Alþýðublaðið - 19.01.1939, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 19.01.1939, Blaðsíða 3
FIMTUDAGINN 19. JAN. 1939 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ALÞÝÐUBLAÐIÐ RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON. í fjarveru hans: JÓNAS GUÐMUNDSSON. AFGREIÐSLA: ALÞÝÐUHÚSINU (Inngangur frá Hverfisgötu). SÍMAR: 4900: Afgreiðsla, auglýsingar. 4901: Ritstjórn (innl. fréttir). 4902: Ritstjóri. 1190: Jónas Guðmunds. heima. 4903: V. S. Vilhjálms (heima). 4905: Alþýðuprentsmiðjan. 4906: Afgreiðsla. ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN i------------------—-----♦ Dagsbrúnar- kosningin. Kommúnistafor- SPRAKKARNIR ganga til stjórnarkosningarinnar í Dagsbrún, sem nú er byrjuð, í brjóstumkennanlegu sálará- standi. Vikapiltar íhaldsins í Dags- brún, sem þeir bygðu allar sig- urvonir sínar á í þessari stjórn- arkosningu, brugðust þeim á ó- þægilegustu stundu, báru fram sérstakan lista og voru meira að segja svo heimskir og ófyrir leitnir, að fletta ofan af hinu sameiginlega falsspili, sem þeir og kommúnistar hafa spilað innan félagsins undanfarna mánuði. Hvorki kommúnistafor- sprökkunum né íhaldsspraut- unum í Dagsbrún mun að vísu hafa dottið það í hug, að banda- iag þeirra og blekkingar gætu átt sér langan aldur. En komm- únistar hafa bersýnilega vænst þess, að íhaldið myndi að minsta kosti vera svo viturt að styðja þá fram yfir stjórnarkosning- una. En sú von hefir brugðist. Og nú eru bandamennirnir komnir í hár saman og bregða hvorir öðrum um að hafa aldrei ætlað sér neitt með bandalag- inu og öllum blekkingunum um „óháð“ og „ópólitískt“ verka- lýðsfélag, annað en það, að veiða meðlimi félagsins til fylg- is við sig og sölsa undir sig öll völd í félaginu undir fölsku flaggi. Og enginn maður með heilbrigðri dómgreind efast um, að þar sé báðum rétt lýst. Kommúnistaforsprakkarnir, sem hafa þannig mist stuðning íhaldsins, sjá nú sína sæng út breidda í Dagsbrún. Þeir vita að vísu, að íhaldslistinn muni aldrei verða þeim hættulegur keppinautur við þessa stjórnar- kosningu. En þeir óttast hitt, að hann muni draga nægilega mikið af hinu sameiginlega fylgi þeirra og íhaldsins frá þejm til þess, að verkamanna- listinn, sem studdur er af Al- þýðuflokknum, vinni kosning- una, og völdum þeirra sé þar með lokið í Dagsbrún. Og þeir hafa vissulega fulla ástæðu til þess að óttast það. Það er þýðingarlaust fyrir kommúnistaforsprakkana eftir þetta, að ausa úr skálum reiði sinnar yfir íhaldið í Dagsbrún, sem nú hefir brugðist þeim. Verkamennirnir í félaginu vita ofur vel, að kommúnistar hafa eftir bandalagið við það und- anfarna mánuði ekki svo hrein- an skjöld, að þeim farist að setja sig á háan hest. Það er um seinan fyrir Einar Olgeirsson að uppgötva nú, að „íhaldið hafi nú á síðasta árinu sýnt sig harðvítugra og svikulla í garð verkalýðsins en nokkru sinni fyrr“, eins og hann kemst að orði í Þjóðviljanum í gær. Það Þegar Þorsteinn Pétursson sveik verkamanninn í hencU urnar á atvinnurekandanum ■» — Ljótt dœmi um „samningalipurð*1 kommúnista við þá sem verkalýðurinn á i hoggi við. Eftir Guðjón B. Baldvinsson. -----—«—-------- ÞEIR hafa vit á verkalýðsmálum,“ þannig hljóða með- mæli blaðs kommúnista með frambjóðendum þeirra við stjórnarkosninguna í Dagsbrún. Engum er þó hælt meir en Þorsteini Péturssyni fyrir samningalipurð við atvinnurekendur. Já, ef til vill skortir hann ekki „lipurðina“, en hversu hagkvæm „lipurð“ Þorst. Péturssonar er fyrir hag verka- rnanna í Reykjavík, það vil ég draga í efa, en skal hinsvegar hér á eftir skýra frá tveimur dæmum af samstarfi okkar í stjórn Dagsbrúnar á s.l. ári — og geta verkamenn svo sjálf- ir dæmt um. 1 Fyrra dæmið. í aprílmánuði síðastliðnum stóð stjórn Dagsbrúnar í samn- ingum við „Vinnuveitendafélag íslands.