Alþýðublaðið - 01.02.1939, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 01.02.1939, Blaðsíða 3
MEDVXKXJDAG í. FEBK, 193« ALÞYÐUBLAÐIÐ RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON. í fjarveru hans: JÓNAS GUÐMUNDSSON. AFGREIÐSLA: ALÞÝÐUHÚSINU (Inugangur frá Hverfisgötu). SÍMAR: 4900: Afgreiðsla, auglýsingar. , 4901: Ritstjórn (innl. fréttir). 4902: Ritstjóri. 1196: Jónas Guðmunds. heima. 4903: V. S. Vilhjálms (heima). 4905: Alþýðuprentsmiðjan. 4906: Afgreiðsla. ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN Rðk reiðinnar. ÞAÐ er hverjum manni vanvirða að því að vel sé um hann talað í blöðum eins og Þjóðviljanum og Nýju landi. Þeir, sem stjórna Þjóðviljan- um, hafa ærst svo gjörsamlega út af ummælum þeim hér í blaðinu, að kommúnistarnir væru allsstaðar brautryðjend- ur nazismans, að allt það vit, sem fyrir kann að hafa verið, virðist horfið úr kolli þeirra með öllu, og reiðin og illgirn- in hafa gjörsamlega fengið þar yfirhöndina. Ritarar Þjóðvilj- ans gleyma því alltaf, hverjir sköpuðu öngþveitisástandið á ítah'u, sem varð til þess, að Mussolini fékk átyllu til að brjótast þar til valda. Það voru kommúnistar. Þeir gleyma því líka, að í Þýzkalandi voru það kommúnistarnir sem sprengdu og eyðilögðu hin sterku þýzku alþýðusamtök og gáfu Hitler þannig aðstöðu til þess að skapa á stuttum tíma sjóran byltingar flokk, sem tók upp allar bar- áttuaðferðir kommúnistanna. Þeir virðast alveg búnir að gleyma því, að þeir dönsuðu þá á. allt annari línu en nú. Þá börðust þeir gegn Alþýðu- flokkunum og töldu þá verstu fjendur verkalýðsins, — en nú hafa þeir fyrirskipun um að látast vilja vinna með Alþýðu- floltkunum, klessa sér upp að þeim og þykjast vera lýðræð- isflokkar. Kommúnistar benda sí og æ á, að á Frakklandi og Spáni sé samfylking — alþýðufylking — sem vinni einhuga gegn fas- ismanum. — En hver er svo reynslan í þessum löndum? Meðan Blum, foringi jafnaðar- manna í Frakklandi, var þar stjómarformaður og studdist við kommúnistana, gerðu þeir honum allt svo erfitt sem þeir framast þorðu- Þeir skipulögðu kyrsetuverkföll í verksmiðjum víðsvegar um landið og báru fram kröfur, sem vitað var um, að aðrir stuðningsflokkar stjórnarinnar ekki gátu gengið að. Á Spáni áttu kommúnistar verulegan þátt í því að hleypa byltingu Francos af stað. í stað þess, að vinna að því að kyrð og ró kæmist á í landinu, héldu þeir áfram hinum sífeldu skærum, sem verið höfðu milli fasistanna og þeirra í kosning- unum og fyrir þær, og sintu ekki því, sem nauðsynlegast var fyrir þjóðina, að skapa kyrð og frið í landinu og hefja við- reisnarstarf í stórum stíl. Kommúnistar gerðu þar — eins og allsstaðar, allt, sem þeir gátu til þess að hindra hina friðsamlegu þróun. Þeir vildu láta kosningarnar tákna komm- únistiska byltingu á Spáni og í þeim anda unnu þeir að kosn- ingunum loknum. Sú hetjudáð, sem alþýða Spánar hefir sýnt í hinni löngu borgarastyrjöld, er þessvegna alveg óviðkomandi þeim til- drögum, sem leiddu til styrj- aldarinnar. Hin spánska alþýða hefir var- ist fjandmönnum sínum með hreysti og hugprýði, en að hún þurfti að leggja í þann hildar- leik, var að minnsta kosti með- fram kommúnistum Spánar að kenna. Þeir hafa allsstaðar kennt einræðisöflunum baráttu- aðferðirnar og allsstaðar verið átyllan fyrir einræðið til þess að brjótast til valda. * Þeim þjóðum einum, sem hafa haft þá menningu og þann félagsþroska, að líta ekki við kommúnistunum, hefir vegnað vel- Þær halda sínu lýðræði ó- skertu og menning þeirra og framfarir stánda föstum fót- um. Svo er um