Alþýðublaðið - 09.02.1939, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 09.02.1939, Blaðsíða 3
FIMTUDAG 9. FEBE, 1939 ALÞÝÐUBLAÖIÖ ♦——----------------—— ♦ ALÞÝÐUBLAÐIÐ RÍTSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON. í fjarveru hans: JÓNAS GUÐMUNDSSON. AFGREIÐSLA: ALHÝÐUHÚSINU (Inngangur frá Hverfisgötu). SÍMAR: 4900: Afgreiösla, auglýslngar. 4001: Ritstjórn (innl. fréttir). 4002: Ritstjóri. 1190: Jónas GuSmunds. heima. 40OÍ: V. S. Vilhjálms (heima). 490i: AlþýSuprentsmiSJan. 4806: AfgreiSsla. ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN 1 —---'-----------------♦ „Þjöðstjórn". VIÐ OG VIÐ hefir Morgun- blaðið verið að tala um þjóðstjóm og virðist með því vera átt við það, að hér yrði mynduð stjórn, er Alþýðu- flokkurinn og Framsókn stœðu að ásamt Sjálfstæðisflokknum. Virðist blaðið byggja þessa kröfu um „þjóðstjóm“ á því, að fylgi Alþýðuflokksins í landinu hafi minkað svo mikið vegna klofningsstarfsemi kómmúnist- anna síðan Héðinn gekk í lið með þeim, að með öllu sé ófor- svaranlegt að Framsóknar- og Alþýðuflokkurinn fari með völdin áfram, þó þeir hafi til þess þingræðislegan meirihluta. Allir, sem kunnugir eru í verk- lýðsfélögunum, vita hversu röng þessi skoðun Morgun- blaðsins er. Þeir vita að t. d. hér í Dagsbrún fá kommúnistamir nú aðeins lítið brot þeirra at- kvæða, er þeir þar reiknuðu sér, og að „sigurinn" í Hlíf í Hafnarfírði var eingöngu í- haldinu þar að þakka. Það lét hafa sig til þess að kjósa kom- múnista í stjóm þess félags til þess eins, að koma Alþýðu- flokknum þar í minnihluta og fá síðan ástæðu til að flagga með tapi hans. Það gegnir því furðu, að Morgunblaðið skuli ekki stinga upp á því að kommúnistum verði gefinn kostur á að vera með í „þjóðstjórninni“. Við þá hefir Sjálfstæðis- flokkurinn haft samvinnu að undanförnu bæði í bæjarstjóm- inni á Norðfirði og í sumum stærstu verkalýðsfélögunum. Menn vita, að eitt áhugamál eiga þessir flokkar þó sameigin- legt, og það er að vinna Alþýðu flokknum svo mikið tjón, sem þeir megna. * Annars er það merkilegt, að Morgunbl skuli ekki hafa, í sambandi við hugleiðingar sín- ar um þjóðstjórnina, bent á, hver ættu að vera verkefni slíkrar stjórnar, því slíkt til- tæki sem myndun þjóðstjórnar á tœplega rétt á sér nema alveg sérstaklega knýjandi nauðsyn sé fyrir hendi. Að visu má segja, að það ástand, sem fram- undan er í útvegsmálunum, krefjist festu og átaka í stjórn- mólum og fjármálum þjóðar- innar, en til þeirra átaka, sem þarf, er Sjálfstæðisflokknum ekki betur treystandi en núver- andi stjórnarflokkum. Hann hefir í engu sýnt að honum farist stjórn slíkra mála betui- úr hendi en fulltrúum hinna flokkanna. Hins vegár gefur samstarf íhaldsins við kommúnistana fullkomlega bendingu í þá átt, að honum sé nokkuð sama í hvaða Kefla- vík hann rær og því megi við ýmau af honum búast. Flokkur, sem getur fengið sig til að taka Brennisteinsvinslan hefst ao nýju eft- ir að hafa leglð nlðri um laogt skeið. Verksmlð|a vlð Mývatn tekur tU starfa i april eða