Alþýðublaðið - 24.01.1939, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 24.01.1939, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAG 24. JAN. 1939 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ALÞÝÐUBLAÐIÐ RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON. í fjarveru hans: JÓNAS GUÐMUNDSSON. AFGREIÐSL A: ALÞÝÐUHÚSINU (Inngangur frá Hverfisgötu). SÍMAR: 4900: Afgreiðsla, auglýsingar. 4901: Ritstjórn (innl. fréttir). 4902: Ritstjóri. 1196: Jónas Guðmunds. heima. 4903: V. S. Vilhjálms (heima). 4905: Alþýðuprentsmiðjan. 4906: Afgreiðsla. ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN ► -----------7------- — Landssamband út- gerðarmanna og M' ÞAÐ má telja næsta merki- legt tímanna tákn um þá straumbreytingu, sem orðin er í íslenzkum stjórnmálum, að Þjóðviljinn skuli vera eina „vinstra“ blaðið í landinu, sem fagnar stofnun hins nýja „Landssambands útvegs- manna“.. Að vísu télur bláðið að það sé þar að fagna samtökum „smáútvegsmanna", en svo hönduglega hefir til tekist fyrir smáútvegsmönhum, að einn af stóratvinnurekéndum landsins, Kjartan Thors, hefir verið kos- 1 jnn form. sambandsins, og með honum í stjórn togaraútgerðar- menn og „smákóngar“, eins og blaðið kallar það, og svo ger- samlega er það stórútgerðin, sem sambandinu ræður, að ekki einn einasti „smáútgerðarmað- ur“ er í stjórninni. Hvergi hefir enn verið frá því sagt, hver sé tilgangurinn tneð stofnun þessa sambands, — og frá því skýrir Þjóðviljinn ékki heldur. Morgunblaðið seg- ir að'vísu, að það verði „hlut- . verk þessa félags í framtíðinni að halda uppi heiðri útvegsins og gæta hagsmuna hans í hví- vetna“. Og að fyrsta verkefni þess muni verða það, að taka upp „baráttuna við ríkisvaldið fyrir kjarabótum útveginum til handa“. Það, sem því liggur fyr- ir um samband þetta og tilgang þess er ekki það, að það eigi að verða eins konar S-Í.S. fyrir út- veginn, þ. e. samtök útvegs- manna alment um bætta verzl- unarháttu og skipulag á þeim sviðum, þar sem útgerðin þarfnast mestra endurbóta, heldur hitt, að það eigi að vera eins konar baráttusamtök gegn • ríkisvaldinu. Og það er sem slíku að Þjóðviljinn fagnar stofnun þess. Útgerðarmenn hafa verið mjög tómlátir um hagsmuna- mál sín, því verður ekki neitað. Fiskifélagið hefir aldrei. eflst neitt í líkingu við það, sem Búnaðarfélagið hefir gert, og þó virðist það sá rétti vettvang- ur að starfa á, sérstaklega fyrir smáútgerðar mennina. Stórútgerðarmenn hafa líka haft sinn félagsskap, sem er Botnvörpuskipaeigendafélagið, en það hefir sára lítið látið önn- ur mál til sín taka en kaup- gjaldsmálin á togurunum. Auk þessara tveggja félaga hefir Sölusambandið verið stofnað sem sölufélag á salt- fiskframleiðslu útgerðarinnar í fandinu, og ekki fékk það betri uudirtektir í byrjun en það, að knýja varð fjölda útgerðar- manna með löggjöf til þess að gerast þátttakendur í því. fiað má mikið vera ef hið nýja „Landssambnd útvegs- manna“ verður slíkt baráttu- tæki á sviði hagsmunamála út- gerðarinnar, sem Þjóðviljinn telur að það eigi að verða. Bollaleggingar Þjóðviljans í sambandi við stofnun Lands- sambandsins eru því næsta bros- legar- Stórútgerðin þarf gengis- lækkun, segir Þjóðviljinn, því hún kemur fyrst og fremst „skuldugustu stórútgerðarfyr- irtækjunum að gagni, en hjálp- ar smáútgerðarmönnum lítið, því aðfluttu vörurnar hækka auðvitað strax 1 verði, vextirnir hækka — og kaupgjaldið líka.