Alþýðublaðið - 28.01.1939, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 28.01.1939, Blaðsíða 2
LAUGARDAG 28. JAN. 1939 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Jining Nl. Mér er ljóst aö þessi daglega starfsemi, sem fyrst og fremst má þakka árvekni og skyldu- rækni starfsmanns okkar, hefir tengt hugi manna æ fastar og fastar við félagið. Þá vil ég geta þess, að sú heimild, sem stjórninni var veitt um að gefa út prentað félagsblað, var ekki notuð á árinu af þeirri einu á- stæðu, að fjárhagurinn leyfði það ekki. Nauðsyn þessa er að okkar dómi jafnrík eftir sem áður. Þá hefir stjórnin haft mikil afskifti af máli þeirra manna, er unnu á ítölsku togur- unum og ekki hafa fengið vinnulaun sín greidd nema að nokkru. Er því máli ekki lokið enn. Fundahöld. Félagsfundir voru 8 á árinu. Fundarsókn var ágæt á öllum þessum fundum eins og ávalt er þegar stór deilumál eru á ferð- inni. Stjórnin hefir haldið 25 fundi og suma þeirra ásamt stjórn Sjómannafélags Hafnar- fjarðar í sambandi við kaup- deiluna á togurunum. Skemtanir, sem haldnar hafa verið í nafni félagsins, eru aðeins 2 að tölu. Aðsókn að þeim var ékki góð, énda litlar sem engar tekjur af þeim að hafa. Veldur þar um hinn hái skemtanaskattur, en tekjum af slíkum skemtunum er varið til að standa straum af kostnaði við jólatré. Aftur á móti hafa jólatrésskemtanir okkar tekist mætavel, sem haldnar voru dagana 3. og 4. jan., og sátu þær 1040 börn. Á jólatrésskemtun okkar í byrjun þessa mánaðar voru 1020 börn. Skemtinefndin, sem stendur fyrir og stjórnar öllum skemtunum okkar, hefir int af hendi- mikið starf og á miklar þakkir skildar fyrir. í sambandi við skemtanir má geta þess, að félag okkar hefir gerst aðili að sjómannadeginum og átt mikinn þátt í að gera hann jafn áhrifaríkan og mynd arlegan sem raun varð á. Hafa 3 okkar úr stjórninni mætt á fundum sjómannadagsráðsins og verið með í ráðum um það, sem þar hefir verið ályktað. Ritari félagsins er í fram- kvæmdanefnd ráðsins. Tala félagsmanna er við áramót 1132, er hafa full félagsréttindi. Á aukaskrá telj- ast að vera 207, en það eru menn, sem skulda meira en eitt árstillag við áramót. Skuldlaus- ir við áramót voru 314. Nýir félagar hafa bæzt á ár- inu 61. Úr félaginu hafa gengið 25. 22 menn hafa dáið, og eru nöfn þeirra þessi: Dánarskrá 1938. Ari Helgason, Bjarnarstíg 5. Dó á Landsspítalanum 8/1. Guðm. Helgi Magnússon. Fram. 1 C. Dó á sóttarsæng í byrjun febr- Erlendur Guðmundsson, Selja- veg 15. Dó á Landakoti 20./6. Halldór Guðmundsson frá Hellu. Varð bráðkvaddur í júlí. Jón R. Þórðarson frá Hafnar- firði. Dó fyrir norðan. Aðalbjörn Kristjánsson, Skóla- vörðust. 15- Dó úr hjartaslági í júní. er máttur, sem engiun fær rofið Skýrsla stjórnar Sjómannafélags Reykjavík- ur um félagsstarfið 1938, flutt af formanni félagsins á aðalfundi þann 25. janúar 1939. Á Ólafi fórust 2/11: Gísli Erlendsson, Ásv- 10. Sig. Á. Guðmundsson, Sólv. 18. Guðm. E. Guðmundsson, Lind. 38. Björn Friðriksson, Suðurg. 18. Guðm. Þorvaldsson, Hvg. 75. Ólafur Pétursson, Lokast. 2. Guðmundur Þórarinsson, Báru- götu 38. Friðleifur Samúelsson, Grettis- götu 10. Guðm. Sigurðsson, Hafnarfirði. Guðm. Magnússon, Kirkj. 4. Sveinn Brandsson, Lind. 20. Lárus Sigurbjörnsson, Njarðar- götu 41. Sigurjón Ingvarsson, Aðalstr. 