Alþýðublaðið - 06.02.1939, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 06.02.1939, Blaðsíða 3
MÁNUDAG 6. FEBR. 1939 ALÞYÐUBUIÐItl ALÞÝÐUBLAÐIÐ RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON. I fjarveru hans: JÓNAS GUÐMUNDSSON. AFGREIÐSLA: ALÞÝÐUHÚSINU (Inngangur frá Hverfisgötu). SÍMAR: 4900: Afgreiðsla, auglýsingar. 4901: Ritstjórn (innl. fréttir). 4902: Ritstjóri. 1196: Jónas Guðmunds. heima. 4903: V. S. Vilhjálms (heima). 4905: Alþýöuprentsmiðjan. 4906: Afgreiðsla. ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN Glæsllegt af mæli GLÍMUFÉLAGIÐ ÁR- MANN hefir haldið upp á hálfrar aldar afmæli sitt und- anfarið og lauk hátíSahöldun- um með glæsilégu samsæti í gærkveldi að Hótel Borg. Ár- mann var stofnaður inni á „Skell" 1888. Mörg deyfðar tímabil hefir félagið átt, og 1906 er talið að það hafi hafið nýtt og betra starf, sem nái allt til þessa tíma. í samsætinu í gærkvöldi var fjöldinn allur af ræðum fluttur og Ármanni og stjórn hahs. færðar fagrar gjafir. Bar há- tíðin allan svip íþróttaviljans og gleðinnar. og settu fimleika- stúlkur félagsins ekki minnst- án svip á það með myndarskap sínum og gleði. Þær sátu flestar utarlega, en við háborðið sátu meðal annars gamlir braut- ryðjendur, þar á meðal séra Helgi Hjálmarsson, sem glímdi kappfullur inni á „skell" daginn sem Ármann var stofnaður og mörg ár eftir það. Enginn getur metið það geysiþýðingarmikla starf, sem Ármann hefir unnið í þágu í- þróttanna og hvaða þýðingu það hefir haft fyrir menningu hinnar ungu kynslóðar, ekki að eins hér í Reykjavík, heldur og um landið þvert og endilangt og það var ekki að ófyrirsynju, að mörg hlý orð og margar þakkir voru látnar í té helztu mÖnnum Ármanns, bókbindar- anum Jensi Guðbjarnarsyni, sem í meira en áratug hefir ver- ið formaður félagsins og skó- smiðnuhi Þórarrii Magnússyni — sem hafa verið svo sam- hentir í því að gera félagið að stórveldi eða hinn glæsilegi íþróttakennari, Jón Þorsteins- son, sem gert hefir hróður fé- lagsins svo mikinn og vel hefir komið í ljós undanfarin kvöld á hinum miklu íþróttasýningum félagsins. Allar góðar vættir eiga að vaka yfir velferð félagsskapar eins og Ármann er, og fylgja honum heilar árnaðaróskir allra góðra íslendinga. Hjúliiiuwaikvennamót Norðw- Vondir menn erta majister. Efitir Ólaf Friðriksson. islem" híalidið' vjerlðiur á ísílianidi dalgania 22.-24. jiöíí, ier gert aö lulmitíallisiélni í'miorsíka blaioiiniu Nia- tiionian. Lagt verðiur aff istað frá öslio á „iStavainigierfjiorid" 19, 'jiuií (mföviicluidag) og fcoimio tll Rieykjiaivíktur msesta laugtaridag. — Guðsþjómlus'ta: ver'ð|u|r í !dóimfcir(kj- uinmi i ReyTqlavílk og prpdiklar bisikiup ístomídis, |en þar næst vier'ði- ur wiiótið isiett og á Þieitm1 Sunldi býður bprgairstjód RieykjiaVílkur ges'ti vlelkOimnia, len fulltrúair allra NoriðtaTla'nídainina hlalda ræiðiur. — Bílflerðiír |emi rálagieiiðjar til Geysis og Akuneyilar. FB. Útbrdðið AlþýðublmðiS! IMORGUNBL. 20. jan. var svargrein frá Guðna Jóns- syni magister við grein minni um ritdómara, sem ekki lesa bækurnar, sem þeir dæma. Greinin er kurteis, og ég er kallaður þar herra — ti^gerðar- læti, sem af síðari tíma upp- skafningshætti er farið að við- hafa eftir útlendri fyrirmynd- En samkvæmt íslenzkri venju er það full kurteisi, að rita nafnið eitt. Hitt er annað mál. að sjálfsagt er að spara ekki titlana, hafi maður hugmynd um að sá, sem nefndur er, hafi gaman af því. í þessari grein Guðna (mag- isters) minnist hann ekki einu orði á, að ég hafi sagt að hann hafi ritdæmt sögu Wells án þess að lesa íslenzku þýðinguna, ög svarar ekki nema einu atriði úr greih minni. En það er því, er ég sagði um að Wells hafi ekki getað ritað um valdatöku na?.