mai næstkomandi. Viðtal við dr. Jón E. Vestdaí. XJ1 INS og kunnugt er, er £ ráði að hefja brenni- steinsnám innan skamms í brennisteinsnámunum í Mý- vatnssveit og hefir hlutafé- lag verið stofnað í þessu skyni. Félagið hefir látið reisa allmikið verkSmiðju- hús við Reykjahlíðarnámur við Mývatn og er talið að verksmiðjan geti tekið til starfa í apríl eða maí. Vélar til verksmiðjunnar koma í næsta mánuði. Það er til- gangur félagsins að nema brennistein úr öllum brenni- steinsnámum á þessum slóð- um til útflutnings. Hefir það trygt sér markað fyrir brennisteininn í Englandi. Bændur í Mývatnssveit vinna að þessu. Verður brennisteinninn fullhreins- aður, settur í pappírssekki og síðan fluttur til Húsavík- ur og þaðan til Englands. Þar verður hann unninn og síðan notaður til að sótt- hreinsa með vínvið. Alþýðublaðið hafði í gær tal af dr. Jóni Vestdal um þetta mál. Hann hefir haft ó hendi undirbúningsrannsókhir og verður framkvæmdastjóri fé- lagsins. Hann ræddi aðallega upp náið samstarf við yfirlýst- an ofbeldisflokk til þess eins að fá átyllu til að sýna í fölsku Ijósi styrkleika annars stjórn- málaflokks, hann getur vart búist við því, að með alvöru sé talað um „þjóðstjómar“-tillög- ur hans. um skilyrði fyrir brennisteins- vinslu hér á landi: „í tveimur héruðum hér á landi finst brennisteinn svo vit- að sé, í norðausturhomi lands- ins og suðvesturhorni þess. Annað er brennisteinninn í Suður-Þingeyjarsýslu og hitt í Krísuvík og Hengli, Brennisteinninn norðaniands er miklu þýðingarmeiri heldur en sá sunnlenzki, magnið hér sunnanlands er áreiðanlega ekki nema lítill hluti þess, sem er í Suður-Þingeyjarsýslu, enda hefir brennisteinn alt af öðru hvom verið unninn þar á liðn- um Öldum. Helztu brennisteinsnámur í Þingeyjarsýslu eru þessar: Reykjahliðarnámur, Kröflu- námur, brennisteinsnámur í Leirhnúk, Fremri námur og Þeystareyk j anómur- í austur frá Reykjahlíð er Námafjall, um 4 km. þaðan. Það er um 150 m. hærra en um- hverfið. Að norðan takmark- ast fjallið af Námaskarði, en gegnum Námaskarðið á vegur- inn til Austurlandsins að liggja. Vegurinn frá Reykjahlíð og yf- ir Námaskarð var ruddur og lagður á síðastliðnu sumri, svo að nú er fært á bílum alla leið arrstur að Jökulsá á Fjöllum. Uppi á Nómafjalli og í hlíð- um þess eru brennisteinshver- imir, sem enn eru lifandi. Vest- an við Námafjall og í vestur- hlíðum þess og í dalnum, sem gengur inn í það frá Nóma- skarði, er nú lítið um lifandi brennisteinshveri. Mest er af lifandi brennisteinshverum uppi á fjallinu, 1 austurhlíðum þess og niðri á jafnsléttu að austan, sérstaklega í hraunjaðr- inum og hrauninu austan við fjallið. Af öllum brennisteins- svæðum norðanlands og þá um leið yfirleitt hér á landi, er brennisteinssvæðið í Reykja- hlíðamámum stærst og senni- lega mest að finna af brenni- steini þar. Um 8 km. suður af Námafjalli eru Kröflunámur og brennisteinsnámur. í Leirhnúk- Um 25 km. suðvestur frá Reykjahlíð eru Fremri námur. Þær liggja í nyrstu útjöðrum Ódáðahrauns. Aðalbrenni- steinsnámurnar