Alþýðublaðið - 07.02.1939, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 07.02.1939, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAG 7. FEBE. 1939 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ALÞYÐUBLAÐIÐ RÍTSTJÓRI: P. R. VALDEMARSSON. f fjarveru hans: JÓNAS GUÐMUNDSSON. AFGREIÐSLA: ALÞÝÐUHÚSINU (Inngangur frá Hverfisgötu). SÍMAR: 4900: Afgreiðsla, auglýsingar. 4901: Ritstjórn (innl. fréttlr). 4902: Ritstjóri. 1196: Jónas Guðmunds. heíma. 4903: V. S. Vilhjálms (heima). 4905: Alþýðuprentsmiðjan. 4906: Afgreiðsla. ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN Reynslan talar. REYKJAVÍK — ÍSA- FJÖRÐUR. Það er erf- itt að líkja þessum bæjum sam- an. Annar er byggður 36 þús- undum manna, hinn byggja að eins 2600. Annar er höfuðstað- ur landsins, skipaður öllum mestu eignamönnum landsins, öllum tekjuhæstu þegnum þjóð- félágsins; þar eru öll' stærstu fyrirtæki landsins, miðstöð allra siglinga til og frá landinu og megin þorri allrar verzlun- ar. Hinn er svo að segja ein-. göngu byggður alþýðufólki, verkamönnum og sjómönnum, méð íitlar og stopular tekjur og fengar eða sama og engar eignir. Ef afli bregst eitt ár, er, voði fyrir dyrum. Þó héfir oft verið gerður samanburður á Reykjavík og ísafirði pg allt af í þeim til- gangi, að sýna ríkidæmi Reykjavíkur pg fátækt ísa- fjárðar. Það er eins og þegar stór- bóndinn hefir viljað láta miða útsvar sitt við útsvar hins fá- tæka bóndá. En þó að aðstaða Reykjavík- ur og ísaf jarðar tiL að mæta sameiginlegum erfiðleikum, sé alls ekki sambærileg, þá er hægt að bera það saman, hvern ig þessir tveir bæir fara að því að mæta erfiðleikunum, hvaða stefnu þeirataka upp og hver árangurinn hefir orðið bjá hvorum um sig. í ¦• Um fjölda mörg ár héfir verið háð barátta um það hér í Reykjavík, hvaða stefnu bær- inn ætti að hafa gagnvart vax- andi atvinnuleysi og auknu. fá- tækraframfæri. Aðaldeiluaðilar í þessum málum hafa verið Al- þýðuflokkurinn og Sjálfstæðis- f lokkurinn. Alþýðuflokkurinn hefir haldið því fram, að bær- inn ætti að. hefjast handa um atvinnuf ramkvæmdir, einmitt þggar atvinnuleysið væri vax- andl, að hann ætti að ráðast í útgerð. setja á fót verksmiðju- rekstur og gangást fyrir bygg- mgarframkvæmif^m í allstór- uro stíl.. Sjálfstæðisflokkurinn segir aftur á móti: Það væri fasinna af bæjarfélaginu, að hafa afskifti af atvinnulífinu, hann getur ekki ráðist í útgerð eða stutt að nýjum atvinnu- tækjum meðan atvinnurekstur- inn gengur erfiðlega hjá ein- staklingunum. Það nær heldur ekki nokkurri átt, að bærinn f ari að grípa fram í fyrir ein- staklingsframtakinu um bygg ingar. Þessi stefna hefir ráð- 18. Sjálfstæðisflokkurinn hefir verið og er alls ráðandi í bæj- arstjórninni. ísaf jörður hef ir hinsvegar framkvæmt stefnu Alþýðu- flokksins. — Árangurinn? Hér í Reykjavík er vaxandi atvinnuleyei og þar a£; ltóðandí vaxandi fátækraframfæri, — hækkandi útsvör og skattar, auknar skuldir bæjarins og svartsýni um framtíðina. Hús- næðisvandræðin fara vaxandi, bærinn greiðir svo hundruðum þúsundum króna skiftir árlega í húsaleigu fyrir styrkþega sína sem margir hverjir eru full- vínnufærir, lóðir bæjarihs standa ónotaðar og framleiðsla byggingarefnis, sem bærinn sjálfur á, er stöðvuð vegna þess að ekki er not fyrir það, að raf- magnið er ónotað, skattar koma