Alþýðublaðið - 27.02.1939, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 27.02.1939, Blaðsíða 2
MÁNUDAG 27. FEBR. 1939. Sjálfstæðismenn og kommúnistar í Hafnarfirði dæmdir í1000 kr. sekt fyr- ir að viðhafa ólöglega vinnustöðvun. —..—». Taxti Hlífar dæmdur gildur sem skriflegur samningur væri. ---♦--- Sú niðnrstaða byggist á frnmvarpi, sem FELT var á alpingi 1938! ------- Ár 1939, laugardaginn 25. febrúar var í Félagsdómi í málinu nr. 2/1939 Friðjón Skarphéðinsson f.h. Bæjarútgerð Hafnarfjarðar gegn Verkamannafélaginu Hlíf í Hafnarfirði uppkveðinn svohljóðandi d ó m u r : Þann 10. þ. m. ákvað stjórn Verkamannafélagsins Hlíf í Hafnarfirði að víkja 12 mönn- um úr félaginu, og var mönnum þessum tilkyntur brottrekstur- inn með bréfi dags. 11. s. m. og næsta dag var svo brottvikn- ingin sámþykt á framhaldsað- alfundi í félaginu. Meðal þeirra, sem vikið var, var forstjóri bæjarútgerðarinnar. Þann 13. s. m. var verkamannafélaginu vikið úr Alþýðusambandi ís- lands, með því að það taldi Hlíf hafa brotið 61. og 63. gr. laga Alþýðusambandsins. Næsta dag Var stofnað nýtt verkamanna- félag í Hafnarfirði, er hlaut nafnið Verkamannafélag Hafn- arfjarðar, og var félag þetta tekið í Alþýðusambandið 15. þ ,m. Þann sama dag gerði nýja félagið samning um kaup og kjör við Bæjarútgerðina, bæj- arsjóð og tvö hlutafélög. Er meðal annars kveðið svo á í honum, að meðlimir Verka- mannafélags Hafnarfjarðar sitji fyrir allri vinnu við þessi fyrirtæki. Þenna dag var fund- ur haldinn í Verkamannafélag- inu Hlíf og var þar samþykt að stöðva vinnu hjá þeim atvinnu- rekendum, sem reyndu að hefja vinnu með utanfélags- mönnum og meðlimum Hlífar bannað að vinna með meðlim- um Verkamannafélags Hafnar- fjarðar, og gaf stjórn Hlífar þann dag út tilkynningu til hafnfirzkra verkamanna, þar sem þeim var óheimilað að vinna hjá Bæjarútgerðinni, h/f. Hrafna-Flóka og h/f. Rán, þar til nefnd fyrirtæki hefðu viður- kent Verkamannafélagið Hlíf, taxta þess og samþyktir. Þann 16. febrúar kom togarinn Júní, sem er eign Bæjarútgerðarinn- ar, til Hafnarfjarðar. Er upp- skipun skyldi hefjast, voru mættir allmargir meðlimir verkalýðsfélaganna beggja. Flutti þá formaður Hlífar ræðu, þar sem hann skoraði á með- limi féiags síns að hindra það, að aðrir en þeir ynnu að af- férmingu skipsins. Varð ekkert úr vinnu þann dag. Næsta dag, er Bæjarútgerðin ætlaði að hefja vinnu við affermingu skipsins með mönnum úr Verkamannafélagi Hafnarfjarð ar, fór á sömu leið, og lét for- maður Hlífar svo ummælt í ræðu, er hann flutti þá, að Hlíf mundi með ofbeldi stöðva alla vinnu við skipið, ef reynt yrði að afferma það með aðstoð ann- ara en meðlima Hlífar. Þann 17. og 18. þ. m. fór fram alls- herjaratkvæðagreiðsla í Verka- mannafélaginu Hlíf, og var þá samþykt með 219 atkvæðum gegn 11 svohljóðandi tillaga: ..Lýsir þú þig samþykkan því, að Verkamannafélagið „Hlíf“ sé hér eftir sem hing- að til hið eina verkamanna- félag í sinni starfsgrein hér í bæ, og fylgjandi tillögu þeirri, er samþykt var á fundi félagsins 15. þ. m. um að stöðva vinnu hjá þeim at- vinnurekendum, sem ekki vilja hlíta viðurkendum taxta og samþyktum félags- ins, eins og þeim ber skylda til. Sért þú samþykkur þessu, þá setur þú kross (X) fyrir framan Já, en ef þú ert andvígur því, þá seturðu kross framan við Nei.