Alþýðublaðið - 28.01.1939, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 28.01.1939, Blaðsíða 3
LAUGARDAG 28. JAN. X»39 ALÞYÐUBLAÐÍÐ ALÞÝÐUBLAÐIÐ RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON. í fjarveru hans: JÓNAS GUÐMUNDSSON. AFGREIÐSLA: ALÞÝÐUHÖSINU (Inngangur frá Hverfisgötu). SÍMAR: 4900: Afgreiðsla, auglýsingar. 4001: Ritstjórn (innl. fréttir). 4902: Ritstjóri. 1196: Jónas Guðmunds. heima. 4908: V. S. Vilhjálms (helma). 4908: Alþýðuprentsmiðjan. 4906: Afgreiðsla. ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN Rosningin í Sjó- URSLIT kosninganna í Sjó- mannafélagi Reykjavíkur virðast ekki Kafa verið kær- komin kommúnistum né íhalds- mönnum. Morgunblaðið minn- ist ekki á kosningarnar einu orði, en skrifar í þess stað lang loku mikla um Dagsbrún- Þjóðviljinn aftur á móti gerir sér Mtið fyrir og eignar komm- únistum öll atkvæði, sem féllu á aðra en þá, sem kosnir voru. Þó segir blaðið í hinu orðinu, áð ekkert sé að marka úrslitin, þar sem ekki hafi verið um hreina listakosningu að ræða. Eíns og skýrt var frá hér í blaðinu í fyrrad. skoraði Þjóð- viljinn daglega á sjómenn í þá 2 mánuði, sem kosningin stóð, að kjósa ákveðna nafngreinda menn og flokkurinn sendi langt fjölritað bréf til allra sjómanna um borð í skipin. Þrátt fyr- ir alla þessa agitasjón greiddu aðeins . 18 menn atkvæði eins og SÁ-flokkuiTnn hafði skipað fyrir! Sýnir það raunverulegt fylgi kommúnista- Hinsvegar gerði Alþýðublaðið það eitt, að hvetja sjómenn til að sækja kosninguna. Það er því engin furðá, þó að S.A.flokkurinn sé súr yfir því, hve veik áhrif hans eru meðal sjómannastétt- arinnar — það er bersýnilegt, að sjómenn virða hann einskis. .1* .. ■ • ■ ...... • Én til að draga yfir þetta, ér Þjóðviljinn í gær að reyna að gera lítið úr þeim mönnum, sem hann hafði þó skorað á sjómenn að kjósa, og þá fyrst og fremst Sigurgeir Halldórs syni og Bjarna Kemp, sem voru í kjöri í formannssæti og rit arasæti —- og reynir blaðið að telja lesendum sínum trú um, að yegna þess hve lítið fylgi þéssir menn hafi, þá hafi at- kvæðatala kommúnista orðið svona lág(!!). Sigurgeir Hall- dórsson og Bjarni Kemp mega sannarlega óttast dóm komm únistablaðsins, eða hitt þá heldur. Báðir eru þessir memf mjög vinsælir meðal (stéttar- bræðra sinna og það er áreiðan- legt, að þeir hefðu fengið a- m. k. éins mörg atkvæði, þó að kommúnistar hefðu hvatt sjó- ménn til að kjósa þá EKKI. Enda fengu allir þeir lang flest atkVæði, sem Þjóðviljinn ham aðiet mest á móti. ' Þá skrökVar kommúnista- bláðið því álgerlega, að komm- Únistar hafi ekki getað fylgst með kosningunum. í blaðinu : segir orðrétt í gær: „Sameining armenn áttu engan fulltrúá við kosningarnar, höfðu engan að- gang að kjörskrá eða öðru, sein að kosningunum laut, þó munu þeir hafá fengið að hafa mann við talninguná*. — Eins ®g þau hundruð sjómánna vitá, VIKAN scm lcia- VIKUNA, sem nú er að líða, má víst fullyrða, að fátt íafi vakið jafnmikið umtal og kosningarnar í verkalýðsfélög- unum, og þá fyrst og fremst tosningarnar í Sjómannafélag- mu og í Dagsbrún. Þó hafa ýmsir aðrir merkilegir atburð- ir gerst, t. d. afgreiðsla fjár- hagsáætlimar Reykjavíkur rétt fyrir. síðustu helgi og aðalfund- ur S.