ekki af óbyggðum húsum eða lóðum o. s. frv. Á ísafirði er komið upp nýj- um atvinnutækjum- Atvinna skapast fyrir atvinnulitla sjó- mann og verkamenn, styrkþeg- arnir hverfa af bænum, að fram leiðslustarfinu, þeir sem unnið geta. Atvinnuleysið minkar og fátækraframfærið minkar, þeir sem áður voru þyggjendur í bæjarfélaginu gerast veitend- ur, þeir greiða sín útsvör og skatta eins og aðrir þegnar. Þegar slík reynsla er fengin — á að vera hægur vandi fyrir almenning að dæma á milli. Hér er ekki um fullyrðingar að ræða. Hér talar reynslan sínu skýra máli til hvers eins. Norska beitosíldin og fitgerðin. UT AF GREIN, sem vinur minn, Runólfur Stefáns- son skipstjóri frá Holti, hefir skrifað í Alþýðublaðinu 2. febr. í tilefni af viðtali, sem Morgunblaðið átti við mig ný- Iega, vil ég taka fram eftirfar- andi:: Það er alls ekki rétt hjá Run- ólfi, að norsk beitusíld geti ekki verið góð vara. Janúarveidd, norsk hraðfryst stórsíld, hefir reynst hér góð beita, enda er hún þekt af fjölda sjómanna. Það er rétt hjá Runólfi, að sein- fiskuð norsk síld, t. d. Hauga- sundsíld, er léleg beita. Enn- fremur hefir stundum verið flutt hér inn ísuð seinveidd norsk síld, sem ekki hef ir reynst vél, enda oft skemst í f lutning- um hingað. Eins og nú er ástatt hér með beitu, er það mjög varhugavert, að slá fram staðhæfingum sem ekki hafa við rök og raunveru- leika að styðjast. ,, Það er í sjálfu sér ekkert að athuga við það, að byrja síld- veiðar strax nú í febrúar, með styrk Fiskimálanefndar eins og Runólfur leggur til- En í því sambandi vil ég þó minna á, að fyrir nokkrum árum gerði Fiskimálanefnd út varðskipið Þör til síldveiða að vetrinum, en fékk enga síld. En á meðan Þór stundaði þessar síldveiðar, óð síldin á land í Grindavík, Keflavík og Hafnarleir, en sú síld reyndist, því miður, léleg beita, vegna þess hve horuð hún var. Óskar Halldórsson. í Hólum í Hornafirði hefir verið sett upp 650 watta rafstöð, sem knúin er með vindi. Þarf hún aðeins 3 vindstig til þess að starfa. Raf- geymar endast í 2—-3 daga, þótt logn sé. — Vélin stillir sig að mestu leyti sjálf í hvassviðrum og má stöðva hana alveg í stór- viðrum. Stöðin gefur nægileg ljós í íbúðar- og peningshús, og til ýmissar annarrar smá- iðju á heimilinu. Umsjónarmað- ur verksins var Gísli Björns- son rafvirki í Höfn- (FÚ.). Útbroiðið Alþý«abk8i«í Helgi Hjörvar: Rððstðfnn træðslnmála- stjðraembættisíns. »------------ ? -------— Aíhuoasemd við grein Aðalsteins Sigmnndssonar. ÞESS munu fá dæmi, að nýj- um embættismanni hafi verið tekið með eins almennri ánægju af þeim, sem hann: var yfir settur, eins og þegar Ás- geir Ásgeirsson varð fræðslu- málastjóri. Því miður virðist sem nú sé annað uppi, ef marka mætti grein Aðalsteins Sig- mindssonar í Alþbl. í gær. Aðalsteinn, sem er einn af nerkustu mönnum kennara- stéttarinnar, véfengir ekki mannkosti né almenna hæfi- leika séra Jakobs Kristinsson- ar, né „persónulegt ágæti um- fram flesta menn", eins og hann kemst að orði sjálfur, og er þetta út af fyrir sig ekki nema hyggilegt. En hann segir hiklaust, að hann „kunni" ekki það verk, sem hann er settur til. Ég þykist eins kunnugur ís- lenzkum fræðslumálum og Að- alsteinn Sigmundsson," eða hver annar af íslenzkum kennurum, þó að ég hafi nú horfið f rá þess- um störfum fyrir nokkrum ár- um. Og