“ Stóð síðan í þófi þessu þar til 2Ö. þ. m., er fyrnefndur togari fór til Akraness, og var hann affermdur þar 21. þ. m. Með stefnu dags. 18. þ. m. og birtri 20. s. m. höfðaði Bæjar- útgerðin svo mál þetta hér fyr- ir dómi og gerði þær kröfur í stefnunni, að stjórn Verka- mannafélagsins Hlíf f. h. þess og stjórnendur þess persónu- léga verði dæmdir til þess að greiða skaðabætur eftir mati dómsins, fyrir tjón, er hlotist hafi af ólögmætri vinnustöðv- un, ásamt 5% ársvöxtum af til- dæmdri upphæð frá stefnudegi til greiðsludags. Auk þess krefst stefnandi þess að stefnd- ir verði dæmdir til greiðslu sektar fyrir ólögmæta vinnu- stöðvun. Loks krefst hann málskostnaðar af stefndum eft- ir mati dómsins. En í flutningi málsins hefir stefnandi fallið frá kröfu sinni á hendur stjórn- armeðlimum Hlífar persónu- lega. Kröfur sínar um skaðabætur og sektir byggir stefnandi á því, að stefndur hafi brotið ákvæði laga nr. 80 frá 1938, um stétt- arfélög og vinnudeilur, með því að hefja og halda áfram vinnu- stöðvun án þess að fullnægt væri ákvæðum téðra laga. Hafi stefndur þannig gerst brotlegur við refsiákvæði nefndra laga og beri honum því að bæta það tjón, sem stefnandi hafi beðið af völdum þessarar ólögmætu vinnustöðvunar. Stefndur gerir fyrst og fremst þá kröfu, að hann verði algerlega sýknaður. Byggir hann sýknukröfu sína á því, að þann 13. sept. 1937 hafi í Verkamannafélaginu Hlíf verið gerð samþykt um kaup og kjör verkamanna í Hafnarfirði. í þessari samþykt sé ákvæði um það, að meðlimir Verkamanna- félagsins Hlíf skuli sitja fyrir allri vinnu, þessi samþykt hafi verið auglýst 15. spt. 1937. Síð- an hafi verið talað við alla at- vinnurekendur í Hafnarfirði, þeim send samþyktin. og þeir játast undir ákvæði hennar, þar á meðal forstjóri Bæjarút- gerðarinnar. Ákvæðum hennar hafi síðan stöðugt verið fylgt að öllu leyti, og sé hún því orð- in jafn bindandi fyrir stefn- anda, sern um undirritaðan samning milli þessara aðilja hefði verið að ræða. Það hafi því verið stórfelt brot af hálfu stefnanda, er hann samdi svo um við Verkamannafélag Hafn- arfjarðar, að meðlimir þess skyldu sitja fyrir vinnu hjá honum. Og þótt hann (stefndur) hefði ef til vill út af þvi broti einu átt að leita réttar síns fyr- ir Félagsdómi, þá hafi það til- tæki fyrirsvarsmanna stefn- anda, að vera aðalhvatamenn og frumkvöðlar þess, að nýja verkamannafélagið var stofnað, tvímælalaust réttlætt fyrir- varalausa vinnustöðvun Hlífar, að svo miklu leyti, sem henni hafi verið beint að stefnanda. Ef ekki yrði litið svo á, að hér væri um samning eða samn- ingsígildi að ræða, gerir stefnd- ur þá kröfu, að málinu verði vísað frá dómi, með því að þá sé ekkert það réttarsamband milli aðilja máls þessa, er heim- ili Félagsdómi að kveða upp efnisdóm í því. Stefndur hefir enn fremur uppi þær varnir