Alþýðublaðið - 25.02.1939, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 25.02.1939, Blaðsíða 3
LAUGARDAG 25. FEBR. 1929 ALÞÝÐUBLAÐIÐ VIKAN sem leið. I ALÞYÐUBLAÐIB RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON. í fjarveru harn: JÓNAS GUÐMUNDSSON. AFGREIÐSLA: ALÞÝÐUHÚSINU (Inngangur frá Hverfisgötu). SÍMAR: 4900: AfgreiÖsla, auglýsingar. 4901: Ritstjórn (innl. fréttir). 4902: Ritstjóri. 1196: Jónas GuÖmunds. heima. 4903: V. S. Vilhjálms (heima). 4905: Alþýðuprentsmiðjan. 4906: Afgreiðsla. ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN ♦------------------------♦ í bekk með konúHistum. SANNSÖGLINNI og dreng- skapnum hefir aldrei verið fyrir að fara hjá dagblaðinu Vísi. En svo ómenguð ósann- indi hafa sjaldan sést 1 blaðinu, sem þau, er það í gær ber á borð fyrir lesendur sína. Blaðið lýgur því hreinlega upp, að „léynilegt Alþýðusam- bandsþing hafi verið haldið hér í bænum í síðustu viku“, og að þar hafi orðið hinar mestu róst- ur svo ,,að við slagsmálum lá“, ségir blaðið. Þessi blaðamenska Vísis get- ur ekki skýrst á annan veg en þann, að samneyti hans við kommúnistana, sem hefir vérið mjög náið síðustu vikurnar, hafi blindað ritstjóra blaðsins svo, að honum sé nákvæmlega sama um hvort hann segir satt eða ósatt. En sú hefir aðferð kommúnistanna ávalt verið, að nota lýgina og róginn sér til framdráttar. Það þarf varla að taka það fram, að öll frásögn Vísis um þetta er haugalygi og styðst ekki við nokkurn skapaðan hlut. En hún sýnir aðeins það inn- ræti og þá sannleiksást, sem hjá stjórnendum þessa blaðs býr. Kommúnistarnir hafa haft þau áhrif nú þegar á nokkurn hluta íhaldsins, og í þeim hlut- anum er sýnilega ritstjóri Vís- is, að öll sómatilfinning virðist vera gersamlega þurkuð út, og hann er kominn í sama ósann- indasvaðið og kommúnistarnir sjálfir hafa alt af verið í. Hverju halda menn nú að slíkir menn sem ritstjóri Vísis dirfist ekki að skrökva þegar um meira er að ræða, þegar eitthvað það liggur við, sem máli skiftir, þegar svona er gersamlega og tilefnislaust log- ið í blaðinu upp atburðum, sem aldrei hafa átt sér stað? Það er langt fyrir neðan alt, sem sæmilegt er fyrir aðra en kommúnista, og hefir ritstjóri Vísis valið sér með þessu sæti á sama bekknum og þeir. * Af svipuðu tagi er einnig for- ustugrein Vísis í gær. Er þar ráðist á Félagsdóm og hann sví- virtur á alla lund. Hver ein- stakur dómari í dóminum er tekinn og mældur og veginn og þeir þrír, sem vitað er um, að hafa aðrar skoðanir í stjórn- málum en ritstjóri Vísis og hans ógæfulið, eru svívirtir, rægðir og ofsóttir af blaðinu. Slíkt athæfi ætti að varða þungri refsingu. Alveg á sama hátt gæti Alþýðublaðið svívirt og rægt t. d. Gunnlaug Briem, sem talinn er vera Sjálfstæðis- maður, og Hákon Guðmunds- son dómsforseta, sem talinn er v®r* * kommúnisti. En það hefir aldreí veriö gert hér og verður GÆFTIR hafa verið mjög slæmar þessa viku, eða fyrrihluta hennar. Hefir því lítill afli komið á land. í Vest- mannaeyjum hefir verið hin mesta ördeyða það sem af er vertíðinni. Á miðvikudag var róið og gaf útkoman nokkra von um bata. Þeir bátar, sem höfðu nýja beitu fiskuðu vel en hinir miklu lakar. Alliance kaupir skip. Ólafur