Alþýðublaðið - 24.02.1939, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 24.02.1939, Blaðsíða 2
FÖSTUDAG, 24. FEBR. 1939 ALÞÝÐUBLAÐIÐ UMRÆÐUEFNI Jón á Akri og óhófið. Styrk- urinn til skálda og lista- manna. Hefði Snorri verið sveltur? Bréf frá Ketilríði. Unga fólkið og útvarpið. Um byltingar. Sagan endurtekur sig. ATHUGANIR HANNESAR Á HORNINU. •p YÐSLAN og' óhófið hjá þjóð- Sh inni fer alt af vaxandi. Þetta sagði Jón Pálmason alþingismað- ur við f járlagaumræðurnar á mið- vikudaginn. Hann og fleiri menn af hans sauðahúsi hafa alt af verið að halda þessu fram. Það eru sömu mennirnir, sem alt af lialda því fram, að alt sé að sökkva. Ég tel að ég fylgist eins vel með straumum í lífi fólks hér í Reykja- vík og Jón Pálmason og ég er al- veg viss um að hann hefir á röngu að standa. Ég tel að síðustu tvö ár hafi mikið breyzt til bóta í þessu efni. Menn spara nú miklu meira en áður, fara varlegar með fé sitt og hugsa meira um að sjá fótum sínum forráð en áður var. *S" Auðvitað eru undanteknigar frá þessu og þær alltof margar. Og það er áreiðanlegt, að fjöldi manna gæti farið miklu betur með fé sitt en hann gerir og lifað ódýrara og heilbrigðara lífi en margir gera. Er þess að vænta að smátt og smátt sæki í rétta átt með þetta. Óhófseyðsla okkar íslendinga á undanförnum tveimur áratugum er hins vegar skiljanleg. Eftir 1918 kunni þjóði sér ekki læti og tekj- ur manna voru miklar. Almenning- ur vissi varla hvers gildi féð var og líf þess fór eftir því. En það er hinn mesti misskilningur að fóllc finni hinar réttu leiðir eftir ábend- ingum manna, sem predika eins og Jón á Akri. * Það er lagt til á alþingi, að framvegis úthluti Mentamálaráð mestum hluta þeirra styrkja til skálda og listamanna, sem Alþingi hefir áður ákveðið hvernig verja skyldi. Það virðist svo sem þetta ætli að sæta allmikilli mótspyrnu, og hefi ég sem stendur enga skoð- un á málinu. Ég veit. að Alþingi hafa oft verið mislagðar hendur og Mentamálaráði einnig. þó ekki sé nefnt nema dæmið um það. þeg- ar maðurinn fékk sliáldastyrk hjá Mentamálaráði fyrir eitt leikrit, sem leikið var eftir hann í út- varpinu, og hafði að vísu gott handbragð. DAGSINS. Um þetta mál barst mér í gær bréf frá kunnri gáfukonu, sem kallar sig „Ketilríði", og birti ég það hér með stíl hennar og hand- bragði: * ,,Ég get nú ekki án þess verið að tala við þig um það, sem kom fyrir í gærkveldi. Mig langar nefnilega til að heyra þitt álit um það, hvort það sé að ástæðulausu, sem ég varð jafn „slegin“ og ég varð.“ „Ég var, skal ég segja þér, sezt með prjónagreyin mín og hugði nú gott til að hlusta á blessað útvarp- ið okkar. En viti menn, er þá ekki byrjað á að lesa upp eitthvað frumvarp frá Alþingi. Hvað viltu hafa það betra? Er þá ekki lesin upp einhver summa, sem Menta málaráð á svo að skamta skáldum og listamönnum þjóðarinnar og jafnvel þeim, sem settir hafa verið á 18. grein fjárlaganna og veittur þar ákveðinn styrkur sem heið- urslaun vegna þess, að þeir væru búnir að sýna með list sinni, að fósturjörðin teldi þá þess verða að þakka þeim