gegn ólögmæti vinnustöðvunar innar, að henni hafi fyrst og fremst verið beint gegn hinu nýstofnaða Verkamannafélagi Hafnarfjarðar, en stofnun þess hafi að öllu verið ólögleg og gagnstæð ákvæðum og tilgangi laga nr. 80 frá 1938, enda hafi fyrirsvarsmenn Bæjarútgerðar- innar verið aðalforgöngumenn fyrir stofnun hins nýja félags. Þá beri og á það að líta, að sök- um þess hve atburði þá, sem að framan er lýst, bar brátt að, hafi ekki unnist tími til þess að hafa þann undirbúning undir vinnustöðvunina, sem lög mæla fyrir um, en hins vegar hafi úr þessu verið bætt með allsherj- aratkvæðagreiðslu þeirri, er fram fór 17. og 18. þ. m. og áð- ur er lýst, og eftir þann tíma hafi vinnustöðvunin að öllu leyti verið lögleg. Þá hefir stefndur komið fram með þær gagnkröfur í máli þessu, að stefnandi verði dæmdur í sekt og skaðabætur fyrir ólögleg samningsrof og að hann verði einnig dæmdur til refsingar fyrir atvinnukúg- un, sbr. 4. gr. laga nr. 80 frá 1938. Loks krefst hann máls- kostnaðar hér fyrir dómi eftir mati dómsins. Stefnandi hefir mótmælt því að samþykt Hlífar frá 13. sept. 1937 hafi orðið bindandi fyrir sig vegna þess, að hún fullnægi ekki skilyrðum 6. gr. laga nr. 80 frá 1938 um það, hvernig samn. ingar milli atvinnurekanda og verkalýðsfélaga skuli vera úr garði gerðir. En þó svo væri, verði að skilja framkomu stefnda, orðalag samþykta, er gerðar voru dagana sem vinnu- stöðvun hófst og fregnmiða, er stefndur gaf út svo, að hann teldi samþyktina frá 13. sept. ekki lengur í gil’di, þá hafi og stefndur rokið til að gera samn- inga við ýmsa atvinnurekendur í Hafnarfirði, og sýni það Ijóst, að hann hafi ekki talið samþ. vera samningsígildi. Eins og áður getur var á fundi í Verkamannafélaginu Hlíf 13. sept. 1937 gerð sam- þykt um kaup og kjör meðlima Hlífar. Var hún síðan auglýst opinberlega 15. s. m. og næstu daga talað við atvinnurekendur í Hafnarfirði, þeim send sam- þyktin og féllust þeir þegar á það, að öll vinna skyldi fara fram á þann hátt og greidd svo sem samþyktin kvað á um og var svo alt til þess er deila sú, er mál þetta er útaf risið, hófst. Meðal þeirra, sem þannig fóru eftir samþyktinni, voru fyrir- svarsmenn Bæjarútgerðarinnar í Hafnarfirði, enda voru sumir þeirra á þeim tíma meðlimir í Verkamannafél. Hlíf. Viður- kent er að samþykt þessari hafi að öllu leyti verið fylgt æ síðan og hefir stefnandi ekki bent á nein sérstök atriði í samþykt- inni, sem hann teldi sig ekki hafa viðurkent í verki. Þá hafa í málinu verið lagðar fram skriflegar beiðnir frá stefnanda til Hlífar um undanþágu frá til- teknum ákvæðum samþyktar- innar, þar á meðal ein dags. 21. sept. 1938, eða nokkru eftir gildistöku laga nr. 80/1938. Samþykt þessi er og mjög ítar- leg. Samkvæmt framansögðu, og með tilliti til þess. að samþykt- in hafði verið í gildi í nálægt eitt ár fyrir gildistöku laga nr. 80/1938, þá verður að líta svo á, sbr, og dóm þessa dómstóls í málinu nr. 1/1938, að samþykt- in sé gild sem skriflegur samn- ingur væri milli aðilja, sem þeir hvor í sínu lagi hafi verið bundnir við, og