Jónsson framkv.stjóri Alliance og Guðmundur Mark- ússon skipstjóri fóru utan á fimtudagskvöld til kaupa á nýjum togara, einum eða tveim- ur, í stað hinna tveggja skipa, Ólafs og Hannesar ráðherra, sem félagið hefir nú misst með svo skömmu millibili. Ekki er þeim, sem þetta ritar, kunnugt ulm, hvar skipið muni verða keypt, eða hvort lögð verða drög að alveg nýju skipi. Togararn- ir tveir, sem félagið hefir misst — voru vátryggðir fyrir um 33 þúsund sterlingspund, svo að félagið ræður yfir allmiklu fé í erlendum gjaldeyri, þó að vátryggingarféð sé hinsvegar ekki nema andvirði eins nýs skips. Er þess að vænta, að fé- lagið nái hagkvæmum kaupum og að ný skip komi hið bráð- asta í stað þeirra, sem horfið hafa. Nýr Landsbankastjóri. Það virðist svó sem skipun hins nýja bankastjórá víð Laiids bankann, Vilhjálms Þór frá Akureyri, mælist mjög vel fyr- ir. Morgunblaðið rauk upp með aldrei gert, hvernig, sem úr- skurður dómsins verður, Alþýðublaðið ætlar dómend- unum ekki annað en að þeir dæmi eftir lögunum og byggi á þeim forsendum, sem fyrir liggja, og það eitt er sæmilegt að ætla þeim mönnum, sem unnið hafa sinn drengskapareið að því að gera það, sem rétt er, bæði í þessum málum og öðr- um. Alþýðuflokksmenn hafa eng- in lög brotið í þessari deilu, og þeir ætla sér ekki að gera það, en þeir munu verja hendur sín- ar, ef á þá verður ráðist. Slíkri árás á dómsvaldið í landinu sem þeirri, er Vísir hef- ir nú hafið, á ríkisvaldið tafar- laust að svara með málshöfðun á hendur blaðinu. Þessir dóm- arar eiga rétt á því og kröfu til þess, eins og aðrir dómendur landsins, að fá að vinna verk sitt í friði og án þess að á þá sé sigað rógberum, sem ekki hafa annað markmið en fyrir- fram að reyna að veikja það vald, — dómsvaldið — sem friður og menning þessa þjóð- félags byggist á að verulegu leyti. * Það er öllum kunnugt, að kommúnistarnir — hinn land- lausi óaldarlýður — hafa aldrei haft annað takmark en að veikja svo dómsvald, löggjaf- arvald og framkvæmdavald þessa lands, að það yrði að gef- ast upp fyrir moldvörpustarf- semi þeirra annars vegar og of- beldi þeirra hins vegar. Nú hefir Vísir tekið í sama strenginn og stimplað sig sem samherja þeirra í því starfi. Hann hefir ráðist persónulega á dómendur meðan þeir vinna sitt verk, tortrygt þá og rægt og blaðið á tafarlaust að sæta þeirri hegningu fyrir skrif sitt, sem lög fyllst heimila. garra og moldroki fyrsta morg- uninn eftir skipunina, en það var aðeins stundar kviða og síðan hefir verið logn hjá því. Enda er Vilhjálmur Þór viður- kendur dugnaðar-, hagsýnis,- og framkvæmdamaður, einhver sá mesti, sem þjóðin á völ á. Hann er aðeins 38 ára gamall. 1923, þá aðéins 22 ára að aldri, tók hann við framkvæmda- stjórastöðu við Kaupfélag Ey- firðinga og hefir síðan gert það að stórveldi. Hann byrjaði sem sendisveinn hjá félaginu 12 ára gamall. Nú er hann fram- kvæmdastjóri íslandsdeildar sýningarinnar 1 New York og dvelur af því þar um þessar mundir. Gert er ráð fyrir að hann taki við starfi sínu 1. okt. n. k. eða í síðasta lagi um næstu áramót. Hafnarfjarðardeilan. Deilán í Hafnarfirði hefir dregið að sér alla at- hygli manna þessa viku. Deilan er eins og kunnugt er um