Alþýðublaðið - 20.02.1939, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 20.02.1939, Blaðsíða 3
MÁNUDAG 20. FEBR. 1939. ALÞYÐUBLAÐIÐ •-------------------------* ALÞÝÐUBLAÐIÐ RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON. í fjarveru hans: JÓNAS GUÐMUNDSSON. AFGREIÐSLA: ALÞÝÐUHÚSINU (Inngangur frá Hverfisgötu). SÍMAR: 4900: Afgreiðsla, auglýsingar. 4901: Ritstjórn (innl. fréttir). 4902: Ritstjóri. 1196: Jónas Guðmunds. heima. 4903: V. S. Vilhjálms (heima). 4905: Alþýðuprentsmiðjan. 4906: Afgreiðsla. ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN i--------------------------♦ í „hernaðarðstaDdi“ VIÐ og við heyra menn það í fréttum frá útlöndum að ein og önnur borg eða hérað sé lýst í ,,hernaðrástand“. Margir munu þeir, sem ekki gera sér það ljóst þegar þeir heyra þær fréttir hvað þar er eiginlega um að vera. Þó munu flestir skilja að einhverskonar ófrið- ur eigi sér þar stað- — Hér á landi er þetta óþekt fyrirbrigði fram til þessa. En nú er svo komið að í Hafnarfirði má raun- verulega telja, að um hernað- arástand sé orðið að ræða. Deilan sem þar stendur yfir er engin vinnudeila. Það er ekki deilt um kaup og kjör verka- fólksins í Hafnarfirði. Deilan er pólitísk að eðli og uppruna og afleiðingar hennar hljóta að verða pólitískar. Það, sem ekki hefir gerst hér á landi síðan um siðaskifti er nú að gerast á ný. Ofbeldis- flokkur kommúnista studdur af nokkrum hluta Sjálfstæðis- manna fer með (vopnað) lið til Hafnarfjarðar til þess að leggja þar til orustu ef svo skyldi bjóða við að horfa. Öll lög eru brotin og fótum troðin af þessum óaldar- og of- beldisílokki. En það sem er þó lang merkilegast við þetta er, að Sjálfstæðisflokkurinn skuli vera megin stoðin í þessu of- beldi. Forsprakki innrásarliðs- ins fer á fund Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði til þess að fá þá til þess að standa með sér að ofbeldisverkunum og brjóta lög, sem þeir sjálfir hafa heimtað að sett væru- Ríkisvaldið er og hefir alla daga verið veikt hér á landi. Það getur ekki afstýrt slíkum vandræðum sem þessum með her, eins og tíðkast erlendis, því hér er enginn herinn til. Það getur reynt sættir — og gerir það — og ef til átaka kemur er það eitt hægt að bjóða út liði til þess að „stilla til friðar“, Hafnfirðingum er meinað að leysa þessa deilu einir sér heima í héraði. Af hverju er þeim meinað það? Það er af því, að þá er víst að ofbeldis- liðið tapar. Og vegna þess að það yrði pólitískt niðurlag fyr- ir íhaldið og kommúnistana er ýmiskonar lýð' safnað safman hér í Reykjavík sem innrásar- her í Hafnarfjörð. * Morgunblaðið sem styður innrásarherinn og hvetur opin- berlega til þess að beita ofbeldi reynir að kenna Alþýðuflokkn- um um þetta ástand, og segir beinlínis að kommúnistar séu þar að verja sig fyrir Alþýðu- flokknum. Verða þessi orð blaðsins ekki öðruvísi skilin: ,,Það hlálega í Hafnarfirði er að einræðisumbrot Alþýðu flokksins í Firðinum eru svo skefjalaus, að kommúnistar, sem annars eru ekki feimnir við einræði, sjá sinn kost vænstan að snúast gegn þessu“. Hefir málstað landráðaflokks ins nokkurntíma verið betur mælt bót en hér er gert? Og þetta er gert í aðalblaði S j álf stæðisf lokksins. Sannleikanum er svo gjör- snúið við hér, að furðu gegnir- Alþýðuflokksmenn í Hafnar- firði hafa ekkert ólöglegt að- hafst. Þeir hafa til þess fullan rétt, að stofna sitt félag og semja við þau fyrirtæki, sem þeir fá samninga við. Þeir hafa ekki lagt bann á vinnu neins staðar