Alþýðublaðið - 12.01.1939, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 12.01.1939, Blaðsíða 3
FIMÍUÖAG 12. JAN. 193ð ALÞYÐUBLADID ♦----------------—————♦ ALÞÝÐUBLAÐIÐ RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON. í fjarveru hans: JÓNAS GUÐMUNDSSON. AFGREIÐSLA: ALÞÝÐUHÚSINU (Inngangur frá Hverfisgötu). SÍMAR: 4900: Afgreiðsla, auglýsingar. 4901: Ritstjórn (innl. fréttir). 4902: Ritstjóri. 1196: Jónas Guðmúnds. heima. 4903: V. S. Vilhjálms (heima). 4905: Alþýðuprentsmiðjan. 4906: Afgreiðsla. ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN ♦ —-------------—-------—♦ Verkamannalistinn í DagsbrAn. STJÓRNARKOSNINGIN, <em á iað hefja'St í Vierk'attnáinirna1- fé'aginu Dagsbrún 18. þ. m. verö- ur ákaf lega þýðingarniikil og ör- lagaxík fyir félagsiskap verka- mainna. Það veRur bókstaflega á úrslitum heninar hvort félagið getiur aftur orðilð hieilbrigður fé- iagsskapur vorkaanainna og heil- siteyptur eða hvort verkamieinn taipa allri trú á honum. 1 gær var birtu/r hér í blaðinu Usti til stj ó marko smngaiiinnar siean fjökla margir Dagsbrúnar- menn standa að. Er hann næst- urn eingöngu skipaður stairfandi verkaimönniuim og á þáð lögð höfuðáherzla við skipun hams að fá áhugasaima og starfshæfa mienn í stjórn, sem vilja ;af pLnlægni vinna Dagsibrún upp, út* rýma pólitiskum illdeilum úr fé* laginu, og snúa sér eingöngu að hinuim faglegu ináiuni. Er þeim öllum það fyllilega Ijóst, að það stefnir félagsskapn- totn í beinam voða að nota hiamm sero pólitiska auglýsingaroalskímu fyrir einhvern ákveðimTi stjórn* málafiokk, og aið koromúnistísk- lur áróðiur á fundium félagsins íog í nafni þesis vierðiuir .að hætta. Þetta er í aðalatiriðium' srtefniu- skrá verkaimannalistiaíns í Dags* brún- og er heitið á alla hugsamdi verkaimenn að ijá honum lið sitt svo að hægt verði að gjör- bneyta |uim sttefnu félagsiln's og hefja það lupp úr þeirri nilður- lægingu, sem það er í. Það er þó sanina,rlega ekkert tilhlökklunarefni fyrir nema menm að taka að sér stjóm á verka- mannafélagiintu' Dagsbrún eims og nú er koroið. Þalð er iekki að- eins að félagið sé ákaflega illa stætt fjárhágsllega vegna, fjár- bruðlunar kommúnista á liðmu starfsári, heldur hefir og fjöldi verkamanma tapað trú á félagsr skapr.um síðan ha,nm varð í hömd- um 'koimmúnista lítið ammað en pólitískt áróðiurstæki. Verður það erfitt verk að 'komia fjárhag þess á hieiibrigðan giund- vöJl aftur og skapa að nýju tnaust verkalýösins á félagsiskapn um- En þeir 5 mienn, sem eru á yerkamanmalistamum ætla sér að gera ált sem í þeirra valdi stend- ur til þess alð þetta imegi tak- ast, ef listi þeirra hlýtur nægi- legt atkvæðamagn og þeir fá stjórn félagsiinis í sroair hend'ur. Aliir eru þeir þektir áð dugn- aði, reglusemi og gætni og þáð' þarf engiinm að efast um, að uppivöðslumenn og yfirgangs- seggir rounu fá sig fullsadda á viðskiftunum við þesisa roemm', því aö enginm þeirra mium hlífast við að beita þeiro ráðiuutt sem duga til þess að gerai Daggbrún