það, hvort félagi kom- múnista, sem íhaldsmenn eru þó í meirihluta í, á að haldast þai uppi að banna verkamönn- um, sem hafa myndað annað fé- lag, að vinna fyrir sér og sín- um hjá atvihnurekendum, sem það félag hefir samið við um sízt lægra kaup eða verri kjör en félag kommúnista hefir á- kveðið. Hefir siðarnefnda fé- lagið lagt bann við þessu og það verið kært fyrir félags- dómi, en dómur hans er nú fallinn. Það kom fyrir í þessum málarekstri, að vitni voru leidd, sem vægast sagt hafa sízt orðið til þess að bæta málstað and- stæðinga Verkamannafélags Hafnarfjarðar. Sór eitt vitnið fyrir réttinum og hefir það atr- iði nú verið gert að lögreglu- máli. Má búast við nokkruni tíðindum af því. í þessu Hafn- arfjarðardeilumáli hefir Sjálf- stæðisflokkurinn æst upp uppi- vöðslulýð kommúnista og stýrt atlögum hans og upphlaupum að ýmsu leyti. Er þetta nýr blettur á hinni blettóttu sögu þessa flokks og hefir þessi framkoma Sjálfstæðisflokksins, eða nokkurs hluta hans, komið mörgum kjósendum flokksins víðsvegar um land algerlega á óvart. Mun flokkurinn seint vinna upp það tjón, sem hann hefir beðið við þetta opinbera bandalag sitt við ofbeldismenn- ina. „Þjóðstjóm.“ Það vakti nokkra athygli er Jón Pálmason alþingismaður lét svo mn mælt í ræðu sinni við fyrstu umræðu fjárlaganna, að athugandi væri að þeir stjórnmálaflokkar, er nú eiga menn á Alþingi og ábyrgir geta talizt, tækju höndum saman til þess að reyna að fá með sem mestu samkomulagi leyst hin miklu aðsteðjandi vandamál þjóðarinnar og þá fyrst og fremst sjávarútvegsins. Mun Jón þar hafa átt við Alþýðu- flokkinn, Framsókn og Sjálf- stæðisflokkinn, því eins og kunnugt er, er hinn svonefndi Bændaflokkur aðeins einskon- ar botnlangi íhaldsins, sem óð- imi fer minnkandi og hverfur að lokum að fullu, því hans er ekki lengur nein þörf. En kom- múnistar teljast nú ekki lengur flokkur á Alþingi, enda hafa þeir aldrei ábyrgir verið og verða víst seint. Mun ýmsum það nú ljóst orðiö, að svo getur skipast hér á landi sem ann*mat*ð*r, *ð tói samstarfs geti dregið i ýmsum málum með flokkum, þó fjár- skyldir séu í skoðunum, ef um þjóðarheill er að tefla. Þingrof í Danmörku. Ákveðið er að kosningar fari fram í Danmörku 1. apríl n.k. Fara þær fram vegna breyt- inga á stjórnarskrá landsins og er þar merkust breytihg á, að efri deild þingsins — Lands- þingið — verður lögð niður og þingið starfar hér eftir í einni heild. Standa að þessari breytingu Alþýðuflokksmeim og frjáls- lyndir og auk þeirra íhalds- menn, en vinstrimenn og nokkrir smáflokkar eru á móti. Kostaði þessi samvinna í- haldsmanna við Alþýðuflokk- inn sprengingu í íhaldsflokkn- um, en ekki kvað þó meira að henni en það, að aðeins einn af þingmönnum flokksins hvarf úr flokknum og gengst sá nú fyrir myndun nazistaflokks þar í landi. Fjárlogin. Fyrsta umræða fjárlaganna fyrir árið 1940 fór fram á mið- vikudaginn var, Flutti fjár- málaráðherra langa og greina- góða ræðu við það tækifæri. Sýnir bráðabirgðauppgjör lands reikningsins fýrir 1938 að tekj- ur hafa farið fram úr áætlun um tæpar 2 miUj. króna eða orðið 19/3 millj. ií ^tað 17.4 millj. er fjárlög áætluðu. Tekju- afgangur er talinn vera 1.7 millj. króna, en þá eru ótaldar afborganir lána, en þær mvrnu vera álíka upphæð. Hefir rekstr arafkóma ríkissjóðs ekki verið jafn hagstæð um mörg undan- farin ár. Hæstu útgjaldaliðir ársins 1938 eru þessir: Til verklegra fyrirt. 