Alþýðublaðið - 11.01.1939, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 11.01.1939, Blaðsíða 3
ALÞYÐUBLAÐIÐ Sigurður Magnússon kennari. „HINN UNGI SÆGARPUR" MH)VIKUDAG JAN. 1939 isRokknrinn? MDRGUNBLAÐIÐ gerir út- gerðarmálin og viðreisn þeirra að umræðuefni í forustu- grein í blaðinu í gær. En ekki verður af þessari grein séð, hverjar viðreisnartillögur blað- ið eða Sjálfstæðisflokkurinn muni bera fram í þeim málum. Blaðið viðurkennir að mörg út- gerðarfyrirtæki muni ekki eiga fyrir skuldum og enn fremur segir þar, að „viðreisnin verði að vera almenn, en ekki beinn styrkur til einstakra félaga eða einstaklinga“. Allir, sem eitthvað þekkja til togaraútgerðarirmar, vita, að eitt hið. allra nauðsynlegasta, og það sem raunverulega þarf fyrst að gera, ef einhver við- reisn á að fást, er að gera upp eða koma á annan og heilbrigð- ari grundvöll þeim togarafélög- um, sem nú rogast með alt of mikla skuldabagga. Þjóðinni í heild sinni er ekk- ert gagn að því að einhverjar ráðstafanir séu gerðar þessum atvinnuvegi til framdráttar, ef þess er ekki jafnframt gætt, að kopia fyrirtækjunum á þann grundvöll, að líkur séu til þess, að þau geti borið sig í framtíð- inni. Þetta hefir Alþýðuflokk- úrinn alt af bent á sem megin- atriði í þessum málum. og nú ef svo komið, að allir viður- kenna þetta. Andstæðingarnir hafa kallað þétta kröfu um þjóðnýtingu togaranna, en auðvitað er slíkt fjarstæða. Morgunblaðið viður- kennir nú orðið þessa þörf, því blaðið segir: „Það verður svo áð vera á valdi bankanna einna, áð ákveða hvenær einstök fyr- irtæki skuli gerð upp, ef það sýnir sig, að þau geti ekki rétt við.“ Er helzt svo að sjá, sem bjaðið ætlist til þéss, að ein- hýerj ar viðr eisnarráðstaf anir séu gerðar áður en fyrirtækjun- um er komið á fjárhagslega tryggari grundvöll. En hvaða þýðingu hefði slíkt? Þá, að ráðstafanirnar, hverj- ar sem þær yrðu, myndu koma að miklu minna gagni en ella, og vel gæti svo farið, að þær dygðu ekki, þó þær annars hefðu getað verið nægilegar. Ef hið opinbera því hlutast til um að reynt verði að gera eitthvað til viðreisnar útgerð- inni, er sjálfsagt, að um það verði hugsað, að þau fyrirtæki, sem framvegis eiga að starfa, komist á svo öruggan fjárhags- grundvöll, að ætla megi að þeim verði nokkur hjálp að hinum opinberu ráðstöfunum. Auðvitað er sjálfsagt, að bankarnir ráði mestu um hvað gert verður hvað hin einstöku fyrirtæki snertir, því þeir eru hinir raunverulegu eigendur þessara fyrirtækja nú, og þá jafnframt, að þess sé gætt, að IALÞÝÐUBLAÐINU í dag er sagt frá 11 ára göml- um dreng, sem strauk úr Eng- ey á laugardaginn var og réri á lélegum kajak til Örfiriseyj* ar. í greininni er forsaga sjó- ferðarinnar rakin, og hreysti drengsins lofuð að makleikum. Það er regla okkar, sem kunn astir erum málum þeirra barna, sem gerst hafa brotleg við lög og siðareglur hinna fullorðnu, að ræða hin persónulegu mál þeirra sem minst opinberlega, en bæði vegna þess að Alþýðu- blaðið hefir í þetta skipti rofið þögnina, og ekki síður vegna þess, hve lærdómsrík sagan um litla sjómanninn