aftur að göðium félagsskap o.g útrýma úr honum þeiro1 umræðuro, sem eyði- leggja alt aniniað starf og gera funidi verkamamma að hálfgerð- um skrílssamkorouro. Súdeta - Þj óðverj ar Afriku? hafast neitt að á móti Frökk- um, sem voru miklu voldugri en þeir. ítalimir í Tún- is, frönsku ný- lendunni í Norð ur-Afríku. IERLENDU fréttaskeytun- um hefir undanfarnar vikur verið talað mikið um kröfú ít- ala til yfirráða í Tunis, frönsku nýlendimni á norðurströnd Afríku. Þessi krafa er, þótt hún hafi legið nokkuð lengi niðri, hvergi nærri ný. Áður en Frakkland náði yfirtökunum þar og lagði landið raunveru- lega undir sig árið 1881 hafði Ítalía áratugum saman ætlað sér yfirráðin í Tunis og búið sig undir það, að gera landið að ít- alskri nýlendu. Tunis, sem áður fyr var blóm- legt Arabaríki, þó að stærsta tekjulind þess væri að vísu sjó- rán, var 1 hinni mestu niður- níðslu alla 19. öldina, eftir að England og Frakkland höfðu árið 1819 neytt þjóðhöfðingja þess, ,,beyinn“, sem hafði þá eins og nú aðsetur sitt í borg- inni Tunis (samnefndri land- inu), til þess að afnema sjórán þegna sinna fyrir fult og alt. Atvinnulífinu í landinu hnign- aði eftir það óðfluga, og á síð- Það þarf efcki ajð efast um það að allir þeir roenm sem ■skipa verkamanmalistamm verða svívirt- ir bæði leynt og ljóst af hiinum komroúnistískiu nagdýmm. Verða Dags'brúnarroemm a,ð gjalda var- huga við slíkri 'starfsemi og lieita sér sjálfir upplýsinge um miálin. Á þessari kosnímgu og kosn- ingiu Trúnaðarráðsfes veltur öll framtíð féLagsiskaparins. Alt verð- Uic gert til að hindra kosmingu verkamanmalistans, en því er treysit að verkairrnann gæti þesa, að það erlu þeirra eigin hagsmum- itj, að hinmi kommúmistís'ku ó- stjóm í stærsta verkamammafé- 'lagi "fcandsins vehði hætt. Tunis, höfuðborg hins samnefnda lands. — Turnbyggingin fremst á myndinni er eitt af guðshúsum Múhamedsmanna þar. asta þriðjungi 19. aldarinnar var ekki nema einn tíundi hluti hins frjósama lands ræktaður, og afborganirnar af ríkisskuld- unum námu meiru heldur en öllum tekjum ríkisins. Það eina, sem bjargaði, var kapp- hlaupið milli stórveldanna um að ná fótfestu í Tunis. Þau hlupu til skiftis hvað eftir ann- að undir bagga. Þessi ríki voru: England, Frakkland og Tyrk- land, sem hvert um sig gerðu tilkall til yfirráða í Tunis, og auk þeirra hið unga stórveldi, sem á seinni hluta 19. aldar var í uppsiglingu við Miðjarðarhaf- ið, svo að segja beint á móti Tunis, Ítalía. Hún hafði sér- stakan augastað á landinu vegna þess, að loftslagið þar er mjög líkt og á Suður-ítalíu og landið þar af leiðandi tilvalið til landnáms fyrir ítali, sem fjölgaði mjög ört heima fyrir og fluttu út, aðallega til Amer- íku, í stórum stíl. Frakbar taka Tunis. Árið 1869 var þó svo komið fyrir Tunis, að ríkisgjaldþroti varð ekki lengur afstýrt, og „beyinn“ varð að láta sér lynda, að land hans væri sett undir sameiginlegt fjárhagslegt eftirlit Englendinga, Frakka og ítala. En tólf árum síðar, 1881, notuðu Frakkar