England og Norðurlöndin öll — líka Finn- land. síðan starfsemi kommún- ista var bönnuð þar í landi. En hvernig er tónninn, sem kommúnistarnir senda foringj- um Alþýðuflokkanna á Norður- löndum? Sem dæmi má nefna að hinn nýi formaður Alþýðu- flokksins danska, Hedtoft- Hansen, er í blöðum þeirra kallaður „íhaldssvín,“ „verka- lýðssvikari“, „burgeisaspíra“ og „sósíalfasisti.11 Það er sami munnsöfnuðurinn og kommún- istarnir viðhafa hér um ritstjóra Alþýðublaðsins, for- seta Alþýðusambandsins og aðra þá, sem framarlega standa í samtökum alþýðunnar hér á landi. Hin máttlausa reiði, sem nú hefir algerlega fengið yfir- höndina hjá kommúnistunum hér, er greinilegt tákn þess, að þeir finna til undan sannleikan- um, sem Alþýðublaðið hefir sagt þeim svo afdráttarlaust. Og ef þeir væru menn með á- byrgðartilfinningu, ættu þeir að hafa vit á því strax í dag, að leggja niður flokk sinn. Með því gerðu þeir íslenzku þjóðinni meira gagn en þeir geta nú gert sér ljóst. Því til- vera þessa flokks ein út af fyrir sig er hætta fyrir þjóðfélagið, hætta fyrir lýðræðið og hætta fyrir þá viðreisn íslenzks at- vinnulífs og menningar, sem nauðsynlegt er að hefjist sem allra fyrst. En þeirri skynsemi verður vafalaust ekki að heilsa — og þá verður að finna önnur ráð. Málaferli við Kanp- Bianiakafnarháskéla STJÓRN Kahpmanmahflfaaírhá- isifcóilia hefir fyrir nokkru á- klvieðai& að láta höfiðta mlál á hiand'- u tndr. Vilhielm la Cour fyxir umi- mæli ,gem hantn htefir viðhaft um nokkra prófessora háskólainls oig þ ásérstekliega próSesisor Erák Aiv Up, og eru uimmæli lia Ootuir á þá Jeiið; að þeir hafi misibieíitt an- bættisstö'ðiu siami við siamkiepnis- p:róif í iháisikóilanum. Fyrir niokkru bauð stjórn há- akölanis öllum fcennurum hdimis- .spiekidieiilidairininar ,að þieim væri óhOimilt aíð láta meitt Up:p|i i jslajm- bajndi viið þietta mál, |er gert hefð- tet á kenniairaihmdum. Gamberg, máláfærslumaður, ,siem ier ve:rj« anldi la Cour, aegir aið þjetta balnni háskólfltetjóunfliríinnialr Má8i (efcki nökterríi átt og munli hiainn klrief j- asit þesis, að £á arð liaiðfl yítnl með ail ketinam hieimspiefciideildáiriininár. Mál þetta ■t'ekur all mifeið uan- íaíl og eftirtiefct í Danmörte. F.Ú. Útbveiðið Alþýðublaðið! Um Elmskipatélag íslands á aldarf jðrðungsatmæli pess. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS er að byrja annan aldarfjórðung æfi sinnar. Það varð 25 ára 17. fyrra mánaðar. Af ýmsum á- stæðum gat Alþýðublaðið ekki minst félagsins eins og það átti skilið þann dag, en það er nú gert með viðtali því, er blaðið hefir átt við framkvæmdastjóra félagsins, Guðmund Vil- hjálmsson. Skrifstofa framkvæmdastjórans er skreytt myndum af skipum félagsins og fögru líkani af nýjasta skipi þess Dettifossi. Fram- kvæmdastjórinn er albúinn að leysa vel úr spurningum og gefa upplýsingar: „Ég legg á það alla áherzlu,“ segir hann, „að öll þjóðin skipi sér um félagið, að andinn frá 1914, þegar félagið var stofnað fyrir sameiginlegt átak allra íslendinga, lifi.“ * ÞEGAR Eimskipafélagið var stofnað fyrir aldarfjórðungi, hafði Hið danska Samein- aða allar skipaferðir með höndum svo að segja. Eftir að félagið, sem hafði strandferðirnar, hafði gefist upp og Sameinaða varð einrátt, hækkaði það farmgjöldin, og hefir það að sjálfsögðu átt ríkan þátt í því að sameina ís- lendinga um stofnun Eimskipa- félagsins. Eftir því sem fram- kvæmdastjórinn skýrði mér frá, var það og hátíðisdagur í Reykjavík og víðar um landið, þegar Eimskipafélagið var stofnað. Það var nokkurs kon- ar kirkjuganga, Iðnó reyndist of lítil og stofnfundurinn var fluttur í Fríkirkjuna, en þar var félagið stofnað 17. janúar 1914, og það jafnvel með söng og músík frá kirkjuorgelinu. Stofnun Eimskipafélagsins var manndóms-tak íslendinga, þeg- ar hart var barist um sjálfstæði landsins, það var yfirlýsing þeirra um, að þeir gætu sjálfir, ef þeir vildu — og að þeir þyrftu ekki að vera upp á aðra komnir. * &&&: • \ . ippl .... 