em austanvert við gíginn Ketil og í austur- barmi gígsins. Loks eru Þeyst- areykjanámur. Þær em um 25 km. fyrir norðan Reykjahlíð og um 35 km. í suðaustur frá Húsavík- Þetta eru brennisteinsnám- umar á Norðurlandi, sem unn- ið hefir verið í fyr á öldum og sem nú á aftur að fara að nota. Það er von okkar, sem að þessa vhmum, að brennisteinn- inn geti orðið landinu ekki þýð- ingarminni en hann var á fyrri öldum, og nú er sannarlega mikil þörf fyrir nýjar útflutn- ingsvörur. Þess er getið í sögn- um, að brennisteinn var fyr á öldum fluttur út frá íslandi og borgaður dýru verði. Erkibisk- uparnir í Þrándheimi virðast hafa haft einkasölu á íslenzk- um brennisteini á 13. öld, en norsku konungamir reyndu að ná þeirri aðstöðu frá þeim. Eft- ir því að dæma hefir þessi einkasala verið töluvert verð- mæt. Brennisteinn fró íslandi var og fluttur út á 14- öld, og sést það á dómi frá 1340, þar sem norskir kaupmenn, sem voru í förum til íslands, voru dæmdir til að borga tíund af brennisteini, lýsi og harðfiski. Á 15. og 16. öld átti Finnboga- ættin í Kelduhverfi miklar jarðeignir norðanlands og þar á meðal allar brennisteinsnám- urnar við Mývatn. Eigendurnir létu ýmist grafa brennistein- inn sjálfir eða þeir seldu nám- urnar á leigu gegn vissu af- gjaldi. Á 16. öld verzluðu kaup- menn frá Hamborg með ís- lenzkan brennistein og urðu dönsku konungamir að borga hann háu verði til púðurfram- leiðsiu sinnar. Árið 1561 bann- ar danska stjórnin íslending- um að selja útlendmgum brennistein, nema þeim einum, sem höfðu konunglegt leyfi til að kaupa hann- 1563 keypti danska stjórnin allar brenni- steinsnámurnar við Mývatn og sömuleiðis Fremri námur. Hagnaðist hún lengi mjög vel af vinslunni. Annars er saga brennisteinsvinslunnar hér á landi allskemtileg og athyglis- verð og sýnir ljóslega, hvílíkí verðmæti hér hefir verið um að ræða. Vonum við að viðleitni okkar nú geti leitt hið sama í ljós.“ Sjðlfstæðismenn og Spánarstyrjðldin. IjrVERNIG s’tenidiui' á því, ma'&ur hittir margia Sjálf- stæ'ðisrrjeim, sjem opinberiega iát* i ijós ánægju siina yfir sigrum Franoos á Spámi? Hvranig getur ata&dö á þvl, a& flokknr, siem segist fylgja lý&ræ&ilniu, gietur vierið ánægðnr yfir þvi, aö jein-" ræðismenn séu að sigra yfir lýð- ræðdsstjórn? Svairið getur ekki vterið annað en það, að nueðal Sjálfstæ&iismanna hlýtur að viera alimikið af mömnium, sem xiaun- verulega eru á móti lýðræði, þó flokkiurinn þykist fylgja því. 1 gnein lum Spánairstriðið eftir Pétiur ólafsison, sem mér er sagt að sé leinn af aðalmönnum biaðs- ins, er tialað um dýrslega grimld, siem hafi verið fynstu vikum ar eftir að Spánarstyrjölidin hófst, „fyrst og fremst á Stjómax- Spáni.” Ég hefi fylgst með Spánarstyrj- ölidinni í útlendum blöðiuni, og leíkki séð þar að StjómaT-Spámi hafi skarað fram úr í þieissu. Frainoo he$ir nokkum veginn jaifnt og þétt verið að leggja und- ir sig ný lönd, einis og Pétiuí réttiliega siegir i grein Jslntnlt. En það er eimktrm í borgum e&a landsvæðtum, s©m tekin hafa ver- íð herskildi, sem grimdarvierkir hafa verið fnaimin. Hann tjalar lika Uim ógnir loftárásanna á Valliencia, Barqelona og Madríd, „'sem Franoo hefir leinikum átt sök á.