Alþýðublaðið - 13.01.1939, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 13.01.1939, Blaðsíða 3
FÖSTUDAG 13. JAN. 1939 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ♦------------------------* ALÞÝÐUBLAÐIÐ RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON. f fjarveru hans: JÓNAS GUÐMUNDSSON. AFGREIÐSLA: ALÞÝÐUHÚSINU (Inngangur frá Hverfisgötu). SÍMAR: 4900: Afgreiðsla, auglýsingar. 4901: Ritstjórn (innl. fréttir). 4902: Ritstjóri. 1196: Jónas Guðmunds. heima. 4903: V. S. Vilhjálms (heima). 4905: Alþýðuprentsmiðjan. 4906: Afgreiðsla. ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN i------------------------♦ lníverk Mil- anna. GilEIN SÚ, sem Jón Blöndal hagfræðingur ritaði hér í blaðið nú fyrir skemstu, hefir orðið þess valdandi, að ýmsir halda að Alþýðuflokkurinn hafi gert einhverja þá ákvörðun, er breyti fyrri afstöðu hans til gengismálsins. Er þetta bygt á misskilningi. Grein Jóns Blön- dals var eins og allir geta séð, sem hana lesa, fræðileg grein- argerð um gengislækkun al- ment og verkanir hennar, skrif- uð af honum sem fræðimanni og er því þessi grein ekki nein stefnuyfirlýsing Alþýðu- flokksins. Er það skylda blað- anna að gefa lesendum sínum kost á að íylgjast með í þessum málum jafnt sem öðrum svo al- menningur geti skapað sér skoðanir á hinum ýmsu við- fangsefnum, sem á einhverjum rökum séu reistar. Þess má og geta að annar hagfræðingur, hr. Benjamín Eiríksson, hefir nýlega ritað bók um þessi mál og rætt þar ýms helztu vandamál þjóðar- innar, þau sem nú eru efst á baugi, og þar á meðal allmikið minst á gengismálið. Er það einn vottur hinnar ó- fullkomnu blaðaménsku hér á landi, og hins ófullkomna skiln- ings blaðalesenda á þýðingu blaðanna, að hver sú skoðun, sem fram er borin í einhverju flokksblaði, jafnvel af sérfræð- ingum í þeim málum, sem um er að ræða, skuli vera talin gkoðun flokksins eða forráða- manna hans. Blöðin eru opinn vettvangur þar sem menn eiga að fá að ræða mál sín af hógværð og viti, færa rök og gagnrök eftir ástæðum. Flest blöð menningarþjóð- anna eyða miklu meira rúmi undir fróðleik handa lesendum sínum um hin margbreytileg- ustu efni heldur en til þess, að troða upp á þá skömmum um náungann, eða fylla dálka blað- anna með allt of miklu af áróð- urskendum pólitískum greinum. Þessum skilningi á hlutverki blaðanna þarf líka að koma inn hér á landi. Alþýðublaðið hefir að undanförnu birt „kjallara- greinar" um ýms efni, ritaðar af mönnum og konum, sem sér- staklega eru kunn þessum við- fangsefnum, alveg án tillits til þess, hverjar skoðanir Alþýðu- flokksins 1 heild eða einstakra manna innan hans kunna að vera til þessara mála. Ein slík grein var ritgerð Jóns Blöndals hagfræðings um gengislækkun. Þessi nýbreytni hefir hvarvetna mælst vel fyr- ir, því flestir eru að verða leið- ir á stjórnmálaskrifum ein- göngu, þegar til lengdar lætur. Mun Alþýðublaðið halda áfram Eídh af meðlimom verðlagsnefndar ber að ósannindnm nm stðrf nefndarinnar. Odds Guðjónssonar vlð heild salana hefur leitt hann út ð hála braut. Eftir Sigurgeir Sigurjónsson cand. jur. ; -------—--------- /^DDUR GUÐJÓNSSON fulltrúi heildsalanna í Verðlags- ^ nefndinni skrifaði í fyrradag grein í Mgbl., fulla af skömmum um blaðamenn Alþýðublaðsins og þrungna af ósannindum um störf nefndarinnar. Alþýðublaðið sá ekki ástæðu til að taka þessa grein til meðferðar í gær, en