- ista í Þýzkalandi, því bókin hefði verið rituð mörgum árum áður en hún fór fram. Bendir Guðni á að í íslenzku útgáfunni sé nefndur vistaskortur, sem orðið hafi í Rússlandi veturinn 1933—34 og heldur svo fram að þess vegna geti saga Wells ekki verið rituð fýr en 1934. Nú er það svp, að þessi saga Wells kóm út 1922 (það er ára- tug áður en nazistar tóku völd- in). Hefði saga Wells ekki verið rituð fyr en 1934, hefði hún átt að koma út 12 árum áður en hún var rituð! Því ekki verður deilt um að hún hafi komið út þetta ár, sem ég segi, 1922. Getur Guðni eða hver sem vill gengið úr skugga um að þetta sé rétt með því að fara inn í lestrarsal Landsbókasafnsins og gá þar í Bretabók (alfræðiorða- bókina), undir Wells. Sá, sem athugar sögu Wells (íslenzku útgáfuna) sér að hún nær ekki lengra aftur en til um 1920. Tvær undantekningar eru þó'í henni. Aftan við ártölin er bætt eitthvað 7 viðburðum, og er síðastur þeirra að Hitler hafi orðið, einvaldur á Þýzkalandi 1933. Á hinum staðnum er bætt við einni blaðsíðu aftan við kaflann um Bússland, og þar sagt frá matarskorti, sem hafi orðið þar veturinn 1933—1934, vafalaust af því, að Wells vill segja löst á landinu, eins og Guðni, þó hann sé ólíkur Guðna að hinu leytinu, að hann vill líka segja kost. Það er kunnugt, að ófróðir menn hafa margir haldið, að fornsögur okkar væru ekki eldri en yngsti maður, sem get- ið er um í ættartölum, sem þar eru- En þessar ættartölur eru oft viðbætir seinni tíma, og sögurnar einatt langtum eldri. Þarf ég ekki að segja Guðna þetta, þar sem hann er lærður í norrænum fræðum. En illa hefðum við verið staddir, hefðu allir norrænufræðingar gefið sér jafn lítinn tíma til að hugsá eins og Guðni um sögu.Wells, eða flumbrað svona ógurlega, af því þeir sáu eitt nafn. Mér finst næsta skiljanlegt hjá Wells, að hann, þrátt fyrir það; þó hann jfyndi ástæðu til þess að bæta ofurlitlu aftan við kaflann um Rússlánd, ekki sæi ástæðu til að bæta alveg nýj- um köflum inn í veraldarsög- una. í sögu hans er slept ótelj- andi viðburðum, sem eru merkilegri en valdataka Musso- linis og Hitlers voru í önd- verðu- Það er ekkert nýtt í sög- unni, að einstakir menn brjótist til valda eins og þeir gerðu. — menn eru kallaðir sigurvegarar og frumherjar, ef að ættmenn þeirra halda völdum í marga liði á eftir, en harðstjórar og fantar, ef vald það er þéir stofna stendur ekki nema einn eða tvo mannsaldra. Þannig er dómur sögunnar. í;- valdatöku Hitlers og Mussolini var því ekkert ó- venjulegt, eða neitt er réttlætti að þeir kæmust í veraldarsögu, fyr en eftir 1934, er sýnt var, að af þeim stafar hin mesta ó- friðarhætta fyrir veröldina. — Þori ég næstum fyrir hönd Wells, að lofa Guðna því, að Wells muni í nýjum útgáfum bæta við kafla um ófriðarhætt- una, og þessa tvo seggi, sem Guðni ber svo fyrir brjósti. Daginn eftir að Guðni skrif- aði grein sína í Morgunblaðið, skrifaði ég þar smágrein, svar til hans. Leið síðan vika, að Guðni svaraði ekki, enda virtist þess engin þörf. En 29. jan. birtist í Morgun- blaðinu ný grein eftir Guðna, og kveður þar við annan tón, en í fyrstu greininni. Þar er nú ekki verið að herra mig, og ætla ég að reyna að bera það, en það sýnir, að Guðni hefir verið mjög gramur, er hann ritaði greinina. Er þessi mis- munur á greinunum mjög ein- kennilegur, vegna þess, að frá því hann ritaði fyrri greinina, og þar til hann ritaði hina síð- ari, hafði ég ekki aðhafst rieitt það, sem hann hefði getað reiðst yfir. Hann hefir því reiðst af fyrri grein minni viku