Alþýðublaðið - 02.03.1939, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 02.03.1939, Blaðsíða 3
9 FIMTUDAG 2. MAEZ 1939 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ALÞVÐUBLAÐIÐ RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON. í fjarveru hana: JÓNAS GUÐMUNDSSON. AFGREIÐSLA: ALÞÝÐUHÚSINU (Iangangur frá Hverfisgötu). 4900 4901 4902 1196 4903 4905 4906 SÍMAR: Afgreiðsla, auglýsingar. Ritstjórn (innl. fréttir). Ritstjóri. Jónas Guðmunds. heima. V. S. Vilhjálms (heima). Alþýðuprentsmiðjan. AfgreiSsla. ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN HiDir nýju vinir Félaesdóms. ÞESS munu fá dæmi, að les- endum blaða hér á landi hafi verið boðiö upp á eins and- styggilegán skrípaleik og þann, sem blöð íhaldsmanna og kom- múnista hafa leikið í sambandi við þátt Félagsdóms í.Hafnar- fjarðardeilunni. Frá því, að það varð kunn- ugt, að til kasta Félagisdóms kæmi, að fella úrskurð í þeirri deilu, taldi Alþýðublaðið og Al- þýðuflokksmenn yfirleitt það sjálfsagt, að þeim úrskurði yrði hlýtt, hver svo sem hann yrði. Það hefir líka verið gert, endaf þótt úrskurSurlnn Væri andstæðingum Alþýðuflokksins — íhaldsmönnum og kommún- istum, mjög í vil. Hinsvegar hafa bæði Alþýðublaðið og Tíminn gagnrýnt úrskurðinn og alveg ótvírætt látið þá skoðun í ljós, að hann hafi ekki við lög ao styðjast, og Guðmundur I. Guðmundsson lögfræðingur, sem er einn af höfundum laga- bálksins um stéttarfélög ög vinnudeilur, hefir fært lög- fræðileg rök fyrir því, sem eng- inn lögfræðingur hefir enn treyst sér í móti að mæla, að úrskurður Félagsdóms feli í sér hreint og beint brot á hinni nýju vinnulöggjöf. Út af þessari rökstuddu gagnrýni á úrskurði Félagsdóms hafa blöð íhaldsmanna og kommúnista hafið upp mikið vandlætingaróp, sem varla get- ur farið hjá, að komi lesendum þeirra einkennilega fyrir sjónir. „Ósæmileg aðdróttun" hrópaði Morgunblaðið upp í fyrradag. „Árásir á Félagsdóm" bergmál- aði í Þjóðviljanum i gærmorg- un. „Tíminn tortryggir Félags- dóm" bætti Vísir við seinni- partinn í gær! Öll eru þessi blöð íhaldsmanna og kommún- ista full vandlætingar yf ir þeirri ósvífni, að nokkur skuli leyfa sér það að gera athuga- semdir við úrskurð Félagsdóms. ,.Þér ferst Flekkur að gelta," mætti segja yiS hvort þessara blaða um sig. Það söng öðru- vísi í tálknunum á þeim fyrir nokkrum dögum, áður en Fé- lagsdómur felldi úrskurð sinn í Hafnarfjarðardeilunni. Þá vax umhyggjan, fyrir virðingu Fér lagsdóms ekki á alveg eins háu stigi og hún er í dag." Daginh áSur én Félágsdómur felldi úrskúrð sinn flutti Vísir eftirfarandi lýsingu á meiri- hluta þeirra manna, sem dóm- inn sátu, svo sem til þess að auka virðingu manna fyrir úr- skurði hans: „Dómurinn er skipaður af tveimur óvinveittum aðilum (Hlíf), en þriðji maður,— sem í þessu tilfelli verður oddamað- ur, — hefír ekki frekar vit á lögum eSa lagatúlkun, en kött- urinn á sjöstirninu, en hefir auk þess enga reynslu að styðjast við vegna æsku sinnar, enda er hann nýsloppinn af skólabekknum." (Vísir 24. febr. 1939.) Og tveimur dögum áður, þegar fullvíst var orðið um skipun Félagsdóms og málf lutn ingur fyrir honum var nýbyrj- aður, sagði Þjóðviljinn: „Félagsdómur er orðinn að ómerkri endemisstofnun í hönd- um Alþýðuflokksbroddanna. . J .... Dómurinn mun hljóta verðskuldaða fyrirlitningu allr- ar alþýðu. Enginn verkamaður tekur mark á úrskurði slíkrar stofnunar. Þessi dómur hefir dæmt sig sjálfur. Úrskurður hans er markleysa ein og VERÐUR AÐ ENGU HAFÐ- UR." (Þjóðviljinn. 