“ „Fyrir smáútgerðarmenn er hins vegar aðalatriðið,“ segir blaðið, ,,að fá fram lækkun á útgerðarvörunum (veiðarfær- um, olíu, salti) og lækkun á vöxtunum. Til hins fyrra þurfa smáútgerðarmenn að hafa sterk samtök undir sinni eigin for- ustu, en ekki stórlaxanna í Reykjavík — samtök um inn- kaup og ráð yfir gjaldeyri til þeirra innkaupa. Til að bæta lánskjör þeirra þarf hins vegar að breyta til og hreinsa í núver- andi bankaskipulgi.“ Gleði Þjóðviljans yfir Lands- sambandinu verð'ur næsta tor- skilin ef líta skal á málið frá þessu sjónarmiði. Bæði þeir, sem gengislækkun er gagnleg og hinir, sem hún er skaðleg, fara í sama félagsskapinn. — Vegna hvers? Stórútgerðin kaupir sjálf inn útgerðarvörur sínar: salt, kol og veiðarfæri (hún notar lítið af olíu), svo ekki þurfa útgerðarmennirnir að vera með til þess að fá þá liði lækkaða, þeir fá þessar vör- ur með innkaupsverði. , ,Smáútgerðarmennirnir“ hafa falið stjórn sambandsins „stórútgerðarmönnum“, svo á- líta verður að þeir treysti því, að hagsmunaleiðir þeirra liggi saman í þeim málum, sem sam- bandið á að fást við. Landssambandið getur því á engan hátt skoðast sem hags- munasamtök smáútvegsmanna. En eins og Morgunblaðið hefir lýst því má búast við að hlut- verk þess verði nokkuð annað en að lækka verð á olíu, salti og Ráðstðfnn fræðslumála st|óraembættlsins. Eftir Aðalstein Sigmundsson kennara. TÍMINN“ 14. þ. m. segir þær fréttir, að nýr fræðslumálastjóri hafi verið skipaður yfir skóla lands- ins. Fer blaðið fögrum orðum og sönnum um persónulegar vinsældir og almenna mann- kosti hins nýja embættismanns, og bætir því við, að vegna þeirra muni skipun þessi alls- staðar „mælast vel fyrir-“ Hér mælir blaðið af furðu mikilli yfirborðsmennsku og í trausti lítillar athugunar les- enda. Það sér viljandi yfir þá staðreynd, að jafnvel beztu drengir — menntaðir, lærðir, víðsýnir, vinsælir — eru óhæf- ir til vandasmra starfa, sem þeir kunna ekki. Séra Jakob Kristinsson hefir enga þá sér- þekkingu, sem krefjast verður, að fræðslumálastjóri hafi, þó að hann hafi margt persónulegt ágæti umfram flesta menn, og væri því manna hæfastur til hvers þess starfs, sem hann hefir kunnáttu og heilsu til að vinna. En af því að hann upp- fyllir ekki þær kunnáttukröf- ur, sem gera verður og gerðar eru til fræðslumálastjóra lands vors, mælist skipun hans í það embætti ekki vel fyrir meðal skólamanna landsins —- þeirra manna, sem fyrst og fremst eiga að búa við störf hans, og eiga viðleitni sína til umbóta og framgang fórnafrekra áhuga- mála sinna oft og einaít komin undir því, að yfirmaður þeirra, fræðslumálastjórinn, taki mál- um þeirra af kunnáttu og kunn- ugleika. Þessum mönnum — kennarastétt landsins — hlýtur veiðarfærum, og það er sá til- gangur, sem kommúnistablaðið hefir fundið lyktina af og kann- ast við sem eitthvað skylda sjálfu sér. meðferð ríkisstjórnarinnar á fræðslumálastjóraembættinu að vera sár vonbrigði. A. m. k. ef þeir hafa treyst ríkisstjórn- inni til að sýna stéttinni og fræðslumálunum sannsýni, eirxs og við Framsóknarmenn í stétt- inni hlutum að gera að óreyndu. Er þó sízt skortur á, að per- sóna séra Jakobs Kristinsson- ar njóti viðurkenningar