Alþýðublaðið - 28.02.1939, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 28.02.1939, Blaðsíða 2
 Minningarorð um sjómenn- ina, sem fórust á Akranesi. Slysstaðurinn. Staðurinn, þar sem slysið vildi til, er merktur með krossi á myndinni. MEÐAN RÓIÐ VAR al- mennt og eingöngu á opn- um bátum frá Akranesi gerðust þeir atburðir oft, með skömm- um millibilum, að skipin fórust við landssteinana, því brimöld- urnar eru og hafa verið vægð- arlausar hverjum þeim, sem orðið hefir á vegi þeirra, þegar þær voru að brotna við strönd- ina, með þeim ómótstæðilega krafti, að klettarnir einir standa þær af sér Síðan koma þilskipin. Þá mótorbátar og togarar og yfir- leitt fiskiskip af öllum stærðum og tegundum, en þrátt fyrir betri og stærri skip, og að öllu leyti betri útbúnað á öllum sviðum, gefst Ægi ennþá tæki- færið að höggva skörð í raðir sjómannastéttarinnar, bæði á rúmsjó úti og einnig við strönd- ina, jafnvel á hinum ótrúleg- asta tíma og ótrúlegustu stöð- um. En í hvert sinn og slys ber að, setur okkur hljóð. Við horfum á skarðið, sem verður með svo skjótri svipan og oft finnst okkur að aðeins hafi munað áratogi eða svo hvort slys varð eða ekki. Ég var staddur í Reykjavík sunnudaginn 19. febrúar, og hélt mig í ýmsum stöðum. Mig grunaði ekki, að heima á Akranesi væri sorgin búin að gagntaka hvert einasta hjarta fullorðinnar manneskju þar, og ég stóð eins og fætur mínir væru fastir við gólfið, þegar ég kl. 7.30 um kvöldið var spurð- ur um hvort ég hefði frétt frá frá Akranesi, að Bjarni Ólafs- son og eitthvað af hásetum hans hefðu drukknað með ein- hverjum hætti, þá um daginn. Ég vildi síma heim, en síman- um var þá lokað til Akraness. Ég gat ekki trúað að hér væri um rétthermi að ræða. Til mín komu þá 2 piltar, sem hér eru á Sjómannaskólanum. Þeir báru á sér greinileg merki alvarlegra tíðinda. Það stóð eins á um okkur. Við höfðum allir verið með Bjarna Ólafssyni. Ég í 12 ár að meira og minna leyti og annar piltanna allan þann tíma, sem hann hefir stundað sjómensku, og hinn 3 síðustu árin. Við spurðum hvern annan: Getur þetta skeð? Hvernig og hvar hefir þetta borið að? Við geng- um ofan að skipunum við höfn- ina. Við vorum eirðarlausir, og óvissan kvaldi okkur. Við hitt- um menn, sem margjir vissu jafnmikið og við, en ekki meira. Við skildum og héldum hver í sinn náttstað, en enginn okkar gat sætt sig við að trúa því, að Bjarni ólafsson hefði drukkn- að við bezta lendingarstaðinn í höfninni á Akranesi. En er morgnaði komu gleggri fregnir. Fregnin var staðfest um að Bjami ásamt 5 hásetum sínum, hefðu orðið undir brotöldu fast við Teigavörina á Akranesi og hann og 3 hásetanna drukkn- aS. Ég verð að trúa — og í hug minn koma fram minningar. Minningar um eldfjöruga ung- linginn, Bjarna á Litla-Teig. Glaða unglinginn, sem öllum kom til að hlægja með sér. Unglinginn með hinn stór- brotnasta framfara- og umbóta- hug, sem ég hefi kynst. Ungling inn, sem ungmennafélagahug- sjónin gagntók og sem túlkaði málstað ungmennafélaganna með þeim krafti, að allir hrifust með. Unglingurinn, sem aldrei hafði bragðað áfengi og predik- aði bindindi fyrir jafnöldrum sínum. Unglinginn, sem mat sjómennskuna og sjómanns- störfin meira ep öll önnur störf. Sem þráði að ná fylstu tækni við starfa sinn, og af þessari ástæðu fór í siglingar á stærstu vélbátum landsins. Stundaði á honum fiskveiðar og flutninga. En 1909 fór hann til Englands og var á enskum togurum tæp 3 ár. Eftir heimkomuna tók hann aítur við formensku á „Fram“, en 1912—1913 lét hann byggja vélbátinn Hrafn Sveinbjarnar- son og var formaður á honum til 1919, en eigandi til hins síðasta. Árið 1919 gerðist hann meðeigandi í vélbátnum „Kjart- an Ólafsson" og tók þá við for- mennsku á honum. 