Alþýðublaðið - 26.01.1939, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 26.01.1939, Blaðsíða 3
FIMTUDAG 26, JAN. 1939 ALPÝÐUBtA&ID .. ..... ■ -r--—-- ..---]-1-- ------------- .... » .......................♦ ALÞÝÐUBLAÐIÐ aiTSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON. í fjarveru hans: JÖNAS GUÐMUNDSSON. AFGREIÐSLA: ALÞÝÐUHÚSINU (Inngangur frá Hverfisgötu). SÍMAR: 4900: Afgreiðsla, auglýsingar. 4901: íUtstjórn (innl. fréttir), 4902: Ritstjóri. 1198: Jónas Guðmunds. heima. 49ÖS: V. S. Vilhjálms (heima). 4905: Alþýðuprentsmiðjan. 4906: AfgreiSsIa. ALÞÝÐUPRENTSMIÐJÁN o ^------—---------------* ■ Mannalæti ihaldsins. ÞAÐ mun ejíki koma neinum manni á óvart, þótt Sjálf- stæðisflokkurinn léti ánægju sína í Ijós yfir þeim ávexti, sem hann upp skar við stjórnar- kosninguna í Verkamannafé- laginu Dagsbrún af óstjóm og klofningsstarfsemi kommúnista í því félagi á síðastliðnu ári. En það fer þó varla hjá því, að ýmsum finnist það vera nokk- uð broslegar skýjaborgir, sem blöð Sjálfstæðisflokksins byggja á úrslitum þessarar kosningar- í forystugrein Morgunblaðs- ins í gær er því slegið föstu, að fyrir Alþýðuilokknum, sem „hefir hingað til átt sitt aðal- fylgi hér í Reykjavík“, eins og blaðið kemst að orði, og haft sitt „sterkasta vígi“ í Verka- mannafélaginu Dagsbrún, sé nú svo komið, „að ekki einu sinni einn fjórði partur Dagsbrúnar- manna“ fylgi honum, og þá þurfi menn nú væntanlega ekki lengur vitnanna við, að sá flokkur sé yfirleitt „að hverfa af stjórnmálasviðinu“! Út frá þessum gáfulega út- reikningi kemst Morgunblaðið aíðan að þeirri niðurstöðu, að núverandi ríkisstjóm geti ekki lengur verið þingræðisstjórn. „Það verður því fastlega að váenta þess,“ segir það, „að rík- isstjórriin sjái sér ekki lengur fært að stjórna áfram með þann striðning einan, sem hún hefir nú á að skipa.“ Það er ekki um að villast: Það-er hvorki meira né minna, sem Morgunblaðið gerir sér Voriir um, en að úrslit Dags- brunai-kosningarinnar verði gerð að tilefni til þess að rjúfa þá samvinnu um stjórn lands- ins, sem nú er milli Framsókn- arflokksins og Alþýðuflokksins, og mynduð verði ný stjórn, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn fái loks hið langþráða tækifæri til þess að komast til valda á ný. Það er nú að vísu ekkert nýtt, að Sjálfstæðisflokkurinn óski þess, að honum séu afhent völdin á ný, þrátt fyrir það þótt fylgi hans hafi stöðugt farið hnignandi við þær alþingis- kosningar, sem fram hafa far- ið á síðasta áratug. En nýstár- lög verða þau rök hins vegar að teljast, sem blað hans færir nú fyrir því, að farið sé í kring úm núverandi þingmeirihluta til þess að Sjálfstæðisflokkur- i»n geti aftur orðið þátttakandi í stjórn landsins. Það verður að minsta kosti að teljast einkennileg meðferð á staðreyndum hjá Morgun- blaðinu, þegar það heldur því fram í þessu skyni, að „Alþýðu- flokkurinn hafi hingað til átt sitt aðalfylgi hér í Reykjavík”. Þ«ð þarf þó ekki atcna «8 flatta Reykjavikur Annáil h.f. Frnmsýnmgin á „Fornar dyggðir“, model 1939, 1 fyrrakv Id. .—-— Tryggvi Magnússon, Har. Á- Sigurðsson og Arndís Björnsdóttir á Speakeasy. upp atkvæðatölunum frá síð- ustu alþingiskosningum til þess að sjá það, að af samanlögðu at- kvæðamagni sínu á öllu land- inu fékk Sjálfstæðisflokkurinn þá 42% í Reykjavík, Kommún- istaflokkurinn meira að segja 55%, en Alþýðuflokkurinn ekki nema 37%. Alþýðuflokkur- inn hafði því mikinn meirihluta fylgis síns ekki hér í Reykjavxk, heldur úti um land. Það er líka fullkunnugt, ,að núverandi stjóm hefir með stuðningi Alþýðuflokksins nægilegan meirihluta á þingi, þó að sá þingriiaður, sem Al- þýðuflokksmenn kusu hér í