9. Guðni Ólafsson, Barónsst. 21. Halldór Jónsson, Ránarg. 11. Sigurður Þorkelsson, Öldugötu 5. Dó úr krabbameini 21/11. Til minningar við hina látnu íélaga vil ég biðja ykkur að rísa úr sætum. (Mínútu þögn-) Slysfarirnar á öllu landinu á sjó og í vötnum voru á árinu sem hér segir: 47 menn druknað. Þar af: 21 með togaranum Ólafi. 5 með vélbát yfir 12 rúm- lestir. 5 með tveim trillubátum und- ir 12 rúmlestir. 1 tók út af vélbát yfir 12 rúmlestir. 2 tók út af vélbát undir 12 rúmlestir. 2 fórust á hafi með færeysku skipi. 5 fórust út af bryggjum. 6 drukknuðu í ám og vötn- um. Engir útlendingar hafa drukknað á árinu hér við land svo vitað sé. Félagið hefir tekið virkan þátt í slysavarnarmálum og beitt sér fyrir umbótum á því sviði. Tvö veigamikil atriði hafa á- unnist á árinu. Björgunarskip ið Sæbjörg hóf starfsemi sína og lögum um öryggi skipa var breytt mjög í þá átt, að tryggja aukið eftirlit með útbúnaði og öryggi skipa- Fjárhagur félagsins 1938: Tekjur Reksturssjóðs kr. 15.588.22 Gjöld Reksturssjóðs — 15.640.47 Gjöld umfram tekjur — 52.25 Tekjur 11. maí sjóðs kr. 12.416.71 Gjöld — — 8.035.00 Tekjuafgangur kr. 4.381.71 Tekjur skemtisjóðs kr. 1.458-36 Gjöld — _ 2.718.84 Gjöld umfram tekjur kr. 1.260.48 Eignir félagsins við áramót nema alís: Reksturssjóður kr. 45.599.44 11. maí sjóður — 127.136.44 Skemtisjóður — 1-410.51 Aíls kr. 174.146.^9 Reksturssjóði eru talin ógr. félagsgjöld kr. 18.315.00 Einnig bókaupplög og skrifstofuáhöld. Eignir félagsins hafa aukist á árinu kr. 2.369.50 Styrktarsjóður sjómanna- og verkamannafélaganna. Úr honum hefir verið úthlut- að á árinu í styrki kr. 16-875.00 til 126 karlmanna og 36 kvenna. Sjóðurinn var í ársbyrjun kr. 130.635.68 og í árslok kr. 132.386.63. Sjóðaukning kr. 1750,95. Úr okkar félagi hlutu 49 menn styrk, samtals kr. 5.395.00 eða 32% af heildar- styrknum, Félagið greiðir 1 krónu nefskatt til sjóðsins. — Sjóðurinn nýtur styrks frá bæ og ríki- Meðlimir sjóðsins eru öll verkalýðsfélög í bænum, sem eru í Alþýðusambandi íslands og greiða til hans nefskatt af meðlimum sínum. Fulltrúaráð verkalýðsfélag- anna. 10. júní fór fram kosning á 12 fulltrúum til sambandsþings og Fulltrúaráðsins. Kosnir voru yfirlýstir Alþýðuflokks- menn eins og lög Sambandsins ákveða. Starf Fulltrúaráðsins var ekki eins hamingjuríkt fyr- ir verkalýðshreyfinguna eins og undanfarin ár, sökum hins mikla ágreinings, sem uppi hefir verið í sumum verkalýðsfé- lögum og flokknum. Um tíma mátti svo heita að fulltrúaráðið væri ekki starfhæft. Nú er þetta orðið á annan veg eftir kosningarnar til sambands- þingsins og má fyllilega vænta, að starfið komizt fljótlega 1 sitt fyrra horf. Undir fulltrúa- ráðið heyra þessar stofnanir, sem eign þeirra félaga er full- trúaráðið mynda: 1. Alþýðubrauðgerðin, sem á hverju árinu hefir verið að auka starfssvið sitt og sýnt góða rekstursafkomu. 2. Alþýðuhúsið Iðnó, sem einnig hefir gengið vel fjár- hagslega. Bæði þessi fyrirtæki njóta hagsýnna- og dugnaðar-manna í framkvæmdastjórastarfinu, — þeirra Guðm. R. Oddssonar og Odds Ólafssonar. Þriðja fyrirtæki fulltrúaráðs- ins er skemtistaður félaganna í Rauðhólum. Oddur Ólafsson er nú formaður í stjórn þess fyrir- tækis. Á síðastliðnu sumri voru haldnar 9 skemtanir, þar af 3 útiskemtanir og 6 inni (dans). Alþýðusambandsþingið hið 15. f röðinni var háð dágana 20. okt. til 27. okt. og var*eitt fjölmennasta þing Al- þýðusambandsins og Alþýðu- flokksins, sem háð hefir verið. 