Alþýðublaðið - 14.02.1939, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 14.02.1939, Blaðsíða 1
Aðalfnndur Verka- kvenna i kvðld f AIWðuMsinu. MTSTJÓM: F. R. VALDEMAKSSON ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN XX. ARGANGUR ÞRIÐJUDAG 14. FEBR. 1939 36. TÖLGBLAÐ Verkakon- ur! Sækið aðal- fond Framsðknar í Tmarim „Haniies ráðherra" strandaði f nítt kl. 12,15 fram undan Brantarholti. ¦"¦'"¦" ' '¦ jfia i. (k Togarinn er talinn gjðreyðilagður, en skipverjar bjorguðust allir. — +-------------- Með „Hannesl ráðherra" er horfið eltt af nýjnstu og beztu ; skipimt flotans. Farfnglafondnr í lærkvðldL ARFUGLAFÉLÖGIN héldu í gærkveldi geysi- fjölment kynningarkvöld í Oddfellow. Varð fjöldi manns frá að hverfa. Var fyrst starfssvið félag- anna kynt af Bergi Vigfussyni stúdent. Þá sýndi skugga- myndir Pálmi Hannesson rekt- or- Voru myndirnar frá aust- urbrún Vatnajökuls, skriðjökl- unum þar og Snæfelli. Lands- lag er þarna stórhrikalegt í hæsta máta, en engin mynd er slík, að eigi fylli rektorinn þær magni og lífi. Var erindi rektors afburðasnjalt, enda mun það flestra mál, að fáir íslendingar þekki 'land sitt svo vel sem Pálmi H. og það, sem hann skrifar og talar um íslenzka náttúru, er eins og mál hennar sjálfrar, sem hún talar til barna sinna, þrungið mætti, fegurð og tign. Þá léku þær Halla Bergs og Anna Sigga á flygil fjórhent. Urðu þær að endurtaka mikið af lögunum og fengu hinar beztu viðtökur. Á kvöldinu innrituðu sig um 80 manns til stofnunar far- fugladeildar í Reykjavík- * 'p OGARINN HANNES RÁÐHERRA, eign h.f. Alliance, ¦*• strandaði í nótt kl. 12,15 í kolsvarta myrkri og þoku á svonefndum Músatanga framundan Brautarholti á Kjal- arnesi. Skipið var að koma frá Englandi beina leið, en þaðan fór það á fimtudag. 18 menn voru á skipinu og björguðust þeir allir um borð í björgunarskútuna Sæbjörgu kl. 4—6 í morgun, en mistu svo að segja allan farangur sinn. Skipið er talið gereyðilagt. Það stóð um miðjuna og veltist mjög á klettinum. Síðast þegar Alþýðublaðið hafði fregnir af skipinu, var þilfarið gengið upp úr því og vélin niður. En klettar eru sitt hvorum megin við skipið og eru súðirnar farnar að gliðna í sundur. aðallega súðin bak- l RAGNAR E. KVARAN. RAGNAR E, KVARAN latád- kynn'ir skrifatr meoanmáls- igiieiin í bliaiðjfö í dag um „Sam- bialnldsisáttmiálianin og á'ri'Ö 1940". Gerir htalnn þar tí& luimitlalslefnii einidurs'feO'ftun léða tuþpsögii sam- biainídssáttmialiains vi'Ö Dainmörkiu og nauiðisiyn jþiess, aið það má'l sé tiekio til ítarliegra umræðma hið allra fyrs'tia. borðsmegin. Togarinn Hannes ráðherra var bygður fyrir Alliance í Be- werley á Englandi 1926. Hann var 445 brúttó smálestir. Hann var eitt af nýjustu skipum tog- araflotans og talið eitt bezta skipið. Þetta er 5. togarinn frá Alliance, sem farist hefir. Skúli fógeti fórst á tundurdufli í Norðursjónum 1914. Jón iorseti fórst við Stafnes 27. febr. 1928. Skúli fógeti yngri fórst austan við Staðarberg við Grindavík 10. apríl 1933. Ólafur fórst í haust og svo Hannes ráðherra nú. Nánar um strandið. Um kl. 12,30 í nótt kallaði Hannes ráðherra upp Loft- skeytastöðina og tilkynti strandið. Töldu skipverjar að skipið hefði strandað við Gróttu. Kolsvarta myrkur og þoka var á, en veður ekki vont, þó ólga í sjó. Loftskeytastöðin tilkynti strandið samstundis til Slysavarnafélgsins, og snéri það sér til vitavarðarins í Gróttu, sem hvorki gat séð eða heyrt neitt til strandaðs skips þar framundan. Nokkurnveginn samstundis hringdi Ólafur bóndi Bjarnason í