1926 keypti hann línuveiðara, sinn fyrri „Ólaf Bjarnason“, sem nú heit- ir „Bjarki“, en 1929 fór hann til Þýzkalands og keypti þar 2 línuveiðara, annar hlaut nafnið „Þormóður“, en það skip seldi hann nokkru síðar, en hinn hlaut nafnið „Ólafur Bjarna- son“ og var Bjarni skipstjóri á honum til dauðadags, en með- eigendur Bjarni Ólafss & Co. og Þórður Ásmundsson. Bjarni var alla tíð aflahæsti formaðurinn með hvaða veið- arfæri, sem hann var á hverj- um tíma. Hann hafði sterkan áhuga fyrir því, að menn þeir, Eftir iveinbjörn Oddsson. útlendum skipum, til þess að öðlast víðsýni og þekkingu, sem hann fann svo innilega til, að okkar íslenzku sjómanna- stétt vantaði þá á svo mörgum sviðum. Ég minnist heimkomunnar og þeirra stunda er við hófum okkar samstarf. Og samstarfs- ins á sjó og landi, um 12 ára bil og sem sennilega hefði orð- ið nokkru lengra, ef heilsa mín hefði ekki sett þar undir óaf- máanlegt strik, Ég minnist hinna skjótu og ákveðnu ákvarðana í hverju til- Teitur Benediktsson. felli og þess lags og þeirrar heppni, að verða oftast þar á sjó, sem aflaföng voru mest. Ég dáist að karlmennskunni og kjarkinum, sem einkenndi allt starfið. Og minnist þessa alls með þakklæti og aðdáun. O JARNI ÓLAFSSON fór að stunda sjómennsku strax eftir fermingaraldur. Aðallega á þilskipum með handfæri. Kom þá brátt í ljós aflasæld hans, því hann varð með hæstu dráttarmönnum. Hann fór á Sjómannaskólann haustið 1905, og tók hæstu einkunn, sem náð- ist við burtfararprófið um vor- ið 1906, eða eftir 1 námsvetur. Skömmu síðar safnaði hann í félag með sér ungum mönn- um á Akranesi og létu þeir kyggja vélbátinn „Fram“ um 10 smálestir, er var þá með sem með honum voru, hefðu góða atvinnu. Aldrei varð hann fyrir óhöppum gagnvart skipi eða mönnum. Heima í héraði tók Bjarni fjölþættan þátt í framfara- og félagsmálum, og kvað jafnan mikið að honum. Hann átti sæti í hreppsnefnd Ytri-Akraness í 6 ár, og var af þeim tíma odd- viti í 3 ár. Bjarni var ásamt Þórði Ás- mundssyni mági sínum og frænda, brautryðjandi á Akra- nesi í túnrækt og ráku þeir í félagi all myndarlegt kúabú. Þetta sýnir meðal annars hans fjölþættu störf. Bjarni var sann gjarn í viðskiftum og viðkvæm ur fyrir kjörum bágstaddra, og lét oft til sín taka á því sviði. Bjarni var trúhneigður mað- ur og mjög kirkjurækinn. Tel ég víst að hann hafi ætlað sér að vera við kirkju og njóta messu áður en hann legði út í veiðitúrinn síðari hluta dags- ins. Það var háttur hans. Bjarni Ólafsson var fæddur 28. febrúar 1884. Föður sinn missti hann á barnsaldri, en hann ólst upp hjá móður sinni, hinni stórgáfuðu merkiskonu, Katrínu Oddsdóttur. sem ný- lega er látin, og síðari manni hennar, Birni Hannessyni á Litlateig á Akranesi. Bjarni var kvæntur Elínu Ásmundsdóttur Þórðarsonar á Háteig á Akranesi. Þau eignuð- ust einn son. Ólaf læknanema, og ólu upp 2 fósturdætur, sem báðar höfðu misst