sér smávægi- legar óeirðir í Tunis til þess að senda þangað her frá Algier, sem þá var fyrir hálfri öld orð- ið frönsk nýlenda, og taka höf- uðborgina, Tunis, herskildi. Síðan hefir Tunis í orði kveðnu verið undir vernd Frakka, en raunverulega hefir landið ver- ið frönsk nýlenda og hirrn inn- fæddi þjóðhöfðingi, „beyinn“, ekkert haft að segja. Herferð Frakka til Tunis 1881 kom mjög flatt upp á ít- ali. sem sjálfir höfðu lengi ver- ið að hugsa um það að kúga „beyinn“ til þess að þiggja „vernd“ sína. Strax árið 1870 höfðu þeir haft í hyggju að senda her til Tunis. en orðið að hætta við það fyrir mótmæli Englendinga og Tyrkja. Nú, þegar Frakkar hirtu Tunis svo að segja fyrir nefinu á þeim, þóttust þeir sárt leiknir, en treystu sér þó ekki til þess að Fleirl ftallr en Frakkar. ítalir höfðu þó orðið fyrri til en Frakkar að hefja landnám í Tunis og árið 1869 höfðu þeir kúgað ,,beyinn“ til þess að gera við þá samning, sem er tiltölu- lega einstæður í sinni röð. Sam- kvæmt honum áttu ítalskir landnámsmenn í Tunis og eft- irkomendur þeirra að halda ít- ölskum ríkisborgararétti og því raunverulega að mynda þar eins konar ríki í ríkinu. Eftir að Frakkar tóku landið létu þeir eftir nokkurt þref tilleið- ast að endurnýja þennan samn- ing gegn því, að Ítalía viður- kendi yfirráð þeirra yfir land- inu. Síðan hefir hann verið ó- breyttur í gildi þar til árið 1935, að Mussolini gekk inn á það við Laval, gegn því að fá frjálsar' hendur fyrir Frökk- um í Abessiníu, að taka upp í hann ákvæði um það, að sér- réttindum ítala í Tunis skyldi vera lokið árið 1965 og ítölsk börn, sem eftir það íæðast þar í landi, ekki vera ítalskir, heldur franskir ríkisborgarar. Áratugum saman hafa verið fleiri ítalir í Tunis heldur en Frakkar, og sennilega eru þeir það enn, Frakkar hafa þó 1 „Beyinn“ í Tunis, Ahmed II., sem í orði kveðnu er æðsti maður landsins. seinni tíð reynt að vega upp á móti ítölum með því að veita fjölda innfædara Múhameðs- trúarmanna í Tunis franskan ríkisborgararétt, þannig að nú telst svo til, að 108 000 Frakkar lifi í landinu, en ekki nema 94 000 ítalir. Þrátt fyrir það er aðstaða ít- ala á sviði atvinnulífsins í Tu- nis enn miklu sterkari en Frakka. í iðnaðinum vinna 48 000 ítalir, en ekki nema 21000 Frakkar. Af 46000 vínvið arvafningum tilh. 25000 ítölum. Af 3500 húsum í Tunis eru 1700 eign ítala. En sterkust er að- staða ítala þó í fiskveiðunum. Frá Tunis eru gerð út 36 vél- skip og 380 seglskip til fisk- veiða; af þeim eru 30 vélskip og 304 seglskip á ítölskum höndum. ítalski fasisminn i Tnnis Þrátt fyrir þetta ástand hafa Frakkar og ítalir komist sæmi- lega af hvorir við aðra í Tunis þangað til Mussolini brauzt til valda á Ítalíu árið 1922. Þá fyrst kom í ljós, hve hættuleg sú sérstaða var, sem ítalir höfðu fengið með samningnum um að þeir skyldu fá að halda sínum ítalska ríkisborgararétti í Tunis. í skjóli þessa samnings hefir ítalski fasisminn síðan stöðugt verið að færa sig upp á skaftið þar 1 lndi. Hver