mér þykir Aðalsteinn taka upp hæpinn málstað og á vafasaman hátt, þó að hver maður muni virða við hann hreinskilni hans og bersögli. Höfuðatriðið frá sjónarmiði Aðalsteins er þáð, að fræðslu- málastjóri hafi hina réttu „kunnáttu". En hvað þarf hann þá að kunna? Aðalsteinn sér fyrst og fremst ekkert nema barnafræðsluna- Það sjónarmið er að vissu leýti réttmætt, að vísu. En þarf fræðslumálastjór- inn endilega að vera kennari úr smábarnabekk? Þarf hann endilega að. geta sjálfur kent söng og leikfimi? Á hann endi- lega að hafa gengið sjálfur all- an Leggjabrjót „aðferðanna", sem farið hafa yfir skólaheim- inn hina síðustu áratugi, sem hver um sig átti að verða end- urlausn, sem margar hafa fært eitthvað nýtt, margar ekkert, margar heimsku eina og hé- góma, og allar báru og munu bera að hinum sama gamla brunni: að meginvelferð í upp- eldismálum og fræðslumálum hvílir fyrst og síðast á mann- gildi kennaranna og mann- dómi, hvers einasta eins. Skyldi ekki verða nokkuð líkt um sjálfan fræðslumálastjórann? Séu nýjungarnar góðar, kunna manndómsmennirnir einir að taka þeim, hinir apa þær og fordjarfa. Kunnugt er það, að fræðslu- málastjóri er að lögum yfir- maður allra skólamála í land- inu, næst kenslumálaráðherra. Þetta gerir, að formsins vegna, þó að ekki væri annað, mundi þykja illa við eiga að setja í stöðuna mann, sem ekki hafi háskólapróf. Þetta atriði eitt útilokar þegar flesta þá menn, sem hafi „kunnugleika og reynslu í barnafræðslu lands- ins". Og ætli það sé ekki ein- mitt þetta formsatriði, sem veldur því, að Helgi Elíasson varð ekki fræðslumálastjóri, sem kennarastéttin mundi þó hafa tekið mjög vel. Grein Aðalsteins (og enda bréf kennarasambandsstjórnar- innar, sem hann vitnar til) bendir talsvert eindregið til eins manns tða tveggja, Sigurð- ar Thorlaciusar og dr- Símonar Ágústssonar. En Sigurður Thorlacius er ekki síður á þarf- legum stað þar sem hann er; fyrir sérnám hans og reynslu er engu minni þörf í stærsta barnaskóla landsins heldur en í sjálfu fræðslumálastjóraemb- ættinu. Svipað er um dr. Símon Ágústsson. Bíður hans ekki það, sem nú er svo fast að stefnt, að verða höfuðfræðari kennarastéttarinnar sem há- skólakennari í uppeldisvísind- um? En til þess er hann manna kjörnastur, vegna lærdóms síns. Verður þá starfskröftum þessara manna betur varið ann- ars staðar? Höfuðstarf fræðslumálaskrif- stofunnar eru auðvitað barna- fræðslumálin. Þau eru nú og verða sjálfkrafa áfram í hönd- um eins hins bezta manns, sem borið hefir gæfu til að vinna sér á unga aldri vinsældir og traust allrar kennarastéttar- innar fyrir dugnað, góðvilja og þekkingu. Ætli nokkur hætta sé á, að Jakob Kristinsson mis- beiti valdi sínu stórlega gegn þessum góða ráðunaut sínum? Hlutverk fræðslumálastjóra, eins og þessi mál hafa nú skip- ast, er fyrst og fremst sjálf yfir- stjórn málanna, harla hliðstæð yfirstjórn ráðherra- En enginn maður gerir þá kröfu til ráð- herra, að hann hafi sjálfur unn- ið hvert verk, sem undir hann fellur. Mentamálaráðherra get- ur verið ágætur, þó að hann kunni lítið á ritvél. „En til að stjórna landi og lýð þarf langtum meira — og annáð", segir Hannes Hafstein. Fræðslu- málastjórinn þarf fyrst og fremst að vera yfirstjórnand- inn, víðsýnn, félagslega þrosk- aður maður, að sjálfsögðu kunnugur skólamálum og