Alþýðublaðið - 24.02.1939, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 24.02.1939, Blaðsíða 3
FÖSTUDAG 24. FEBR. 1939 ALÞÝÐUBLAÐI& ♦------------------------♦ i ALIsÝ®UBLAÐ8Ð HITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON. I íjarveru hana: JÓNAS GUÐMUNDSSON. AFGREIÐSLA: ALÞÝÐUHÚSINU (Inngangur frá Hverfisgötu). SÍMAR: 4900: Aígreiðsla, auglýsingar. 4901: Ritstjórn (innl. fréttir). 4902: Ritstjóri. 1196: Jónas Guðmunds. heima. 4903: V. S. Vilhjálms (heima). 4905: Alþýðuprentsmiðjan. 4906: Afgreiðsla. ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN o--------------------—♦ MARGA mun hafa furða'ð á grein þeirri eftir þing- mann Hafnfirðinga, Bjarna Snæbjörnsson, sem birtist í Morgunblaðinu í gær. Lýsir þingmaðurinn því yfir þar, að hann geti vel afstýrt deilunni í Hafnarfirði, en hann vilji ekki gera það, nema á- kveðnum skilyrðum um breyt- ingar á innra fyrirkomulagi verkalýðsfélaganna verði full- nægt. Er svo að sjá, sem þingmað- urinn telji sér heimilt að standa að deilu, sem er í alla staði ó- lögrnæt, og hlýtur að verða dæmd það af þeim dómstóli landsins, sem um þessi mál á að íjalla. Ýmsir hafa spurt: Hverju sætir það er einn af þingmönn- um þjóðarinnar lýsir yfir fylgi sínu við ofbeldisráðstafanir í þjóðfélaginu? Hvers er ekki liægt að vænta af þeim. sem engan eið hafa unnið að því að hlýða stjórnarskránni og lögum landsins, fyrst þingmaður, sem undirritað hefir drengskapar- heit um að hlýða í öllu lögum landsins, gerist til þess að lýsa því yfir, að hann samþykki að lögbrot og ofbeldi sé framið, nema ákveðnum skilyrðum verði fullnægt? Það sem gerst hefir í Hafnar- firði eru lögbrot og yfirtroðslur af verstu tegund. Þar er engin deila um kaup og kjör, engin deila um lögmæti þeirra félaga, sem stofnuð hafa verið, heldur einungis hreint ofbeldi, sem framið er gagnvart ákveðnu fyrirtæki og fólki því, sem það að landslögum hefir fullkominn rétt til að hafa í vinnu. Ætlar þingmaður Haínfirð- inga að halda áfram að styðja ofbeldisverkið, ef Félagsdómur inn gengur á móti Hlíf og dæm- ir vinnustöðvunina ólöglega? Ætlar hann þá að veita þeim lið, sem uppreisn gera gegn landslögum eða hinum, sem hafa lög og rétt sín megin? * Skilyrði þau, sem þingmaður Hafnarfjarðar setur fyrir því. að hann reyni að afstýra lög- brotunum og ofbeldinu hjá Hlíf — eru þessi: AÐ eingöngu verkamenn séu í verkalýðsfélögunum, AÐ einungis eitt verkamanna félag sé á hverju félagssvæði, AÐ heimilað verði að viðhafa hlutfallskosningar í stjórnir fé- laganna', við kosningar til Al- þýðusambandsþings og annara trúnaðarstarfa innan félaganna. Af þessum ,,skilyrðum“ verð- ur ekki annað ráðið, en að þing- maðurinn ætlist til þess að fyr- irkomulagi verlcalýðsfélaganna verði skipað með lögum. En slílit þekkist hvergi nema í Rússlandi og Þýzkalandi. Alls- Píus páfi XI. á banabeðinu, Við höfðalagið standa lífverðir páfans. Við hlið rúmsins krýpur Pacelli kardínáli, hinn þekti stjórnmálamaður Vatíkansins, sem árum saman var sendiherra páfa í Berlín. linningarorð ons Mm. Einarsson i Skólabænum. staðar annarsstaðar eru verka- lýðsfélögin frjáls félagsskapur er skipar málum sínum sjálfur. Svo er það um öll Norðurlönd og Bretland og víðar. Hvað fyrsta skilyrðið snertir, þá er það alveg óþekkt fyrir- brigði, að mönhum, sem um langt skeið hafa starfað í verka- lýðsfélögum sé bannað að vera í félögunum, þó þeir hverfi að öðru starfi eða eignist hlutabréf í einhverju fyrirtæki. Hvað halda menn t.d. að sagt yrði í Danmörku. ef heimtað væri, að Stauning yrði rekinn úr félagi vindlagerðarmanna, en hann er félagi þess enn, þó hann sé' löngu hættur að starfa að þeirri iðn. Sama