Brautarholti til Slysavarnafé- lagsins og tilkynti því, að skip væri strandað á Músatanga framundan bænum, sá hann bál frá skipinu, og veltist skipið á skeri, sem væri um 500 metra frá landi um flóð, en um 200 metra þegair f jara væri. Slysavarnafélagið kallaði þegar skipshöfnina á Sæbjörgu, en Sæbjörg kom hingað í gær- kveldi með bát frá Sandgerði, Gunnar Hámundarson, sem hafði brotið stýri, og lagði skip- ið þegar af stað á strandstað- inn. Um líkt leyti, eða um kl. 1 fór dráttarbáturinn Magni einnig úr höfn. Magni varð þó að snúa aftur vegna þoku og myrkurs, en Sæbjörg okm á strandstaðinn um kl. 2. Á strandstaðnum. Framundan Brautarholti er fult af skerjum og hættuleg leið. Þegar Sæbjörg kom á strandstaðinn, sá hún ekki Hannes ráðherra, en heyrði til skipverja á togaranum. Sæ- björgu heyrðu að fyrirskipanir og var brot á milli hennar og hans. Varð hún að leggjast fyr- ir akkeri. Skipverjar á Sæ- björg heyrðu að fyrirskipanir voru gefnar á togaranum um að setja út bát, en á togaranum var alt ljóslaust nema hvað bál hafði verið kynt á hvalbaknum og hafði Ólafur í Brautarholti séð það. Ekki gátu skipverjar á togaranum talað við Sæbjörgu vegna þess að loftskeytatækin höfðu ónýzt, en eftir nokkra stund tókst loftskeytamannin- um að koma upp öðrum tækj- um og var eftir það hægt að tala saman. Um leið og báturinn var sett- ur út af togaranum, var kveikt á luktum á honum og sam- stundis lýsti Sæbjörg með ljós- kösturum bátnum. Skipverjar á togaranum fóru í bátinn, sem flutti þá um borð í Sæbjörgu í tveimur ferðum, og var þetta ekki hættulaust, þar sem sterk brot voru þarna og mikill straumur. Um kl. Z¥i—4 voru allir skipverjar úr togaranum komn- ir um borð í Sæbjörgu, og kom hún með skipshöfnina hingað í morgun kl. 9. Varðskipið Ægir fór á strandstaðinn snemma í morg- un, en öll von er talin úti um það, að hægt sé að bjarga skip- inu. Franco (X) í hopi nokkurra herforingja sinna. Franeo boðar miskunn« arlausar of sóknir gegn oilum andstæðingnm. _-------..... »-—.---------- FriðurínjBi, sem Spánm á i vænduiti LONDON PRANCO morgun. FÚ- hershöfðingi birti í gær tilskipun um ráðstafanir þær, sem gera skyldi gegn pólitískum andstæðingum hans og refs- ingar þær, er þeir skyldu sæta. Samkvæmt pessari tilskipun skal draga fyrir lög og dóm alla meðlimi alþýðufylkingarinnar spönsku, alla þingmenn og frambjóðendur, sem unnu að því að skapa hana, alla þá, sem uppvísir verða að því að hafa stutt frambjóðendur alþýðu- fylkingarinnar í kosningunum 1936, alla frímúrara, alla þá, sem farið hafa úr landi, nema þeir hafi haft atvinnu sína er- lendis fyrir 1936, og alla þá, sem sannað verður á, að hafi aðhyllst marxistískar skoðanir næstu tvö ár áður en styrjöldin hófst. Befsingar þær, er þessir menn skulu sæta, eru: svifting eigna, fangelsi allt að 15 árum, sektir, ef rninni sakir eru, út- legðardómar, svifting réttinda til að gegna opinberum embætt um og þar fram eftir götunum. í gærkvöldi var það tilkynnt, að 23 000 lýðveldishermenn héldu bardögunum áfram í Pyr- eneafjóllum um 15 km. suður af frönsku landamærunum. — Þessir menn eru nú komnir á flótta í áttina til Frakklands. í Rómaborg gekk sú fregn í gærkveldi, að Franco hafi lát- ið í ljósi mjög sterka óánægju við ítölsku stjórnina út af loft- árásinni á Minorca og talið hana spilla fyrir málstað sínum. Bandarikjafloí- ínn æfir sio á Atlantshafi. 