er, þá þykir mér rétt, að segja sögu hans í fáum dráttum, og draga af henni nokkra lærdóma. * ÆGARPURINN'* er sonur fátækra hjóna hér í bæn- um. Langvarandi atvinnuleysi og ýms óhöpp hafa valdið þröng um kosti hinna mörgu barna. Drengurinn lærir snemma — eins og títt er um börn fá- tækra, að sigla sinn eigin sjó. Gatan verður snemma athvarf hans og ósk. Þar eignast hann vini og félaga, þar á hann raun- verulega heima. Kornungur verður hann uppvís að hnupli. Hann sækir illa skóla og verður baldinn og ódæll. Fyrst, kemur hann alltaf heim til að borða og sefur heima. Svo fer hann að gleyma máltíðunum, og kvöld eitt kemur hann ekki heim til að hátta. Faðir hans leitar að honum, og finnur hann sofandi úti. Hann er í sveit í sumar. í haust kemur hann til bæjarins og er „góður drengur" til að byrja með. Svo sækir aftur í gamla horfið. Hann Iendir í ekki komi til stöðvunar á skip- unum, en hitt er eins augljóst, að allar þær ráðstafanir, sem gerðar verða, hljóta að veru- legu leyti að byggjast á því, að útgerðarfyrirtækin komizt á öruggari fjárhagslegan grund- völl en þau nú standa á velflest. Þá fyrst, en varla fyr, er þess að vænta, að einhverjar opin- berar ráðstafanir geti að gagni komið. Einhver þýðingarmesta hlið gengismálsins er sú, sem snýr út á við: allar erlendar skuldir þjóðarinnar, ríkis, bæjarfélaga, banka og einstaklinga, — sem samtals munu vera um 100 millj. kr. — hækka sem geng- islækkuninni nemur, eða t. d. við 20% gengislækkun um ca. 20 millj. kr. í íslenzkum krón- um. Gerum við ráð fyrir að vextir og afborganir nemi 8%; nemur þá hækkunin á þeim ca. 1,6 millj. kr. á ári. Skuldir ríkisins erlendis eru lauslega áætlaðar 40 millj. kr., í þess hlut félli þá 640 þús. kr. í aukin útgjöld. Tekjur ríkis- sjóðs af tollum munu nú vera ríflega 9 millj. kr., þar af tæp- ur helmingur verðtollur, sem myndi aukast sjálfkrafa um 20% eða um 900 þús. að ó- breyttum innflutningi. En vit- anlega myndu ýms önnur út- gjöld ríkissjóðs hækka, en hin hagstæðu áhrif gengislækkun- arinnar á atvinnuvegina myndu ekki koma ríkissjóði til góða í auknum sköttum fyr en nokkuð eftir á, Fyrst um sinn Sigurður Magnússon kennari hefir undanfarin 2 ár verið starfsmaður lögreglunnar og haft með höndum afbrotamál barna og unglinga. í meðfylgj- andi grein segir hann sögu litla drengsins, sem fór á kajaknum úr Engey á laugardaginn og mun mönnum þykja hún öm- urleg, en hinsvegar munu varnarorð S. M. hvetja til ráðstafana, .sem að gagni geta komið í málurn sem þessu. hópi gömlu vinanna — hnupl- ar, fremur spellvirki, hættir að koma heim til að borða *— og að lokum leggst hann alveg út. Hann sefur í bíl á næturnar, sníkir sér mat eða hnuplar honum á daginn. Foreldrar hans gefast alveg upp, og leita til barnaverndarnefndarinnar og lögreglunnar. — Eftir nokk- urra daga flæking finnur faðir- inn son sinn og kemur með hann til lögreglunnar. Barna- verndarnefndin kemur honum á barnaheimili hér í bænum, meðan hún leitar fyrir sér um dvalarstað handa honum í sveit. Á barnaheimilinu er drengurinn óhafandi. Hann hnuplar frá