er um flesta aðra ráðh. og forvígismenn alþýðuhreyf- ingarinnar á Norðurlöndum. Þannig hefðu prentarar hér átt að reka Jón Baldvinsson úr prentarafélaginu af því hann starfaði ekki lengur að þeirri iðn. En þetta er krafa þingmanns Hafnarfjarðar á hendur þeim Birni Jóhannessyni og Kjartani Ólafssyni, sem mestan þátt hafa átt í að skapa Hlíf. Um annað skilyrðið er það að segja, að þess eru mörg dæmi, bæði hér og erlendis, að tvö félög í sömu grein séu á sama félagssvæði. Hvað er t. d. um stýrimanna og skipstjóra- félögin hér í Reykjavík. Eru þau ekki fleiri en eitt? Á Akur- eyri hafa tvö verkamannafélög starfað um mörg ár, án nokk- urra árekstra. Á Siglufirði var sama ástand um mörg ár. Það er algengt erlendis, að menn skiftast í verkalýðsfélög eftir trúarhrögðum, svo aðeins eitt atriðið sem skiftir mönn- um í verkalýðsfélög sé nefnt. Að krefjast þess skilyrðislaust að allir séu í sama félagi er líka hinn mesti barnaskapur. Það er ekki sanngjarnt, að allir séu píndir til að vera í sama félagi, ef þeir ekki vilja það. Hitt er skynsamlegra, að skifta sér, ef ágreiningur um stjórnmál, trú- mál eða annað skiftir mönnum of mjög í flokka, og reyna að semja um þau ágreiningsmál önnur er til greina koma. Um þriðja skilyrðið, kosning- arnar, er rétt að taka það fram einu sinni enn, að hver einasti meðlimur verkalýðsfélags er kjörgengur í stjórn og öll trún- aðarstörf önnur en að mæta á Alþýðusambandsþingi. Er ekki sýnilegt, að hlut- fallskosningar bættu þar neitt úr, því ef menn skiftast á ann- að borð í harðsnúna flokka, — ræður sá alltaf, sem í meiri- hluta kemst. Alþýðusambandið er frjálst samband verkalýðs og alþýðu- félaga. Hverju félagi er heim- ilt að fara úr sambandinu og vera í því eftir vild. Og hvers vegna sækir Hlíf svo fast að vera í Alþýðusambandinu, þar sem núverandi stjórnendur hennar neituðu að koma á Al- þýðusambandsþingið í haust, þó félagið heimtaði það af þeim og þeir hefðu þar fullkomin réttindi? Öll ,,skilyrði“ þingmannsins eru því ýmist vanhugsuð eða byggð á misskilningi. Það eru ekki núverandi ráða- menn Alþýðusambandsins, sem sett hafa skilyrðin um kjörgengi Alþýðuflokksmanna einna á Al- þýðusambandsþing. Það gerði fyrst og fremst Héðinn Valdi- marsson, Guðmundur Ó. Guð- mundsson og fleiri, sem nú eru í því liði, sem þingmaðurinn styður. Og það eru ekki stjórn- endur Alþýðusambandsins, sem fyrst og fremst standa á móti því, að þessurn ákvæðum verði breytt, heldur eru það félögin sjálf, sem langflest halda enn- þá fast við þetta ákvæði. Al- þýðuflokkurinn er hvenær sem er tilbúinn til skynsamlegra umræðna um þetta atriði, ef við aðra er að eiga en þá, sem ekki hafa annað takmark fyrir augum en sundrungu alþýðu- samtakanna í landinu. Og það mál verður að leysast á þingi alþýðusamtakanna — þingi Alþýðusambands íslands. Geri við saumavélar, allskon- ar heimilisvélar og skrár. If. Sandholt, Klapparstíg 11, sími 2635. EIR, sem vanið hafa kom- ur sínar í kirkjugarðinn við Suðurgötu (gamla garðinn) síðustu þrjátíu árin, þann tíma ársins, sem jörð var þýð, munu oft hafa séð þar mann við vinnu, séð mann vera að lag- færa og ganga frá leiðum lát- inna Reykvíkinga. Þeir, sem athugulir hafa verið, hafa senni lega veitt því athygli, að mað- urinn var prúður og fáskiftinn, gaf umferðinni fremur lítinn gaum, en beitti athyglinni fyrst og fremst að því, sem hann var að gera. Og hefði nú glöggur eða forvitinn maður farið að at- huga verkið, sem þessi stilti maður var að vinna, myndi hann fljótt hafa séð að þau voru mjög vel af hendi leyst, að það hljóta að vera hagar hendur, sem unnu svona vel. Ekki hefði neinn vegfarandi heldur þurft lengi að