eftir að hann skrifaði fyrri svar- greinina við henni. Allir þekkja söguna af manninum, sem sagði: „Ætli ég ætti að reiðast," þegar honum var gefið utan undir. En Guðna kom ekki í hug að reiðast, þegar hann las grein mína, og ritaði fyrri grein sína í samræmi við það. En svo eftir viku eru einhverjir búnir að segja honum, að hann eigi að verða vondur. Tekur hann sig þá til, og ritar seinni grein- ina, þar sem hann meðal ann- ars, eins og Arnór Sigurjóns- son, ber af sér þau ámæli mín, að hann haf i ekki lesið íslenzku þýðinguna af Veraldarsögu Wells- En ég mun í síðari grein sanna, að þeir Arnór hafi hvor- ugur lesið íslenzku þýðinguna. Þyki mér ver fyrir Guðna, að hann skyldi láta vonda menn með ertni um að hann hafi staðið sig illa í þessari deilu, æsa sig til þ ess að fara að reiðast svona löngu seinna. Guðni endar grein sína á því, að hann hafi heyrt, að það Bðknnardropa A.V.R. Rommdropar. Vanilludropar. Citrondropar. Möndludropar. Cardemommudrópar. Smásöluverð er tilgreint á hverju glasi. ÖU glös með áskrúfaðri hettu. Áf enfp^weraliin rf klslns eigi að nota Veraldarsögu Wells í alþýðuskólum landsins, og lýsir yfir vanþóknun sinni á þeirri fyrirætlun. Kemur hann með þá hótun, að ef það verði gert, þá skuli hann, Guðni Jóns- son magister, svei mér þá kryf ja söguritun Wells nánar en hafi verið gert. Ég læt mig engu skifta, hvort bókin verður notuð sem skóla- bók, hef engan áhuga í þá átt, en hinu gæti ég trúað, að stjórnarvöld landsins væru svo hláleg, að þau færu bara ekki nokkurn skapaðan hlut eftir hótunum Guðna, og að þau væru á allt annari skoðun um hve mikill maðúr Guðni sé, en það álit á honúm sjálfum, er skín í gegn um greinar hans. Óiafur Friðriksson. Sigfurður Einarsson: Bflpr Eystrasaltsrikjanna. ii. EG var að segja frá því í síðustu greinum mínum, hvernig enska blaðamanninum Robert Machray kom hugará- stand manha fyrir sjónir í septemþer í Eystrasaltslöndun- úm. Hann er í öllum höfuð- borgum þessara landa: Kaunas, Riga, Tallin og Helsingfors. Allsstaðar í þessum borgUm þóttust menn þess fullvissir, að England mundi standa eins og óbilandi véggur með Tékkósló- vakíu- Einhvern veginn höfðu menn bitið sig fasta í þá skoð- un á Chámberlain, að hann væri verndari smáþjóðanna, hlutverk, sem hann hefir að minnsta kosti aldrei þózt vera að leika. Og hvað eftir annað heyrði ég, segir Machray, látna í ljósi aðdáun á því, hvað hug- rakkur hann væri að standa uppi í hárinu á Hitler. Fregn- unum um það, að brezki flot- inn væri að vígbúazt, var tekið með 'miklum fögnuði í öllum þessum löndum, og sömuleiðis hersins. Svo komu tveir,. þrír dagar, sem menn biðu frétt- anna, með nærri óþolandi eft- irvæntingu. Og svo kom Mun- chen. Og hafi. nokkur í þessum löndum þá í svipinn verið í vafa um, hve fullkominn ósigur Bretland og Frakkland höfðu beðið, þá hvarf sá vafí til fulls næstu daga, þegar það' varð sýnt, að Tékkóslóvakía var al- veg búiri að glata sjálfstæði sínu. Það er ægileg aðvörun, segir Machray, til allra þjóða hvort sem þær eru litlar eða stórar. Fyrsta andsvar Eystrasalts- landanna við Miinchensáttmál- ann, var það, að í október s-1. lýsti Estland yfir fullu hlut- leysi að dæmi Belgíu og Sviss, ef til ófriðar kæmi. Tveim mán- uðurii síðar lýsti Lettland yfir sömu stefnu. Um sömu mundir fær Lithauen fyrstu aðvörun- ina um það, að henni sé ekki ætlað að sleppa svo ódýrt. ¦—• Þýzkaland býður henni upp á 15 ára gagnkvæman hlutleys- issáttmála, en með svo erfið- um kjörum, að það hefði breytt Lithauen í þýzka hjálendu. — Var sáttmálinn að mestu sam- hljóða þeim, er Þýzkaland hafði boðið Tékkóslóvakíu