Alþýðublaðið - 25.01.1939, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 25.01.1939, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAG 25. JAN. 1939 ALÞÝÐUBLAÖIÐ .«----—■—■———-----------♦ ALÞÝÐUBLAÐIÐ RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON. í fjarveru hans: JÓNAS GUÐMUNDSSON. ÁFGREIÐSLA: ALÞÝÐUHÚS IN U (Inngangur frá Hverfisgötu). SÍMAR: 4900: Afgreiðsla, auglýsingar. 4901: Ritstjórn (innl. fréttir). 4902: Ritstjóri. 1196: Jónas Guðmunds. heima. 4903: V. S. Vilhjálms (heima). 490B: Alþýðuprentsmiðjan. 4906: Afgreiðsla. ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN i -------------:-----—♦ Qræsnarar. ÞAÐ ER UNDARLEGT, hve lítillar gleði gætir í blöð- um „sigurvegaranna“ í Dags- brúnarkosningunni, kommún- istanna og íhaldsins. Það er eins og þeir finni, að sá sigur er illa fenginn. Og það er kannske að vonum, að eitthvert smávægi- legt samvizkubit geri vart við sig hjá þeim er þeir sjá, að sam- starf þeirra gegn Alþýðu- flokknum getur ekki leitt til neins axmars en upplausnar á þjóðfélaginu og glötunar á öll- um þeim menningarlegu verð- mætum, sem þjóðin hefir verið að reyna að skapa sér um síð- ustu áratugi eða lengur. Þjóðviljinn segir: „En svo sýna Dagsbrúnarkosningarnar enn fremur hið ískyggilega fylgi íhaldsins" og bollaleggur í því sambandi um nauðsyn „vinstri samvinnu“ til þess að hindra fasismann. En hverjum er að kenna, að sú samvinna ekki tókst þegar til hennar var stofnað? Engum öðrum en kommúnistum, sem þá, eins og ávalt fyr og síðar, eiga aðeins eitt takmark að vinna að, — það að svíkja al- þýðu. manna til fylgis við er- lent einræðisvald. Morgunblaðinu farast þannig orð: „Það er alt annað en gleði- efni að sá flokkur skuli þar nú véra fjölmennastur, sem að nokkru eða öllu leyti stendur fjarst allra flokka í landinu að vinna að alþjóðarheill.“ Er nú hægt að hugsa sér öllu ■meiri hræsni en hér kemur fram? Hverjir eru það aðrir en íhaldið og þá fyrst og fremst Morgunblaðið sjálft, sem stutt héfir baráttu kommúnista gegn Alþýðuf lokknum ? Hverja rógs- og níðgreinina eftir aðra hefir það flutt um Álþýðuflokkinn og forustu- menn hans, en fyrirskipað Sjálfstæðismönnum í Dagsbrún að greiða kommúnistum at- kvæði, því sjálfsagt væri að styðja þá gegn Alþýðuflokkn- um, Á fundum Dagsbrúnar fá að tala óáreittir kommúnistar og íhaldsmenn, en þar eru þessir flokkar samtaka í því að gera óp að Alþýðuflokksmönnum, ef þeir reyna að tala á fundunum. Alþýðuflokkurinn ann kom- múnístum og íhaldi vel þess „sigurs“, sem þéir nú hafa unn- ið í Dagsbrún. Hann er fenginn áf kommúnistanna hálfu með því að reka úr Dagsbrún yfir 150 Alþýðuflokksmenn og í þeim hóp flesta þá menn, sem mest og bezt höfðu starfað þar undanfarin ár og sem verka- menn í Dagsbrún þektu og treystu vel til að taka við for- ustu félagsins. Hann er fenginn með því að beita öllu því of- beldi, rógi og fölsunum á kjör- skrá, sem hægt var að hafa í t'rammi af stjórn og kjörstjórn félagsins. Og af hálfu íhaldsins er sigurinn fenginn með því að láta atvinnurekendur lofa að taka þá eina menn í vinnu, sem tilheyra félaginu Óðni eða á annan veg yfirlýsa sig sem fylgjendur íhaldsflokksins. Engum þessara meðala hefir Alþýðuflokkurinn beitt og beit- ir aldrei. Hann veit og skilur, að sú verkamannastétt, sem