Alþýðublaðið - 02.02.1939, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 02.02.1939, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUBLAÐIÐ FIMTUDAG 2. FEBR. 1989 Merkjalinan milli jafnað- armanna og kommúnista. . Hvernig dansklr JaVnaðarmenn lita á her brðgð og klofningsstarf semi kommánista Með tilliti til þeirra viðburða, sem undanfarið hafa verið og enn eru að gerast innan verkalýðshreyfingarinnar hér á landi, ætti það ekki að geta talizt ótímabært né óviðeig- andi að birta eftirfarandi grein, sem sýnir hvernig danskir jafnaðarmenn taka á klofningsstarfsemi kommúnista. Greinin er þýdd orðrétt úr aðalblaði danska Alþýðuflokks- ins, „Social-Demokraten“ í Kaupmannahöfn, og birtist þar þ. 4. janúar síðastliðinn. ♦-------------------------------------------------------------♦ ♦--------—-------------—-♦ ALÞÝÐUBLAÐIÐ RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON. í fjarveru hans: JÓNAS GUÐMUNDSSON. AFGREIÐSLA: ALÞÝÐUHÚSINU (Inngangur frá Hverfisgötu'). SÍMAR: 4900: Afgreiðsla, auglýsingar. 4901: Ritstjórn (innl. fréttir). 4902: Ritstjóri. 1196: Jónas Guðmunds. heima. 4903: V. S. Vilhjálms (heima). 4906: Alþýðuprentsmiðjan. 4906: Afgreiðsla. ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN Tvær ræðnr. AÐ er í dag ekki mikið orðið eftir af friðarvon- unum, sem eftir stríðsæsing- arnar í haust vöknuðu á ný, þeg ar Chamberlain kom heim frá Miinchen og veifaði pappírs- blaði því, sem hann og Hitler höfðu undirritað, framan í mannfjöldann á flugvellinum við London, með þeim ummæl- um, að nú væri „friðurinn tryggður á okkar tímum.“ Nú tala menn ekki lengur um það, hvort friðurinn muni haldast á okkar tímum. í dag tala menn ekki um annað en það, hvort hann muni haldast til vorsins. Og eftir ræðu þá, sem Hitler hélt fyrir þýzka rík- isþinginu á mánudaginn, er ekki annað sjáanlegt, en að full ástæða sé til að efast um það. Þegar Tékkóslóvakíu var fórnað á altari friðarins í haust, lét Hitler að vísu svo um mælt, að Þýzkaland myndi eftir það, engar frekari krofur gera til landa í Evrópu. Og hann end- urtók það í ræðu sinni á mánu- daginn. En hafi einhverjir virki lega haldið það í haust, að í slíkum ummælum feldist nokkur trygging fyrir varð- veizlu friðarins, þá hafa þeir hinir sömu hlotið að verða ann- ars vísari af þeim yfirlýsing- um, sem Hitler lét fylgja þess- um ummælum síðastliðinn mánudag- Hann sagði, að Þýzkaland hefði að vísu engar kröfur til landa fram að bera við Frakkland og England í Evrópu, en það myndi ékki sætta sig við það að þeim ný lendum í öðrum heimsálfum — gömlu þýzku nýlendunum — sem það þykist eiga heimtingu á, verði haldið fyrir því til lengdar. „Annaðhvort verður að skifta auðæfum heimsins með hervaldi eða með réttlátu sam- komulagi." Þannig hljóðuðu orð hans um þetta. Og hann bætti því líka við, að það væri bezt fyrir alla að gera sér það ljóst, að „ef stofnað væri til styrjaldar við Ítalíu, þá myndi Þýzkaland undir öllum kring- umstæðum standa við hlið hennar og veita henni lið“! Nú er að sjálfsögðu hægt að „stofna til styrjaldar við ítal- íu“ á margan hátt — meðal annars með því að verja hend- ur sínar fyrir yfirgangi henn- ar. Og þó að ekki sé kunnugt, að neinar árásir séu fyrirhug- aðar . á Ítalíu, þá er hitt vitað mál, að