og vinsælda með kennarastéttinni. Rétt eftir að Ásgeir Ásgeirs- son var skipaður bankastjóri, hafði stjórn Sambands íslenzkra barnakennara fund og ræddi væntanlega skipun í embætti fræðslumálastjóra. Var þar samþykkt einhuga ósk um það, að maður sá, sem skipaður yrði 1 embættið, hefði sérþekkingu í uppeldis- og kennslufræði, kunnugleika og reynslu í barnafræðslu landsins og hefði kynnt sér nútímavinnubrögð erlendra skóla. Bréf með þessari ósk kennarastéttarmnar af- henti þriggja manna nefnd úr stjórninni kennslumálaráð- herra persónulega, og átti tal við hann um málið. Þessi vilji kennarastéttarinnar um sér- þekkingu yfirboðara síns er svo sjálfsagður og eðlilegur, að hrein furða er, að hann skuli vera hundsaður. Hefði engri annarri menntastétt verið slíkt boðið. Eða hugsið yður, lesend- ur, að lögfræðingur væri gerð- ur að biskup, eða sagnfræðing- ur landlæknir. Eða séra Jakob Kristinsson hefði verið skipað- ur búnaðarmálastjóri. Ætli þetta mundi „mælast vel fyr- ir“? — Veit ég ekki, hvers kennarastéttin á að gjalda, að henni er neitað um yfirmann með sérþekkingu á fræðum og starfi stéttarinnar. Vér íslendingar eigum fjóra háskólalærða uppeldisfræðinga, unga áhugamenn, sem njóta mikils álits- Veit ég ekki annað en þeir séu allir drengir góðir og maklegir trúnaðar. Einn þeirra er doktor í fræðigrein- inni, frá einum þekktasta há- skóla álfunnar. Hann hefir ekkert fast starf. Annar hefir lokið námi í hinni frægu Rousseaustofnun í Genf, og stýrt síðan stærsta skóla landsins í átta ár, með hinni mestu prýði, en auk þess nýt- ur hann allra manna mests trausts kennarastéttarinnar. — Enn má nefna fimmta mann, sem að vísu er ekki stúdent né háskólalærður, heldur ungur, vel menntaður barnakennari, en hefir verið fulltrúi fræðslu- málastjóra árum saman, settur í embættið langtíma, og er allra manna kunnugastur skóla- málum og skólarekstri lands- ins. — Ríkisstjórnin læzt eng- an þessara manna sjá, er velja skal nýjan fræðslumálastjóra, og auglýsir ekki einu sinni em- bættið laust! í stað þess velur hún í það roskinn mann, sem engin kynni hefir af barna- fræðslu. En meginstarf fræðslu málastjóra er yfirstjórn barna- fræðslunnar. Hinn nýi fræðslu- málastjóri hefir að vísu stýrt litlum æskulýðsskóla í 10 ár, og vafalaust gert það vel. En hann lét af því starfi á s.l. ári vegna heilsubrests. •— Finnst mönnum nú, í alvöru ekki til of mikils mælzt, að þessi ráða- breytni ríkisstjórnarinnar mæl- ist vel fyrir“ meðal kennara? Ég vil að lokum taka fram, að grein þessari er ekki ætlað að vera að neinu leyti ádeila á séra Jakob Kristinsson. Og ég tek mér nærri, ef honum fellur hún illa, því að mér er mjög hlýtt til hans persónulega. Hann hefir hér ekki gert annað enn að þiggja virðulegt og sæmilega launað embætti, sem honum var boðið. Og það hefir hann gert, án þess honum væri kunnur eða ljós vilji kennara- stéttarinnar um hæfni yfirboð- ara hennar, og afstaða hennar í málinu. Ég held, að ef hann hefði vitað þetta, hefði hann ekki tekið starfið. — Og af því að séra Jakob er slíkum mann- kostum búinn, sem hann er, munum vér kennarar leitast við að eiga við hann svo góða samvinnu, sem auðið verður, meðan hans nýtur við sem yfir- boðara vors. En yfir hinu sé ég ekki ástæðu til að þegja, að með veitingu fræðslumálastjóraem- bættisins