ekki getað án samkomulags losnað frá, nema að segja honum upp með lög- mætum fyrirvara, því ekki er hægt að fallast á þá skoðun stefnanda, að leggja verði þann skilning í gerðir, samþyktir óg yfirlýsingar stefnda í upphafi vinnustöðvunarinnar, að hann hafi ekki íalið samþyktina jafn- gildandi sem um undirritaðan samning væri að ræða. Mál út af þessu atriði heyrir því undir Félagsdóm. og verð- ur því þegar af þeirri ástæðu að hrinda frávísunarkröfu stefnda. Nú var eins og áður er sagt það ákvæði í samþyktinni, að meðlimir Hlífar skyldu ásamt með meðlimum Sjómannafé- lags Hafnarfjarðar sitja fyrir allri vinnu. Við þetta ákvæði var Bæjarútgerðin bundin og var henni því óheimilt að veita meðlimum Verkamannafélags Hafnarfjarðar forgangsrétt að vinnu, þar sem meðlimir Hlífar höfðu þann rétt samkvæmt framangreindum skilningi á fyrgreindri samþykt. Skaðabótakröfu sína byggir stefnandi á því, að vegna vinnu- stöðvunarinnar hafi hann orðið fyrir tjóni og beri stefndum skylda til þess að bæta sér það. Kveður hann ufsafarm þann, er botnvörpungurinn Júní kom með til Hafnarfjarðar þann 16. þ. m., hafa eyðilagst að mjög miklu leyti og auk þess krefst hann bóta fyrir kostnað við að láta nefnt skip liggja í höfn. En með því að stefnandi hafði eins og áður segir gerst í veru- legu atriði brotlegur við oft- nefnda samþykt Hlífar, þá þyk- ir hann eins og máli þessu er háttað ekki eiga kröfu á skaða- bótum fyrir framangreint tjón, er hann telur sig hafa beðið, enda þótt stefnda eins og síðar verður vikið að hafi verið ó- heimilt að hefja vinnustöðvun út af þessu samningsbroti stefn- anda. Verður því að sýkna stefnda af framangreindri skaðabóta- kröfu. Kemur þá til athugunar hvort stefndur hafi með því að framkvæma fyrgreinda vinnu- stöðvun unnið til refsingar fyr- ir brot á lögum nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur. Fyrgreint brot Bæjarútgerðar- innar á oftnefndri samþykt heimilaði ekki stefnda að stofna til vinnustöðvunar, því það var atriði, sem heyrði undir Félags- dóm að úrskurða, og var því vinnustöðvunin óheimil sam- kvæmt 17. gr. nefndra laga, er leggur bann við vinnustöðvun út af atriðum, sem Félagsdóm- ur á úrskurðarvald um. Á sama hátt var og óheimil vinnustöðv- un, sem beint var gegn hinu nýja verkamannafélagi, sem virðist hafa verið stofnað að lögum. Og allsherjaratkvæða- greiðslan, sem fram fór 17. og 18. þ. m. í Hlíf, getur ekki leyst það félag (stefnda) undan sekt- argreiðslu fyrir að hafa á ólög- mætan hátt hafið vinnustöðv- un. Það verður því að dæma stefnda í sekt fyrir þetta fram- ferði sitt, og þykir hún hæfilega ákveðin kr. 1000,00. Kröfur stefnda. Stefndi hefir undir rekstri málsins haft uppi þá kröfu, sbr. 53. gr. 1. nr. 80/1938, að stefn- andi verði dæmdur í sekt fyrir framangreint brot sitt á sam- þyktinni frá 13. september 1937. Stefnandi hefir mótmælt kröfu þessari og krafist sýknu af henni. Með því að ekki er í ofannefndri samþykt kveðið á um nein viðurlög fyrir brot á henni, og lög nr. 80/1938 gera ekki ráð fyrir slíkum viðurlög- um, verður