og engum meinað að vinna hjá þeim, sem félag þeirra hefir ekki náð samning- um við. En kommúnistar og Sjálfstæðismenn hafa komið með innrásarher í Hafnarfjörð og styðja á allan hátt að því, að skapa þar öngþveiti og ring- ulreið. Ætlar Sjálfstæðisflokkurinn sem heild að liggja undir því lengur, að hann stofni til ó- eirða í þjóðfélaginu? Ætlar þingflokkur Sjálfstæðismanna að standa við hlið kommúnista í þingsölunum til þess að vernda lögbrotin og ofbeldið? Eða ætl- ar hann að segja skilið við þessa lögbrota- og ofbeldismenn og sýna í verkinu, að hann vill vernda lýðræðið og félagsfrels- ið í landinu? Ef hann telur Alþýðusam- bandið of pólitískt þá á hann að beita sér fyrir því, að þau félög, sem hann er í meirihluta í, fari úr því og myndi ,,óháð“ og ,,ópólitískt“ samband. Það er Sjálfstæðismönnum og komm únistum frjálst og heimilt, ef þeir hætta öllum ofbeldistil- raunum. , Öll félög, sem í Alþýðusam- bandinu eru eru þar af frjáls- um vilja og þéim er heimilt að segja sig úr því ef þau vilja. Þau hafa sjálf vitað, hvaða á- kvæði lög sambandsins höfðu að geyma er þau gengu í það. Innrásarherinn í Hafnarfirði er smánarblettur á Sjálfstæðis- flokknum og alveg sérstakur smánarblettur á Sjálfstæðis- flokknum í Hafnarfirði. Hann Fræðslnkvöld fyrir konnr. ----» ' EINS og auglýst hefir verið í blöðunum, gengst KRON — Kaupfélag Reykjavíkur og nágrennis — fyrir fjölbreyttum fræðslu- og skemtikvöldum fyrir húsmæður. Verða þessi kvöld, sem reynd ar ættu að heita ,,dagar“, því þau byrja kl. 4 e. h., haldin í Gamla Bíó næstkomandi þriðju- dag 21. þ. m. og síðan föstudag 24. og loks mánudag 27. þ. m. Fyrirkomulag hefir verið á- kveðið þannig, að fyrst verður stutt ávarp, sem konur úr fé- laginu flytja. Þá verða erindi, sem þeir dr- ing. Jón E. Vestdal efnafræðingur og Steingr. Steinþórsson búnaðarmálastjóri flytja. Erindi dr. Vestdals verða um næringargildi fæðutegunda og verða þau flutt þriðjudaginn 21. og mánudaginn 27. febrúar. En erindi Steingríms á föstu- daginn verður um íslenzkar sýnir að kommúnistar og í- haldsmenn þar þora ekki að reyna að leysa deiluna án að- komandi hjálparliðs- Hann sýn- ir hinni íslenzku þjóð hlvers virði alt lýðræðisskraf þessa flokks er. Ef Sjálfstæðismenn væru í þessu máli annað en þæg verk- færi kommúnista mundu þeir heimta, að deilan í Hafnarfirði yrði látin afskiftalaus af að- komumönnum og ef til þeirra átaka kæmi milli félaganna þar að til vandræða horfði, yrði það einungis opinber lögregla sem höfð yrði til þess að skakka leik- inn. En það virðast þeir ekki vilja. Þeir geta verið þektir fyrir að biðja um innrásarher undir stjórn yfirlýstra ofbeldismanna, manna sem hvergi, þar sem þeir hafa verið, hafa gert annað en reyna að kúga, níða niður og sundra öllu sem þeir hafa kom- ið nálægt. Stendur Sjálfstæðisflokkur- inn óskiftur að þessum lögbrot- um og ofbeldi? Ef marka má Morgunblaðið og Vísir virðist það vera svo. fæðutegundir. Óhætt er að full- yrða, að fyrir utan „stórpólit.