til 20 ára, en hún hafnað. Þýzkir' stjómmálamenn hafa lengi haldið því fram, að Lit- hauen hafi leynisáttmála við Sovét-Rússland, og fyrsta^kil- yrðið í sáttmála þeim, er Hitler bauð upp á, var á þá leið, að Lithauen skyldi haf na allri samvinnu við Sovét-Rússland, og byggja alla stjórnmálastefnu sína utan lands og innan á vin- áttu við þriðja ríkið. Annað skilyrðið var það, að Lithauen skyldi skuldbinda sig til að flytja landbúnaðarafurðir sínar eingöngu út til, Þýzkalands, sem í staðinn sæi því fyrir vél- um og iðnaðarvarningi. Var fyrra skilyrðinu beint gegn Bretlandi, sem þarna kaupir all- mikið af matvælum, fleski og smjöri og geldur í i-eiðu fé- Og til þess að gefa kröfum þessum nauðsynlegan þunga, fóru nú nazijs'tar að íbjaf^ sig mjög í frammi í Memel. Lithauiska stjórnín hafði séð sig til þess neydda, að fyrirskipa hernað- arástand í Memel til þess að halda þar ró og reglu, nú var þess krafist, að hernaðarástand inu yrði aflétt, og þorði stjórn- in ekki annað en að beygja sig. 1. nóveniber skyldi forsetakjör fara fram, og var Antonas Smetona kjörinn forseti í 3ja sinn. Þjóðverjar í Memel greiddu ekki atkvæði, en leið- togi þeirra, dr. Neumann lýsti yfir því, að hann mundi koma á ró og reglu í landinu, án aðstoð- ar lithauisku stjórnarinnar, með tilhjálp íbúanna sjálfra. Tók hann að skipuleggja nazista- sveitir af kappi. í des- komu svo kosningarnar í Memel. Fengu nazistar 25 þingmenn kjörna af 29 og 59 þúsund atkvæði, en með Lithauen kusu rúm ? þús- und. Var því þá lýst yfir, að kosningarnar sýndu og rétt- lættu það fullkomlega, að Mem- el yrði ' sameinað Þýzkalandi. En nú er Memel sjálfstætt ríki samkvæmt lögum, og bera 4 stórveldi ábyrgð á sjálfstæði þess. Það eru ítalía, Japan, Frakkland og Bretland. Síðan situr allt við sama, og Hitler gaf engar upplýsingar um Mem- elfyrirætlanir sínar í síðustu ræðu sinni- En Lithauen skynj- ar sem hið þýzka sverð hangi yfir höfði og Estland og Lett- land finna til þess á sama hátt þó að þau séu svo heppin að eiga engan iMemelágreining við Þýzkaland. Á Norðurlöndum hefir komist upp víðtæk njóshastarfsemi. — Varð fyrst uppvíst um þessa starfsemi í Danmörku og eru dómar nýgengnir í málum njósnaranna. í Svíþjóð og Nor- egi hefir nú verið komið á fót sérstökum leynilögreglusveit- um, til þess að vera á verði fyr- ir njósnurunum. Hafa njósnar- ar síðan verið handteknir í Svíþjóð. Litlu síðar hélt Sándler ut- anríkismálaráðherra Svía ræðu, sem ekki einurigis bergmálaði um öll Norðurlönd heldur og hinn enskumsélandi heikn. — Hann skýrði þár frá því fullum fetum, að þýzk stjornarvöld leituðust við að koma aríastefnu stefnu sinni í framkvæmd utan Þýzkalands og að sænskum verzlunarhúsum, sem skiftu við Þýzkaland, hefði verið til- kynt, að það væri litið á það með vanþóknun, að þau hefðu ekki aría í þjónustu sinni, og beðinn um skýrslur um starfs- mannahald þeirra og aðrar á- stæður- Komst Sandler svo að orði: Hér hefir vafalaust verið farið yfir takmörk þess sæmi- lega. Hann kvaðst sér til sorgar hafa orðið þess var, að sum sænsk verzlunarhús hefðu orð- ið við þessum kröfum, og hann sfcpraði á alla kaupst'ýslustétt Svíþjóðar, að vinna saman að því að halda uppi þeirri grund- vallareglu, 'að í Svíþjóð ættu sænsk lög ein að gilda en ekki valdboð erlendra aðila. Hann bætti við: Það er ekki rétta að- ferðin að mæta ósvífninni með undirgefni, og mátti þó vita að þessi orð mundu setja hann hátt á skrá þeirra manna, sem þýzk stjórnarvold líta horn- auga, en þar eru Eden, Chur- chill og Duff Cooper efstir á (Frh. á 4. síðu.)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.