Ítalía gerir nú kröfur til víðáttumikilla landa í nýlenduríki Frakklands í Afríku og raunverulegra yfir- ráða í Miðjarðarhafi og hótar svo að segja daglega stríði, ef svo „réttmætar kröfur,“ eins og þær eru kallaðar í Rómaborg, verði ekki uppfylltar. Og það er sízt ástæða til þess að ætla, að Mussolini fari að slá af þess- um kröfum, eftir að Hitler hefir gefið afdráttarlausa yfirlýsingu um að Þýzkaland styðji Ítalíu undir öllum kringumstæðum, ef til ófriðar kemur. En hvað segja þá þeir, Frakk- ar og Englendingar, sem þann- ig eru ávarpaðir? Láta þeir hræða sig eins og í haust með hótuninni um stríð? Kaupa þeir sér aftur frið við Ítalíu og Þýzkaland, þótt þeir verði nú sjálfir að borga brúsann? Eða er þeim nú loksins nóg boðið? Því hefir þegar margsinnis verið lýst yfir af Daladier, að Frakkland láti ekki einn þuml- ung af sínu nýlenduríki af hendi við Ítalíu. En eins og það er vitað, að Ítalía muni ekki gera alvöru úr stríðshótunum sínum, nema því aðeins, að hún hafi vissan stuðning Þýzka- lands, eins blandast heldur engum hugur um það, að Frakk land myndi, ef á herti, heldur kjósa að kaupa sér frið, en eiga það á hættu, að lenda í styrj- öld án þess að vita England að baki sér. Það er því fyrst og fremst undir Englandi komið, hvenær sagt verður við fasista- ríkin: Hingað og ekki lengra! Og þessvegna hlustuðu menn ekki síður með athygli á ræðu Chamberlains s-1. laugardag, —■ heldur en á ræðu Hitlers í þýzka ríkisþinginu á mánudaginn. Það er ekki vani Chamber- lains að hafa í neinum hótun- um; og enginn bjóst því við að heyra nein slík stóryrði frá honum eins og frá Hitler- Hann sagðist heldur ekki sjá nein slík ágreiningsmál, sem ekki mætti leysa á friðsamlegan hátt — ef vilji væri fyrir hendi til þess að varðveita friðinn. En ef reynt væri að skipa mál- um með ofbeldi, gæti þó ekki hjá því farið, að lýðræðisríkin yrðu að spyrna við fæti. Menn myndu ef til vill ekki hafa á- stæðu til að taka slík orð svo al- varlega, ef ekki hefði fylgt annað, sem minna hefir verið talað um í fréttaskeytunum. Chamberlain gat þess í ræðu sinni, að ensku stjórninni hefði verið það fullkomlega ljóst, áð- ur en gengið var til samninga í Munchen í haust, að alvarlegar eyður hefðu verið í vígbúnaði I. HVERGI býst ég við, að menn hafi af eins mik illi alúð og ef til vill með jafn miklum ugg reynt að gera sér sem ljósasta grein fyrir afleið ingum Múnchen-samkomulags- ins fyrir framtíð þjóðanna, eins og einmitt á Norðurlöndum og í þeim löndum, sem við erum vön að nefna Eystrasaltslönd- in í þrengri merkingu. Síðan í septemberlok hefir þetta verið áhyggjumálið öllum öðrum fremur. Leiðtogar þessara þjóða, esns og Hambro stór- þingsforseti í Noregi og Ric- hard Sandler utanríkismálaráð- herra Svía, hafa hvor um sig reynt að gera landsmnnumönn- um sínum þessa breyttu afstöðu ljósa bæði í ræðu og riti. Og það er ekki af neinum sérstök- um óvilja í garð neinnar þjóðar, að þeir hafa bent á hættur í þessu sambandi. Ég las nýlega í íslenzku blaði, að til væru ís- lendingar, og ég einn á meðal þeirra, sem væru svo eitraðir að innræti, að þeir mættu ekki sjá neina af óskum Þjóðverja rætast. Eins og margir blaðales endur vita, er það alt af gott INÝJÁRSGREIN sinni skrif- aði Stauning forsætisráð- herra meðal