ekki skilur þá grundvallarhugs- un verkalýðshreyfingarinnar, að saman verður að fara bar- áttan fyrir bættum kjörum og auknum pólitískum styrk, hún getur aldrei sigrað í baráttu sinni, en er ofurseld öfgum og æfintýrum, sem á sínum tíma svifta hana öllu frelsi og öllum réttindum, * Kosningin í Dagsbrún sýnir Alþýðuflokknum að verkalýð- ur Reykjavíkur er langt frá því að standa á svipuðu menning- arstigi og verkalýður annara Norðurlanda. Hún sýnir, að verkamennirnir í Dagsbrún virða einskis það, sem unnizt hefir í þrotlausri baráttu síð- ustu 20 árin. Þeir virða einskis baráttu Alþýðuflokksins fyrir hækkuðu kaupgjaldi og stytt- um vinnutíma, baráttu hans fyrir tryggingum alþýðunni til handa og afnámi þeirra svívirð- ingalaga, sem áður var beitt gegn fátæklingum þjóðarinnar og sem Morgunbl- heimtar að nú verði aftur tekin upp. Hann virðir einskis baráttu hans fyr- ir bættum húsakynnum al- mennings, aukinni atvinnu- bótavinnu, bættri bama- og unglingafræðslu og tihaunum til nýs iðnaðar og nýbreytni í atvinnurekstri og framleiðslu. Þeim flokki, sem fyrir þessu hefir barizt og margt af því fengið fram, vilja þeir ekki fylgja, en skiftast milli hinna, sem staðið hafa gegn öllum þessum hagsmuna- og menn- ingarmálum. Þó leitað sé með logandi ljósi í þeim 25 árgöngum Morgun- blaðsins, sem út eru komnir, er ekki hægt að finna þar að það hafi í eitt einasta skifti lagt verkamönnunum lið í deilum þeirra. Kommúnistarnir hafa verið þægir þjónar íhaldsins. Hinar ofsafengnu og heimsku- legu kröfur þeirra í tíma og ó- tíma hafa skaðað verkamenn- ina meira en margan grunar- Þessir flokkar hafa báðir stefnt að því sama í meira en heilt ár, það er að því, að lama áhrif Alþýðuflokksins í verka- lýðshreyf ingunni. Það hefir tekizt í Dagsbrún. — En þeir gleyma því, að þó verkamenn- irnir í Dagsbrún hafi við þessa kosningu látið blekkjast, er ekki að vita að alls staðar verði það svo. íhaidið og kommúnistarnir hafa hingað til verið sammála og stutt hverjir aðra gegn Al- þýðuflokknum í viðureigninni innan Dagsbrúnar og nú þegar henni er lokið í bili, eru þeir einnig sammála um að hræsna vegna niðurstöðunnar, sem fengin er og báðir eru hræddir við. _ RAFIAKJAVtHIlOH - RÁf-VIRKJUN - VH>GFROAVTOFA Seluv allskönar rafmagnstxki, v/e/ar og raflagnintfaefni. • • • Annast raflat’nir og viðgerfiir á lögnum og rafmagnstxkjum, Duglegiv rafvirkjar. Fljót afgreiðsla Pétur Jakobsson. Kárastíg 12, annast framtal til Skattstof- unnsr. Höfnín í Rio de Janeiro, höfuðborg Brasiliu. Barátta Roosevelts og fasista* ríkfanna um Suður-Amerfiku. PANAMERÍSKA ráðstefn- an, sú áttunda í röðínni, sem kom saman í Lima í Perú í mánuðinum, sem leið, skipuð fulltrúum frá öllum lýðveldun- um í Ameríku, vakti að þessu sinni meiri athygli en nokkru sinni áður úti um heim. Á ráðstefnunni var í einu hljóði samþykt yfirlýsing þess efnis, að öllum ríkjum Amer- íku væri að mæta, ef á eitthvert þeirra væri ráðist, hvort heldur frá Evrópu eða Asíu. Fulltrúi Bandaríkjanna í Norður-Amer- íku, Cordell Hull utanríkis- málaráðherra, vlldi bæta því við þessa samþykt, að öll ríki í Ameríku skyldu framvegis vinna saman að því að útrýma öllum erlendum imdirróðri gegn sjálfstæði þeirra eða þjóð- skipulagi, en sú uppástunga fékst ekki samþykt. Sá ágreiningur, sem