starfsfólkinu, og er talinn hafa slæm áhrif á börn, sem eru á heimilinu. Hann stekkur út um glugga, ef hann á ekki annars úrkosta til að komast út. Svo flakkar hann um göturnar á daginn, og held- ur öllum sínum siðum og venj- um — mölvar rúður, hnuplar — flækist um göturnar með félögum sínum, sem hann stjórnar. Svo tekst • barnaverndar- nefndinni að komá drengnum fyríir á ágætis heimili í ná- grenni bæjarins. Hann fer svo til Engeyjar s.l. föstudag um myndi gengislækkunin því sennilega hafa óhagstæð áhrif á afkomu ríkissjóðs. Sama máli gegnir líklega um bæjarfélögin, en þó mætti vænta þess, að þau yrðu fyr vör við atvinnuaukn- inguna, þar sem atvinnuleysið skapar þeim mjög tilfinnanleg útgjöld (fátækraframfæri, at- vinnubótavinna). Gera má ráð fyrir að aukn- ingin á erlendum skuldum- sjávarútvegsins yrði léttvæg móti þeim hagnaði, sem hann að öðru leyti hefði af gengis- breytingunni. Landbúnaðurinn skuldar ekki erlendis svo telj- andi sé, um skuldir iðnaðarins og verzlunarinnar var áður talað. Skuldir íslenzku bankanna við útlönd munu vera a. m. k. 20 millj. kr., og fá þeir því allmikinn skell af gengislækk- uninni, en þess er að gæta, að á þeim hvílir nú sem stendur afarmikið af áhættu útgerðar- innar. Ef útgerðin kemst ekki fljótlega á réttan kjöl, er óhjá- kvæmilegt að bankarnir verði fyrir milljónatöpum innan skamros hádegi. Daginn eftir er lögregl- unni tilkynnt, að drengurinn sé horfinn frá Engey. Einnig er tilkynnt, að horfinn sé kaj- ak, illa útbúinn, og að líkur muni vera fyrir, að drengur- inn hafi gert tilraun til að kom- ast á honum til lands. Lög- reglan bregður samstundis við, og leitar. Útlitið var alt annað en gott. Hvernig átti þessi 11 ára drengur að geta komist til lands á lélegum kajak í vind- strekkingi? Kannske var það blóð for- feðranna, sjómannanna, sem olli því, að þessi uppreisnar- maður gegn guðs og manna lögum stendur sigri hrósandi í fjörunni í Örfirisey. hvolfir sínum góða lífgjafa í fjöruna, og spásserar sigrandi til bæj- ar. Hver hefir ekki samúð með þessum 11 ára snáða, sem storkar valdhöfunum og virðir ófærurnar að vettugi? Svo gengur hann inn í bæinn — frjáls. Honum liggur ekkert á. Hann svipast um á götunum — hittir kannske gamlan vin. Svo er æfintýrið á enda. Hann er kominn heim, og hefir með því sannfært alla }um( að á barnaheimili geti hann ekki verið, í sveit sé óforsvaranlegt að senda hann, og þessvegna verði hann að vera heima. Sannarlega hefir þessi ungi maður sigrað. * T^TÚ SPYR ég ykkur, kæru lesendur. Hvað á að gera við þennan dreng? Alþýðublað- ið spyr í dag, hvort ekki væri reynandi, að koma honum til sjós. Við skulum nú sjá. Hann er 11 ára gamall, ólæs, óskrif- andi, og satt að segja ekki sér- lega hneigður til vinnu. Senda hann í sveit? Það er allt annað en eftirsóknarvert. Hver myndi líka vilja taka hann? Lofið þið blessuðu barninu að vera Að sjálfsögðu eru afarmargar hliðar á gengismálinu, sem ekki eru tök á að ræða hér, enda aðeins gerð tilraun til að benda á hinar fyrstu og beinu afleið- ingar gengislækkunar, en ekki reynt að rekja hinar