Í.F. * Úlfaldi búinn til úr mýflugu. KDMMÚNISTAR og íhalds- menn hafa reynt að gera úrslit kosninganna í Dagsbrún að stórpólitískum viðburði og á grundvelli þeirra krefjast í- haldsblöðin þess á hverjum degi, að ríkisstjómin segi af sér og jafnvel að efnt verði til nýrra kosninga. Telja þau úr- slitin hafa sýnt, að Alþýðu- flokkurinn hafi ekkert fylgi meðal verkamanna og stjómin eigi því að segja af sér. Komm- únistar hafa hins vegar ekki komið með þessa kröfu, en vit- að er, að þeir styðja íhaldið á bak við tjöldin af öllum mætti í baráttu þess gegn ríkisstjórn- inni, enda fá þeir í staðinn stuðning þess innan verkalýðs- félaganna gegn Alþýðusam- bandinu. Kosningarnar x Dags- brún voru enginn mælikvarði á pólitískt fylgi Alþýðuflokks- ins og hins svokallaða „Sósíal- istaflokks" meðal verkamanna í Reykjavík. Það er öllum kunnugt, að frá kosningarrétti var bægt 150-—200 ákveðnustu andstæðingum kommúnista og um 150 menn úr öllum áttum, þar á meðal 16 ára unglingar, teknir inn, jafnvel sumir sjálfa kosningadagana. Þá er það vit- að, að margir verkamenn kusu ekki pólitískt. Þeir töldu Héðin Valdimarsson, sem verið hefir formaður félagsins í 13 ár, bezt færan til að stjóm félaginu, hvað svo sem pólitík hans liði, og fékk listi kommúnista all- mörg atkvæði frá Alþýðu- flokksmönnum af þessari á- stæðu. Þetta var auðvitað hinn mesti misskilningur hjé þeim verkamönnum, sem þetta gerðu, og höfðu þeir næga reynslu til að geta séð það, en hljóta þó að fá hana enn skýrari á þessu ári, því að það er kunn- ugt, að H. V. og flokksbræður hans leggja á það höfuðáherzlu að hafa völdin í Dagsbrún til að geta notað félagið, ekkí að- eins í klofningsbaráttu sinni innan Alþýðusambandsins, heldur og í pólitíkinni. En þó að mistök þeirra verkamanna, sem fólu kommúnistum stjóm á Dagsbrún, hafi verið mikil og geti orðið örlagarík fyrir félag þeirra og þá sjálfa, þá verður að játa, að það er margföld hneysa fyrir verkamennina í Reykjavík, að það skuli koma í ljós, að á fimta hundrað þeirra skuli vilja fela umboðsmönn- um atvinnurekenda að fara með stjórn félags þeirra. Það er algert hneyksli, og mun eiga fáa sína líka í sögu verkalýðs- samtakanna í veröldinni. Þetta stafar auðvitað af þroskaleysi þessara verkamanna. Þeir skilja ekki aðstöðu stéttar sinn- ar eða hlutverk hennar í þjóð- félaginu og hafa gleymt hinum fjölda mörgu dæmum um fjandskap afturhaldsins og at- vinnurekendavaldsins gegn vel- ferðarmálum verkalýðsins- * Kosningin í Sjómannafélag- inu. KDSNINGIN í Sjómannafél- laginu bar hins vegar vott um þá einingu, sem ríkir innan þess félags og ekki aðeins kosn- ingaúrslitin báru vott um hana, heldur og reikningar félagsins. Á Sj qfciannafélagið nú eignir upp á 170 þúsundir króna, þar af 127 þúsúndir í verk- fallssjóði. í Sjómannafélaginu eiga kommúnistar ekkert fylgi eins og sýndi sig við kosninga- úrslitin. Af 745 félögum, sem þátt tóku í atkvæðagreiðslunni, kusu aðeins 18 menn eins og blað kommúnista hafði daglega í tvo mánuði skorað á þá að kjósa, að viðbættum bréfum um sama efni, sem kommúnistar höfðu sent út í öll skip. Meðan Dágsbrún er í höndum komm- únista baráttuvöllur pólitískra æsinga, er Sjómannafélagið eins og föst borg, þar sem