“ Em þíessá &íða|sta setning er hér um bil einis og tékiin 'úr Niatzistablaði. Ja; svo Fnanoo hefir einkum átt sök á loftáráis- lunum á þessar borgir. Gamati væri að fá skýringu á þvi, að hvaða ley ti stjómin á sök á þeim ■ Minnir þetta á, þegar fiegnin kom um fyrsta Gyöinlginn, sem Frh. á 4. síðu. Ármann Halldórsson: Hin nýja bók dr. Símonar Jóh, r Agústssonar um Þroskaleiðir » .--- AÐ má heita nokkur við* burður, að íslenzkur fræðimaður sendi frá sér frum- samið rit í fræðigrein sinni. — Það gerist því miður sjaldan. Og enn sjaldnar gerist það, að slík rit séu samin af öðrum eins lærdómi og vandvirkni og hin nýja bók dr. Símonar Jóh. Ágústssonar, Þroskaleiðir. Éfni þessarar bókar er marg- þætt. Hún er safn af ritgerðum og fyrirlestrum um uppeldis- mál, fræðileg og hagnýt. En enginn ætti að fráfælast hana af þeim ástæðum, að hún sé fræðileg, því að hún 6r svo ljós- lega rituð, að þar verður ekki hnotið um neina setningu. Þá fyrirlestra, sem þarna eru birt- ir, flutti höfundur hér við há- skólann fyrir tveimur árum. Eru það fyrirlestrarnir: Hvað er uppeldi? Uppeldi og uppeldis- fræði, Sérliæfing og almenn menntim, Refsing og umbun og Sálarlíf uppalandans. Bera fyrirsagnimar með sér, um hvaða efni þeir fjalla, og er ekki tök á að rekja það í stuttri blaðagrein. Eru þeir aðallega fræðilegs eðlis. Þau grundvall- arsjónarmið, sem þar gætir, eru félagsfræðileg og heimspekileg. Hið félagsfræðilega sjónarmið er í því fólgið að líta á upp- eldið sem innvígslu í (eða sam- lögun við) það menningarum- hverfi, sem bamið og ungling- urinn lifir við. Hefir höfundur- inn í þessu efni orðið fyrir rík- um áhrifum frá hinum afar- merkilegu félagsfræðingum frönsku, Durkheim og Levy Bruhl. Hið heimspekilega sjón- armið er aftur í þvi fólgið, að uppalandinn móti bamið og unglinginn í samræmi við mannshugsjón sína og lífsvið- horf, veki hann siðferðilega og trúarlega. í þessu efni virðist höfundurinn hafa orðið fyrir áhrifum frá ýmsum þýzkum uppeldisfræðingum. Um þetta mál virðist mér engu síður þurfa viðvörunar en hvatning- ar. Mannshugsjón og lífsviðhorf eru stundlegir hlutir, sem orðn- ir eru til fyrir áhrif lífsskilyrða og tíðaranda að allverulegu leyti, en lífsskilyrði og tíðar- andi eru breytilegar stærðir. Það er því engu síður ábyrgð- arhluti fyrir uppalandann að móta bamið eftir sinni manns- hugsjón en að láta það ógert. Að vísu eru ýmsar dygðir (og það hinar sömu dygðir) að öll- um líkindum lögmálsbundnar og eiga við alla tíma, en það er hins vegar eins víst, að ýmsar af dygðum mannsins (þ. e. sið- ferðileg lífsviðhorf, sem talin eru góð og gild af samtíðinni) eru að nokkru leyti breytilegar frá einni kynslóð til annarar. Eins og höfundur tekur fram eru bæði þessi sjónarmið ein- hliða. En ég sakna að mestu leyti eins sjónarmiðs í þessum fyr- irlestrum. Mætti nefna