í 4 þáttum, eftir Jóhann Frímann. Sýninfl í kvöld kl. 8. A'ðgöngtimíÖar steldiir eftir kl. 1. Matsveina- og veitingapjónafélag íslands. Aðalfundnr félagsins verður haldinn nm miðjan febrdar nœstkomandi. STJÓRNIN. Kartðflnr í sekkjum og lausri vigt. Gulrófur, Hvítkál og Sítrónur. Harðfiskur, Smjör, Egg. | Ávalt bezt. BREKKA Ásvallagötu 1, sími 1678, Berg- staðastræti 33, sími 2148, og Njólsgötu 40. Lærið að spda. Sundnámskeið í Sundhöllinni hefjast að nýju mánudaginn 9. þ. mán. . Sundhöllin býður nú nemöndum sínum betri kjör en áður. Þátttakendur gefi sig fram á föstudag og Iaugardag kl. 9—11 f. hád. og kl. 2—4 e. hád. Upplýsingar á sömu tím- um í síma 4059, NÝJA BIÖ ■ Bðrn öveðnrsins. (The Hurricane). Stórfengleg amerísk kvik- mynd er vakið hefir heims- athygli fyrir afburða æfin- týraríkt efni og framúr- skarandi „tekniska“ snild. Aðalhlutverkið leikur hin forkunnar fagra DOROTHY LAMOUB og hinn fagri og karl- mannlegi JOHN HALL. Snæfellingamótið Vlðsktftaskr áin. Atvinnu* og kaup sýsluskrá 1939 er nú i prentun. Skráin nær yfir flestalla kaupstaði landsins. Auk þess verður bætt við í skrána ýmsum nýjum köflum, þar á meðal teikningum af öllum götum í Reykjavík, ásamt upptaln- ingu allra húsa og lóða, er við götur liggja og tilgreint: lóðar- stærð og mat á lóð og húsi, o. fl. o. fl. Þeir, sem kynnu að vilja skrá ný atvinnu- eða kaupsýslufyrir- tæki eða breyta skráningu og leiðrétta, eru vinsamlega beðnir að senda tilkynningu um það sem allra fyrst í Steindórsprent h.f., Aðalstræti 4. Aftan til í Viðskiftaskránni eru eyðublöð, sem gott væri að nota til þessa. Það, sem fram þarf að taka er: Nafn manns eða fyrirtækis. Gata og númer og talsími. Hvers konar starfið er eða starfrækslan. Eigandi, stjórn og framkvæmdastjóri, ef um er að ræðá. Og undir hvaða yfirskrift í Varnings- og Starfsskrá við- komandi óskar að vera. Skráning í Viðskiftaskrána er ókeypis með almennu letri. Allar auglýsingar óskast sendar í Steindársprenf h.f. AÐALSTRÆTI 4. — REYKJAVÍK. verður haldið að Hótel Borg n.k. laygard. þ. 7/1 ’39. Mótið hefst með sameiginlegu borðhaldi kl. 7 e. h. Aðgöíngumiðar í Tóbaksverzl. London, Austurstr. 14, og Skóbúð Reykjavíkur, Aðalstr. 8. Dansleik heldur Félag róttækra stúdenta í Oddfellow- höllinrii föstudaginn 6j jan. (þrettándakvöld) kl. 10 e. h. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 7 sama dag. Matsvelna og veitinga- þjónafélag tslands. Jólatrésskemtun fyrir börn og gesti félagsmanna verður haldin á Hótel Borg fimtudaginn 12. jan- úar kl. 5 e. h. — Aðgöngumiðar eru seldir hjá Janusi Halldórssyni, Hótel ísland, og Hirti Niel- sen, Hótel Borg, á mánudag, þriðjudag og mi|- vikudag n.k. Aðaldanzleikur félagsins verður auglýstur síðar. SKEMTINEFNDIN. Tilkynning nm framvísun reikninga Sjúkrasamlág Reykjavikar belnlr peirri áskornn ftll fieirra manna og stofnana, sem eiga reikninga A sam* lagið frá síðasftlðnn ári, að sýna f»á tfl greiðslu fyrlr 25. p. m. f afgrelð* slanni, Ansftnrsrtrœfti 10. Sjúkrasamlag Reykjaviknr Þriggja mánaða Þýzkuná mskeið mín hefjast aftur þann 9. og 10. janúar. Þrjár deildir. 25 tímar 25 kr. Tilkynningar um þátttöku og nánari upplýs- ingar í síma 2017. BRUNO KRESS, dr. phil. Foreldrar! Ef þér ætlið að láta börnin yðar ganga í menta- eða gagri- fræðaskóla, þá veitum við allan undirbúning á námskeiði okkar. Jóhann Sveinsson, cand. mag. Hafliði M. Sæmundsson, kennari. Sími 2455. i: )

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.