“ Áður en samningarnir voru undirskrifaðir hafði stjórn inni borist kvörtun um, að h.f. Kveldúlfur hefði í hyggju að greiða ekki framvegis taxta- kaup við vinnu í ketilhreins- er alt of kunnugt, að Einar Ol- geirsson og kommúnistafor- sprakkarnir hafa einmitt á þessu síðasta ári bygt alla sína pólitík á bandalagi vð íhaldið, ekki aðeins í bæjarstjórnum úti um land, heldur og í verkalýðs- samtökunum sjálfum, til þess að nokkur maður með heil- brigðri skynsemi taki slíka hræsni alvarlega. Verkamennirnir í Dagsbrún munu lofa kommúnistum og í- haldsmönnum að gera upp sín- ar gruggugu sakir og svívirða hvorir aðra fyrir sér. En þeir munu þakka fyrir að fela slík- um mönnum framtíð félags síns á ný. un, en um þetta atriði er ekk- ert í samningum við atvinnu- rekendur. Var rætt um það inn- an stjórnarinnar að tala um þetta atriði við Kjartan Thors, sem jafnframt er formaður Vinnuveitendafélagsins, til þess að ekki risi ágreiningur út af því, eftir að samningar væru undirritaðir. Héðinn Valdimars- son, sem lítið vann að hags- munamálum Dagsbrúnarmanna á s.l. ári, vissi ekki um þetta samtal, en það fór fram milli mín, Þorsteins Péturssonar, og Sigurðar Guðmundssonar, sem þá var ráðsmaður félags- ins- Þegar við mættum hjá stjórn Vinnuveitendafélagsins til að undirrita samningana var H.V. viðstaddur og kallaði ég hann afsíðis til þess að skýra honum frá þessu máli. Ér við komum inn aftur, hafði Þorsteinn Pét- ursson þegar vakið máls á því, og skýrt frá því, að kvörtun hefði borist, og spurði Kjartan Thors þá undir eins hyer hefði kært. Kvaðst Þorsteinn ekki Guðjón B. Baldvinsson. muna það. Var síðan nokkuð rætt um málið og sagði Kjartan Thors nokkru síðar og snéri sér til Þorsteins: „Var það Helgi, sem kærði?“ Það var auðheyrt að Kjartan Thors vildi endilega fá að vita nafn þess verkamanns, sem hafði haft dug í sér til að kæra til Dagsbrúnar. Þorsteinn svaraði um hæl: „Já, það held ég, ég held að hann heiti Helgi.“ Þannig ofurseldi Þorsteinn Pétursson, trúnaðarmaður verkamanna!! einn af félögum sínum, sem hafði viljað gæta hagsmuna Dagsbrúnar gagn- vart atvinnurekendum. Þetta taldi ég níðingsverk og ekkert annað, og þekkja verkamenn það bezt sjálfir, hvað slíkt þýð- ir. Þetta heitir á máli kommún- ista, að hafa „mikla lipurð í samningum við atvinnurekend- ur!“ Síðara dæmið. Hjá Sláturfélagi Suðurlands er vinnu þannig hagað við slátrun að haustinu, að flán- ingsmenn fá vissa greiðslu fyrir hverja kind og vinna þannig á- kvæðisvinnu sem einstaklingar. Hins vegar fær annað starfsfólk í slátursal vissa upphæð fyrir hverja kind í einu lagi og vinna þannig félagsákvæðisvinnu. í haust þótti stjórn Dags- brúnar rétt að leita samninga um vinnu þessa, og var okkur Þorsteini falið að fara með samningaumleitanir fyrir hönd stjórnarinnar og var samnings- grundvöllur lagður. Virtist okkur að rétt væri að tryggja nokkuð hag þeirra, sem vinna í félagsákvæðisvinnunni, þar sem vinnuhraðinn er skap- aður af fláningsmönnunum. Við komum okkur því saman um kröfur, sem við skyldum bera fram, og enn fremur í hverju við skyldum slaka til, ef nauð- syn krefði. Aðalágreiningsat- riðið var um hlutfallið milli fláningsmannanna og þeirra, sem vinna í félagsákvæðisvinn- unni. Við Þorsteinn höfðum leitað upplýsinga hjá Alþýðusambandi íslands um þetta atriði og, komið okkur saman um kröfurnar í samráði við fram- kvæmdastjóra þess, Öskar Sæ mundsson. Reyndist