óbeinu og fjarlægari verkanir hennar. En af því, sem sagt hefir verið, má vera ljóst, að gengis- breytingin er fyrst og fremst tilflutningur kaupgetu og tekna milli einstakra atvinnugreina og stétta, enda þótt hún, er frá líður, ef viss skilyrði eru upp- fylt, geti orðið annað og meira. ef hún skapar nýja atvinnu, aukna framleiðslu og verðmæti. En það er auðsætt, að það, sem mestu máli skiftir fyrir hina einstöku atvinnuvegi og stéttir, er það, hvaða áhrif geng- islækkunin hefir á verðlagið. Ef t. d. 20% gengislækkun hækkar alt verðlag í landinu um 20%, þýðir það 20% raun- verulega kauplækkun fyrir alla fastlaunaða, verkafólk og aðra (og vitanlega þá einnig minni hagnað fyrir þá, sem fá atvinnu eða aukna atvinnu). Þá þýðir hún og raunverulega þungan skatt á alla sparifjáreigendur. Óhjákvæmilega hlytu hinir fastlaunuðu að krefjast kaup- hækkunar, sem samsvaraði hinni auknu dýrtíð. Sigurður Magnússon. heima, segir einhver góðhjart- aður. Það nær ekki nokkurri átt. Hafi það á sínum tíma ver- ið á rökum byggt, að taka hann að heiman, þá hefir ekkert komið fram í málinu síðan, sem gæti réttlætt það, að láta hann vera kyrran heima — enda veit enginn hvenær hann legst út og flýr sjálfur heimili sitt. Hvers vegna er barnið ekki rannsakað nákvæmlega af sál- fræðingi? Það er einfaldlega vegna þess, að hér í Reykjavík er engimi staður til þess. Hér er ekkert „upptökuheimili“, og þess vegna engin skilyrði til slíkra rannsókna. — Ég geri ráð fyrir, að niðurstaðan verði sú, ef drengurinn heldur áfram á sömu braut — sem ég hefi því miður enga ástæðu til að efast um — þá muni lögreglan enn einu sinni gera þá kröfu, að drengnum verði komið burt úr bænum. Sú krafa er gerð vegna drengsins sjálfs og að- standenda hans. Hún er gerð vegna þeirra barna, sem hætta er á að þessi drengur geti spillt, og hún er gerð vegna borgar- anna, sem eiga kröfu á því að verðmætum sé ekki stolið eða þau eyðilögð. Barnaverndar- nefnd mun þá að öllum líkind- Hin hagstæðu áhrif gengis- lækkunarinnar fyrir sjávarút- veginn og aðra útflytjendur byggjast fyrst og fremst á því, að aðeins lítill hluti kostnaðar- ins hækki, þar á meðal auðvit- að kaupgjaldið. Ef alt verðlag hækkar og kaupgjald sam- kvæmt því, fara hinar hag- stæðu verkanir gengislækkun- arinnar að verða mjög áhrifa- litlar, hið eina varanlega yrði niðurfærsla gamalla (inn- lendra) skulda. Gengislækkun- in yrði þá aðeins gálgafrestur, en engin varanleg úrlausn á vandamálum sjávarútvegsins. Ef gengislækkunin á ekki að vera einhliða skattur á hina fastlaunuðu, ef hún á ekki að verða orsök langvarandi kaup- deilna og ófriðar í þjóðfélaginu, verður því að vera örugt að hún hafi ekki í för með sér verð- hækkun í hlutfalli við lækkun krónunnar. Hverjar eru þá líkurnar til þess að komist verði hjá þeirri verðhækkun, sem venjulega hefir verið talin hin eðlilega af- leiðing gengislækkunar? Einmitt hið háa verðlag í landinu og sérstaklega hið háa verð á erlendum vörum hefir verið tek'ið sem vottur þess, að krónan væri raunverulega fall- in í verði og að gengislækkun væri því í