ein- ing ríkir og starfsvilji og félag- arnir hafa það eitt markmið að sem kusu á skrifstofu félagsins, var fulltrúi frá S.A.flokknum allt af viðstaddur og skrifaði upp daglega alla sem kusu. — Hann *— eða þeir, því að þeir voru nokkrir, sem skiftust á um þessa varðstöðu fyrir flokkinn — fylgdust nákvæmléga með kosningunum. Rósinkrans Á. ív- arsson var og við talningu at- kvæðanna og fylgdist vel með, exns og hans er von og vísa, þó að Þjóðviljinn þykist ekkert um það vita- Svona ósannindum þýðir ekki að beita. Þau missa marks. Viðstaddir kosningarnar um borð í skipunum voru hins- vegar ekki aðrir en sjómennirn- ir sjálfir. Þvaður Þjóðviljans er alveg tilgangslaust. Úrslitin í Sjó- mannafélaginu sýna að klofn- ingsmenn hafa þar ekkert fylgi. Sjómönnum er stéttarfélags- skapur þeirra meira virði en svo, að þeir vilji gera hann að bitbeini kommúnista og íhalds- itazista. gera félag sitt sem öflugast í hinni faglegu baráttu. * „Við eigum líka hin dauðu og ómerku.“ ÞEGAR íhaldsblöðin eru að skrifa um þessi kosninga- úrslit, fer ekki hjá því að menn fyllist meðaumkun með hinum einfeldnislega hroka. Það er ekki aðeins að þau telji sér þau atkvæði, sem féllu á íhaldslist- ann í Dagsbrún, heldur segir „Vísir“ það fullum fetum í leið- ara, að íhaldsmenn hafi einnig greitt atkvæði bæði með kom- múnistum og Alþýðuflokks- mönnum, setið heima, skilað auðu og eyðilagt atkvæði sín. Mætti þvi reikna íhaldinu sam- kvæmt þessu ein 900 atkvæði verkamanna í Dagsbrún!! Að þessu búnu dregur blaðið sínar pólitísku ályktanir, heimtar stjórnarskifti og völdin í hend- ur Sj álfstæðisflokksins. * t. Nýir skattar — engar fvam- kvæmdir. OG MEÐAN þessar kröfur eru bornar fram í íhalds- blöðunum og studdar óbeint af kommúnistum, er fjárhagsá- ætlun Reykjavíkur fyrir yfir- standandi ár afgreidd í bæjar- stjórn. Geta menn af henni fengið hugmynd um hvernig í- haldið myndi stjórna landinu, ef það fengi völdin x hendur. Fjái’hagsáætlunin gerir ráð fyr- ir skattaaukningu á bæjarbúa, sem nemur 90 krónum á hverja 5 manna fjölskyldu. Við skul- um segja, að það væri ekkí nema sjálfsagt að taka á móti slíkri skattaaukningu, ef bæj- arfélagið ætlaði að ráðast í stór- feldar atvinnuframkvæmdir, því að þær myndu skapa skattalækkun þegar á næsta ári. En þessu er alls ekki til að dreifa. Bærinn ætlar ekki að ráðast í neinar framkvæmdir. Hann ætlar ekki að byggja yfir skrifstofur sínar, eða íbúðarhús yfir styrkþega sína. Hann ætlar ekki að efna til útgerðar eða styðja tilraxxnir sjómanna í því efni. Hann ætlar ekkert nýtt að hafast að, heldur halda á- fram sama gamla þófinu, saraa fátækraframfærinu, atvinnu- bótakákinu og hækkun skatt- anna. Skuldir hans aukast ár frá ári, óreiðuskuldirnar hrúg- ast upp svo að bankamir draga að sér hendina og atvinnuleysið heldur áfram magnaðra og hættulegra en áður. Þetta sann- ar, að ef íhaldið kæmist til valda í landinu, myndi ekki að- eins verða neitað öllum tilraxxn- um til úrbóta, heldur myndi og verða dregið úr verklegum framkvæmdum, vegagerðum, vita- og brúabyggingum, og skattarnir myndu verða auknir vegna þess að athafnaleysið myndi skapa enn meiri vand- ræði. * „Þið byrjið í marz.