krafa þessi ekki tek- in til greina. Þá hefir stefndi krafist bess, að stefnandi verði dæmdur til þess að greiða skaðabætur fyrir tjón það, er meðlimir Hlífar hafi orðið fyrir vegna samningsrofa af hálfu stefnanda. Hefir stefnandi ein- dregið mótmælt kröfu þessari, og með því að hún hefir ekki verið nægilega rökstudd af hálfu stefnda, verður hún ekki tekin til greina. Loks hefir stefndur gert þá kröfu 1 máli þessu, að stefn- andi verði dæmdur í refsingu fyrir ólöglega atvinnukúgun, sbr. 4. gr. laga nr. 80/1938, í sambandi við stofnun Verka- mannafélags Hafnarfjarðar. Stefnandi hefir mótmælt kröfu > Stefnandi, Bæjarútgerð Hafn arfjarðar, hefir gert þá réttar- kröfu, að vinnustöðvun sú, er Verkamannafélagið Hlíf hóf hjá stefnanda þann 16. þ. m., verði dæmd ólögleg og að nefnt verkamannafélag verði dæmt til greiðslu skaðabóta og sekta auk málskostnaðar. Með framlögðum gögnum er upplýst, að tilgangur vinnu- stöðvunarinnar var sá, að knýja fram ákvörðun um kaup og kjör. Það er og upplýst, að stefndur hefir ekki fullnægt á- kvæðum 15. og 16. gr. laga nr. 80/1938 um framkvæmd slíkr- ar vinnustöðvunar, og ber því að taka kröfur stefnanda til greina og dæma stefndan til greiðslu skaðabóta og sekta, auk málskostnaðar. Stefndur, Verkamannafélag ið Hlíf, hefir gert þær kröfur, 1. að Bæjarútgerð Hafnar- fjarðar verði dæmd í skaðabæt- ur og sekt fyrir ólögleg samn- ingsrof, 2. að Bæjarútgerðin verði dæmd í þyngstu refsingu, sem lög leyfa fyrir ólöglega at- vinnukúgun, og 3. að Bæjarútgerðin verði dæmd til greiðslu málskostn- aðar. Um 1. Hinn 13. sept. 1937 var í Verkamannafélaginu Hlíf gerð fundarsamþykt um kaup og kjör verkamanna þar. í 1. gr. þessarar samþyktar segir svo, að meðlimir Hlífar og Sjó- mannafélags Hafnarfjarðar skuli sitja fyrir allri vinnu. Síðar í samþyktinni koma svo atkvæði um vinnukjör. Sam- þykt þessi var send öllum helztu atvinnurekendum í Hafnarfirði og þar á meðal stefnanda þessa máls. Síðan samþykt þessi var gerð hefir henni verið hlýtt af atvinnurek- endum, nema þegar Hlíf hefir gefið undanþágu frá henni samkvæmt skriflegri beiðni at- vinnurekenda, þar á meðal stefnanda. Hinn 15. febrúar 1939 var á fundi í Hlíf staðfestur samning- ur, sem stjórn félgsins hafði þann dag gert við nokkra at- vinnurekendur í Hafnarfirði og jafnframt samþykt að stöðva alla vinnu hjá þeim atvinnu- rekendum, er neita að gerast aðiljar að samningnum". Stefnandi, Bæjarútgerð Hafn arfjarðar, neitaði að gerast að- ili að samningi þessum, en samdi hins vegar við Verka- mannafélag Hafnarfjarðar, sem þá var nýstofnað og telja verð- ur lögformlegan samningsað- ila samkvæmt 5. gr. laga nr. 80/1938. Framangreindri sam- þykt framfylgdi stefndur með því að hindra vinnu hjá stefn- anda frá og með 16. þ. m. þessari og krafist sýknu. Um þetta atriði hafa verið leidd 4 vitni. Vitnisburður eins vitnis- ins, Hafliða Jónssonar, skiftir ekki máli í þessu sambandi, því að hann fjallar um atburði, sem gerðust fyrir gildistöku laga nr. 80/1938, og með framburði hinna vitnanna er það ekki á neinn hátt sannað, að