Alþýðublaðið - 19.01.1939, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 19.01.1939, Blaðsíða 1
LISTINN- er okkar listí i Dagsbrún RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN XX. Argangur FIMTUDAGINN 19. JAN. 1939 mmi iii,ih,i.....pmmmmmmmmimm......iiwiibíiiiimiwiwwiiwiwwipipii! 15, TÖLUBLAB BLISTINN hrindir hinni k'ommúnist- • isku öst'jórn í DagsbrAn Það er barizt um f ramtíð Da Kommúnistf sk óstjórn f 1 ár enn þýð ir fyrii sjáanlega upplausn f élagsins Bjarglð stærsta verkalýðsf éiaginu á laisá- inu með pvf að kjósa B-listann! . —.— ? — DAGSBItöNARKOSNINGARNAR standa aðeins í dag og á morgun. í kvöld verður kosið tii kl. £0 og á morgun ki. 9 f. h. tii kl. 10 að kvöldi. i' gær kusu aðeins 343 félagar, og er það von kommúnista að ancSsfæðingar þeirra verði seinni til, svo aS meirihluti þeirra verllí viss. En ef andstæðingar þeirra, ef fylgismenn B-listans, þeir verkamenn, sem vilja binda enda á það, að stærsta verkalýðsfélag landsins sé pólitískur vettvangur hinna komm- únistiskú æsingamanna, mæta vel, þá-er sigur B-listans viss. Ef B-Iistinn fær jafnmörg atkvæði nú> og andstæðingar kommúnista fengu í haust, þá hafa kommúnistar tapað. ÞaH er því áríðandi, að hver DagsbrúnarmaHur greiol at- kvæ$i nú þegar, geymi það ekki til morguns, og krossi við B á báoum seolunum. Nokkrir af beatu starfsmönnum Dagsbrúnar hafa nú í dag sent Dagsbrúnarmönnum syo- hljóðandi ávarp: Félagi! Okkur er kunnúgt um, að kommúnistarnir, sem standa að A-listanum við stjórnarkosninguna í Dagsbrún, hafa sent út rógbréf um B-listann, verkamannaKstahn, sem studdur er af Alþýðu- flokknum, og um baráttu Alþýðuflokksmanna yfirleitt innan Dagsbrúnar á umliðnu ári. . Tilgangurinn með þessu rógbréfi kommúnistanna er vitanlega enginn annar en sá, að reyna að fæla þig frá því að kjósa B-listann, því þeir vita, sem er, að sigri B-listinn, er yfirráðum þeirra í Dagsbrún lokið og sundrungarstarfsemin, sem þeir byggja alla sína tilveru á, kveðin niður í félaginu. Þú veizt, hvernig ástandið hefir verið innan Dagsbrúnar þetta eina ár, sem kommúnistar hafa farið þar með stjórn. Þeir hafa sóað sjóðum félagsins í pólitíska œsingafundi, pólitíska blaðaútgáfu (Nýtt land) og pólitískar sendiferðir fyrir kommúnistaflokkinn út um land (Gvendur Ó.) og haft tvo og þrjá starfsmenn á launum samtímis, auk hjálparmanna, við ihnheimtu fé- iagágjalda. Það hefir ekki gengið á öðru en brottrekstrum úr félaginu, sem hófust með brott- rekstri Jóns Baldvinssonar í fyrra vetur og enduðu í haust með brottrekstri tveggja manna. sem kosnir voru í fyrra við allsherjaratkvæðagreiðslu í stjórn félagsins, og nokkurra annara af þektustu og beztu starfskröftum þess, af því að þeir reyndu að hamla upp á-móti óstjórn þeirra og klofningsfyrirætlunum. Og Sigurð Guðmundsson ráku þeir frá störfum í félaginu til þess að geta óáreittir ráðið yfir fjármunum félagsins flokki sínum til framdráttar. Fjölda Alþýðuflokks- manna, sem.um mörg ár hafa verið félagsmenn, hafa þeir með lögleysum og ofbeldi svift félags- réttindum