22. febr. 1939). Þannig var virðingin, sem blöð íhaldsmanna og kommún- ista báru fyrir Félagsdómi fyrir rúmri viku síðan. Og af orðum þeirra má'nokkurn veginn gera sér í hugarlund, hvernig flokk- ar þeirra hefðu snúizt við úr- skurði hans, ef hann hefði ekki gengið þeim í vil. En nú ætla þau að rifna af vandlætingu yf- ir svo litlu, að blöð annara flokka skuli leyfa sér að rök- ræða niðurstöðu dómsins! Fyrr má vera ósvífni en að bjóða ís- lenzkum blaðalesendum upp á slíka hræsni! En hvað hefir Félagsdómur gert, að hann skuli allt í einu og svo óvænt hafa eignazt slíka menn fyrir vini? HelmsókD Ga einsso a kennarastofn Menntaskólans. — ». — Skýrsla Stebigrfms Pálssenar kennara. Þeir, sem einu sinni kaupa ódýra bónið í lausri vigt hjá okkur, kaupa aldrei amts§ bon. BREKKA Ásvallagötu 1, símí 1678, Be*g- stað'asíræti S3, sími 2148, ®g Njálsgiítii 4®. Útbreiðið Alþýðublaðið! FYRIR nokkrum dögum skýrði Alþýðublaðið frá einkennilegri heimsókn, sem Mentaskólinn fékk af Garðari Þorsteinssyni hæstaréttarmála- flutningsmanni hér í bænum. Hafði blaðið upplýsingar sínar um þann viðburð frá einum af kennurum skólans. En nú hefir Alþýðublaðinu borist ítarleg skýrsla frá hlut- aðeigandi kennara sjálfum, Steingrími Pálssyni. Er það greinargerð hans til rektors Menntaskólans um málið. Hefir hann beðið Alþýðublaðið að birta skýrsluna, þar eð Morgun- blaðið hefir neitað honum um rúm fyrir hana. Fer skýrslan orðrétt hér á eftir: . „Til rekstors Menntaskólans í Reykjavík. Að gefnu tilefni vil ég taka fram eftirfarandi: í fyrstu kennslustund. föstu- daginn 10. febr. hafði ég skrif- legt próf í sögu í 3. bekk B. Er ég kom inn í bekkinn, höfðu nemendur dreift borðum sín- um, og lét ég þá niðurröðun haldast, er þeir höfðu þegar gert. ' Er ég hafði lokið upplestri prófverkefnis, veitti ég því at- hygli, áð Hilmar Garðars, sem sat í bórði skáhalt fram af kennaraborði, tók eigi stráx til vinnu sinnar, en einblíndi án afláts á blöð Garðars Jónssonar, er sat til hægri handar honum og skrifaSi af kappi. Bilið milli borða piltanna var eigi meira en svo, að ég taldi þegar ótvírætt, að Hilmar gæti aS meira eSa minna leyti fylgst með því, er Garðar ritaði nið- ur, ef hann héldi uppteknum hætti um að horfa á blöð hans. Gaf ég Hilmari þegar í skyn með tilliti mínu, að ég fylgdist með atferli hans, en hann lét sig það engu skipta. -Hlaut honum þó að vera að fullu ljóst,. að þetta athæfi væri hon um með öllu óheimilt. Ákvað ég þá að hafa ekki orð á þessu við hann, en taldi mér skylt að fylgjast eftir beztu föngum með vinnubrögðum hans. Hafði ég næsta góða að- stöðu til þess, því að borð Hilm- ars stóð næstum rétt hjá kenn- araborSinu, en þar stóS ég