hefir núverandí kennslumálaráðherra brugðíst vonum mildls þorra kennara- stéttarinnar. Hún hugði gott tií stjórnar ungs, þróttugs og for- ystuhæfs kunnáttumanns. Aðalsteinn Sigmundsson- „Tíminn“ hefir synjað mér um rúm fyrir framanritaða grein. A. S. Aðstaða Norðnanna í heimsðfriði. SKRÍFARI útgerðarsmaimn.afé- lajgsinis í Oslio, Aiune Rygh lögfræðinguff, hefir í blaíðiaviðtali Já'tið i Ijós þá stooðium sina, að ný heimsstyrjöld yrði ekki „ný gullnáma" fyrir noxsika skipaút- gerð, ems. og margra iskoðiun, værii'. ,því að þegar hehnsstyrjöld kæmi til sögunnar yrðiu Norð- menn að búast við mikilli ásókn af hendi þeirra þjóða, siem þátt tækjto í stíðinu, vegna þcss, að i heimsstyrjöldinni hefðto stríðs* þjóðirnar komist að ratan um, hversto mikil not, væri að kaup- skipaflota Nonegs. NRP.—FB. Tírnarit igtniaðarmanna, 6. hefti, 11. árgangs, er nýkoan- ð út. Efni: Baráttain um bygg- inganefnið, Saga Iðnaðarmianiia- féTags ísfirðinga, eftir Arnjgrím Fr. Bjarnasion, Bárð G. Tómas- son og Bjönn H. Jómslsioai. Loks er minninjgargrein uim Bjarn® Þorsteinsison framkvæmdastjóra, Útbreiðið Alþýðublaðið! Siðari grein Jóns Ciunnarssonar. fiatubaðstof a á bvertheimlli MIG minnir að það væri einkum tvennt, sem hinn heimsfrægi rithöfundur og í- þróttamaður Jack London sakn- aði mest af menningartækjum stórborgarinnar, er hann flutti í sveitina, út í Mánadalinn un- aðslega, en það var leikhúsið og gufubaðið. Hann virðist eigi hafa vitað, að á sama tíma, sem hann gat veitt sér flest lífsins þægindi heims í Mána- dal, nema gufubaðið og leik- húsið, nutu fátækir finskir og rússneskir sveitamenn unaðs- semda gufubaðsins, án þess að kosta miklu til, og með einföld- um tækjum — og höfðu notið mann fram af manni um alda- raðir. Jack London eyddi þús- undum króna í skrautlega bað- klefa, bæði á heimilum sínum og lystisnekkju, en naut þar þá eigi baðsins, er honum þótti bezt. Og þann veg fer fleirum. Menri byggja dýra og skraut- lega baðklefa. á heimilum sín- um og nota böð sem í rauninni er lítið betri en kisuþvottur, ef miðað er við gufubaðið, þetta á- gæta bað, sem um margar aldir var heilsu og lífgjafi frum- stæðra þjóða, og hin bezta vörn gegn mörgum sjúkdómum. Ég veit, að þess verður langt að bíða, að fólk fari almennt að nota gufuböð, en vegna þeirra, sem nenna að fórna ein- hverju til viðhalds heilbrigði og hreysti, og vilja nota sem minst af mixtúrum lyfjabúð- anna, þykir mér ómaksins vert að benda á hvernig breyta má algengum kerlaugarbaðklefa í gufubaðklefa, og með þeim hætti forða heimilisfólkinu frá hinum þrálátu kvefpestum, sem þjá svo marga í þessum bæ, og gigtinni, sem gerir mörgu eldra fólki lífið lítt bæri- legt- Fullyrða má að hinar sí- feldu kvefpestir, sem ganga hér í bænum, hyrfu brátt úr sögu, ef almenningur færi í gufubað þó eigi væri nema einu sinni í viku — en pestir þessar kosta bæjarbúa tugi þúsunda króna ár hvert, bæði beint og óbeint. — Þá herjar gigtin engu vægilegar. Enski heil- brigðismálaráðherrann mat tjónið af völdum gigtar þar í landi fyrir nokkurm árum 100 milljónir króna ár hvert, og hlutfallslega mun tjónið sízt minna hér á landi, En gegn báðum þessum kvillum er gufu- baðið hin bezta vörn, og örugg vernd ef fólk notar baðið að staðaldri frá unga aldri. Barátt- an fyrir aukinni notkun gufu- baða er því einnig stórfelt hags- munamál fyrir þjóðfélagið í heild, auk þess að vera menn- ingarmál. Kerlaugarbaðklefi — gufu« baðstofa. í grein minni „Gufubað- stofa við Skerjafjörð“, er birt- ist í Alþbl. 