mæður sín- ar. Með Bjarna er farinn athafna mesti og aflasælasti skipstjór- inn, sem Akranes hefir alið, og einn allra ötulasti og heppn- asti fiskisÞýpstj óri þessa lands. Djúpur harmur er lostinn yf- ir Akurnesinga, af fráfalli hans, bæði vegna þess, hversu sviplega það bar að. og ekki síður vegna manndóms hans og hinna almennu vinsælda er hann naut. Dýpstan söknuð vekur þó fráfallið í brjósti akkjunnar, Bjarni Ólafssori. sem eftir 26 ára ágætis sambúð á honum nú á bak að sjá. Tregi hennar, sonarins, fóst- urdætranna, skyldmennanna, venslafólksins og alls almenn- ings er sár, en hin bjarta minn- Tómas Jóh, Þorvaldsson. ing um hann vekur huggun og þökk okkar allra, enda vitum við að starfi hans er ekki lok- ið. Það er aðeins flutt yfir á annað svið, þar sem góðir drengir njóta sín vel. TEITUR BENEDIKTSSON TEITSSONAR frá Sand- bæ á Akranesi var fæddur 14. Jón Sveinsson. nóvember 1904. Móðir hans var Guðný Guðlaugsdóttir. Hún varð bráðkvödd á síðasta hausti, en faðir hans er hjá Vilhjálmi syni sínum á Akra- nesi. Teitur var giftur Unni Sveinsdóttur í Nýlendu á Akra- nesi. Höfðu þau eignast 3 börn, sem öll eru ung og hjá móður sinni, ásamt móður hennar, sem komin er á efri ár. Teitur fór eins og flesíir Ak- urnesingar snemma að stunda sjómennsku, en mundi hin síðustu ár hafa frekar kosið að hverfa að landbúnaðarstörfum, ef atvinnuaðstæður á því sviði hefðu ekki verið svo erfiðar. Og þörfin fyrir að hafa sem mestar tekjur, hélt honum við sjómennskuna. Teitur var glaður maður og góður fólagi, vann störf sín með alúð og trúmensku, og var um hyggjusamur um heimili sitt. Hverfulleiki lífsins hefir hér sýnt sig 1 því skýrasta ljósi, sem dæmi .eru til. Heimilisfaðirinn gengur út frá konu og börnum, og hygst að vera skamma stund í burtu, en í staðinn fyrir heimkomu hans, kemur fregnin um að hann hafi horfið á hafsbotninn, yfirbugaður undan mætti öld- unnar, er dró hann út, þrátt fyrir baráttu hans við að kom- ast á land um fárra metra bil. Ekkjan, sem nú er orðin, hugði að lifa glaða stund með manni og börnum hina skömmu viðdvöl, þar til lagt væri út í nýjan túr, leitar nú skjóls í sameiginlegum faðmlögum við börnin sín, sem hún nú verður að taka að sér að vera bæði fað- ir og móðir. Það sortnar fyrir augum, en smátt og smátt birt- ir aftur við minningarnar frá samverustundunum, sem hún huggast við, ásamt hennar með- skapaða kærleika til barnanna, sem hún nú finnur að eru henni allt, hvað sem að höndum ber. TÓMAS JÓH. ÞORVALDS- SON Ólafssonar á Braga- götu 4 á Akranesi var fæddur 30. októþer 1910. Þó æfi hans yrði ekki lengri en 28 ár, gafst okkur, sem hon- um kyntumst, færi á að sjá góðan dreng vaxa upp og ná því háleita takmarki, sem hann setti sér barn að aldri, að verða foreldrum sínum fullkomin stoð. Hann fór til Bjarna Ólafsson- ar strax og hann hafði þroska til, og var með honum alt af síðan. Tók við af föður sínum, er hann gat ekki stundað sjó- mensku lengur. Systkini hans voru þá mörg í bernsku og for- eldrarnir mjög fátæk. Hann á- setti sér að vinna þeim alt, sem hann gæti, og hann gerði það. Tómas var jafnlyndur og prúður í framgöngu, þreklega vaxinn, enda duglegur til starfa, naut trausts og virðing- ar félaga sinna, var reglusamur í bezta máta og fyrirmynd ungra manna í allri framgöngu. Móður sína, Sigríði