al- mennum mentamálum, vitur maður, sem skilur sinn tíma, mannkostamaður, sem allir megi treysta til góðrar sam- vinnu og drengilegra úrskurða. Nú er séra Jakob Kristinsson alkunnur maður, gáfur hans og skarpleiki, heilög alvara, mannkostir og manndómur. Hann er reyndur sálusorgari og skólamaður. Hann hefir um langt árabil tekið við ungling- unum úr barnaskólunum til framhaldsfræðslu. Skyldi hon- um þá vera öldungis ókunnugt, hvar skórinn kreppir á því sviði? Enginn vænir hann um að verða nokkurs manns veifi- skati- Hvers er honum þá svo sérstaklega vant? Skyldu hon- um ekki endast vitsmunir til að skilja höfuðatriði íslenzkra skólamála? Aðalst;einn Sigmundsson kemur með reglustiku sína úr skólastofunni og ætlar að mæla Jakob Kristinsson með henni. En kvarðinn hentar ekki. Aðal- steinn tekur skýrt fram, að séra Jakob hafi hætt skólastjórn vegna heilsubrests. Þetta er tæplega heiðarlegur málaflutn- ingur, ef Aðalsteini er efnið kunnugt, sem honum má vera. Þó að heyrnin bagaði séra Jak- ob við skólastörf, þá kemur það ekki þessu máli við. Þessar hálfkveðnu dylgjur kasta rýrð á alla grein Aðalsteins úg mil- JUNE- MUNKTELL Ðiesel-' eg Semi«!Dies®l liFáelfiiiiiétiirar hefir verið er og niue verða helsíi méíorfisfeiflotans,— Hann er notaður um land alt af bátunum, sem fiska MEST og ganga BEZT, og nýtur því heiðursnafnsins: Melsti mótor flsklflotanis. i r'-: ¦¦. ¦ - ¦..¦ ¦¦.. -.¦¦¦.¦¦ eqw fú>la \ !i?..v 4\ & JUNE-NUNKTBLL 1 er sterkur, gangviss og sérlega einfaldur í með- ferð og sparneytinn. iiskiítoUns ' Enginn mótor hefir fyrir- liggjandi jafn víðtækar varahlutabirgðir. Gisli J. Johnsen, ÍIEYKJAVIK. stað hans. Haraldur Níelsson t- d. hætti prestskap vegna heilsu- brests, en vann þó sitt merkasta verk sem predikari eftir það. Þeir, sem eitthvað þekkja til meðal kennarastéttarinnar, munu taka heldur lítið mark á grein Aðalsteins, eða jafnvel skilja hana alt öðruvísi en hann ætlast til. Og þessi uppsteitur hans verður harla marklaus. Greinin mun kasta nokkrum skugga á kennarastéttina, fremur en hitt, vegna þess, hvernig hún er skrifuð. En fáir munu láta sér til hugar koma annað en að hinn nýi fræðslu- málastjóri nái fljótt góðri sam- vinnu við kennarastéttina, og þar með einnig Aðalsteln Sig- mundsson- - 25. 1. Helgi Hjörvar. Sími 1456 hefir verið, er og verður bezti fisksími bwjnrins. HafUði Bnldvinsson. Símar: 2747 og 3752. Ásgieh' EimarsiSton ídýrialsBknír hefir undiaraSatíið fengÍBit' við rainwsöknk á inwkkiiuan bæjwm í Vopmafir^i á fj:ájrpest þeirrji, pr k&lliu^ er „Johinestisýki" eðtai „Jónisrjsýfci", — en hið liat- 'Mesfea, nafn heninar er pairatoiber- puliosis. Hér hiefir s,ýkin etoinig verið n|efind „berlkiabTOðir". — í Knosisavík xeyradiuisit 192 Mindur sijúífear á Helliisflöriuibökkum 12, f Sýðrtiivík 62 og á SkjaWpings- ísftöðium 5. Þe-sisuin' kinidu.ni hefír .ölliuim 'verið slátraið tafarliaiujsit. — Visisa, er fyrir pví, áð sýki þessii er npkktíð .iltbrieidd um sivieitinia. Ákvéðiíð ter, aS Ásigieir Einiarssop halidi áfnam raninsióiknium símumá útíbrieiíbisliu sykiwnar. FO. Gjalidþrioíabú eldspýtnjakómgsiins Ivars Knelugens hiefir nú loks ver- SÖ gert lupp, og nema sfcuMiiwar 1370 miilljóínium' kr., en eignimar 8 mtlljönuim'. FO. Aug#«ið í Alþ#öitbk@ÍM.u,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.