einasti ítali, sem ekki vildi eiga það á hættu að missa atvinnu sína, varð að gerast meðlimur í ít- ölsku fasistasamtökunum, allir ítalskir skólar, íþróttafélög og biöð í Tunis voru einnig lögð undir þau, og alls staðar eru agentar ítölsku leynilögregl- unnar á ferli til þess að skipu- leggja árásir á andstæðinga fasismans, stela skjölum og njósna um hervarnir frönsku yfirvaldanna bæði á sjó og landi. Af þessum ástæðum hafa við- sjár milli Frakka og ítala í Tú- nis stöðugt verið að fara vax- andi hin síðustu ár. Og nú er svo komið, að ítalir gera bein- línis kröfu til þess, að Frakkár láti Tunis alveg af hendi við Frh. á 4. síðu. Jón Dúason: island, staða þess um aldirnar. Aage Gregersen: L’Islande, son statut travers les ages. Libraire du Recueil Sirey. Paris 1937. ETTA er doktorsritgerð í lögum í Montpellier á Frakklandi. Dálítið einkenni- legt, að norrænn maður leiti þangað með doktorsritgerð um hánorrænt efni. Hér myndi þykja gaman að vita, hversu margir af prófessorum þessa háskóla væru læsir á hinar ís- lenzku heimildir höfundar! í riti þessu er ekki dregin fram nein ný heimild, og höf- undur mun heldur ekki einu sinni sjálfur telja sig hafa kom- ið fram með neina frumlega hugsun. Aðferð höfundar er sú, að fylgja Einari Amórssyni þar sem honum ber saman við Dani, en er skilur á, að halda fram og endurtaka skoðanir Dana og þá einkanlega Knud Berlins, er haldið var fram í hita stjórnmáladeilunnar við ísland. Skoðanir þessar eru eins og allir innlendir sem útlendir, er nokkuð þekkja til, vita, rang- ar, og það skal sagt til maklegr- ar viðurkenningar, að einstöku Danir, þeir, sem vitrastir eru, t. d. próf. Arup, virðast vera að reyna áð losa sig við þær. Með- an Danmörk hélt íslandi í skrúfþvinga ofbeldisráðstafana, gat verið skynsamleg hugsun í því, að halda slíkum herfileg- um ósannindum fram, til þess að blinda danska stjórnmála- menn, er flestir voru fávísir um þessa hluti og ekki áttu kost á að kynnast sönnu sam- hengi málsins, vegna kunnáttu- leysis í íslenzku, og gera þá þar með öruggari í að beita of- beldi og réttarsynjun. En hver getur meiningin verið nú? Sú, að berja því inn 1 meðvitund heimsins, að okkar þúsund ára gamla þjóðfélag sé í dag þjóð- arréttarlega séð aðeins sögu- lega réttlaus leysingi í réttar- samfélagi hinna fullvalda þjóða — og geti þar ekki gert þjóða- réttarlega kröfu um neitt, sem er eldra en ártalið 1918. Höfundur leynir helzt þeim ritum og ritstöðum, þar sem skoðanir Dana eru hraktar, en dregur fram jafnvel hið aló- merkilegasta þeim til stuðn- ings. Sömu aðferð beitir höf. þá sjaldan hann ræðst sjálfur á skoðanir ísl. höfunda. Skaðlegra er, að höf. beitir sömu aðferð við frumheimildirnar. Af öll- um endurtekningum gamla sátt- mála um aldirnar nefnir hann t. d. aðeins þær allra fyrstu. Meinlegast er, að hann sleppir 2 endurtekningum G.s. í sam- bandi við hyllingu Friðriks III. og einvaldshyllinguna 1662 og öllum endurtekningum eða kröfum íslendinga samkvæmt Gamla sáttmála