dvelja í námunda við þennan starfs- mann, til þess að sjá, að maður sá væri samvizkusamur, iðinn og trúr. Þó að allir Reykvíkingar viti nú ekki hver þessi maður var, þá var hann þekktur af miklum fjölda bæjarbúa, Guðmund Ein- arsson í Skólabænum þekktu flestir þeir, er í garðinn komu fram til síðustu ára, og það var líka eðlilegt. Guðmundur var fæddur í Skólabænum og hafði átt þar heima alla æfi sína, — nærri 71 ár. Og eins og áður er vikið að, unnið í kirkjugarðin- um um 30 ára skeið. Sá er þess- ar línur ritar, hefir haft G. E. að samstarfsmanni nú um tvo tugi ára — og samstarfið var gott. Það var alltaf hægt að treysta Guðmundi í Skólabæn- um, því sem hann sagði, ekki síður en því sem hann gerði. Ef til vill kann einhver að hugsa sem svo, að það hafi ekki verið mikið vandaverk að hlaða upp leiðin, en það er meira vandaverk, en margur hyggur, og fáum einum lagið að leysa það eins vel af hendi eins og Guðmundur gerði, því hann var óvenjulega lagtækur, honum lék verk í hendi, og hann lagði líka hönd á margt, þó ég hafi sérstaklega getið þessa sérstaka starfs. Guðmundur var fyrirmyndar verkamaður í mörgu. Hann vildi gera skyldu sína, vinna allt vel og með trúmennsku, það er honum var falið. Og hann vildi líka hafa sinn rétt óskertan, eins og honum bar. Hann var sístarfandi, fann sér alltaf verk að vinna — gat helzt enga stund iðjulaus verið. Guðmundur Einarsson var kvæntur Guðnýju Ásbjörns- dóttir er lifir mann sinn ásamt tveim sonum, Einari gjaldkera í Hamri og Guðmundi, sem nú er starfsmaður við kirkjugarð- ana. Þau hjón misstu efnilega uppkomna dóttur fyrir nokkr- um árum. Við félagar og sam- starfsmenn Guðmundar sökn- um hans, og eigum góðar end- urminningar um gott samstarf og við skiljum, að litla kyrláta Frh. á 4. síðu. Sporhundar einræðistierramia: D. Jesov Rðssaskelfir. ■■ ■■■ ■ »-- FYRIR sex árum var Niku- lás Jesov maður ókunnur öllum almenningi í Rússlandi. Þó var hann löngu orðinn ein- hver hinn voldugasti maður landsins, og sá, sem allir óttuð- ust, þegar hann lét af embætti í desembermánuði síðastliðnum, vegna heilsubrests að kallað var.. Hann var ráðherra innan- ríkismála, og réð þess vegna yfir G.U.P. lögreglunni, sem er efalaust hin öflugasta. lögregla sem nokkurt einræðisríki hefir komið sér upp. Og þar sem hann átti sæti í æðsta ráði eða framkvæmdanefnd sovétríkj- anna, hafði hann geysilega víð- tæk áhrif bæði í innanlands- málum og viðskiftum við erlend ríki. Og ekki dró það úr valdi hans að hann var mikill vinur Stalins. Til þess að skilja það, að maður ekki eldri en fjörutíu og fimm ára hefir þegar getað ruít sér braut í hinar mestu valda- stöður í Sovét-Rússlandi, verð- ur að gera sér grein fyrir því, að lögregluvaldið er þar flækt og tvinnað saman við stjórn- málakerfið. Og saga Rússa sýn- ir, að þetta hefir löngum verið svo. Það er alveg jafnfjarstætt að dæma um stjórnarfar keis- araveldisins rússneska án þess að taka Okhrana, leynilög- reglu ríkisins, með í reikning- inn, eins og að skilja sovét- stjórnarfarið, án þess að þekkja störf og áhrif Tékunnar og G. P. U. lögreglunnar. Það er ekki ófróðlegt að at- huga, að Okhrana hafði jafnvel níhilista og anarkista í þjón- ustu sinni, þegar það átti við, að það var keisaralögreglan sjálf, sem lét drepa Serge stór- hertoga og Stolypin forsætis- ráðherra, að af fimm foringjum Tékunnar og G-.P.U. hefir að- eins einn dáið eðlilegum dauða. Hinir allir, Uritsky, Volodorsky, Mensjinsky, Djersinsky og Ja- goda hafa verið drepnir á ein- hvern handhægan hátt. Það eru engar ýkjur þótt staðhæft sé, að um meira en hálfa öld hafi það ekki verið keisarar, sem stjórnuðu Rússa- veldi. og ekki