í dag sýnir Sigurgeir Sigurjónsson cand. jur., sem á sæti í Verðlagsnefnd, fram á rangfærslur hans og sannar á hann tilhæfulaus og vísvitandi ósannindi. Er það ilt, þegar opinberar nefndir, sem nauðsyn er á að almenningur beri traust til, eru skipaðar mönnum eins og Oddi þessum Guðjónssyni, sem virð- ist aðeins vera ætlað það hlut- verk í Verðlagsnefnd að tefja, rangfæra og eyðileggja störf hennar. Grein Sigurgeirs Sigurjóns- sonar er svohljóðandi: „í Mgbl. í fyrradag birt- ist grein eftir dr. Odd Guðjóns- son, þar sem hann gerir tilraun til þess, að verja mótþróa heildsalanna gegn því að af- henda rekstursreikninga sína til Verðlagsnefndar. Dr. Oddur er eins og kunnugt er, fulltrúi heildsalanna í nefndinni og er því varla þess að vænta, að hann geti skýrt hlutlaust frá viðskiftum þeirra við nefndina, og það því síður, sem grein þessi mun vera skrifuð samkvæmt sérstakri pöntun þeirra. Hins- vegar hefði mátt búast við því, að Dr. Oddur væri ekki svo á þessari braut, því það veit að lesendur þess munu skilja, að með því er blaðið að vinna að því að þeir fái hlutlausa frséðslu um þýðingarmikil mál og fróðleik, sem aðrir tæpast flytja þeim. háður, þessum umbjóðendum sínum, að hann léti þá hafa sig til þess að skýra algerlega rangt frá um samþykktir nefndarinn- ar hvað heildsalana snertir, en því miður hefir nú sú raun á orðið. Dr. Oddur hefir frá því að Verðlagsnefnd tók til starfa, mætt á hverjum fundi nefnd- arinnar og því fylgst vel með öllum störfum hennar frá upp- hafi. Eins og þegar hefir verið skýrt frá í umræðum um þetta mál, samþykti nefndin að byrja verðlagsrannsóknir sínar með því að fá ákveðnar upplýsingar um álagningu í þeim vöru- flokkum, sem henni var falið að rannsaka, beint frá þeim, — sem verzluðu með þessa vöru- flokka. Kom nefndin sér síðan saman um skýrsluform í þessu augnamiði og greiddu allir nefndarmenn atkvæði með því formi, sem síðan var sent út til þeirra, sem beðnir voru um þessar skýrslur. í skýrslunni var það skýrt tekið fram í athugasemdadálki hennar, að með henni skyldu fylgja til nefndarinnar afrit af efnahags- og rekstursreikningi fyrir síðasta reikningsár — og geta menn fullvissað sig um þetta með því að lesa skýrsl- urnar, sem liggja frammi á skrifstofu nefndarinnar. Þegar nefndin gekk frá og samþykti form þetta, gerði Dr. Oddur enga athugasemd við þessa kröfu, en samþykkti hana eins og fxmdargerð nefndarinnar sýnir. Þegar svo nefndinni fóru að berast þessar umbeðnu skýrsl- ur, kom fram ósk um það, að menn þyrftu ekki að skila efna- hagsreikningum og samþykkti nefndin að verða við þeim til- mælum. Kom það skýrt fram í umræðum um þetta atriði, að enda þótt nefndin félli frá því fyrst um sinn að krefjast efna- hagsreikninga, þá var nefndin einhuga um að halda fast við þá kröfu, að rekstursreikning- um yrði skilað í hennar hendur um leið og öðrum skýrslum, er hún hafði farið fram á. Það er því alrangt, að nefndin hafi gefið heildsölum eða öðrum nokkurn ádrátt um, að þeir þyrftu ekki að skila þessum gögnum. Um þettá geta nefndarmenn allir borið og þetta veit dr. Oddur að er satt. Eigi að síður leyfir hann sér að fullyrða, að allir nefndarmenn hafi viður- kennt, að nefndin þyrfti ekki á þessum rekstursreikningum að halda og að hún hafi ekki þegar í upphafi tilkynt heildsölunum að þeir þyrtfu að afhenda þá. Tel ég útilokað, að hinar röngu upplýsingar