Reykjavík í trausti þess, að hann héldi trygð við flokk sinn, hafi nú svikið hann og gengið í lið með kommúnistum og í- haldsmönnum á alþingi. En hvað um það: Sj álfstæðisflokk- urinn hefir enga ástæðu til að kvarta. Hann hefir með þessum liðhlaupa þegar fengið þann liðsauka á alþingi, sem hann getur vænst af klofningsbrölti kommúnista í verkalýðsfélög- unum. Og það er ekkert, sem bendir til þess, að úrslit stjórn- arkosningarinnar í Dagsbrún feli í sér neina ávísun á frekara kjörfylgi íhaldsmanna eða kommúnista við alþingiskosn- ingar- Hvaða mælikvarði er líka kosningin í Dagsbrún yfirleitt á fylgi Alþýðuflokksins hér í Reykjavík? Heldur Morgun- blaðið ef til vill, að það sé ekki þegar á almanna vitorði, hvern- ig úrslit þeirrar kosningar eru til komin? Hvernig heldur Morgunblaðið að hlutfallið milli Alþýðuflokksins og Sjálf- stæðisflokksins hefði litið út í Dagsbrún, ef kommúnista- stjórnin þar hefði ekki með stuðningi S j álf stæðisf lokksins rekið samtals um 200 Alþýðu- flokksmenn úr félaginu á ár- inu, sem leið? Máske Morgun- blaðið haldi, að þessir 200 Al- þýðuflokksmenn hafi um leið verið sviftir kosningarrétti til alþingis, eins og þeir voru svift- ir kosningarrétti í Dagsbrún? Nei, Alþýðuflokkurinn hefir enga ástæðu til þess að bera neinn kviðboga fyrir dómi kjós- endanna í landinu, þótt hann hafi verið beittur brögðum og lögleysum af einræðisstjóm kommúnista í Dagsbrún, sem fram til síðustu stundar hefir haft stuðning Sjálfstæðis- flokksins, þess flokks, sem nú er að hræsna umhyggju fyrir þingræði og lýðræði r landinu. Þó að kommúnistar og íhalds- menn hafi getað komið sér saman um það, að taka upp kosningaaðferðir og vinnubrögð Hitlers og Stalins í Dagsbrún, þá þurfa þeir ekki að hugsa, að þeir geti á sama hátt strikað út pólitíska andstæðinga sína af kjörskrá til alþingis. Alþýðu- flokkurinn er því, hvenær sem svó skyldi skipast, að til nýrra alþingiskosninga kæmi, öld- ungis óhræddur við það, að leggja málstað sinn undir dóm þjóðarinnar. Þing- og hémhsmá’arstcdiir Vestttur-fsafiœrÖatrsýs'lia lauk ÍMtwlarstörfum í fyrmkvöM. — Rundarstjóri var ólaifiur Ólafssan sltólasljóri ah Þiingieyxi og fund- atrriitairi Bjöm Gui&xniutndsBon, skólatsitjóri að Núpi. Futndarslittiim vatr fnestað til næsita suimars; verðtur þingintu þá silitið mieð mannfagnaði og þáttöfcu yngri og éldri fulltrúa vtegna 400 ára af- œælis flundarinis. Undirbúnings- nefnd skipa: Kristínn Gniciaiugs- son, Bjöm Guðantund'sson; ólaf- tur ólaÆsson, Magntús Guðmiundst- son og Stiuria Jónssion. Fundur- inn afgiieiiddi 24 íandsmál, 9 hér- aðsmál og eina flundarálykttin utm ttraust á rfldsstjóm með 12 at- fevæðsim giegn s©x. FO. Reykjavta'iamnáll h t sýndi Revyuna „Fomtatr dyggð- ir“ í Iðtnó f kvöld tó. 8. DularfluJIi hrlngurinn, etmerfsk saktatmálaimynd, verð- lír 'sýnd i IkvöM. Vatr hún sýnd hér í daziemibar i tvtelm köfliuim. FiwnhaMsstnflnfiondur NemendastambcBnd's Verz’.touar- skóla ísltands verður haldiinn í Odtífieilowhölltani niðri í kvöld kl. 8. Dröttaingiii fór kh 4 í gþetr frá Kaaxpmanína- höfn áleíMs hingað. Reykjavíkur annáll H.F. sýndi Fornar dygðir, revyuna, góðan kunningja frá því í fyrra, fræðilega mögu- leika í 4 þáttum, í dálítið breyttum búningi, þannig að nú eru dygðimar model 1939, í fyrra kvöld fyrir troðfullu húsi við framúrskarandi undir tektir, svo að sumir leikaranna voru kallaðir fram hvað eftir annað og urðu að endurtaka kúnststykkin, og hlátrarnir og lófaklappið dundi um alla á- heyrendabekki. Texta revyunnar hefir all- mikið verið breytt frá því í fyrra. samkvæmt því sem til- efni hefir gefist frá því hún var síðast sýnd, auk þess eru flest kvæðin