starfið með smávegis þóknun til léttis við lífsbaráttuna. Er þá komið svona fyrir þér, gamla Fjallkona? segi ég við sjálfa mig. Eiga nú skáld þín og rithöf- undar að fara að ganga fram fyrir Mentamálaráð og kvaka til þess um styrk. svo að þeir geti ort og skrifað eitthvað það, sem við get- um svo öll miklast af og líklega ekki þetta Mentamálaráð eitt. heldur hvert sem við tekur og hvernig sem það yrði skipað og hverjir sem þá færu með völd. O- jæja, börnin góð, hugsa ég áfram, ætli ykkur sé þá ekki bezt að pára eitthvað, sem meirihlutanum lík- ar. ef þið viljið ekki hafa lítið í askinum ykkar frá ráðinu?" % „En þér að segja, Hannes minn, þá datt mér nú í hug að tæplega skapaðist nú neinn Snorri við þessa ráðstöfun. og trúað gæti ég því, að Heimskringla hefði ekki orðið eins stílhrein og okkur ekki skinið sá ljómi af henni, sem raun ' hefir borið vitni, ef Snorri hefði verið svangur og kaldur meðan hann samdi hana.“ * „Og svo eru nú hinir smærri spámenn. Það er nú svona, enginn veit að hverju barni gagn verður. Og „lengi skapast mannshöfuðið.” En kannske á að smáfækka and- ans mönnum. Fjallkonan okkar auðgast þá frekar af einhverjum öðrum lindum, nógar eru til, og hvað skyldi ég mega segja um slík mál sem þetta, en þér treysti ég nú, Hannes minn, til að fræða mig eitthvað fljótlega um þetta hvort ég hefi skilið þetta rétt. Óhræsis heyrnin er nú svo sem farin að bila. Jæja, lifðu vel svo lengi, Hannes minn.“ * „Jaki“ skrifar mér: „Ég las þarna greinarkorn í blaðinu um daginn, sem var við- víkjandi Ríkisútvarpinu. Ég ætla bæði að þakka þér og höfundi greinarinnar fyrir þá tillögu um að spila á laugardags- og sunnu- dagskvöldum meira af danzplötum útsettum af Luke Ellington, „Fats“ Walker og Louis Armstrong, en tíðkast hefir. Ég skal ábyrgjast það, að það, að ungt fólk sæki kaffihús á kvöldin, minki stórlega, ef þessi breyting yrði gerð. Ég mæli hér fyrir munn margra ung- linga, sem ég hefi talað við, og ég væri ég þér mjög þakklátur, ef þú vildir birta þetta og kæmir þessu til leiðar.“ ❖ Það er mikið talað um bylting- ar og uppreisnir um þessar mund- ir. ,,G.“ hefir þurft að skrifa mér bréf um þetta, og er það á þessa leið: „Carlyle, hinn víðkunni rithöf- undur. sagði einhverju sinni, að franska stjórnarbyltingin hefði ét- ið sín eigin afkvæmi. Þetta á engu síður við um rússnesku bylting- una. Eini munurinn er sá, að franska byltingin var fljót að koma þessu í verk, sú rússneska er lengi að því.“ # „Franska byltingin hófst 1789 með því að lýðurinn réðst á hið illræmda fangelsi, Bastilluna, og reif hana í rústir, og margir telja hana enda með því, er höfuðfor- inginn, Robespierre, var háls- höggvinn 1794, enda gerðist Na- poleon þá einvaldur skömmu síð- ar. Fyrstu þrjú árin eftir að bylt- ingin hófst voru leiðtogar hennar ánægðir með að skella höfuðin af „óvinum lýðveldisins", og til þeirra taldist konungsfjölskyldan og þúsundir aðalsmanna. En síð- ustu sextán mánuðina skemtu leið- togarnir sér við að drepa hverir aðra.