í þessu atriði gerði vart við sig, er einn votturinn um þá alvarlegu bar- áttu, sem nú er háð um fjár- hagsleg og pólitísk yfirráð í Suður-Ameríku. Frumstætt land. Suður-Ameríka er auðugt meginland, en ennþá lítt rækt- að. Þess vegna er barist hat- ramlega á bak við tjöldin um yfirráðin yfir auðlindum þess. Nú þegar koma þaðan ógryhni af matvælum og hráefnum, og markaðurinn fyrir erlendar iðnaðarvörur og erlent fjár- magn er stöðugt að fara vax- andi þar syðra. í mörgu tilliti eru löndin í Suður-Ameríku, og raunar einnig í Mið-Ameríku, á eins konar nýlendustigi. Það er erlent fjármagn, sem ræður yf- ir náttúruauðæfunum: námun- um, ekrunum, olíulindunum og nautgripahjörðunum. Og þjóð- félagsástandið og stjórnarfarið ber þess víðast hvar augljós merki. í ílestum Suður-Amer- íkulýðveldunum fer fámenn yf- irstétt, sem hefir haft lag á því að auðga sig í skjóli hins er- lenda fjármagns, með völdin. Irtnan þessarar yfirstéttar berj- ast ennþá fámennari klíkur sín í milli. En alþýðan þrælar baki brotnu og tekur að jafnaði lít- inn eða engan þátt í þessari klíkubaráttu- Þó bregður öðru hvoru fyrir á stöku stað upp- rejsnarhug meðal alþýðunnar, sem aldrei hefir dáið út til fulls síðan Suður-Ameríka og Mið- Ameríka veltu af sér oki Spán- verja og Portúgala í byrjun nítjándu aldar og stofnuðu hin sjálfstæðu lýðveldi, sem enn þann dag í dag eru öll við líði. Stundum hefir þessi uppreisn- arhugur snúist gegn yfirstéttar- klíkunum, sem í skjóli hins er- lenda fjármagns hafa farið með völdin. Upp á síðkastið hefir það oftar og oftar borið við og á einum stað — í Mexíkó, stærsta lýðveldinu í Mið-Amer- íku — haft í för með sér al- þýðustjórn, sem er vel á veg komin með að frelsa landið úr klóm hins erlenda fjármagns og innlendra erindreka þess. Bandaríkjaauð" valdið. Frá því að Suður-Amerfka velti af sér oki Spánverja og Portúgala í byrjun nítjándu aldar hafa Bandaríkin í Norð- ur-Ameríku gert alt til þess að tryggja sér yfirráðin yfir auð- lindum hennar. En í kjölfar Bandaríkjanna kom England. Fyrirætlanir Bandaríkjanna komu strax greinilega í ljós ár- ið 1823, þegar þáverandi forseti þeirra, Monroe, gaf út hina frægu yfirlýsingu sína, „Mon- roeyfirlýsinguna“, svo hljóð- andi, að „héðan í frá skuli þetta meginland (Suður-Ameríka) ekki skoðast sem nýlendusvæði fyrir neitt Evrópuríki“. Þessi yfirlýsing, sem síðan hefir ver- ið eins konar hornsteinn í utan- ríkispólitík Bandaríkjanna, mun að vísu, þegar hún var gefin út, fyrst og fremst hafa verið hugsuð sem varnarráð- stöfvm gegn ásælni Evrópuþjóð- anna til landa í Ameríku, sem fyrr eða síðar hefði getað orðið Bandaríkjunum sjálfum hættu- leg. En það hefir í seinni tíð ekki komið svo sjaldan fyrir, að hún hafi verið notuð af amer- íska auðvaldinu sem skálka- skjól, þegar það var að leggja undir sig auðlindir Suður-Ám- eríku og sveifst þess jafnvel ekki að senda her og flota suður í því skyni. Barátta Suður-Am- eríku og Mið-Ameríkulýðveld- anna fyrir efnalégu og stjóm- arfarslegu sjálfstæði hefir þess vegna lengst af fyrst og fremst verið sjálfsvörn gegn kverka- taki Bandaríkjaauðvaldsins á Suður- og Mið-Ameríku. Stefnubreyting Roosevelts. En Franklin Roosevelt, nú- verandi forseti Bandaríkjanna, hefir tekið upp nýja stefnu gagnvart Suður- og Mið-Amer- íku. Honum