ný. Þegar maður athugar kvæð- in, sem látin eru fljóta með í prógramxnmu, verður mannl það á, að láta sér detta í hug, að eitthvað muni gamanskáld- um þessa bæjar vera tiltæki- legra en kvæðagerð, og andrík- ið elíki yfir meðallagið- En skemtileg lög og góð meðferð leikaranna bætir upp textana, svo maður verður síður var við innihaldsleysi og bragðleysi þeirra, þegar þeir eru fluttir af pallinum í Iðnó. Þó voru sum kvæðin allsæmileg, t. d. kvæð- ið, sem ungfrú Sigrún Magnús- dóttir söng í þriðja möguleika. En langskemtilegasta atriðið í leiknum var frammistaða herra Lárusar Ingólfssönar bargésts á Speakeasy, sem kom fram í gervi Chaplins og söng hið al- kunna iag hans úr „Modern Times“: La spinat á la Turka spagaletti sigaretto o. a. frv. En í stað þess að syngja ein- hverja endileysu, eins og Chap- lin, og sýna með leik sínum, að ha:gt væri með tilburðum ei»- um að segja ofurlitla sögu, þá söng hann venjulegan texta. Armars náði Lárus fyrirmynd sinni ekki að öllu leyti, enda þótt hann kæmist nærri henni; hann t. d. gleymdi hinum . alkunnu hliðarhoppum Chap- lins, þegar hann gengur fyrir horn. Haraldur Á. Sigurðsson og Tryggvi Magnússon vöktu mikla kátínu að makleikum með skrípaskopi sínu, en menn mega bara ekki halda, að skrípalæti, sem eiga kannske, vel heima í svona revyu, eigi nokkuð skylt við leik. Model 1939 er miklu skemti- legra en model 1938. Margir brandararnir eru meinfyndriir og vel samdir, en gérð leiksins í heild er afar laus í reipunum. Leikritið er í raun og veru eins og tombólukassi, þar sem stendur brandari á miðunum í staðinn fyrir númer. K. ísfeld: Súðis fór frá Hornafir&i M. 2 í gm áieiMs hingað. til kaupenda út 'uxn land. Munið að Alþýðublaðið á að greiðast fyrirfram ársfjórðungslega. — Sendið greiðslur yðar á réttiun gjalddögum, svo sending blaðsins trufl- ist ekki vegna greiðslufalls. Þeir, sem' óska, geta fengið blaðverðið krafið með póstkröfu. Ólafnr Friðriksson: Arnér Slgarjónsson og Veraldarsaga Wells. ... ..... Arnór sigurjönsson ritar grein í Þjóðviljann á sunnudaginn, til þess að svara grein minni um ritdómara, sem dæma bækurnar ólesnar. Segist hann ekki mundu hafa svarað greininni, ef ég hefði ekki kom- ið með þá „frekjulegu full- yrðingu,“ að hann hefði ekki lesið íslenzku þýðinguna af sögu Wells. Það skal fúslega játað, að það var fullyrðing ein í grein minni, að hann hefði ekki lesið bókina áður en hann dæmdi hana. Mun ég í enn einni grein sanna að svo hafi verið, og áð- ur en langt um líður, biðja Al- þýðublaðið að flytja hana. En í þessari grein, er hér birtist, mun ég víkja að öðru. Arnór telur það fjarstæðu eina, að það vanti bagalega nauðsynlegar skýringar við sögu Wells, til þess að henni geti orðið fult gagn, fyrir ís- lenzka lesendur. Furðar mig mikið á, að maður, sem hefir veitt stórri menntastofnun forstöðu, skuli ekki hafa veitt þvi eftirtekt, að við íslendingar erum í öðrum menningarheimi en mentaþjóð- irnar kring um okkur. Menning þeirra á rót sína að rekja til gömlu klassisku menningarinn- ar, (til Rómvérja og Grikkja), en menning okkar grundvallast á okkar fornu bókmentum- Sæmilega mentaðir íslendingar skilja þegar vitnað er í íslenzk- ar sögur eða sagnir, en skilja ekki margt af því, sem erlendir höfundar rita, af því þeir rekja eitthvað til grískra eða róm- verskra sagna. (Á sama hátt er það venjulega óskiljanlegt út- lendingum, þó vel lesnir menn séu, þégar við vitnum í eitthvað í sögu eða bókmentum okkar). Við þetta bætist, að íslenzk ál- þýða hefir ekki átt kost á jafn- miklum fróðleik, eins og alþýða nágrannalandanna, en við það verður margt lítt slciljanlegt ís- lendingum, í bókum, sem eru þýddar úr erlendu máli, nema skýringar fylgi enn vermir blóðið eíns og vín. Það var Marseillaise.