heldur ráðherrar né hershöfðingjar, heldur sam- særismenn, leynilögreglumenn, æfintýramenn og æsingaseggir. Jesov tók á unga aldri að að kynna sér gaumgæfilega allt, sem laut að rússnesku stjórnmálalífi, og þetta ástand duldist ekki arnfránum augum hans. Hann ólst upp á þeim tímum, sem byltingin var að búa um sig, og um tvítugsald- ur var hann með lífi og sál í liði þeirra herskara, sem bygðu hina pólitísku undirheima Rússaveldis. Hann var starfs- maður í verksmiðju einni í Pét- ursborg og gekk þar í leynifé- lag eitt til þess að komast í sem nánust kynni við leiðtogana og hina dularfullu erindreka Ok- hrana, en um þá vissi enginn, hvort þeir þjónuðu stjórn keis- aradæmisins eða byltingarleið- togunum. Þó að ekki sé minsta ástæða til þess að efast um byltingará- huga Jesovs, er hitt þó ber- sýnilegt, að það, sem af mestu afli dró og seiddi þennan til- vonandi G.P.U.-leiðtoga, var á- hugi hans á spæjarastörfum. Hann var lögreglumaður af lífi og sál og allur hugur hans var við að líta eftir, stjórna, snuðra og rannsaka. Meðan félagar hans sáðu frækornum bylting- arinnar, voru önnum kafnir að skipuleggja verkföll og eggja menn til þvermóðsku, lét Jesov sér nægja hið hógværa hlut- skifti ritarans í einni undirdeild í byltingarflokknum. Starf hans var einkum að hafa valc- andi auga á undirróðursmönn- um, sem grunaðir voru um græzku, og leggja gildrur fyrir svikara og lögreglunjósnara. Og hann sökti sér niður í þetta starf af slíkum áhuga og dugn- aði, að þegar flóðalda bylting- arinnar skall yfir, var hann samstundis gerður að umboðs- manni pólitísku lögreglunnar í rauða hernum. Arið 1917 lagði Jesov af stað frá Pétursborg í her Trotzkys, og var þá ekki nema rúmlega tvítugur að aldri. Nú átti hann að höfuðsetja foringja þá úr gamla keisarahernum, sem sovétstjórnin hafði ekki komist hjá að láta halda stöðum sín- um, þó að hollusta þeirra við hina nýju stjórn væri í mesta máta efasöm, Og nú gekk Jesov berserksgang á sína vísu. Á fám vikum tókst honum að riða njósnanet sitt um allan herinn, svo að hvert orð. sem talað var í herbúðunum, barst honum til eyrna. Og við byltingardóm- stólana úthlutaði hann vægðar- lausum reísingum þeim, sem taldir voru óvinveittir sovét- stjóminni. Samkvæmt tölum, sem birtust í Pravda 1923, voru að minsta kosti 350 000 fyrver- andi lögreglumenn, herforingj- ar og ,,svikarar“ úr keisara- hernum teknir af lífi fyrstu 5 stjórnarár sovétstjórnarinnar. Jesov kvað sjálfur upp dauða- dóminn yftr hundruðum þeirra. Einu sinni fórust honum svo orð: ,,Ef byltingin á að heppn- ast, verður að bæla niður alla meðaumkun og tilfinninga- semi.“ Það leið ekki á löngu áður en hann hlaut enn meiri frama að launum fyrir miskunnar- leysi sitt og harðýðgi. Kúlakk- arnir, óðalsbændurnir, reyndu að rísa gegn fyrirætlunum stjórnarinnar í umbótum í landbúnaðarmálum, því að þeir biðu tjón við þær. Jesov var sendur út af örkinni til þess að koma vitinu fyrir þá, og honupi tókst það með hinum venju- legu aðferðum sínum. Hann tók nokkrar þúsundir af lífi. Það var um þessar mundir, sem Stalin veitti honum fyrst sérstaka athygli. Það var ekk- ert smáræðis afrek að spekja kúlakkana. Og nú gerði Stalin Jesov að einkaritará sínum. í þeirri stöðu var það starf hans að hafa gát á æðstu embættis- mönnum ríkisins. Nú hefði engan skugga borið á frama Jesovs ef ekki hefði verið annar maður, sem Stalin hafði að helzta bakhjarli sínum. Það var Jagoda, foringi G.P.U., og hann var hinn eini ofjarl Jesovs vegna þess, að hann hafði alla yfirstjórn lögreglu- málanna í sínum höndum. Jesov tók nú skjóta ákvorð- Frh. á 4. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.