til þess að tryggja sér sigur í atkvæðagreiðslum innan félagsins. Og að endingu hafá þeir tekið höndum saman við íhaldið til þess að kljúfa Dagsbrún út úr heildarsamtökum verka- lýðsins í landinu, Alþýðusambandi íslands, undir því yfirskini, að þeir ætluðu að stofna nýtt, „óháð" og „ópólitískt" verkalýðssamband. Árangurinn af þessari „ópólitísku" starfsemi er nú orðinn sá, að Dagsbrún logar nú öll í pólitískum illdeilum og kommúnistar og íhaldsmenn eru aftur komnir í hár saman og stilla nú sínum listanum hvor. Þessu ömurlega ástandi, 'sem kommúnistar hafa leitt yfir Dagsbrún, viljum við gera enda á. Og við trúum ekki öðru en að þú sért okkur sammála um að brýn nauðsyn beri til þess, ef félágið á ekki að verða lagt í rústir. Við skorum því á þig, að taka höndum saman við okkur og aðra þá Dagsbrúnarmenn, sem sjá í hvert óefni er komið. Og með því einu, að sem allra flestir fylki sér um B-listann og skapi honum sigur við stjórnarkosninguna, fæst þessu ófremd- arástandi breytt. Það er þýðingarlaust að kjósa íhaldslistann fyrir þá, sem vilja binda enda á óstjórn komm- únista í félaginu. Til þess hefir hann alt of lítið fylgi. Og hverju atkvæði, sem hann fær, er á glæ kastað- Haldi kommúnistar áfram völdum í félaginu, þýðir það fyrirsjáanlega upplausn þess á örstuttum tíma og stórtjón fyrir verkalýðssamtökin í landinu í heild sinni. Sigur B-listans, verkamannalistans, sem studdur er af Alþýðuflokknum, er því eina leiðin til þess að bjarga Dagsbrún og skapa aftur frið, festu og fyrirhyggju íjstarfsemi hennar. Við treystum því að þú mætir á kjörstað, í Hafnarstræti 21, og greiðir atkvæði bæði stjórn og trúnaðarráði B-listans. \ t«-i gjw^, , Stefán Sigurðsson. Sig. Guðmundsson, Freyjugötu 10. Felix Guðmundsson. Þórður Gíslason. Sigurbjörn Maríusson. Haraldur GuSmundsson. Ólafur Friðriksson. Ágúst Jósefsson> Kjartan Ólafsson. Jón Arason. Ásgrímur Gíslason. Jón S. Jónsson. Fclix {MðniiiiwdssiOE Éltyítór eifadi1 í .útvBirpSia í flajg kl'. 8,15 é. h. luim sjúteaiSjaflnlög. Isfisiksialia. Gylliir '^eMi í HiuÖ.1 í giær 2062 vwtíttitr fyrk 928 $fpH. AöfaManiKleík hieMmii' Kvteanniadfeild Slysiafviarin- aíéliagsl Islantdis í OddMlowMs- iniu fljniniai& kvöld kl. 10 sílðidiegis. Dianizmæriin Báaa Sigitirjióinsldótt- ir skpntir. HíjÖmsvfeit ReykljiatvSiíuir siýnir Meyjaisk0mim|uina annao kvöld M. 8i/2. DriottniÉigln fóir firá FæMeyjtuim í gærkvðlidi álieiöfci tíl K^piiiiajninialifliEnar. Ghamberlaln og Daladler neita að h}álpa Dareelenastlérnlnní. ————-«—-—-—__ Werðiir Daladler steypt af fnUtrda^ delld franska pjóðplngslns f dag? Chamberlain og Daladier, mennirnir, sem í dag ráða stefn- unni á Englandi og Frakklandi. — Myndfe- var tekin þegar Chamberlain kom til Parísar 4, haust. Frá fréttaritara Alþýðublaðsins. KHÖFN í morgun. Th| AÐ er xvú víst, að hvorki enska né franska stjórnin vill *^\ breyta um afstöðu til borgarastyrjaldarinnar á Spáni af ótta við það, að ekki aðeins bein íhlutun í því skyni að hjálpa Barcelonastjórninni, heldur meira að segja afnám vopnasölubannsins