'Wéé;> : fcW'VÍIVfcíg > J - ^ ,v : J V..,'. r.iíl;. í •- ú ~ * 'éF, ,-v á Eitt af skipum Eimskiþafélagsins: „Brúarfoss“, FÓLKIÐ í landinu, sjómenn- imir, verkamennimir, kaupmennirnir og bændumir, hafa áreiðanlega oft og mörgum sinnum verið búnir að ræða um það sín á milli hve dásamlegt það væri, ef þjóðin réði sjálf yfir siglingunum, áður en fyrstu skrefin voru stigin til framkvæmda. En 1912 ræðir Sveinn Björnsson, nú sendi- herra, við Emil Nielsen um stofnun eimskipafélags og slær upp á því við hann, að hann yrði framkvæmdastjóri slíks félags. Þá var Nielsen skipstjóri á Sterling- Upp úr þessu fer að komast skriður á málið og nokkrir fara að ræða saman um það. Brátt fóm þeir að halda fundi um það og fjölgaði þeim brátt, sem fóru að taka þátt í þessum fundum. Fyrsta fundar- gerðin er frá 22. des. 1912, en síðan voru margir fundir haldnir og 21. febrúar er sam- þykt tillaga frá Eggert Claessen um að félagið skuli heita Eim- skipafélag íslands og jafnframt er kosin bráðabirgðastjórn. Skipuðu hana Thor Jensen, for- maður, Sveinn Björnsson, Egg- ert Claessen, Jón Björnsson, Jón Þorláksson, Jón Gunnars- son og Ólafur G. Eyjólfsson. Og í marz var sent út alment hluta- fjárútboð, ekki einungis hér heima, heldur og meðal Vestur- íslendinga, og það kom í ljós að það varð ekki til ónýtis. Hluta- féð, sem út var boðið, nam 385 þúsundum króna, og voru hlut- irnir upp á 25, 50, 100, 500, 1000 og 5000 krónur- íslendingar risu upp. 1. á- gúst höfðu safnast í hlutafjár- íoforðum kr, 264 þús. úr öllum Emil Nielsen. sveitum á landinu, öllum kaup- túnum, bæði frá fátækum og ríkum. En hlutafjársöfnun var haldið áfram. Alls söfnuðust hér heima 320 þúsund krónur og meðal Vestur-íslendinga 160 þúsund. Alþingi studdi þessa viðleitni. Það kom saman 1. júlí og samþykti að taka hluti í fé- laginu fyrir 400 þúsund kr- og veita því styrk árið 1915 að upphæð 40 þúsund krónur. * BJARTSÝNI og gróðrarhug- ur ríkti um Eimskipafé- lagið þegar í upphafi. Það var ekki byrjað með einu skipi. í marz 1914, eða nokkrum mán- uðum áður en heimsófriðurinn brauzt út, var samið um smíði tveggja skipa. Og varð það fé- laginu ómetanlegt happ að hafa samið svo snemma. Bæði skipin komu hingað á næsta ári, eða 1915. Gullfoss í apríl og Goða- foss (eldri) í júní. Þegar skip- in komu og þegar þau heim- sóttu hafnimar fyrsta sinni, var þeim fagnað eins og bjargvætt- um, enda voru þau það. Þau voru ávöxturinn af einum fyrsta og stærsta sigri þjóðarinn ar. En árið eftir strandaði Goðafoss og sló þá óhug á marga. En fljótt efldust vonirn- ar að nýju og í ársbyrjun 1917 var Lagarfoss keyptur. 1921 lét félagið byggja Goðafoss, 1927 eignaðist það Brúarfoss, 1928 Selfoss og 1930 eignaðist félag- ið sjötta og nýjasta skip sitt Dettifoss. — Og bráðum fáum við nýtt skip, sagði ég við framkvæmda- stjórann. „Já, vonandi,“ svaraði hann. „Við höfum leitað tilboða, en allar skipasmíðastöðvar hafa svo mikið að gera. Við höfum fengið svar frá nokkrum. Marg- ar geta ekki smíðað skipið vegna anna, aðrar geta ekki skilað því fyr en 1941, en hug- mynd okkar var að fá það 1940. Ég vona að svör komi frá ensk- um skipasmíðastöðvum nú þessa dagana — og að þau reyn- ist hagstæð. Þetta verður full- komnasta skipið, hraðskreið- asta og bezta. Það á að geta far- ið á 4 dögum milli Reykjavík- ur, Leith og Kaupmannahafn- ar- Það verður 3700 smálestir og gengur I6V2 mílu.