“ HITAVEITAN er eina fram- faramálið, sem íhaldið hefir á tímabili virzt hafa nokkurn áhuga fyrir. Allir vita hvernig því hefir reitt af. í- haldsblöðin hafa verið staðin að tilhæfulausum ósannindum og blekkingum í því máli, og ekki aðeins þau, heldur og borgaratjórinn sjálfur. Fyrir kosningarnar í fyrra skráði í- haldið jafnvel nokkur hundruð verkamanna í vinnu við hita- veituna. Um leið og kosninga- smalar þess skrifuðu nöfn þess- ara atvixmulausu manna, sögðu þeir: „Þið byrjið svo í marz,“ En sá marz er ekki enn kom- inn, — „það var ekki þessi kassi, sem ég meinti,.1 sagði karlinn. Atkvæðatala Sjálf- stæðisflokksins óx við kosning- arnar og á þessum svikixm sit- ur meirihluti bæjarstjórnar Reykjavíkur nú og í krafti þeirra getur hann sanxið hina dæmalausu fjárhagsáætlun sína um engar verklegar fram- kvæmdir og 90 króna skatta- hækkun á hverja 5 manna fjöl- skyldu. * „Bráttan gegn ríkisvaidinu.“ AlLMIKIÐ umtal hefir það vakið manna á meðal, að Morgunblaðið skýrði frá því, að hlutverk hins nýja Lands- sambands útgerðarmanna ætti að verá það, að „taka upp bar- áttuna gegn ríkisvaldinu“, og virtist blaðið alls hugar fegii að slík stofnun kæmist á fót. Þó gætti enn meiri gleði í her- búðum kommúnista yfir stofn- un þess, og tóku þeir því opn- um örmum, fagnandi mjög „smáútvegsmönnum" s- s, Kveldúlfi, Alliance og öðrux» togarafélögum, sem ráða mestu í þessu sambandi og skipa stjór* þess. Er það næsta ixndarlegt, að á sama tíma sem Sjálfstæð- ismenn vinna í milliþinganefnd að því að skapa samvinnu við ríkisvaldið um lausn útgerðar- málanna, stofnar flokkurinn ti3 félagsskapar til að „taka upp baráttuna" við þetta sama rík- isvald. * tó! J' Aflabrögð. SÆMILEGUR afii hefir ver- ið í verstöðvixnum hér sunnanlands og á Vestfjörðum það sem af er, og er þess að vænta, að hann haldist. Gæftir hafa verið fremur góðar og gera menn sér vonir um áð vel rætist úr ef þær haldast. Út- gerð mun verða með mesta móti í vetur, bæði í Vestmanna- eyjum og verstöðvumxm hér við Faxaflóa og fjöldi aðkomu- báta stundar þaðan veiðar. Nýir áskrifendur fá AlMðnbiaðið ókeypis til næstu xnánaöamóta. — Gerist áskrif- endur strax i dag. Útbreiðið Alþýðublaðið! Karl ísfeld: Dpprnni fslendinga sagna. Knut Liestöl: Upprimi íslendingasagna. — ís- lenzkað hefir Björn Guð- finnsson. Reykjavík 1938. EINHVER gagnmerkasta bókin, sem kom út árið, sem leið, mun vera Uppruni ís- léndinga sagna, eftir norska prófessorinn dr. Knut Liestöl, í þýðingu Björns Guðfinnsson- ar mentaskólakennara, en Bókadeild Menningarsjóðs hef- ir gefið bókina út og þar með kvittað fyrir margar syndir. Bók þessi kom út á frummálinu árið 1929 og er samin upp úr fyrirlestraflokki, sem prófessor Liestöl hélt við Instituttet for Sammenlignende Kulturforsk- ning, en stofnun þessi gaf bók- ina út. Árið 1930 kom hún út á ensku, og nú, níu árum eftir, að hún kom út á frummálinu — er hún komin út á íslenzku. Alt fram á þennan dag hefir alþýða manna hér á landi trúað því, að íslendingasögurnar hafi verið nálega fullmótaðar í munnlegri geymd, áður en rit- un þeirra hófst. Mennirnir, sem tóku sér fyrir hendur að setja þær á bótefallið, voru skróeetj- arar, en ekki höfundar — í venjulegri merkingu þess orðs. En íslenzk alþýða hefir ekki verið ein