dr. Odds um þessi tvö atriði séu á misskiln- ingi eða rangminni byggðar, heldur hljóti þær að vera af- greiddar eftir beiðni heildsal- anna til stuðnings skrifum í- haldsblaðanna um þetta mál. Aðrar rangfærslur í grein VETRARHORKURNAR I DANMÖRKU Eitt af hinum mörgu skipum, sem hafa komið alklökuð itm til Kaupmannahafnar. dr. Odds sé ég ekki, að svo stöddu, ástæðu til að leiðrétta, en þegar einn nefndarmaður lætur hafa sig til þess að skýra opinberlega rangt frá um störf og samþykktir nefndarinnar í tveim atriðum, en verulegu máli skifta, í þeim eina tilgangi — að draga fjöður yfir tilraun heildsalanna til þess að tefja fyrir starfi verðlagsnefndar, tel rétt að leiðrétta slíkar upplýs- ingar. Getur svo almenningur dæmt um hverjir eru aumkv- unarverðari blaðamenn Alþbl. fyrir að hafa gefið almenningi kost á að fylgjast með starfi nefndarinnar frá byrjun, eða dr. Oddur fyrir að láta Mgbl. í té rangar upplýsingar. Sigu'rgeir Sigurjónsson, Útbreiðið Alþýðublaðið! Kartöflor í sekkjum og lausri vigt. Gulrófur, Hvítkál og Sítrónur. Harðfiskur, Smjör, Egg. Ávalt bezt, BREKKA Ásvallagötu 1, sími 1678, Berg- staðastræti 33, sími 2148, og Njálsgötu 40. Á þ:ettái*:laiKi:n kom Sif Þóirs til VífiIsSta&a pg sýntíi tíanz. Aage LorauTgísi annahist luíntíirleikimin. — Og á siunnudagmn lék þar Lúðrasiveit Reykjavikiur. Sjúklinigar hafa beðið b’.aðiið að flytja öllu þessu fólki bezttu þakbir fýrjr komíuna og ágæta skemtiun. Jón Dúasons Island, staða pess nm aldlrnar. Nl. Grænland var fundið af ís- lendingnum Snæbimi Galta ár ið 980—’81, og numið og byggt af íslendingum einum. Höf. segir, að Grænland hafi verið sjálfstætt þjóðfélag, þótt eng- in heimild sé til fyrir því, að svo hafi verið, en fjöldi af stöðum í lögbókunum Grágás og Jónsbók o. fl. áreiðanlegustu heimildir segi og sanni, að Grænland var ísl. nýlenda, og það sé' nú staðfest af fjölda fræðimanna, erlendra og inn- lendra, enda er Grænland og að réttum lögum nýlenda ís- lands en ekki Danmerkur, enn þann dag í dag. Flest, sem höf. segir um lögtöku Gamla sátt- mála, er rangt, og sú hnignun íslenzka þjóðfélagsins fyrir 1262, sem höf talar um, hefir aldrei átt sér stað. Ríkisráð Noregs og Danmerkur hafa aldrei haft neitt yfir íslandi að segja. þótt höf. haldi því frám, í stjórnarskipun íslands var heldur ekkert rúm fyrir þau sem slík. Þá sársjaldan þau koma við íslands mál, eru þau aðeins valdalausir einkaráð- gjafar konungs. Það, sem höf. segir um löggjafarvald kon- ungs og Alþingis, er flestalt misskilið og rangt. Borgararétt- ur Noregs, Danmerkur, Slésvík- Holtsetalands og íslands var heldur ekki eins og höf, segir sameiginlegur, heldur gilti gagnhliða. Þótt hirðstjóri kon- ungs á íslandi væri alíslenzkur embættismaður, og umboð hefðu oft íslenzkir, en stundum norskir eða þýzkir, en stundum danskir menn, kallar höf. hann stöðugt „danska hirðstjórann“. Höf. segir, að íslendingar hafi ekki óskað afnáms dönsku ein- okunarinnar, þótt kærurnar og kröfurnar gengju látlaust, ekki aðeins meSan hún stóð, heldur væru og byrjaðar áð.ur gegn höftum á þýzku verzluninni. — Þetta eru aðeins sýnishorn. •— í bókinni mun trauðla farið rétt með nokkuð atriði er máli skiftir og deilt hefir verið um milli íslendinga og Dana. Auk þess er hún full af öðrum mis- sögnum. En ég stikla aðeins á stóru. Allt þetta ritar höf. með smeðjulegum velvildartón til íslands. Er