193 fulltrúar áttu sæti á þing- inu.Ríkti þar eining, samhugur og friður. Mörg mál og þýðing- armikil sem snertu verkalýðs- félögin voru þar rædd og á- lyktanir gerðar. Eitt af stærri málum þess voru breytingar á lögum Alþýðusambandsins. Með þeim er gerð meiri að- greining á verkalýðsmálum og stjórnmálum en ágpr. Félögun- um skapaður rýmri bás innan samtakaheildarinnar en var í hinum gömlu lögum- Öll túlkun á lögunum af hálfu kommún- ista er yfirleitt röng, og gerð í þeim eina tilgangi. að blekkja almenning og skapa andúð gegn Alþýðusambandinu. Þingið tók ákveðna afstöðu til þeirrar deilu, sem uppi var í flokknum og leidd hefir verið inn í verka- lýðsfélögin illu heilli, og gegn þeim mönnum. sem deiluna hófu. Stjórn þessa félags hefir ekki farið dult með hvar hún hefir staðið í þessum málum. Hún hefir litið svo á, að undir því skipulagi sem félögin hafa búið í rúm 22 ár, hafi alþýðan í landinu unnið sína sigra og skapað sér varnarvígi gegn á- rásum á félagsleg og pólitísk réttindi sín, sem unnist hafa á undanförnum árum. Innan sjómannastéttarinnar er þessi stefna viðurkend. Það :sýndi kosning fulltrúanna 10. júní og það mun hin nýaf- staðna kosning á stjórn félags- ins einnig sýna, þrátt fyrir ill- vígan áróður af hálfu kommún- ista. Við höfum reynt að stýra félaginu eftir sama strikinu, sem því hefir ávalt verið stýrt eftir frá því að það varð til, enda hefir því á íslenzkan mæli kvarða farnast vel í baráttu sinni. Alþingi og íöggjafarstarfið. Alþýðuflokkurinn, ásamt Framsóknarflokknum skipuðu stjórnarflokkana á Alþingi frám til 17. marz, að Alþýðu- flokkurinn tók ráðherra sinn úr stjórninni eftir að Fram- sóknarflokkurinn ásamt Sjálf- stæðisflokknum samþyktu lög um að jafna kaupdeilu okkar með gerðardómi þvert ofan í vilja Alþýðuflokksins. Alþýðu- flokkurinn taldi þó að öðru jöfnu réttara að sýna einlitri Framsóknarstjórn hlutleysi, heldur en að Sjálfstæðisflokk- urinn fengi vilja sínum fram- gengt með því að knýja fram stjórnarskifti. Þessi stefna sam- bandsstjórnar og þingflokks hefir verið viðurkend af Al- þýðuflokknum í heild sem rétt. Af þeim málum, sem sam- þykt voru, vil ég nefna: Lög um eftirlit með öryggi skipa, sem er allveruleg breyt- ing á eldri lögum. Það skal að vísu viðurkent, að mest veltur á hvemig lögin verða fram- kvæmd, að hve miklu leyti þau skapa tryggara eftirlit með ör- yggi skipanna. Breytingum á lögunum og betra eftirliti með öryggi skipa hefir Alþýðuflokk- urinn fyrir hönd sjómanna- stéttarinnar barist fyrir síðustu árin. Lög um stéttarfélög og vinnudeilur er eitt þeir-ra mála, sem hafa mætt gagnrýni af hálfu kommúnista. Um þessi lög má það eitt segja, að þau eru hin hagkvæmustu lög fyrir verkalýðsfélögin hér á landi miðað við hliðstæða löggjöf á Norðurlöndum og hafa í sér fólgin meiri réttindi en verka- lýðsfélögum á Norðurlöndum eru veitt með gildandi vinnu- löggjöf. í okkar vinnulöggjöf er sameinað úr löggjöf Norður- landanna það, sem verkalýður- inn þar