um þessa skoðun. Margir færustu fræðimenn í þessari grein hafa stutt þessa skoðun. Nægir í því sambandi að minna á menn eins og Meiss- ner og Heusler. Ýmsir aðrir fræðimenn hafa hins vegar haldið því fram, að sögurnar væru að verulegu leyti verk einstakra höfunda, sem hefðu að vísu stuðst við munnlegar sagnir. Þessari skoðun munu menn hafa kynst af formálum þeirra hinda ís- lenzkra fornrita, sem út eru komin. Uppruni íslendingasagna fjallar um þessi mál, eins og nafnið bendir til- Höf. gerist málsvari eldri skoðunarinnar, en greinir auðvitað á milli ým- issa sagna. — Hann segir m. a.: „Niðurstöður þær, sem ég hefi komist að frá ýmsum hliðum, eru í samræmi við skoðun þá, sem Meissner og Heusler hafa haldið fast fram: Saga gat verið nokkurn veginn fullgerð í munnlegri geymd, ekki aðeins að efni til, heldur og orðfæri, ytra búningi efnisins, og þessi munnlega gerð sögurxnar gat komist um það bil orðrétt á bókfellið. Eða með öðrum orð- um: Munnleg og rituð gerð sögu eða stórra hluta af sögu gátu verið nálega samhljóða.“ (Bls. 44—45.) Máli sínu til stuðnings gerir höf. samanburð á íslendiiiga- sögum og munnlegum sagna- fróðleik annaira þjóða, einkum Norðmanna. Greinir hann í því sambandi mjög rækilega frá norsku ættarsögnunum, lýsir þróun þeirra og geymd. í kaflanum um sagnamenn sýnir höf. fram á, að minni sumra manna getur rúmað ó- trúlega mikið efni og varðveitt það óbrjálað um langan tíma. Nefnir hann í því sambandi menn eins og Walter Scott og Macauley. — „En það er heldur engum efa bundið, að gott minni getur varðveitt eina eða fleiri sögur á stærð við íslenzku sögumar nokkurn veginn orð- rétt,“ segir höf. á einum stað í þessum kafla (bls. 94). Þá rekur hann þau skilyrði, sem munnlegu sagnirnar áttu við að búa á íslandi, og telur þau hafa verið ágæt. Síðan ger- ir hann sannfræði sagnanna nokkur skil, og niðurstaða hans verður sú, að uppistaðan í ís- lendingasögunum sé sannsögu- Ieg. - í lolr bókarinnar Mgar »v® höf.: „íslendingasögurnar eru einstæðar. Þær áttp rætur sí»- ar x djúpi fortíðarinnar, en meiðurinn varð svo hár, að hann er sýnilegur um gervalían heim bókmentanna.“ Enda þótt sumt í bókinni orki mjög tvímælis, einkum í kaflanum um sögubrigði (vari- anta), er hún þó í heild sinni hið merkasta verk. Hún er og óvenju skemtileg, þegar þess er gætt, að hér er um vísindarit að ræða, og hún er svo alþýð- lega rituð, að hver sá, sem hefir á annað borð nokkur kynni af íslendingasögum, getur haft hennar full not. Menn ættu að lesa þessa bók rækilega- Að henni er verulegur fengur. Þýðing Björns Guðfinnsso*- ar er bráðsnjöll, málið afburða- fágað og rökhugsað. Fjöldi ný- yrða er í bókinni, svo sem sam- kennilegur (typisk og sögu- brigði (variant), en maðus tek- ur vai'la eftir nýyrðunum, svo eðlileg eru þau og sjálfskýr- andi. Björn mun hafa lagt mikla vinnu í þýðinguna, ends ber hún vitni manni, sem »kk- ert vill láta frá sér fara annað en það allra bezta. En það þarf engan að furða á því, þó að þýð- ingin sé góð, þegar þess er gætt, að þýðandinn mun vera eíni fs- lendingurinn, sem hefir lagt sérstaka stund á stílfrwði •£ hefir um þessar mundir bók í samningu um þaö>

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.