til Spánar, myndi leiða til Evrópu- styrjaldar. Það er kunnugt, að ítalía hefir undanfarna daga dreg- ið saman mikið lið í Libyu, ítölsku nýlendunni á norður- strönd Afríku, við landámæri Tunis, og ítölsk blöð hóta afdráttarlaust stríði, ef Frakkland geri nokkra tilraun til þess að styðja Barcelonastjórnina. Viðsjárnar milli Frakklands og ítalíu hafa farið stór- kostlega vaxandi við viðburði þessara síðustu daga. Franski flotinn, sem nú er að mestu leyti saman kominnn í Mið- jarðarhafi, hefir fengið skipun um að safnast saman við norðurströnd Afríku, í orði kveðnu til þess að æfa sig, en raunverulega til þess að svara liðsafnaði ítalíu við landa- mæri Tunis. Chamberlain neitar að kalla enska þiiigið saman á fimd. Kröfur verkalýðsflokkanna og frjálslyndu flokkanna á Englandi og Frakklandi um stuðning við Barcelonastjórn ina og að minsta kosti afnám vopnasölubannsins til Spánar eru stöðugt að verða háyærari. Attlee, leiðtogi enska Al- þýðuflokksins á þingi, skrifáði Chamberlain í gærmorgun bréf í nafni flokks síns, þar sem hann krafðist þess, að enska þingið yrði kallað saman tafar- Iaust til þess að ræða og taka ákvörðun um afstöðu Englands til síðustu viðburðanna á Spáni. Attlee segir í bréfinu, að þjóð- arheiður og þjóðarhagsmunir Breta séu í veði, ef haldið sé áfram að neita spænsku stjórn- inni um réttinn til þess að kaupa og flytja inn vopn sér til varnar gegn uppreisnarmönn- um og hinum erlenda hjálpar- her þeirra. Chamberlain svaraði þessu bréfi að afloknum ráðuneytis- fundi í London í gær og neit- aði að verða við kröfu Alþýðu- flokksins um að kalla þingið saman að svo stöddu. Hann færðí þá ástæðu fyrir því í svari sínu, að England væri bundið af hlutleysissamningn- um og myndi fylgja Hutleysia- stefnunni gagnvart borgarar styrjöldinni á Spáni eftir sem áður, enda myndi afnám vopna- sölubannsins til Spánar fyrir- sjáanlega hafa hinar alvarleg- ustu afleiðingar í för með sér og að öllum líkindum verða til þess, að styrjöldin á Spáni breiddist: út um alla Evrópu. Hvað serir íranska tlngH? í París var einnig haldúui ráðuneytisfundur í. gær til þesi að taká afstöðu til síðustu við« burðanna á Spáni og kröfunnar um stuðning við Barcelona- stjórnina. Það er fullyrt, að stjórnitt hafi ákveðið fyrir sitt leyti að halda fast við hina svoköliuðu hlutleysispólitík og leyfa enga yopnasojlu frekax en á!8ur til Spánar. En þar sem umræðiur standa yfir um utanrikismáliu í fulltrúadeild franska þingsins, er búizt við að utanríkismála- ráðherrann Bonnet, muni gera grein fyrir afstöðu stjórnarinn- ar í fulltrúadeildinni í dag, ög Daladier forsætisráðherra síð- an fara fram á traustsyfirlýs- ingu þingsins. Og það er taliS mjög vafasamt, hvernig sú atkvæðagreiðsla kunni að fara, (Frh. á 4. síðu-) MÞÝBOBiáBIB Neðanmðlsgreinin í dag. Jón Gunnarsson. Jón Gunnarsson skrifar neð- anmálsgreinina í Alþýðublaðið í dag um gufubaðstofur. GerjLr hann grein fyrir ýmis konar gufubaðstofum og skýrir frá reynslu sinni í þeim efnuitt,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.