forstjóri eða forráðamenn Bæjarútgerð- arinnar hafi gerst sekir um brot á áðurnefndri 4. gr. laga nr. 80/1938. Ber því að taka til greina sýknukröfu stefnanda að því er þetta málsatriði snertir. Eftir atvikum þykir rétt að málskostnaður falli niður. ÞVÍ DÆMIST RÉTT VERA: Stefndur, Verkamannafélag- ið Hlíf í Hafnarfirði, greiði 1000 króna sekt til ríkissjóðs, og skal hún greidd innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa, að við- lagðri aðför að lögum. Að öðru leyti skulu aðiljar máls þessa, Bæjarútgerð Hafn- arfjarðar og Verkamannafélgið Hlíf, vera sýknir hvor af annars kröfum í máli þessu. Málskostnaður falli niður. Hákon Guðnumdsson. Gunnl. E. Briem. Sverrir Þorbjarnarson. í málflutningi sínum hér fyrir dómi hefir málflutningsmaður stefnanda neitað því, að stefn- andi hafi viðurkent taxtann sem samning eða viljað vera bundinn af honum sem slíkum. Stefnandi telur sér því heimilt að víkja frá taxtanum hvenær sem er og án fyrirvara. Dómurinn verður að líta svo á, að Hhf hafi með hinum nýja samningi við nokkra atvinnu- rekendur og með samþyktinni um að stöðva vinnu hjá þeim atvinnurekendum, sem ekki vildu gerast aðiljar að þeim samningi, lýst því yfir, að hún vildi ekki vera lengur bundin við taxtann frá 13. sept. 1937 sem slíkan. Enn fremur verður dómurinn að líta svo á, að Bæj- arútgerð Hafnarf jarðar hafi með því að neita að ganga að hinum nýja samningi og með því að semja við Ve . .ramannafélag Hafnarfjarðar, heldur ekki vilj- að vera lengur bundin af taxt- anum. Kemur því til álita, hvort aðiljar máls þessa, ann- arhvor eða báðir, hafi getað felt niður taxta þennan fyrirvara- laust. í 6. gr. laga nr. 80/1938 seg- ir, að allir samningar um kaup og kjör verkafólks skuli vera skriflegir og samningstími og uppsagnarfrestur tilgreindur. Ella teljist samningstími eitt ár og uppsagnarfrestur þrír mán- uðir. Dómurinn verður nú að líta svo á, að -amkvæmt ótví- ræðum ákvæðum greinarinnar, þá eigi hún eingöngu við þá gjörninga, sem báðir áðiljar hafi skriflega og ótvírætt lýst yfir, að þeir vilji vera bundnir við í öllum atriðum. Komi því ákvæðin um uppsagnarfrest ekki til framkvæmda, nema samningar, sem fullnægja þess- um skilyrðum, liggi fyrir. Þessa skoðun telur dómurinn ótvírætt styðjast við meðferð og afgreiðslu laga um stéttarfé- lög og vinnudeilur á Alþingi 1938. Við aðra umræðu málsins í Neðri deild kom fram svo- hljóðandi breytingartillaga við 6. gr. frumvarpsins: „Taxti stéttarfélags um kaup, kjör og vinnuskilmála, sem hefir verið opinberlega auglýstur eða tilkyntur at- vinnurekanda, skal gilda sem skriflegur samningur, ef at- vinnurekandi hefir farið eftir honum með greiðslur eða til- högun kjara eða vinnuskilyrði, eða ekki mótmælt honum þegar eftir að hann hefir verið aug- lýstur eða tilkyntur honum. Sé samningstíminn ekki tilgreind- ur, telst hann eitt ár, og sé upp- sagnarfrestur ekki tilgreindur, telst hann 3 mánuðir.“ Framh. á 3. síðu. SératMi Sigurgeirs Siguriúai- soiar eg Guðjóns Guðjónssoiar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.