“ # „Visjinsky, hinn opinberi ákær- andi Sovétríkjanna hefir þó ekki enn verið tekinn af lífi. En starfs- bróðir hans í frönsku byltingunni Fouquier Tinville var tekinn af lífi fyrir njósnir, mútuþágu og föðurlandssvik. Ekkert bendir til að örlög Visjinskis verði betri. Og það er ekki ólíkt að bera saman varnir þeirra við réttar- höldin. Þar er margt keimlíkt. Þá var alþýða manna æst upp með vígorðinu: „Föðurlandið er í hættu!“ nákvæmlega ein* og nú er í einræðisríkjunum. Jafnvel í byltingum gerist sjaldan nokkuð nýtt. Sagán endurtekur sig.“ Blindravinafélaiið kanplr Usiion fjrir starfsemi sína. JÓNAS SÁL. JÓNSSON, fyrv. lögregluþjónn á- nafnaði Blindravinafélagi ís- lands allar eigur sínar eftir sinn dag. Af þeim skyldi myndaður sérstakur sjóður, sem bæri nafn hans. Skipulagsskrá sjóðs- ins hefir nú verið samin og fengið konunglega staðfestingu. í stjórn sjóðsins kýs stjórn fé- lagsins tvo menn, en lögmað- urinn í Reykjavík skipar þriðja mann. Fyrir tilstyrk þessa sjóðs hef- ir Blindravinafélag íslands nú ráðist í að kaupa hús, sem nota á fyrir starfsemi félagsins, svo sem blindra skóla, burstagerð blindra manna, vefstofu blindra og aðrar atvinnu starfsgreinar, sem félagið ætlar sér eftir því sem þörf gerist. Húsið, sem keypt hefir verið, er nr. 16 við Ingólfsstræti, eins og nú horfir við, var það talið það heppilegasta, enda þarf það engrar breytingar við. Húsið er 12 m. á lengd og 8 og 5 m. á breidd og stendur á eignarlóð. Það er 2 hæðir, ris og kjallari undir öllu húsinu. Á neðri hæðinni eru 7 herbergi, en 5 herbergi á efri hæðinni og 3 lítil herbergi í risi. Húsið er mjög rúmgott og talið að vera vel byggt og vand- að. Það var byggt um 1927. Félagið fær aldrei nógsam- lega þakkað gefanda þeirrar fjárhæðar, sem gjörði félaginu það kleyft, að geta á þann hátt náð tilgangi sínum með að leit- ast við á sem flestan hátt að hjálpa og hlynna að blindum mönnum hér á landi, ungum og gömlum. (Tilk. frá stjórn fél.). UmboðsmtiB I lafnRpfÍrði ern: Valdimar Long, kaupm.. sími 9288. Verzluxi Þorvalds Bjavnasonar, sími 931«. Hamdrætti Mikéia iriandi. Fyrir rúmlega 4 am á áag getið þór skapað yöur möguleika til þess aö vinna 46,250,00krénur | Vnröí ‘|, blntar «,0Ö 'I. - a,oo *|4 — 1,50 á mámuöS. Flýtið yður til nasta uxnboðsmanns Bkkl er w& kmdrað i kœttoanl Umfeoöflinetttt í Reitbjavik era: Frú Anna Ásmuadsdóttir & frú Guðrún Bjðrns- dóttir. Túngötu 6, simi 4380. Dagbjartur Sigurðsson, kaupm.. Vesturgötu 4S, sími 2814. Einar Eyjólfsson kaupm., Týsgötu 1, sími 3586. EIís Jónsson. kaupm., Reykjavíkurveg 5. sími 497«. Helgi Sivertsen, Austurstræti 12, sími 3582. Jörgen Hansen, Laufásvegi 61, sími 3484. Frú Maren Pétursdóttir, Laugavegi 66, sími 481«. Pétur Halldórssen. Alþýðuhúsinu. Stefán A. Pálsson & Ármann, Varðarhúsinu, sími 3244. Orðsendmg til kaupenda út nn laud Munið að AlþýðublaðiS á að greiðast fyrirfram ár*fjér8ungil*ga. — SaEadið greáðslur y®ar á réttum gjalddðgum, svo sending blaðsins trufl- ist ®kki vegna greiðsktfalfe. Þelr, sem éeka, geta fengið blaðverðlð krafið með póstkröfu. H. R. Haggard: Kynjalandið. 