svo að þetta varð eina atriðið, sem verulegur á- greiningur var um, og þæfðum við um það alllengi. En Þor- steinn mun hafa orðið þreyttur, því að skyndilega gekk hann inn á röksemdir atvinnurek- ; andans, braut samkomulag' okkar og bauð raunverulega lægra en við höfðum komið okkur saman um. Þar með voru vopnin slegin úr mínum hönd- um, félagi minn hafði svikið, verkafólkið upp á sitt éindæmi, En framhald þessa máls er það, aö vegna pólitískra klofnings- anna voru engir samningar undirritaðir við Sláturfélagið um þetta atriði, og starf okkar með því að engu orðið. Þetta heitir líka „samninga- lipurð við atvinnurekendur“ á máli kommúnista. Svarið slíkri „samningalip- urð“ við atvinnurekendur með því að kveða niður kommún- istaóstjórnina í Dagsbrún og kjósið B-listann á báðum seðl- um, Guðjón B. Baldvinsson. Afliakorftur eru nú óvenju góðar á Hellis- saradi, — mieiri fiskar á gmníninn 1 þiessium. mánuði iein elztu mienn. muna að verió há/r áður on siama leyti árs- 14—15 bátár verða gerðir út héðan á þesisiari vierti'ð. Stærð þeirra er frá þnem- ur fjórðiu smálesta upp í rúnilega. 5 smálestir. Gæftir voru alla sið- aat liðna vUtu, netua á mámudag, Róið hafa 12 vélbátar, fliúk' margra árábáta, og afliað viel. Afli á vélbáta hefir verið 500—2000' kg. á bá|t í xóÖ'ítí. FO. *jp. í j aM>sni «S5S||f 111111 1 11111 5 , — Seluv alhkonar rafmagnsixki, vjelar og raflagriingaefni. - - . Annast raflagnir og viðgerðír á -lögnum og rafmagnstaekjum.. Ðuglégir rafvirkiar. Fljót afgreiösla RAPTAKJAVERýUJH - RAFVIRKJQNVIOGEROAITOPA SýDlng á listsaumuðum veggteppum Þórdisar Egilsdóttur frá ísafirði opin í dag og næstu daga kl. 10 f. h, —10 e. h. í Fatabúðinni, Skólavörðustíg. Teppin sýna íslenzkan sveitabæ og baðstofu. Aðgangur 1 kr. fyrir fullorðna og 0»50 fyrir börn. Gufnbaðstofa á h vert heimill —■ »■—--- Eftir Jén Gunnarsson. IGREIN þeirri, er hér fer á eftir, nota ég áfram heitið „gufubaðstofa11 til að tákna baðklefa 40—70 stiga heitan, ' hvort sem notuð er sýnileg eða ósýnileg gufa til þess að hita klefann, og kalla baðið gufubað, í stað þess að nefna það „finskt bað“ eins og Gunnl. Einarsson Iæknir, rúss- neskt bað, eins og Danir, tyrk- neskt bað, eins. og enskumæl- andi þjóðir, svitabað, hitabað, o. s. frv., sem allt kemur heilsu vorri að svipuðum notum, þrátt fyrir hin mörgu heiti. „Kært Barn har mange Navne“, segja frændur vorir, Danir! Raki getur verið mjög mis- munandi í slíkri baðstofu, og fer eftir því hvers konar hit- unartæki eru notuð, en hann þarf að vera hægt að tempra eftir vild — og nauðsynlegt er að hann verði ekki. of mikill. Sé ventill á einum útvegg bað- stofunnar, og hafður opinn meðan verið er í baðinu, þarf eigi að óttast að raki verði um of. Áður en ég held lengra, bið ég lesendur mína, þá, sem kunna að nota gufuböð í fram- tíðinni, að minnast þess jafnan, að það er áríðandi að vera aldr- ei of lengi í gufubaði (í 50—60 stiga heitu baði eigi lengur en 10—15 mín. í senn) og að hjart- veikt fólk ætti ekki að nota gufuböð nema í samráði við lækni sinn. Sé þessa eigi gætt, getur baðið valdið mönnum al- varlegu heilsutjóni, í stað þess að ef rétt er að farið, er það ein hver bezta heilsulind, sem menn þekkja. Má hér um segja, að hóf er bezt í hverjum hlut. Hefi ég áður vikið að því hér í blaðinu, hvernig heppilegt er að haga baðinu, og vísa til þess. Þar við má þó bæta, að gott er að nudda skrokkinn með grófum bursta, (t. d- fisk- bursta) meðan dvalið er í köldu steypibaði, áður en maður fer aftur inn í gufubaðklefann. Hversvegna er gufubaðstofa nauðsynleg? Til viðbótar því er ég hefi