eftir það. Höf. leynir því, að Gamli sáttmáli var prentaður sem gildandi réttarheimild í öllum útgáfum Jónsbókar. Þessu samkvæmt er það, að höf. tilfærir aldrei neitt skjal eftir „Ríkisréttind- um íslands,“ þar sem flestum heimildum um réttarstöðu ís- lands fram til 1662 er safnað saman á einum, stað og út gefn- ar á fræðimannlegan hátt, — heldur vitnar hann í Dipl. Isl. Fundurinn í Kópavogi 1662 var ekki eins og höfundur segir Al- þingi, heldur hyllingarfundur, er vantaði umboð ad hoc til að gefa konungi einveldi. Höf. leynir því, að fundur þessi var umkringdur af dönskum her- mönnum. er hótuðu að bera vopn á fundarmenn. Höf. nefn- ir ekki bréf þau, er leikir og lærðir rituðu konungi þenna dag, 28. júlí, sem eru þó nálega eins merkileg og einvaldsskuld- bindingin sjálf. Höf. gerir ekk- ert úr því, að Kópavogsmenn neituðu að skrifa undir ein- valdsskuldbindinguna, uns um- boðsmaður konungs hafði fyrir konungs hönd heitið þeim, að halda mættu þeir lögum sínum óbreyttum. Þetta heit var hald- ið, eins og kunnugt er, svo Al- þingi hélt löggjafarvaldi sínu fram til 1720 óskertu. Löggjaf- arvaldið var þó aldrei af Al- þingi tekið, heldur hætti það sjálfstæðri löggjafarstarfsemi vegna breyttrar þingskipunar. En um allt þetta þegir höf. Til þess að sanna, að Gamli sátt- máli hafi gengið úr gildi með einvaldsskuldbindingunni, — rangþýðir höf. kafla úr ein- valdsskuldbindingunni (bls. 220, 1. 11—12 að ofan)! í ein- valdsskuldbindingunni lofa ís lendingar aðeins, að nema það úr lögum sínum og forréttind- um, sem réttilega megi metast ósamrýmanlegt einvaldsstjórn og réttum ríkisráðum. En Gamli sáttmáli kemur í bága við hvorugt þetta, auk þess sem einvaldsskuldbindingin var að þessu leyti vegin upp af mótskuldbindingu konungs. — Milliríkjasamningar haggast heldur aldrei af stjómarbreyt- ingum innanlands. Hvemig hefði Gamli sáttmáli. átt að ganga úr gildi sínu sem milli- ríkjasamningur vegna ein- valdsskuldbindingarinnar? — Þetta stendur eins fast og ó- hagganlegt fyrir því, þótt Ein- ar Arnórsson hafi gengið inn á skoðanir Knud Berlins um að Gamli sáttmáli hafi gengið úr gildi við einvaldsskuldbinding- una 1662. Höf leynir einnig því, að einvaldsskuldbindingin var ekki afrituð og þekktist ekki á íslandi, fyr en seint á 18. öld, að fræðimaður fann hana í skjalasafni í K.höfn, og að bæði íslenzkir stjórnmálamenn og erlendir og innlendir höfundar héldu áfram að líta á Gamla sáttmála sem einasta réttar- grundvöll undir landyfirráðum konungs á íslandi. N. Gjelsvik, þjóðaréttarprófessor Noregs, landsins, sem ísland var í sátt- málsböndum við, hefir ekki að- eins margsinnis viðurkent, að Gamli sáttmáli sé í gildi enn, heldur lýsti og norska stjórnin sjálf og málafærslumenn henn- ar því nokkrum sinnum yfir fyrir fasta alþjóðagerðardómn- um í Haag í Grænlandsmálinu 1932—’33, að Gamli sáttmáli hefði staðið í gildi allt einvalds- tímabilið út, þ. e. fram á þenna dag. Frh. á 4. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.