140 virðist svo, sem harm þiurfi þeirra við. Segðu líka burðarmönnunium að ikoma h'ingað með fjallidið mitt og setja það upp þarna víð vaifcnið. Vertu nú fljótur. Tveir sóladrringar votíu iiönir og gólðgorða'sami að- komumaðuriun :siat á ferðaistól i dynmwitn á tjaldi sínu og horfði á tvio lík&ni, sem lágu þar inná, valfnir te'n'aci í áfene©É§n og í væiruim' sviefini. — Ég býst við, a/ð þau vafcni eiinhvierntímia, taut- ha,nn, lét gleraugaö fallai og tóik pípuna út úr muinuiiinuim Þeim hiefir orðið rnjög gott aff þessu kiníni oig kampa- vfni. Bkfcert jaifinasit á ,við kínín og kampavíin. Bn hvað þieasii dviergnr hJýtur að vera samvizkuteiuis lygairi; það er aðieiwsi ieitt, siem honuim1 farsit bietur en Ijúga, og þajð er að éta. Ég hiefii aildrei séð mann raða 'öðr- um eins ósfcöpumi í isijg, ieri ég verð líkai að siqgja, að það virðist .svo, isem honum vieitti ekfci af því. Bn hvað öJlum ýkjunuim líður, þá er þetta undra fcynlig saga. Hver eiu þaju, og hvem fjandan ieru þa:u að geaia hér? Eitit er ví'st, að ég hefi aJdrei séð laglegri man-n né fai’legri stúlku. Og hann lét aftur í piípunia: 'sma, setti g!e •aúg.að aftar á sig og fór að reykjia. Tiu mínútum isíðar settist Júanna sfcyndilega upp, og haffð ii ókiuwm ma'durinin siig þ á|tafa'rla'ui3t á btirt og hvairf, Hún Mt æðislliega umhverfis islig, sá svo Leonaird liggja hinum mfögin í tjaldinu, Siknmð til hajns, for að kyssa hann og siaigði; Leonárd! Guði sé lof, iað þú ert enn lifandi, Leonard! Mig dmymdli að við værum bæði dauð. Guði isé !of, að þú Brt liifiaindi! Þá v&iknaðii líka maðurinn, sem háffði vierið ávarp- aður með þesisum' orðuim, og lét efcbi standa á sér mieð bliðUHaflotin. — Þ*tta fier sv«i mér að vier'ða nokkúð ástúðlegt, sagði ferðamaðurinn. Ég býs;t við, að þaju sóu gifft, eða ef þau eru það eltki, þá ættu þau að vieira' þíað. En hvað sem því líður, þá er biezt fyrir mig að hafa mig á burt nokkral stuind. Einni kiuklutstand isíðair kom hanin aftur, og sá þá, lað þau Leonard og Júaninia höfðu búiisit svo vel, sem þau gáíu mleð isápu og vatni og férfmuim af- gangsfötUm, 'siemi Leonard höfðu veriðj send, og nú slátu þaíu í Sólsfciiniiniui fyrfr utan tjáldið. Hann gekk til þeirra, lypti upp hattinum isínUJm' mieð hjáimlagiinu. og þaú stóðu upp t;H að beilsa hoinum. — Ég hýst við, a!ð það sé bezt, ég slegi hvtsfr ég er, sagðii hann og hikaði isig nofcfcuð, þ'ví að hunn vair fieiminn maður. Ég er enisfcur ferðamaður, eþ í dá- litlum landarannlsóknum' fyrir sjálfan mig, at þvi iað> ég hefi efckert an'nað að gera, og heiti Sidiney Wail- afce- — Ég hiei'ti Leonard Outram, sivaraði Leo|n|aaxl, og þiessi ungfrú hieitir Miss Júanna Rodd. Mr. Waiiaoe hrökk við og hneigði iság. Svo þau votu þá lekfcá gift. — Við eigu'm yður mikið að launa, hélt Leonard áfram, því tað þér hafiið bjargað lífi okkar. — AIls ekki, svaraði Mr. Wallaoe. Þér verðið að> þafcka það þjóniinum yðlar, dvergnuim, en ekki mér, því iað ;ef hann hefiði efcki séð olcfcur, þá h'efði ég farið leinni * (eða tvföimur milum vinstra mieigin við ykkuír. Santóeikurinin ier sá, að mér þykir