annars eftirfarandi orð um hina kommúnistísku klofningsmenn: • „Ég hefi í tuttugu ár gætt þess að gerður væri skarpur greinarmunur á kommúnistum og jafnaðarmönnum, og það hefir áreiðanlega verið gæfa fyrir alla þjóðina. Hví skyldi það ekki vera hægt að halda hinni réttu merkjalínu milli lýðræðisins og einræðisins framvegis eins og hingað til? Ég hygg að það sé vel hægt“. Þessar línur hafa orðið til- efni langrar greinar í blaði kommúnista „Arbejderbladet“. Hvað á það að þýða, spyr blaðið, að tala þannig um Kommúnista- flokkinn? Þetta er þá nýjárs- ósk áhrifamesta manns danska Alþýðuflokksins, segir það, að halda við merkjalínunni milli lýðræðisins og kommúnista! Og niðurstaða blaðsins er sú, fyrjir utan nokkrár heimsku- legar aSakanir og illyrði, að slík viðleitni sé ekki aðeins skammsýn, heldur beinlínis hættuleg. * MÁLIÐ er þess virði, að gerð sé nokkur frekari grein fyrir því. Kommúnistar Englands, en þær eyður hefðu nú verið fyltar. Það ætti að mega ráða það af þessum orð um, að það hafi ekki verið al- veg að ástæðulausu, að England og Frakkland létu undan hót- unum Hitlers í Múnchen í haust, en að fasistaríkin geti fyrr en varir rekið sig óþyrmi- lega á, ef þau ætla sér nú að endurtaka þann leik, sem þar fór fram. guðsorð hér að skamma Sigurð Einarsson, og skal ég ekkert bera mig upp undan því. En ég ætla að segja hér dálítið frá því, hvernig sjö .smáríki við Eystrasalt hafa snúizt við þess- um málum. Áhrifin af Múnchen-sam- komulaginu, sem Hambro stór- þingisforseti hefir lýst svo, að með þeim hafi lögmál frum- skóganna verið innleitt í Ev- rópu, eru meðal annars þau, að öll smáríkin við Eystrasalt ótt- ast nú, og það ekki að ástæðu- lausu, að örlög þeirra kunni að verða hin sömu og Tékkóslóva- kíu, hvenær sem núverandi stjórn Þýzkalands þóknast. Þau óttast að Þýzkaland líti á Eystrasalt sem „Mare nost- rum“. sitt eigið haf, á sama hátt og Ítalía vill líta á Miðjarðar- hafið. Og hin þunga hönd Þýzkalands er þegar farin að gera vart við sig í þessum lönd- um, svo að sjálfstæðis og föður landsvinir þeirra eiga marga á- hyggjustund. Þegar kosningarnar í Memel voru aðalumræðuefni heims- blaðanna 11. des. sl. og mjög var um það rsett, að þessi litli hafa síðustu árin eins og kunn ugt er leikið „góðu börnin“. Þeir hafa á fleðulegan og upp á þrengjandi hátt reynt að nudda sér upp við Alþýðuflokkinn og lýðræðið. í verkalýðsfélögunum þykjast þeir vera „ópólitískir" til þess að geta smeygt sér inn í stjórnir þeirra, og maður skyldi varla trúa því, að það væru sömu kommúnistarnir, sem danska verkalýðshreifingin héfir annars átt að venjast síð- an 1918, Sem „góðu bömin“ hafa þeir hingað og þangað haft nokkur áhrif, enda þótt þeir verði öðru hvoru að þola það, að grímunni sé flett af þeim. Kommúnistar eru nú gramir yfir því, að Alþýðuflokkurinn skuli vilja „halda merkjalín- unni við“ milli sín og þeirra. En sú gremja er ekki gömul. Því að það voru kommúnistar, sem upphaflega drógu merkjalínuna innan verkalýðshreifingarinnar, og hafa haldið henni við hingað til. Það voru kommúnistar, sem klufu verkalýðshreifinguna 1918—1920 bæði á alþjóðlegum vettvangi og í hverju landi fyr- ir sig. Við munum eftir skríls- látum þeirra á Grænatorgi, þar sem þeir stimpluðu alla þá, sem einhver trúnaðarstörf