3.7 millj — kennslumála 1.9 — — vegamála 1.8 — — vaxtagreiðslna 1.7 — — dómgæzlu og lög- reglustj. 1.6 — — alm. styrkt.st.s. 1.5 — — heilbrigðismála 0.7 — Hæstu tekjuliðimir eru: Tekju, eigna og há- tekjuskattar 2.2 millj. Gjald af innfl. vör. 1.9 — Tóbakstollur 1.7 — Vörutollur 1.5 — Verðtollur 1.2 — Áfertgistollur 1,1 —- Kaffi og sykurtollur 1.2 — Áfengisverzlunin (gróði) 19 — Tébakseinkasalan (gróði) 0.7 —• Samtals eru tekjur ríkissjóðs því af áfenginu (tollur + gróði) 3 milljónir króna, en af tóbakinu 2,4 milljónir. Er það rúml. 14 hluti allra ríkisteknanna. Lægfet eýu útgjöldíin til flugmála 14.7 þúsund krónur og þarnæst til konungsins 60 þúsund krónur. Viðskifti Rússa við einræðis- ríkin. Kommúnistum hér þykir það heldur óþægilegt, þegar blöðin eru að skýra frá viðskift- um Rússa við fasistaríkin. Vit- að er, að Rússar skifta við Þjóðverja fyrir hundruð millj- óna á hverju ári. Sama gildir um ítalíu og Japan. Hefir ný- lega verið gerður verzlunar- samningur milli Rússlands og ítalíu, þar sem samið er um að útflutningur frá Rússlandi til ítalíu skuli aukinn um 600 millj. líra upp í 1000 millj. (230 millj. króna) á ári og iru meðal út- flutningsvaranna kol, olía, málmar og aðrar vörur, sem notaðar eru mjög í hernaði. Er þetta allt gert á sama tíma sem hinir svokölluðu kommúnista- flokkar eru að hvetja aðrar þjóðir til þess að skifta ekki við þessar sömu þjóðir, sem Rússar selja mest, og getur tilgangur- inn enginn verið annar en sá, að stuðla með því að aukinni verzlun Rússa við þessar þjóð- ir, en vinna að óíarnaði þeirra landa, sem þessir flokkar telja sig eiga heima í — og sem veita þeim björg og brauð. Það er ömurleg tilhugsun, að hér á landi skuli fyrirfinnast menn, sem leigja sig til slíkra starfa og þykjast jafnvel hreyknir af. Tílkynning. EINS og getið hefir verið um í útvarpi og í Tímariti iðnaðarmanna, á ísland nú rétt á sveinaskiftum við þau lönd Evrópu, sem eru í Alþjóðaiðn- sambandinu. Ríkisstjórn hvers lands ákveður, hve mörgum út- lendingum skuli leyfð landvist á þennan hátt, og fá jafnmargir héðan dvalarvist í þeim lönd- um, er senda sveina hingað. Skiftisveinarnir verða að hafa meðmæli hlutaðeigandi lánds- sambands iðnaðarmanna. Þeim verður útveguð vinna í góðum verkstæðum með fullum sveinaréttindum og skyldum. Þeir íslendingar, sem óska að koma til greina við þessi sveinaskifti á næsta ári, eiga að senda umsóknir til Landssam- bands iðnaðarmanna í Kirkju- hvoli, Reykjavík, fyrir 1. apríl næstkomandi. Jafnframt skal bent á það, samkvæmt tilmælum frá Stjórnaráði íslands, að þeir unglingar, sem ætla að komast að iðnnámi erlendis, þurfa að hafa meðmæli frá Landssam- bandi iðnaðarmanna, áður en þeir fara héðan, þar eð annars geta þeir ekki búist við, að þeim verði liðsint af fulltrúum ís- lands erlendis, hvorki með námstað eða annað, og svo er að sjálfsögðu einnig um þá ung- linga, er ætla sér iðnnám í Dan- mörku, en óski þeir vistar á Lærlingehjemmet í Kaup- mannahöfn, verða þeir í tæka tíð að senaa umsóknir þangað, á eyðublöð, er Landssamband iðnaðarmanna. Kirkjuhvoli, Reykjavík, getur látið í té. Mmningarorð um Guðmund Sæmundsson klæðskera. aUÐMUNDUR SÆMUNDS- SON andaðist 15. þessa mánaðar, tæplega fertugur að aldri. .