fremur gamiain aið fjallaferðum, og þegar ég sá háia tinidiinin þarna' fyriir ofa.n yfckur — mér er sagt, að þjaið sé hæsti tindur inin í Bi'sla-Muishingafjöllunuim — þá Jaragaði mig til að fara að reyinja mig við hiann áður en ég srnéri heim aftur eftir Nyasisaviatúinu, Livin'gstoiniui, Blan*- tyre og Quiilimane. Ein yður .stendúr ief til vi.ll á s'ama, þó að þér segið mér, hvernig á því steadiur, að þ;ér erað hingað komiinin. Övergurinin hiefir sagt mór dá- lítið um það, eni mér finst saga háns vera helidur í ótrú’egra lagi, — Ég er hrædidur um, að yðu'r finnist okfcar saga balidur ótrúlegri', lef raokkuö ier, Mr. Wallaoe, sagðd' Leonard, Ojg svo fór hann að gefá þleim stiuitt ágrip uf æfintýram þefrra. Þegar hann var kotmimn þaingað í sögurani', semi þau ikomu til Þ'0.k'u-lýð'sj.n:sfcog var fariran úð lýsu því, h'veraig þeim Otri og Júönnu var veitt viðtafca sem1 guðum í imlusteri iliknle3lqunina,r milklu, þ‘á tók hánu eftir því, að áheyrandi hanis hafði látið glieraugað dietta niður frá kringlótta augaliru á sér o;g hoirfði á ha,nn með góðmanniíegrí undrun. —• Ég er hrædidur um, lað yður firainist ékki mikið til ium þetta, siagði Leonard snúðuglega. — Þvert á mótí, Mr. OutraEra, mér fln'st mjög mikið til um það. Mér þykir ákaflega gaiman að rómiönuml, og þetta ier fremur góður róman. — Ég hugsaði það; það er naiumiaist ómafcsins vert fyrfr mig að halda áfram, sagði Leoraard aftur. Jæja, ég furða mig ekfcert á því, þó að þér trúið miéú ekfci? — Leoraard, sagði Júanna stilliliega, þú hlefir enn ro'öasteininn stjörnumyrada'öa; sýndu Mr. Wallaúe hann! Hann >gerð:i þ,að heiidiur ólundarliegá, og tmleð því að hobum sýndist óljúft að segja nofckuð niieira, hélt Júarana sögunni áíram,, og sýnd’i jafhfratmt til sainn- indamerfcis ispjótiö, .sllitnu óliraa, og hvitu kápúma, er hiún hufð'i borið sem Aoa og bar reyndár enn innara únd'ir hernpu Francisoo heitin's — þvi að önnur föt háffði hún ekfci. Mr. Wállaoe hliu'staiði á alla siöguna, og stóð svo upp, án þesisi að gera nieinar athugajsiemd- ir við haraa, fcvaðst verða fatra og rieyna að sfcjóta þieiin eitthVáð til mutar, og báð þau að gera- sér got,t) af þvi sem fyrfr heradi væri, þangað tij hann kæmi aftur um kvöldið. Fyrlr sólsetur fcom hann aftur, gekk þá toeint að tjaldinu, og bað þau fyrirgefni'nigar á tortryggni sinni. — Ég hiefi fariið þarna upp íítir og rafcið slóð ykk- ar aftiuir á bak. Ég hiefi séð ísbrúna og stieinána og sporira,, siem dyerguriran sk'ar í ‘Mnn. Alt istebdur heima við það s»m þið feögðuð *g ,nú ©r »kki ftnraiabi ronoiD Alexandrine fer mánudaginn 27. þ. m. kl. 6 síðd. ti! Kaupmannahafn- ar (um Vestmannaeyjar og Thorshavn). Farþegar sæki farseðla fyrir kl. 3 á morgun. Tilkynningar um vörur komi sem fyrst. Skipaaffgraiftsla Jes Zimseia. Tryggvagötu. — Sími 3025. Karlakór Reykjavíkur hefir samsöng næstkomandi sunnudag kl. 3. Söngstjóri er Sigurður Þórðarson, einsöngv- ari Gunnar Pálsson. Þetta er fyrsti samsöngur kórsins á vetrinum. Útbreíðið Alþýðublaðið!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.