hefir talið sér hag- kvæmast. Lög um skipun nefndar til rannsóknar á hag togaraútgerð arinnar. Sú nefnd mun nú bráðlega ljúka störfum og skila sínum viðreisnartillögum. Breyting á lögum um at- vinnu við siglingar og þingsá- lyktun um milliþinganefnd til athugunar á þeim er mál, sem sennilega mun valda miklum deilum á sínum tíma,. ef horfið verður að því ráði, að draga úr bóklegri og verklegri kunnáttu manna, er stjórna eiga á sjón- um, og þar með rýra öryggi fyr- ir lífi manna. Ég hefi nefnt þessi mál sér- staklega sökum þess, að þau grípa inn i verkalýðsmál á svo margan hátt- Um önnur lög, sem þingið afgreiddi, skal ekki fjölyrt, eða þau mál, sem þingið ekki afgreiddi. Engum getur dulist það, að hagsmunamál:verkalýðsins eiga ekki vinsældum að fagna á Al- þingi, ef þau eiga formælendur fáa eða ef þau öfl verða að nokkru ráðandi innan hans, sem lama allan samtakavilja og gera andstæðingunum kleift að rjúfa raðir hans. Ég héfi í stórum dráttum sýnt ykkur hvaða mál og við- fangsefni samtök okkar hafa haft með höndum á liðnu ári og hvernig stjórninni hefir tekist að leiða þau mál. Ef við horf- um í kringum okkur til ýmsra annara stéttarfélaga og sjáum hvað þar er að gerast, þá geri ég ráð fyrir að við getum flest- allir okkar viðurkent, að við höfum ekki stigið sporin aftur á bak, heldur fram á leið, þótt ekki sé stórt stigið, enda er veg- urinn nú ekki greiðfær. Það erú margir örðugleikar á leiðinni að hinu langþráða marki og verkalýðsbaráttan f ærir ekki nema stundum stóra sigra. Föst og ákveðin stefna, þtautseigja, þrotlaust starf og óbilandi kjarkur, sem sjómannastéttinni fremur ýmsum öðrum stéttum er í blóð borin, mun skapa henni öndvegissessinn meðal íslenzkra verkalýðssamtaka innan Alþýðusambands íslands og undir merkjum Alþýðu- flokksins. Við skulum lifa eftir því kjörorði: „Eining er máttur, sem eng- inn fær rofið.“ Eggert Briem frá Viðiey hiefir bieöið blaöið fyrir eftiríar- andi: „Vér ísliendingar irnegiim vera þakklátir þeian út'liendiingWim, sem leggja rækt við land vort og þjóö og gerá sér far tuim að læra íslenzkd. Fyritr slíka mpnin: ber að giera alf, sem hægt iar, til - þes:s að iétta þeiim námið, ESn því miöiur hjefir mér borlst það ti! eyrna, að útliendinguim sé sagv skakkt tíi lum merkiingu orða. Það komi því fyrir, að úfliendingar noti jafnvel klámyrði í viðtali við lu>nur, af þvi að þeim liafi :veriö lögð þau orð í mum í rangri. merkmgu. Þetta er vit- ankga gert í gáska, íen það má ekki eiga sér staið. Þesis vegna leyfi ég mér að beina þeirri á- sUoorium tii allra, alð gera isltt ýtr- asta til þess að útrýma þesssari smán. Eggert Briem frá Viðieý.“ Björgvin Júníusson, skiðaikienarari frá Akumeyri, hief- ir dvaifð í Ölaifsfirði iundamfarið ög veitt kenslu í sJkfóaíþrótt — áðall/ega skólabömlum, Kfiniskn stóð yfir í háifain máaiiuíð FÚ. Frá Rómaborgarför Chamberlains: Mussolini (x miðjunni) sýn- ir Chamberlain (fremst á myndinni til hægri) og Lord H«li- fax gamalt vopnasafn í Palazzo Venezia. Konan, sem stend- ur nær Mussolini, er Edda dóttir hans, gift Ciano greifa, sem Mussolini hefir gert að utanríkisráðherra sínum og sfunir ssgja, að hann hugti sér ssna eftirnxaKM siait.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.