Það er alt af sorglegt að sjá á bak mönnum á bezta skeiði, en því raimalegra er það sem mennirnir eru betur gefnir og meira dugandi. Og um Guð- mund Sæmundsson mátti hvort tveggja segja. Hann nam klæð- skeraiðn hjá Guðmundi Bjarna- syni klæðskerameistara. Fýrstu kynni þese, er þessar línur rit- ar, af G. S. voru þau, að á náms- árum hans kom það fyrir, að hann kom heim til mín með föt, sem gerð voru þar sem hann var að læra. Og þá þegar var ekki annað hægt en taka eftir þessum unga manni. Því hann var prúður og kurt- eis, fríður sýnum og hafði yfir- leitt flest það við sig, sem ung- an mann má prýða, fáskiftinn var hann og orðvar, svo að maður vissi lítt um hagi hans. En þessi framkoma hans vakti forvitni mína, ég vildi vita meir um hans ætt og uppeldi. Ég fékk að vita að hann væri ætt- aður vestan úr Snæfellssýslu, væri fæddur að Elliða í Stað- arsveit. Að hann ætti 4 syst- kini og að faðir hans væri lát- inn og móðir hans byggi hér með sínum 5 börnum, og að þetta væri sérstaklega vel gefin og samrýmd fjölskylda. Svo leið tíminn, ég kyntist G. S. betur og sérstaklega gegnum hans störf, og get því ofur vel skilið, að hann sé öllum þeim, er hann þektu, harmdauða. Eft- ir að Guðm. hafði lokið námi, fór hann að starfa hjá Vigfúsi Guðbrandssyni klæðskerameist- ara og síðustu átta árin hefir hann verið meðeigandi í þeirri forretningu. Um langt skeið, eða um tvo tugi ára, hefir hann verið í Karlakór K.F.U.M., eða sem nú heitir Fóstbræður. Hann var söngmaður góður og listelskur, glaður og skemtinn í félagsskap og samveru. Guðm. Sæmundsson kvongaðist 1928 Ingibjörgu Jónasdóttur, þau eignuðust 2 börn, Hjalta, sem er 8 ára, og Stefaníu á fjórða ári. öllum má vera ljóst, hvað kqna hans og böm hafa mist, og hv«r*u harmur þtirr* og Guðmundur Sæmundsson. fjölskyldu hans er sár, þegar vinir og kunningjar allir sakn* hans svo mjög, því enginn v«it svo gjörla sem börn og maki hvað mist er. Guðmundur var fæddur 5. júní 1899. Hann var borinn til moldar í gær að viðstöddu miklu fjöl- menni. Við jarðarför hans sungu félagar hans „Fóstbræð- ur.“ F. G. Mðlverkasýning Frey móðs Jóiiannssonar í ödense. Freymóður jóhanns- SON listmálari opnaði málverkasýningu í Odense 29. janúar síðastliðinn, og stóð hún í 12 daga. Hefir Frieymóður dvalið í Odjense frá því siMeinlma, í is'unrar og verður ])ar eitthvað eftirleiöis. Saldi Frieymóður maxgar myndir á sýniinguuaii og fékk nokkrar „ Po Ptr adt ‘ ‘-pantanir. „Fynis Tidendie" fór mjög lof- saimlegumi orðum um sýnihgu Fneymóðs og sagði m. a.-. „Fneymó’ður Jóhaarinesson «r Isilienidiingur og hiefiir siett sér þafc markmiö, að isýna hinia sérsíæðu néttúru Islalnds á léneftinu. Þietta gerir lia|n.n á sirm sérstaka hátt, með isínumi eigin afeferðum, sem lyfta list hans hátt yfir meöal- toienskuna. ... Þetta iem falliegnr önynidir í (djörDutm .litum, og híeiid- atnáhrifin eru fögur og ■tórfang'' l*g.“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.