það hið sálfræðilega sjónarmið. Það er í því fólgið, að líta þannig á málin, að maðurinn vaxi að mjög miklu leyti út frá innri lögmálum og hlutverk uppeld- isins sé því ekki hvað sízt í því fólgið að gera þennan vöxt sem greiðastan og búa honum sem heppilegust skilyrði- Og ef hin ytri skilyrði séu ekki heppi- leg, verði kyrking á þessum vexti og þar með settar höml- ur á Ufsorku og lífshamingju mannsins. Þetta er engan veg- inn nýtt sjónarmið. Rousseau er einn hinn áhrifamesti for- mælandi þess. En það er hróður vorra tíma að hafa gert það kleift að fylgja því míklu bet- ur fram en áður á grxmdvelli hinnar nýju þekkingar á sálar- lífi mannsins og þó einkum bamsins á síðustu áratugum. Þó að ég hafi gert þessar at- hugasemdir við þennan hluta bókarmnar, má enginn skilja orð mín svo, að ég telji hin fyrr- nefndu sjónarmið ekki eiga fullan rétt á sér, fjarri því, þau eru mjög merkileg og opna næsta athyglisverða útsýn yfir uppeldismálin. Aðrir kaflar bókarinnar eru ritgerðir: Uppeldi imgbarna og uppeldisfræðileg menntun kvenna, Fordæmi og eftir- breytni, Barnavernd og uppeldi vandræðabarna og Um sálarlíf og uppeidi afbrotabarna. Styðst hin fyrst talda ritgerð við rannsóknh- og kenningar amer- íska sálfræðingsins, Watsons. Er hún mjög tímabær áminning um þá vanrækslu, að verðandi mæður eru á engan hátt frædd- ar um sálfræðilega meðferð á börnum- Tvær hinar síðast- töldu ritgerðir tel ég þó hik- laust athyglisverðasta hluta bókarinnar. Þar er gerð mjög rækileg grein fyrir verkefninu frá sálfræðilegu og þjóðfélags- legu sjónarmiði. Eru þessar rit- gerðir runnar upp úr hinu hag- nýta starfi, sem höfundurinn hefir gegnt nú um nærri tveggja ára slstíið. í ritgerðinni Barna- vernd og uppeldi vandræða- barna er þeim vandamálum, — sem skapast hafa við hinn öra vöxt Reykjavíkur, gerð ýtarleg skil og sýnt fram á, hve langt í land það eigi, að hér hafi ris- ið upp bæjarmenning á traust- um grundvelli. í stuttu máli: Bæjarbúarnir hafa ekki lagað sig að hinum breyttu lífsskil- yrðum og hafa ekki skilið þau vandamál, sem þau hafa fært þeim að höndum. Einna tilfinn- anlegast gætir þessa þó í upp- eldismálum. Til þessarar illu aðlögunar á það rætur að rekja, að hér hefir vaxið upp ískyggi- lega fjölmennur hópur vand- ræða- og afbrotabarna og ung- linga, og er menningu þjóðar- innar stefnt í beinan voða, ef ekki er rönd við reist. Telur höf undur. og það eflaust réttilega, að hér sé eftirlitsleysið hin skað vænlegasta orsök- Börnin alast upp á götunum í fullkomnu um- hirðuleysi og geta orðið hvers kyns ómenningu að bráð. Má geta þess í þessu sambandi, að amerískir félagsfræðingar, sem rannsakað hafa hina alþekktu glæpamannaflokka (gangsters), hafa komist að þeirri niður- stöðu, að þeir séu þann veg til orðnir, að börn nýbyggjanna, sem lifðu í eftirlitsleysi, urðu viðskila við heimilin og slógu sér saman í hópa og lögðust síð- an út- — Til umbóta á þessu eftirlitsleysi hefir höfundur Frh. á 4. síðu-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.