sjálfu sér ekki annað en staðfestmg á því, sem orðið um reyna enn einu sinni að koma drengnum fyrir á sveita heimili, þar sejn litlir eða eng- ir möguleikar eru til að hann geti sloppið. Það er naumast orðum að því eyðandi, hvi hættulegt er og örðugt að koma slíkum piltum fyrir á venjuleg- um sveitaheimilum. * 7 G SKAL bara nefna eitt dæmi, Hvað myndu þeir hafa sagt, sem ekkert hefðu þekt Engeyjarheimilið, ef þessi litli drengur hefði drukknað á laugardaginn? Hvað myndi hafa verið sagt um miskunnar- leysi lögreglunnar og Barna- verndarnefndarinnar? Það má hver, sem vill, öfunda lögregl- una og Barnaverndarnefndina af þeim dómum. En það er ekki nema ein hlið málsins. Ótal önnur rök og veigameiri mæla gegn því, að láta dreng á borð við sjómanninn okkar á venju- legt sveitaheimili. Við hljótum þó öll að vera sammála um, að eitthvað verð- ur að gera. Drengur, sem á þann kjark og þá krafta, sem þurfti til flóttans frá Engey, gæti sannarlega orðið dugandí maður, ef orku hans yrði beint inn á hollar brautir. Ég, sem þekki foreldra hans, veit hvfc fegin þau myndu verða hverri þeirri ráðstöfun, sem gæti orð ið honum til bjargar. Ég þekkí fleiri hans líka — kjarkmikla, duglega drengi, sem fyrir illar tilviljanir hafa orðið einir á báti — drengi, sem eiga það undir manndómi okkar full- orðnu komið, hvort þeir verða hamingjusamir nýtir borgarar, eða ólánsmenn í fangelsum okkar. Ef fullvissan um flekkleysi okkar stækkar svo þeirra mis- gerðir, að við trúum ekki á nein ráð til bjargar, þá ættum við þó að reyna einu sinni enn vegna foreldra þeirra, því svo ömurlegt, sem það kann að vera fyrir þjóðfélagið í heild að gefast upp, þá veit enginn, nema sá, sem reynir, hvað þeir foreldrar mega þola, sem sjé born sín eyða lífsþrótti og orku til að hlaða glóðum elds að er, gengið yrði m. ö .o. ákveðið með tilliti til þess verðlags, sem ríkjandi er í landinu, eða hið ytra og innra gengi krónunnar yrði fært til samræmis, og þyrfti það í sjálfu sér ekki að orsaka nýja rýrnun á (hinni innri) kaupgetu krónunnar. Fræðilega séð er þetta án efa rétt, ef ekki fylgir gengislækk- uninni ný lánsfjárþensla af hálfu bankanna, en einmitt hin- ar ýmsu breytingar, sem geng- islækkunin hefir í för með sér, gera sennilegt að svo geti orð* ið. Þó skal ekki farið nánar út í þá sálma, þar sem um svo marga og óvissa möguleika er að ræða. Hitt er víst, að gengislækk- unin myndi þegar í stað hafa í för með sér verðbreytingar (þó ekki væri um að ræða allsherj- arverðhækkun), sem yrðu mis jafnlega hagstæðar fyrir ýmsar stéttir þjóðfélagsins. Áður var á það drepið, að á- lagning á einstakar erlendar vörutegundir, svo sem kornvör- ur, kaffi og sykur, mun alls ekki vera úr hófi, þar sem þess- ar vörur hafa verið fluttar inn svo að segja ótakmarkað und- anfarin ár. Þessar vörur, sem eru mjög þýðingarmiklar fyrir allan almenning, myndu því ó- hjákvæmilega hækka í verði sem samsvaraði gengislækkun- Frh. & 4. ilðte (Frh. á 4. síðu.) Um gengislækkun Eftir Jón Blöndal cand. polit. Nl. Verðlagið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.