150ilierskip og 600 Heb- vélar á 3000 sjómílsta svæði! I LONDON í gærkvöldi. FÚ.' DAG hófust í Bandarfk}- unum stórkostlegustu flotaæfingar, sem haldnar hafa verið í sögu ríkisins. Fara æf- ingarnar fram á 3000 sjómilna svæði á Atlantshafi, og nær syðri armur þessarar flotafylk- ingar alla leið suður á móts við Brasilíu. í flotaæfingum þess- um taka þátt 150 herskip og 606 flugvélar. Roosevelt Bandaríkjaforseti, sem undanfarið hefir verið lasinn af inflúenzu, gerir sér vonir um að vera orðinn svo hress, að hann geti síðar í vik- unni sjálfur komið á vettvang °g fylgst með æfingunum. ftalir fá kaidar k¥§§]~ or i Panama. LONDON í morgun. FÚ. TVEIM ítölskum beitiskip- um, sem verið hafa í heimsóknum víðs vegar í höfn- um Mið- og Suður-Ameríku, hefir nú verið boðið að hverfa heim. Upprunalega var ætlun- in að halda heimsóknarför þess- ari áfram, en nýlega urðu liðs- foringjar og skipshafnir á þess- um skipum fyrir mjög magn- (Frh. á 4. síðu.) Tilraun tU pess að haf a hemil á dýrtiðinni. •ákvað hámarkS' álagningu á ¥efnaOarvHru i gœr. ----------------?__------------,.- HÁMARKSÁLAGNING var HUf i Hafnarfirði vikið úr AWteambaaina. -----------;—? A* FUNDI stjórnar Alþýðusambands íslands í gærkveldi, þar sem mættir voru 16 stjórnarmenn, var sam- þykt í einu hljóði að víkja Verkamannafélaginu Hlíf í Hafn- arfirði úr Alþýðusambandinu. Ályktunin, sem samþykkt var og send í morgun til stjórnar félagsins, er svohljóðandi: „Þar sem Verkamannafélagið Hlíf í Hafnarfirði hefir vikið burt úr félaginu, án allra saka og bersýnilega af póli- tískum ástæðum 12 mönnum, þ. á. m. mörgum helztu for- vígismönnum félagsins að fornu og nýju, og hefir með þess- ari athöfn brotið gegn 61. gr. og 63. gr. laga Alþýðusam- bandsins, þá samþykkir sambandsstjórn að víkja Verka- mannafélaginu Hlíf í Hafnarfirði úr Alþýðusmbandi fslands og svifta það öllum réttindum sem sambandsfélag." ákveðin í gær, á fundi Verðlagsnefndar, á ýmsar teg- undir vefnaðarvöru. Fer hér á eftir útdráttur úr ályktun Verð- lagsnefndar um þessa ákvörð- un. Nefndin skírskotar til aug- lýsingar frá ráðuneytinu um að Verðlagsnefnd setji há- marksverð eða hámarksálagn- ingu á vefnaðarvöru og sam- þykti því næst á fundinum að setja ákvæði um hámarksá- lagningu á eftirtaldar tegundir vefnaðarvöru og fatnaðar: Léreft, sængurveraefni, flón- el, sirs, tvisttau, Iastingur, vasafóður, ermafóður, millifóð- ur, hárdúkur, boldang, skyrtu- efni, flauel, kjölatau, kápu- og frakkaefni, dragtaefni, karl- mannafataefni, blússuefni, nan- kin, khaki, húsgagnaáklæði og ábreiður, handklæði og hand- klæðadreglar, borðdúkar og borðdúkadreglar, seryiettur, gluggatjöld og gluggatjalda- efni, manchetskyrtur og aðrar milliskyrtur karla, flibbar, hálsbindi, hálsklútar, treflar, nærfatnaður karla og kvenna, náttföt, peysur, garn, tvinni, sundskýlur og sundbolir, axla- bönd, sokkabönd, sokkabelti, corset, corselet, svuntur og sloppar, hanzkar og vinnuvett- lingar, húfur og hattar karla og kvenna. rykfrakkar og regn- kápur, regnhlífar. Fyrst um sinn skal álagning á þessar vörutegundir ekki vera hærri en hér segir; 1, í heildsölu 16%. 2. í smásölu: a. Þegar keypt er af innlend- um heildsölubirgðum 50%. b. Þegar keypt er beint frá útlöndum 74%. Miða skal álagningu við kostnaðarverð varanna kom- inna í hús á sölustað að með- töldu flutningsgjaldi, tollum, hafnargjaldi og heimkeyrslu. Eimisklp: Oiullfoss er á leið til Kaiup- majinahBÍfnar frá Leith, GotSafoss fór m Hull í dag áteiöis til VestoiiapMaieyja, Brúairfo'sis fer vfösitur og norðiur anina'ð kvöld kí. 10, DettíSoss jer hér, Selfloss íer frá Viestmannajeyjuint i jiivöld

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.