íkina“ hefir ekki ver- ið eins mikið rætt um neitt manna á meðal eða að minsta kosti ekki meðal kvenþjóðar- innar og einmitt þessi mál, vita- mínin í fæðunni og þýðingu þeirra, og jafnframt næringar- gildi hinna ýmsu matarteg- unda. Óþarfi er að rekja hér alt, sem um það hefir verið sagt, en óhætt er að fullyrða. að það sé kærkomið öllum á- hugasömum húsmæðrum. að eiga kost á sannri og réttri fræðslu um þessi efni, en eins og kunnugt er, er dr. Vestdal manna fróðastur um þessa hluti og treystandi til að miðla af fróðleik sínum á þann hátt, að allir geti skilið og fylgst með. Og sama máli gegnir um búnað- armálastjórann. Það er eitt þýðingarmesta atriðið í okkar þjóðar-„húshaldi“, að þekkja og nota íslenzkar fæðutegundir til hins ýtrasta. Á eftir erindunum verður sýnd kvikmynd frá Finnlandi, sem sýnir bæði aðdáanlega náttúrufegurð landsins og menningu þjóðarinnar, en hvor ugt þekkja íslendingar, nema af óljósri afspurn. En finnska þjóðin hefir jafnan átt samúð íslendinga- Einu sinni •— og það ekki fyrir svo löngu, lutu Finnar í lægra haldi fyrir yfir- gangi erlendrar þjóðar og voru sárt leiknir. Og þá horfðu ís- lendingar ekki með velþóknun á að ofríkið gripi fyrir kverkar réttlætinu og þá var það ekki trúarjátning þeirra, að lítil- magnanum bæri engin réttur af því hann skorti máttinn. Og ljómann af frelsisbaráttu þjóð- arinnar í „þúsund vatna land- inu“ lagði yfir íslandsála og alla Ieið inn í kotbæina í dölun- um og þurrabúðirnar á eyrinni. Því þar var líka barizt. En nú er þetta breytt. Finnar eru frjáls þjóð og ísland fullvalda ríki. En ennþá lifir í hugum okk- ar sem eldri eru, aðdáunin á Nforðlenzkt | Mkjöt Spikfeltt I norðlenskt Dilkakjöt Jirkjöt 1 mjög édýrt. |Kjötverzlunin Herðubreið. ' Fríkirbjuvegi 7. Slmi 4565. Bón. Þeir, sem einu sinni kaupa ódýra bónið í lausri vigt hjá okkur, kaupa aldrei annað bón. BREKKA Ásvallagötu 1, sími 1678, Barg- staðastræti 33, sími 2148, og Njálsgötu 40. fólkinu, sem ekki „kunni að víkja.“ Og sjálfsagt fýsir marga að nota þetta tækifæri og kynnast landinu og þjóð- inni. Virðist kaupfélaginu með þessari dagskrá hafa tekist vel að tengja saman það nytsama og skemtilega og þarf ekki að efa, að húsmæður bæjarins setja sig ekki úr færi að njóta þess sem fram er boðið. Að- göngumiðar eru afhentir í öllum búðum félagsins- S. Farfuglafumd hefir lungmienjnafél. Velvakamdi í Kaiupþingsisalnum ’í kvöld kl.9. Útbreiðið Alþýðublaðið! sem psnta fíl hálfsmán~ adar í eínu fá 5% afslátt frá búðar~ verdí og spara sér ad ^era sífellf að hlaupa úf í búd# Okaupíélaqið Geri við saumavélar, allcken- ar heimilisvélar og skrár. H. Sandholt, Klapparstíg 11, tácoá 2635. Hið nýja Mexico. ---»-- í hugum flestra hefir Mexico verið land öfga og ólíkra hátta. Annars veg- ar heimur sólskins, fegurðar og suðrænna æfintýra, en hins vegar land þrælahalds, fjárglæfra, launmorðá og annara glæpa. Nú skyndi- lega rífur þetta land sig úr álagafjötrum, rís upp ungt og tiginborið, hlýtur aðdáun fyrir kjark og djörfung, glæðir vonir um góða fram- tíð. í eftirfarndi grein, sem er lauslega þýdd, er gerð stutt grein fyrir þeirri merkilegu þróun, sem fram hefir farið í þessu landi á síð- ustu árum. Á undanförnum áratugum hefir Mexico vakið á sér athygli fyrir hinar umræddu olíulind- ir sínar. En enskir og amerík- anskir auðhringar náðu þeim undir sig, og af því stafaði eins og við mátti búast, stjórnmála- og fjárhagslegt öngþveiti í Mexico. Það þótti miklum tíðindum sæta, þegar núverandi forseti Mexico, Lazaro Cardenas, byrj- aði á því að bera fram í þing- inu tillögur sem hnigu í þá átt, að takmarka yfirráð þeirra og valdsvið. Einnig miðuðu þær að réttlátari skipting jarðeigna og og margskonar réttarbótum fyrir innfædda. Til að átta sig á því sem gerst hefir í Mexico á síðustu árum, er nauðsynlegt að renna snöggvast augum yfir nokkur atriði í sögu Mexico. Eftir fund Ameríku féll Mexico í hendur spánskra inn- rásarherja- Þeir brutu á bak aftur þarlenda menn, sem