hefir skilist það, að Bandaríkin geti ekki til lengd- ar haldið þeirri forystuaðstöðu, sem þau hafa haft í Suður- og Mið-Ameríku, með stöðugri ógnun um það að beita valdi. Hann vill vinsamlega samvinnu við öll lýðveldin í Suður- og Mið-Ameríku og hefir sýnt það :i verki, að hann álítur það ekki vera hlutverk Bandaríkjá- stjórnarinnar að vemda það arðrán, sem amerískir auðkýf- ingar hafa hingað til gert sig seka um í þessum tiltölulega frumstæðu löndum. Það er ein- kennandi fyrir þá stefnubreyt- ingu, sem orðið hefir í pólitík Bandaríkjanna síðan Roosevelt tók þar við stjómartaumum, hversu hógværlega þau hafa komið fram í deilunni við Mexí- kó út af eignarnáminu á oliu- lindum hinna amerísku og ensku auðfélaga þar í landi. Af- staða Englands hefir í því deilumáli verið alt örrnur. Það hefh' eins og kunnugt er slitíð öllu stjórnmálasambandi við Mexíkó. Undirróður fasista- ríkjanna. En á allra síðustu árum hafa Bandaríkin fengið nýjan og hættulegan keppinaut í barátt- unni unj forystu og völd í Suð- ui-Ameríku. Það eru fasista- ríkin. Það er að vísu ekkert nýtt, að ítalia, Japan og sér- staklega Þýzkaland reyni að né fótfestu í Suður-Ameríku. Slík- ar tilraunir voru þegar byrjað- ar fyrir heimsstyrjöldina. En þær eru með alt öðru og alvar- legra sniði nú, síðan fasistar og nazistar brutust til valda á ít alíu og Þýzkalandi og hófu und- irróður sinn í Suður-Ameríku Það er til dæmis um þann ár- angur, sem undirróður þessara ríkja hefir þegar borið, að í Perú, þar sem panameríska ráð- stefnan var haldin, er bæði lög- reglan og loftherinn undir stjórn ítala, sem jafnframt eiga einu flugvélaverksmiðjuna,. sem til er í landinu. í Brasilíu eru nú gefin út fimmtán nazista- blöð. — Vopnaverksmiðjur Kúrupps og önnur þýzk fyrirtæki fá.að reka þar atvinnurekstur í stórum stíl, þýzka flugfélagið ,.Lufthansa“ hefir flugsam- göngumar við landið í sínum höndum og utanríkisverzlunui er að miklu leyti komin á þýzk- ar hendur. Sama er að segja um flugsamböndin við Argen- tínu. Og þannig mættí lengi halda áfram að telja. Alls atað- ar má sjá vaxandi ítök og áhrif fasistaríkjanna. Með Bandaríkjim* um eða með fas- istarikjunum? Það er þessi ískyggilega þrö- m, sem Bandaríkjunum stend- ur stuggur af og þau gera nú alt til þess að stöðva. Ameríska auðvaldið hugsar vitanlega fyrst og fremst um það að verja hagsmuni sína í Suður-Amer- íku- En stjórnmálamenn Bandaríkjanna sjá landi sínu og Ameríku yfirleitt alvarlega hættu búna af því, að erlend stórveldi, og það meira að segja fasistaríkin, fái slíka aðstöðu á meginlandi Ameríku. Þar víð bætist svo hin almenna andúð gegn fasismanum meðal alls al- mennings í hinum nýja heimi. Gegn þessari sameiginlegu hættu reynir Roosevelt nú að sameina öll lýðveldin í Suður- og Mið-Ameríku undir for- ystu Bandaríkjanna. Samþyktin á panamerísku ráðstefnunni í Lima var skref í áttina til þess, enda fékk hún kaldar kveðjur í blöðum fasistaríkjanna hér austur í Evrópu, En _ það er ekki létt verk, sem Roosevelt (Frh. ó 4 ifðtt.) Roosevelt Bandaríkjaforseti, Cordell Hull utanríkismálaráð- herra hans, sem mætti sjálfur á panamerísku ráðstefnunni í Lima, og Miss Perkins, atvinnumálaráðherra, eina konan í réðuneyti Roosevelts, *

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.