“ Ég vil nú spyrja: Hvað margir íslenzk- ip lesendur eru nokkru nær, þó þeir heyri þetta nafn nefnt, sem tveim blaðsíðum síðar er haft í gæsalöppum og ritað öðruvísi, þ. e. „Marseillasinn.“ Ég er hér um bil viss um, að meirihluti íslenzkra lesenda halda, að þetta sé söngur, er þeir hafi aldrei heyrt. En þetta er þjóðsöngur Frakka enn þann dag í dag, sem flestir kannast við og byrjar svona á íslenzku: Fram til orustu, ættjarðar- niðjar (tilfært eftir minni). Wells sér enga ástæðu til þess að skýra þetta nánar, sem allir vita í hans landi. Á sama hátt segir Wells, að hersveitirn- ar hafa barizt fyrir ,La France1, og er það óskiljanlegt flestum íslendingum, og það eins þó ís- Ienzki þýðandinn setji orðið Frakkland í svigum aftan við. Lesandinn skilur ef til vill að La France þýði Frakkland, en hann er litlu nær. Því fyrir hverju hefðu frönsku hersveit- imar átt að berjast, nema fyrir Frakkland? Það, sem Wells meinar með því, að setja nafn Frakklánds á frönsku, er að 1 vitna til hinnar eldheitu föður- landsástar, sem reis upp í kennir Frakkann og gerir það að verkum, að hann nefnir La France á svipaðan hátt eins og þegar mjög trúaðir menn riefna guðdóm sinn. Enda held ég að það megi segja um Frakka, sem sagðir eru katólskir, að þeir trúi fyrst og fremst á La Fran- ce. Minnir þetta á hveniig ég heyrði landa mína segja orðið Frón þegar ég átti heiina í Kaupmannahöfn, og marga hefi ég hitt, sem segja orðið ís- lendingur eins og það sé heil- agt. Ég hefi tekið þessi dæmi um hersönginn og La France af því að þau urðu fyrir mér þegar ég opnaði bókina, en nóg annað mætti tilfæra. Arnóri þykir lítið koma til þess, er ég skrifaði um samein- ingu Grikkja, sem hann með ó- skiljanlegri ónákvæmni kallar sundrungu Grikkja. En hér er um tvent ólíkt að ræða. Það undrast enginn yfir því, að Grikkir, sem komu í mörgum flokkum að norðan og tóku lönd þau við Miðjarðarhaf, er þeir bygðu síðan, væru sundr- aðir. Hitt hafa sumir undrast, að þeir skyldu ekki sameinast um þúsund ára skeið. En ef til vill á þessi ónákvæmni Arnórs eitthvað skylt við, að hann hef- ir nú um stund fylt þann flokk- inn, er kallar sundrungu verka- lýðg hér á landi sameiningu. Arnór færir engin rök fyrir því, sem hann segir um þett* atriði, heldur aðeins, að athuga- semd mín kalli fram í huga les- andans orð Grautar-Halla: svá skal yrkja sá’s illa kann. Það er að segja, svona hefir Arnór sennilega ætlað að hafa tilvitnunina, en hann fer rangt með, segir ekki fyrir illa. Eða ég geri ráð fyrir, að þetta hafi orðið óvart hjá honum, en ekki er það samt víst. Úr því Arnór hefir séð svona margt, sem má betur fara hjá Wells, er ekki ólíklegt áð honum finnist hann þurfa líka að bæta dálítið kveð- skap Grautar-Halla. Enn eitt er það, sem Arnór. hefir ekki athugað, að meö þessum tilvitnuðu orðum Grautar-Halla vísar Halli til þess, er hann HEFIR SJÁLF- IIR ORT, en Arnór reynir að snúa þessu á annan mann. Ef dæma mætti af þessu, ætti góð- girninni sizt að hafa farið fram meðal íslendinga á tímabilinu frá dögum Grautar-Halla til daga Grautar-Amórs. Það eru ekki nema fá ár síð- an fornmenjar þær fundust á Indlandi, sem sýna það, að mik- il menning var þar í landi, áður en Aríarnir komu til landsins að norðan. Það stóð því ekki til, að Wells segði frá þessu í sögu (Frh. á 4. síðu.) í Veraldarsögu Wells stend- Frakklandi, þegar landsmenn ur: „Nýr, dýrlegur hersöngur fundu óvini á allar hliðar, föð- fór um landið, hersongur, sem l urlandsást. sem mm i dag tœ-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.