20. júlí f. á., hélt ég því fram, að nota mætti raf- magn til þess að hita gufubað- stofur, bæði almenningsbað- stofur og baðstofur á heimilum manna- En ýmsir, sem ég hefi átt tal við um þetta, töldu það vafamál og héldu því fram, að slysahætta gæti af því stafað að nota rafmagn til þessa. En slíkt er fjarstæða, því auðvelt er að ganga þannig frá leiðsl- um (í járnrörum) og ofnum, að engin hætta þurfi að stafa af rafmagninu. Þessu til sönnunar vil ég nefna, að hið mikla sænska raftækjaverksmiðjufé- lag „Asea“ hefir á boðstólum ofna í gufubaðstofur, ásamt sérstöku tæki til þess að fram- leiða gufu (slík tæki væri einn- ig hægt að smíða hér á landi) og vona ég að þessi stað- reynd sé mönnum næg sönnun þess, að hættulaust er að nota rafmagnstæki til að hita gufu- baðstofur. Rafvirkjameistari hér í bænum hefir og alveg ný- lega smíðað rafmagnsofn af sér- stakri gerð, fyrir mína milli- göngu, ti.1 notkunar í baðklefa, og gerir ofninn Iivorttveggja að hita klefann og framleiða gufu. Varð kostnaður við þetta um 150 krónur. En kostnaðar vegna er það æskilegt að þurfa eigi að nota rafmagnsofn stærri en 2 kíló- wött. Raflögn og ofn verður margfalt dýrari ef meiri orka er notuð, og þess vegna vil' ég ráðleggja mönnum að nota 2 kw. ofna. Sé baðklefinn stór, er þetta vitanlega ekki nógu stór ofn til að hita hann allan, en úr því má bæta með því að smíða hæfilega stóran klefa (eða stóran skáp) utan um raf- magnsofninn, og nota sem gufubaðklefa. Tjald úr þéttum dúk mætti og nota til þessa- ít- arlegar leiðbeiningar er ekki hægt að gefa um þetta í stuttri blaðagrein. Baðklefar á heimil- um manna eru misjafnlega stórir að flat&rmáli, hæð undir loft mismunandi og hiti afar- misjafn — en þessara atriða o. fl. verður að taka tillit til, ef gera skal klefann að gufubað- stofu, með því að nota raf- magnsofn. Þar sem lágt er til lofts, gæti pallurinn til að liggja á í gufubaðinu verið yfir baðkerinu, og mætti krækja hann upp að veggnum þegar kerlaugin er notuð. Það er áríðandi að kunnáttu- maður (þ. e. löggiltur rafvirki) gangi frá öllum raflögnum í gufubaðstofu, og í bæjum fást aðrir auðvitað ekki við slík störf. En uppi um sveitir kynnu menn ef til vill að reyna að ganga frá þessu sjálfir, þeir sem eiga rafmagnsstöðvar og kunna að gera við algengar bil- anir á rafleiðslum. Þetta ættu menn samt eigi að færast í fang aðrir en kunnáttumenn. Ef baðklefinn er í nánd við reykháf hússins, er auðvelt að breyta honum í gufubaðstofu með því að nota finskan bað- ofn, sem mun kosta ca. 300 kr., og hygg ég að „Kastor“-ofnarn- ir (eins og sá, sem er í baðstofu Golfklúbbsins hér) séu beztir til þessa — og auk þess kola- sparir. En ódýrara er að koma fyrir rafmagnshitun, hvað stofnkostnaðinn snertir. Hvort heppilegra er að nota, fer vitan- lega eftir rafmagnsverðinu á hverjum stað. Almenningsbaðstofur. Þrátt fyrir það að ég tel það æskilegustu lausnina á þessu máli, að gufubaðstofum sé komið upp á sem flestum heim ilum og skipum þar sem menn (Frh, á 4. síðu.)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.