voru Indíánar. Þeirra gamla, gróna menning var fótum troðin og einskisvirt og upp af rústum hennar reis spánskt gerræði. Allt frá því voru Indíánarnir skoðaðir ánauðugir þrælar Spánverjanna í margar aldir. Auður Mexico var fluttur úr landi og flaut í stríðum straum- um til Spánar. Kaþólska kirkj- an, sem fékk umsjón yfir allri andlegri fræðslu og siðakenn- ingum, notaði vald sitt til þess að blása því í brjóst Indíánanna, að þeim bæri trúarleg og sið- ferðileg skylda til þess að vera Spánverjum undirgefnir og drottinhollir. Þó Mexico yrði síðar sjálf- stætt ríki aðskilið frá Spáni, urðu þar ekki miklar breyting- ar. Má segja, að þar hafi allt staðið í stað fram að 1910. í þeirri stjórnarbyltingu er þá hófst, örlaði fyrst á þeim hugs- unarhætti, er stefndi í áttina að bættu þjóðskipulagi. Sama ár var hinum gamla einræðis- herra Diaz steypt af stóli og við það opnuðust ný viðhorf og nýir möguleikar. Síðan kom nokkurt árabil erfiðleika og ó- eirða. En 1917 hófst raunveru- lega sá þáttur, er snerti innri endurskipun landsins, þó var sú þróun mjög hægfara. En frá og með árinu 1935, um leið og Cardenas forseti tekur völdin, hefjast aldahvörf í mexikönsku þjóðlífi. Cardenas hershöfðingi, sem er gamall uppreisnarmaður, er núverandi æðsti valdhafi landsins, forseti Mexico. Það hefir sýnt sig, að Cardenas er starfi sínu vaxinn og fær um að efna það, sem hann hefir lofað. Hann er á glæsilegum vegi með að koma á margþættri skipulagningu í ýmsum þjóðfélags- og menning- armálum. Umbætur hans eru ekkert fálm út í loftið. Hann færir sig áfram fet fyrir fet í markvissri stefnu. Hann styðst þar bæði við fjölmenna og vel skipulagða verkalýðshreifingu í bæjunum og smábændur úti um allt land, sem margir hverj- ir eru af hinu gamla frum- byggjakyni þess, Indíánar- A8 ná þessu takmarki. er feikna erfiöleikum bundið, akki skt með tilliti til hinna ólíku stað- hátta innanlands. Fyrsta spor- ið var að hrinda af sér erlendu oki og ná fullkomnu sjálfstæði fjárhags- og stjórnmálalega. — Því eins og áður er fram tekið, höfðu fjárplógsmenn ýmsra landa skoðað Mexico sem rétt- lausa nýlendu, einungis til að svala ágóðafíkn sinni, enda hafði þeim tekist að hrifsa und- ir sig auðlindir landsins. Cardenas var þegar Ijóst, að náttúrugæði Mexico sköpuðu skilyrði fyrir stórkostlegan iðn- að og mjög fullkominn nýtízku landbúnað. En þetta hvoru tveggja væri öruggur grundvöll- ur undir góðri fjárhagslegri af- komu þjóðarinnar, ef hyggilega væri að farið. Lombardo Toledano, forseti landssambands verkalýðsfélag- anna í Mexico, hefir nýlega í viðtali við blaðamenn gefið eft- irfarandi greinargerð: „í Mexico eru stærstu olíu- lindir heimsins. En frá þvx olían fanst fyrir nærfelt 80 ár- um. hefir þessi auðsuppspretta lotið erlendum yfirráðum. Þau svívirðulegu landráð, að af- henda þjóðarauðæfin útlendum gróðabrallsmönnum, voru fram in bæði í stjómartíð Diaz og eins meðan hinir samvizku- lausu og mútusjúku fyrirrenn- arar hans sátu við völd. Þessir stjórnarherrar seldu alt, sem hægt var að tína undan krún- unni. Hagskýrslur sýna, að hin erlendu félög tífölduðu inn- borgað hlutafé sitt á skömmum tíma. Þrátt fyrir þetta var ol- íuverðið innanlands í Mexico (Frh. á 4. síðu.) Skfðafélag Rejrkjaviknr 25 ára afmælisfagnaður félagsins verður hald- inn að Hótel Borg laugardaginn 25. þ. m. kl. 7% e.h. Áskriftarlisti fyrir félagsmenn liggur frammi hjá L. H. Miiller. STJÓRNIN.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.