áður skrifað um nauðsyn gufu- baða til verndar heilsunni, vil ég minna á að frægur læknir hefir sagt, og ég hygg að flestir læknar séu honum sammála, — að ef menn vanrækja að halda húðinni hæfilega hreinni, hljóti starf það, sem henni af náttúrunni er ætlað að vinna til viðhalds heilsunni að lenda sem viðbótarstarf á lungum manns og nýrum. En þessi líf- færi hafa ærið að starfa fyrir, og aukastörf þessi veikja þau því smámsaman og færa úr lagi. Maður, sem vanrækir að halda húðinni hreinni, verður kvefi og hósta að bráð, umfram aðra, og heilsuveilli en ella, er úrgangs eiturefni safnast fyrir í líkamanum, þau er líkam- inn ella losnar við ef menn halda húðinni hreinni. Eiturefni þessi (sem eru kol- sýra o. fl.) valda m. a. gigt o. fl. sjúkdómum, einkum er fólk fer að eldast, svo það er ekk- ert undarlegt, þótt margir ís- lendingar þjáist af gigt, þar eð böð eru alltof lítið notuð hjá okkur. En nauðsyn baða byggist m. a. á því, að blóðið innir eigi aðeins það starf af hendi að flytja næringarefni út um allan líkamann, en flytur einnig burtu óhreinindi sem líkaminn þarf að losna við, og er húðin einn helzti farvegurinn. í svita- holunum er blóðinu ætlað að komast í samband við loftið, og losna þann veg við óhreinindi og eiturefni, einkum kolsýru, en jafnframt að taka í sig súr- efni. Húðin verður því að vera hrein, ef hún á að geta unnið þetta starf til hlítar, « Til þessa eru böðin nauðsyn- leg. En venjuleg böð, sápu- þvottur í volgu vatni, hreinsar aðeins ytra borð húðarinnar, og þó eigi til hlítar nema maður nuddi sig rækilega- Slík böð eru aðeins betra en ekkert, en jafnast eigi á við gufuböðin, sem opna margfalt betur svita- holurnar svo svitakirtlarnir geta helt úr sér, og hreinsa húðina alla og einnig blóðið — og flytja óhreinindin burtu úr líkamanum með svitanum og út gufun ósýnilegra lofttegunda (kolsýru o. fl.), er myndast jafn an í líkamanum við eðlilegt starf hans, Gufubaðið er því á- samt tilheyrandi kælingarbaði einhver hin bezta heilsulind og vörn gegn sjúkdómum og þreytu — og hverjum manni ein hin mesta nauðsyn til að geta lifað heilbrigðu lífi. Það er því æskilegt að notkun slíkra baða verði almenn. En til þess að það geti orðið, þurfa gufubaðstofur helzt að vera til á hverju heimili og a. m. k. á öllum stærri fiskiskipum vor- um. Ég held því fram að bezt og ódýrast sé fyrir okkur íslend- inga,1, að koma upp gufubað- stofum á heimilum okkar með þeim hætti, að breyta þvotta- klefa heimilisins þann veg, að hann megi einnig nota1 fyrir gufubaðstofu, ef venjulegur bað klefi er eigi til á heimilinu, því honum er vitanlega mjög auð- velt að breyta í gufubaðstofu. Ýms óþægindi og kostnaður fylgir því jafnan að þurfa að sækja bað utan heimilis — og því hætt við að almenningsbað- stofur, þótt reistar væri í hverri sveit, verði aldrei sóttar sem skyldi nema af einstökum á- hugamönnum, Ódýr gufubaðstofa hituð með kolum. Flest heimili geta eignast gufubaðstofu, kostnaðar vegna- Það veit ég af eigin reynslu, því fyrir nokkrum árum breytti ég þvottaklefanum á heimili mínu í gufubaðstofu með þeim einfalda hætti, að þilja klefann (stærð 3,40x2.90 mtr. og hæð undir loft 1.90 mtr.) í tvent, en hefi hurð á milli til þess að klefann megi áfram nota til tauþvotta. Til þess að hita baðklefann nota ég þvottapottinn sem fyrir var, og tengi við hann reykofn (90X90X14 cm.). Verður hiti með þessum hætti 45—55 stig C. í baðklefanum, mismunandi eftir því hve mikill súgur er í reykháfnum, og fer einnig eftir því, hve oft maður skvettir (Frh. á 4. síðuj

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.