Eiríks- dóttur, misti hann fyrir nokkr- um árum. Leiðtoginn á Bragagötu 4 er horfinn og kominn til móður sinnar, sem hann unni mikið. Faðirinn og systkinin þakka honum fyrir alt og geyma í huga sínum björtu minninguna um hann, sem lagði sig fram strax í bernsku, til að bæta lífsafkomu þeirra. JÓN SVEINSSON var fædd- ur 17. ágúst 1894, að Akri á Akranesi, sonur Sveins heit- ins Oddssonar barnakennara og konu hans Guðbjargar Sigurð- ardóttur, en Sveinn heitinn var albróðir Katrínar móður Bjarna Ólafssonar, og voru þeir Jón og Bjarni því systkinasyn- ir. Jón ólst upp hjá foreldrum sínum. Hann var að upplagi gæddur góðum gáfum og lík- amsatgjörfi í bezta máta. Snemma á unglingsárunum fór að bera á sjúkdómi hjá honum, sem um tíma gerði hann óaf- vitandi gerða sinna og orða, og aldrei síðan komst hann til fullrar heilsu, en heikan virtkt þó stöðugt vera að batna hin síðustu ár. Jón bjó hjá móður sinni á Akri, en Akur stendur í svo sem 200 metra fjarlægð frá þeim stað, er hin æsta hafalda hreif hann úr litla bátnum og skilaði honum ekki aftur. Það hlýtur að hafa verið á- takanlegt fyrir móðurina og systur hans, ef þær hafa úr glugga sínum horft á þær hamfarir. En Jón er nú farinn, og hefir nú gengið sigurgöngu lífs síns. Það er huggim móð* urinni, að henni auðnaðist að offra sinni móðurfóm honum til aðhlynningar og hjálpar síðustu árin af æfi hans, og að hennar naut við svo lengi, sem hann þurfti móðurumhyggj- unnar við. Við Akumesingar kveðjum þessa vini okkar og félaga, við þökkum þeim samstarfið, við minnumst þeirra við saman- burð á framtakssömum, þrótt- miklum og atorkusömum mönnum, og þá er við heyrum góðra manna getið. Blessuð sé minning þeirra. 22/2 ’39. Svbj. Oddsson. Alþingi í gær FUNDIR hófust í báðum deildum Alþingis í gær kl. IV2 miðdegis. Á dagskrá Efri deildar var eitt mál, frumvarp til laga um viðauka við lög nr. 29 7. maí 1928. (Prentsmiðjur.) — 1. um- ræða. Málinu var vísað til mentamálanefndar umræðu- laust. Útbýtt var í deildinni á- liti milliþinganefndar í skatta- og tollamálum. Á dagskrá Neðri deildar voru þrjú mál. — 1. Frumvarp til laga um breytingar á og rið- auka við náunulög nr. 50 30. júlí 1909. — 2 .umræða. Framsögu- maður Vilmundur Jónsson. Málinu var vísað til 3. umræðu með samhljóða atkvæðum. 2. Frumvarp til laga um breytingar á vegalögum nr. 101 19. júní 1933. — 11. umræðá. Framsögumaður málsins er Bjarni Ásgeirsson, en hann var f jarverandi vegna veikindá. Málinu vísað umræðulaust til 2. umr. og samgöngumálanefndar. 3. Frumvarp til laga um breytingar á vegalögum nr. 101 19. júní 1933. — 1. umræðá. Framsögumaður Pétur Ottesen. Málinu var vísað til 2. umræðu og samgöngumálanefndar. Meö lækkuðu verM: 1200 Desertdiskar, m. teg. 0,35 300 Matardiskar, grunnir 0,50 400 Smáföt, rósótt 0,45 15 Tarínur. stórar 7,50 25 Bagúföt, m. teg. 3,00 100 Tekönnur, rósóttar 3,00 100 Sykurkör, 3 teg. 0,75 100 öskubakkar, gyltir 0,80 100 Ávaxtaskálar, m. teg. 0,35 700 Vínglös, á fæti 0,45 50 ölsett, 6 m. %kristall 11,50 100 Reyksett, m. ísl. fána 2,50 200 Myndastyttur, m. teg. 1,00 60 Veggskildir, hvítir 1,80 Munum LÆKKA verð á fleiri vörum strax og krónan verður Iækkuð og viðskifti þar af leið- andi komast í lag aftur. K. Einarsson & Björnsson. Bankastrœti 11.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.