það sennilega gert til þess að þessir lærdómar gangi þess betur í þjóðaréttar- fræðinga út um allan heim. er fæstir þekkja neitt til réttar- stöðu íslands fyrir 1918, og hafa enga möguleika til að kynnast henni af frumheimildunum, af því, að þær eru nálega allar á íslenzku eða dönsku, en sumar hafa ekki einu sinni verið gefn- ar út enn. Eftir 1918 eru færri stórvill- ur í bókinni. Þurfum við ekki að vera höf. þakklátir fyrir það, því sambandslögin liggja fyrir þýdd á heimshiálunum og allir þjóðaréttarfræðingar viðurkenna fullveldi íslands samkvæmt þeim, síðan 1918, nema Oppenheim. Fullveldi íslands að réttum lögum .fyrir 1918 — því um það er deilt — hafa, svo ég viti, ekki aðrir þjóðaréttarfræðingar viðurkent en Dr. jur. Ragnar Lundborg, 'próf. N. Gjelsvik, Konrad Maurer, próf. Franz v. Liszt og málafærslumenn Nor- egs í Grænlandsmálinu í Haag. Nú er aðeins um það að ræða, hvort þjóð vor hafi fyrir 1918 að réttum lögum verið réttlaus og sæmdarlaus þræll meðal þjóðanna. Sé nokkur í efa um það, að ég hafi farið rétt með efnið í riti Gregersens, býð ég honum sjálft ritið að láni. Eins og ég hef sýnt og sagt, er bók Gregersens aðeins ó- sjálfstæð upptugga á öllum skoðunum Knud Berlins á rétt- arstöðu þessa lands, enda þótti Knud Berlin meira en lítill fengur í henni. Langan og vin- samlegan ritdóm um bókina endar þessi bitrasti óvinur ís- lands með þessum orðum: „Jeg skal slutte med trods mine Ind- vendinger at anbefale Skriftet som et værdifuldt Arbejde. Fra dansk Side kan man kun være tilfreds med at se danske Syns- punkter under den lange dansk- islandske Konflikt gjort i hvert Fald forstaaelige for en videre Kreds.“ (Juristen 21. Hæfte 1937, bls. 519). Hér gæti umsögn mín um rit þetta verið á enda. Við íslendingar höfum af öll- um þeim hundruðum millj. kr., sem gengið hafa inn í landssjóð og aðra opinbera sjóði ekki haft vit né manndáð til að verja svo mikið sem einum eyri til þeirr- ar landvarnar, að þýða heimild- irnar um réttarstöðu lands vors á eitthvert þeirra mála. sem þjóðaréttarfræðingar lesa, og l’eiðrétta með því hinn hróplega misskilning, sem ríkir í hinni sögulegu réttarstöðu íslands. Réttur skilningur á hinni sögu- ■legu réttarstöðu lands vors er ekki sögulegur hégómi eða for- dildarmál, heldur lífsvarðandi mál fyrir þjóðina, fyrir núver- andi kynslóð og allar óbornar kynslóðir. Eitt er þó dugnaður mennta- manna okkar í þessu, annað þær viðtökur, sem þessi franska útgáfa á kenningum Knud Ber- lins hefir fengið meðal svokall- aðra menntamanna þessa lands: Cand. jur. Agnar Kl. Jónsson, nú í utanríkisþjónustu Dana —• ritar 1 Morgunblaðið 27. ágúst 1937: ,,Það verður eigi annað sagt, en að höfundurinn skifti mjög samviskusamlega um þau atr- iði, sem hann tekur þannig til meðferðar í bók sinni, og að fullrar sanngirni og velvildar gæti þar gagnvart íslandi og skoðunum þeim, sem haldið hefir verið fram af hálfu ís- lendinga. Þar sem lítið sem ekki neitt hefir verið ritað um þetta efni á frakkneska tungu, að minsta kosti ekki í heild, þá er það mikill fengur fyrir ísland, að slík bók sem þessi nú mun verða fyrir hendi í ýmsum löndum til notkunar fyrir þá, sem kynnast vilja rétt- arsögu íslands og réttarstöðu þess .... en með því, að velja sér þetta verkefni um stöðu Is- lands til vísindalegs frama. Frh. á 4 síðu

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.