höfðu í Alþýðuflokknum og verkalýðs- félögunum sem svikara. Og þangað til nú fyrir aðeins tveim landsskiki yrði sameinðaur Þýzkalandi, þá höfðu þær fregnir dýpri og víðtækari þýðingu. Memel er ekki nema spilda með 150 þús. íbúum. Að fá þessa spildu er enginn sigur sem neinu munar fyrir Hitler í samanburði við Austurríki og Tékkóslóvakíu. Með áróðri sín- um í Memel stefnir þýzka stjórnin lengra, hún stefnir til sigurs yfir Austur-baltisku löndunum, þau eiga að verða þýzkt land og Eystrasalt þýzkt haf. Eins og nú stnda sakir eru það níu ríki, sem lönd eiga að Eystrasalti og þó mjög mis- jafnlega. Þegar fró eru talin Þýzkaland, Sovét-Rússland og Pólland, eru öll hin ríkin smá. Svíþjóð er fjölmennust með ná- lega sex milljónir íbúa, Estland minst, með 1% miljón íbúa. Danzig þarf ekki að nefna í þessu sambandi, því að þó að hún sé að nafninu til sjálfstætt ríki, er hún í raun og veru þýzk borg. Ekkert af hinum sex litlu Eystrasaltsríkjum hefir neinn her eða flota, sem staðist geti gegn herafla stórveldis. Þess vegna hafa öll þessi ríki verið stuðningsríki Þjóðabandalags- ins, hins sameiginlega og samn- ingsbundna öryggis og friðsam- legra ráða til úrlausnar ágrein- ingi milli ríkja. En í öllum þess- um. löndum lifir með þjóðunum ur árum síðan hafa þeir haldið áfram að prédika það, að Al- þýðuflokkurinn sé flokkur, sem hafi svikið sósíalismann, og leið- togar hans allir „broddar“ og „verkalýðssvikarar“. Þetta hef- ir orðbragð þeirra verið, þangað til Moskva sendi út sína nýja „línu“ fyrir tveimur árum síð- an- Áður fyrr var því ekki verið að gera neinar gælur við Al- þýðuflokkinn né tala um neina samvinnu við hann. Það eru meira að segja ekki nema sex eða sjö ár síðan kommunistar og sá tartaralýður, sem frá því fyrsta hefir safnast utan um þá, brutu með grjótkasti rúðurnar í byggingu flokksblaðs okkar, ,,Social-Demokraten“. — Þeir skipulögðu beinlínis skrílslæti og slagsmál þannig, að það var hér um bil ómögulegt fyrir verkalýðssamtökin að halda fundi nema með sérstöku liði til þess að halda uppi friði og reglu. * IÐ munum einnig starf- semi kommúnista á Þýzka- landi. Það voru þeir, sem þrátt' fyrir það, að þeir voru ekki nema lítilfjörlegur minnihluti, leyfðu sér að kljúfa hina öflugu þýzku verkalýðshreifingu, sem annars — ef hún hefði staðið sameinuð í einum flokki — rík sjálfstæðisþrá og einlægur vilji til þess að varðveita frelsi sitt. í öllum þessum löndum finna menn sárt til hins aukna valds Þýzkalands og vildu gjarnan eiga afl til þess að mæta því, án þess að sjá til þess nein ráð. Jafnvel í Svíþjóð, sem lengi hefir verið mjög ró- leg, gætir nú mjög þessarar á- ^yggju. Og þó í ennþá ríkara mæli í Lithauen, Lettlandi og Estlandi. Hinir ýmsu friðarsamningar, sem snerta Eystrasaltslöndin, voru gerðir á árunum 1919— 1920. Þeir kostuðu Þýzkaland pólska hliðið og Danzig, en þrátt fyrir missi þessarar borg- ar og þessarar landspildu er samkomulag um það, að í raun og veru versnar aðstaða Þýzka- lands við Eystrasalt mjög lítið. Það var keppinautur Þýzka- lands, Rússland, sem beið hið mikla tjón. Rússland misti hundruð kílómetra af strand- lengju Eystrasalts, og geysi- mikil landsvæði, er Estland, Lettland, Lithauen og Finnland urðu sjálfstæð þjóðríki, Og þess er að minnast, að