“ * A LIR landsmenn þekkja Eimskipafélagshúsið, eitt af stærstu húsum Reykjavíkur. Þeir, sem í Reykjavík búa eða hingað hafa komið, þekkja það af eigin sjón, en aðrir af mynd- um. En svona var ekki hátt ris- ið á Eimskipafélagjnu þegar það byrjaði starfsemi sína*1914. Það byrjaði í gamla Edinborg- arhúsinu og hafði aðeins 3 her- bergi. Síðar flutti það í Hafn- arstræti 16. Eimskipafélagshús- ið var bygt á árunum 1918— 1921 og það ár tekið til afnota. Þarna er aðalstarfsemi þess, en svo leigir það margar hæðir í hinu mikla hafnarhúsi. í blaðagrein eða stuttu við- tali er erfitt að gera nógu glögga grein fyrir þróun fyrir- tækis eins og Eimskipafélags- ins, en til að gera því þó nokkur skil, skal hér minst á nokkrar tölur, sem eiga að nægja til þess að menn fái hugmynd um vöxt þess og viðgang. Árið 1915 námu tekjur fé- lagsins kr. 495.245, gjöldin 393- 527. Það ár varð reksturshagn- aðurinn (áður en afskriftir höfðu verið færðar til útgjalda) kr. 101 718. Árið 1937 námu tekjurnar kr. 4985 765, gjöldin 4 000 348 og reksturshagnaðurinn (einnig áður en afskriftirnar hafa verið færðar til útgjalda) kr. 985 417. Frá 1915—1937 hafa tekjur félagsins numið kr. 71 094 388, gjöldin kr. 59 875 086, og rekst- urshagnaður (eins og áður) 11 223 405 kr. Aðeins 1930 varð reksturstap kr. 4 103,00. 1915 greiddi félagið í vinnu- Iaun, bæði á sjó og landi, kr. 92 295,00. 1937 kr. 1 526 328,00. Alls hefir félagið greitt í vinnu- laun á þessum árum, bæði á sjó og landi, kr. 20 197 115,00. Skip félagsins hafa siglt frá 1915—1937 samtals 3.208.940 sjómílur, Innanlands hafa skip- in siglt hafnirnar 13.395 sinn- um. í vátryggingar hefir félagið alls greitt kr. 5.863.312.00. í öllum skipunum er farþega- Guðmundur Villijálmsson. rúm fyrir 349 manns. Því miður get ég ekki fengið upplýsingar um það hjá forstjóranum hve marga farþega skipin hafa flutt samtals. * ÞAÐ væri gaman að nefna fleíri tölur, en ég verð að láta staðar numið. Þegar Eim- skipafélagið átti aldarfjórðungs afmæli um daginn fannst því ekki, að það gæti fengið nógu stóran sal í höfuðstaðnum til að halda hóf, svo mörgum fannst stjórn fél., að hún yrði að bjóða í það gildi- Hún gaf starfsfólki sínu hins vegar minningar- gjafir. Allir fastir starfsmenn — 214 að tölu, fengu 100 kr. hver og 140 verkamenn, en svo margir verkamenn vinna hjá félaginu, þegar 2 skip eru inni í einu, fengu dagkaup greitt og frí frá störfum þann dag. Það er nauðsynlegt fyrir Eimskipafélagið og fyrir þjóð- ina sem heild, að full samvinna ríki um það. Það er vandasamt verk á þessum óróa og deilu- tímum að gæta þessa. En það er von allra, að það takist. Þvx að þó að margir sigrar hafi ver- ið unnir, þá eigum við eftir að lyfta Grettistökum- Enn sigla útlendingar hér við land, Enn greiðum við skatta til erlendra þjóða, Og bezt er að. vera sjálfum sér nógur. Það munu víst allir íslend- ingar geta tekið undir ummæli Eggerts Claessen, formanns Eimskipafélagsins, er hann flutti í útvarpið á 25 ára afmæli félagsins. „Vér íslendingar megum ekki standa í stað 1 þessum efnum. Eimskipafélagið vill gjöra sitt til þess að þær fram- farir geti orðið hér á samgöng- um á sjó, sem svara til þess, er gjörist nú í öðrum menning- arlöndum, Að þetta xnegi tak- (Frh, á 4. »íðu.)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.