með því var ekkert af Þýzkalandi tekið og þar var ekki ranglæti Yer- salasamninganna á ferðinni. Því öll þessi ríki hlutu sjálf- stæði sitt með beinum samn- ingi við Sovét-Rússland. Þýzka- land lagði sitt lóð í skálina til myndi hafa verið órjúfandi varnarveggur gegn ofbeldi naz- ismans. En það voru lík* kommúnistar, sem byrjuðu á ofbeldisverkunum. Þeir byrjuðu á því að vopna flokksmenn sína og gerðu gúmmíkylfuna og skammbyssuna að pólitísku vopni í baráttunni gegn þeim hluta verkalýðsins, sem fylgdi jafnaðarstefnunni. Þannig var „hin útrétta bróðurhönd“ kom- múnista 1 þá daga! Og hvað gerðu þeir, þegar naxzistum fór að vaxa fiskur um hrygg á Þýzkalandi? Sáu þeir þá að minnsta kosti hætt- una af því að viðhalda klofn- ingnum innan verkalýðshreif- ingarinnar? Nei, þýzku komm- únistarnir lýstu því yfir, að Al- þý ðuf lokkurinn væri „höfuð óvinurinn”, þeir skipulögðu í samvinnu við nazista verkföll á móti verkalýðsfélögunum, og greiddu hvað eftir annað at- kvæði 1 ríkisþinginu með naz- istum móti Alþýðuflokknum. Og þær ofbeldisaðferðir ,sem naizistar nota nú til þess að bæla niður alla þá, sem frelsi og lýðræði unna á Þýzkalandí, hafa þeir beinlínis lært af komm únistum. Þelr voru þeir fyrstu, sem beittu þeim. * INNST mönnum nú, að Alþýðuflokkurinn hafi nokkra sérstaka ástæðu til þess að hlaupa upp um hálsinn á Aksel Larsen og félögum hans, þó að þeir hafi nú í eitt ár eða svo leikið „góðu börnin11? — Mönnum, sem hafa hætt Al- þýðuflokkinn og svívirt, áem hafa gert allt, sem þeir gátu til þess að kljúfa og eyðileggja verkalýðshreifinguna? Ef þeir hefðu fengið að ráða, myndu í dag hvorki samtök danska verkalýðsins vera sá múrvegg- ur, sem þau eru, né stjórn lands- ins vera í hans höndum! Það er að minnsta kosti áreiðanlegt. Og hvað ætti yfirleitt að vinnast við það, að taka upp samvinnu við kommúnista, þótt þeir nú allt í einu þykist vera með lýðræðinu, þegar þeir eru orðnir hræddi.r? Einlægnin í yfirlýsingum þeirra þar að lút- (Frh. á 4. síðu.) þess að unni|ð varð á rauða hernum í borgarastyrjöldinni í Finnlandi, en hin þrjú baltisku ríkin skulda Þýzkalandi enga slíka aðstoð. Sannleikurinn var sá, að þau urðu að reka af höndum sér jöfnum • höndurn bæði Þjóðverja og bolsévíka í sjálfstæðisbaráttu sinni. Ágætur enskur blaðamaður og rithöfundur, Robert Mac- hray, hefir nýlega ferðast um baltisku löndin og Finnland og kynt sér alt ástand þeirra sem nákvæmlegast. Ritar hann um þetta fróðlega grein í Fort- nightly Review og segir þar meðal annars á þessa leið: Það er gegn þessum ríkjum, sem Þýzkaland stefnir nú. Síð- an Hitler komst til valda, hefir þeim verið ljós hin sívaxandi hætta, sem birzt hefir í vax- andi áróðri nazista samfara fjármálalegri og viðskiftalegri afskiftasemi- Auk þess bendir Þýzkaland í ákafa til sögulegra tengsla við Estland og Lett- land. Yfir höfuð hefir þýzka stjórnin aldrei farið dult með fyrirætlanir sínar í sambandi við Eystrasaltslöndin, fremur en Austurríki og Tékkóslóva- kíu. Þegar árið 1943, þegar Hitler átti ekki yfir neitt svip- uðu valdi að ráða eins og nú, þá neitaði hann að taka hönd- um saman við Sovét-Rússland (Frh. á 4. »fðu.) Sigurður Einarsson: llgpr Gystrasallsríkjanna. -----«.---

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.