mestan hluta próftímans — til þess að sjá sem bezt yfir bekk- inn. Þegar Hilmar hóf að rita niður úrlausnir, hafði Garðar skrifaS alllangt mál, en borð hans var eigi lengra frá mér en svo að ég mátti gjörla sjá, hverju rúmi hann varði til ein- stakra úrlausna og í hverri röð hann færSi svargreinarnar ihn á blöð sín. Allan próftímann hélt Hilm- ar uppteknum hætti um að stara á blöð Garðars, lengur eða skemur í senn, og hafðist þá ekki að, en ritaði niður á blað sitt þess á milli. Þar eð hann sat svo nærri kennara- borSi, gat ég mæta vel séS, í hverri röð hann svaraði ein- stökum atriðum verkefnisins. Þegar ég áð prófi loknu bar saman úrlausnir piltanna, komst ég að raun um, að þeir höfðu svarað flestum meginatriðum verkefnisins í sömu röð og mörgum á mjög líkan hátt. Út af fyrir sig vár samsvörunin í efnismeðferð og efnisskipun úr- lausnanna eigi þannig, að hún gæti talizt óyggjandi sönnun um sekt piltsins. En með hlið- sjón af allri framkomu hans í prófinu, er ég þegar hefi getið og taldi veigamesta atriðið, leit <3g svo á, að svo sterkar líkur væru fyrir því, að Hilmar hefði haft nokkur not af blöSum Garðars, aS ég hefSi ærna á- stæSu og fullan rétt sem kenn- ari til aS láta einkunn hans niS- ur falla í þaS sinn. Þess má geta, þótt eigi varði þetta mál beint, að hér var eigi um próf að ræða, er hefði neina úrslita þýðingu fyrir heildar- einkuhn piltsins í ofangreindri námsgrein, heldur svokallaS skyndipróf, háð í því skyni að fá nokkurt yfirlit yfir kunnáttú nemenda í því, er þeir höfðu lesið frá því um áramót. Föstudaginn 17. febr. afhenti ég nemendum úrlausnir prófs- ins í kennslustund, fór nokkr- um orðum um meðferð hvers einstaks nemanda á efninu ög gat einkunna. Um úrlausn -Hilmars gat ég þess, að ég hefði eigi séð mér fært að gefa fyrir hana, af því að ég liti svo á, að hánn hefði sýnt ótvíræða viðleitni til að hagnýta sér þá aðstöðu, er hann hefði haft til að afla sér óheimillar aðstoðar við lausn verkefnisins og teldi mig hafa miklar líkur til að ætla, að sú viðleitni hefði meiri eða minni árangur bor- ið. Gat ég þessa fyrst og fremst hinum til varnaðar og tók ský- laust fram, að svo mundi fara hverjum þeim í bekknum, er ég stæði að því sama. Að öðru leyti ræddi ég það mál eigi nánar, enda var pilturinn eigi viðlátinn. Ég get hiklaust viðurkennt, að ónærfærnislegt hafi verið af mér að birta minn dóm um'úr- lausn piltsins að honum fjar- . verandí, og þykir mér leitt, ef hann hefir tekið það atriði nærri sér sérstaklega, én að sjálfsögðu hljóta slík mál alltaf að varða að einhverju leyti - bekkinn sem heild, og á hinn bóginn vil ég leggja það í dóm rektors og samkenhara mihha, : hvort þeir telji það atriði nægi- legt tilefni þeirra fruntalegut á- . sakana, er fram hafa komið gegn mér einmitt í því sam- bandi. AS aflíSandi hádegi sama dags og ég afhenti próflausn- irnar, kom faSir Hilmars, hr. hæstaréttarmálaflutningsmaSur GarSar Þorsteinsson inn í kennarastofu Menntaskólans, vatt sér aS mér meS gusti mikl- , um og hellti yfir mig ókvæðis orSum út af þessu máli. Kvað hann helbera lygi, að pilturinn hef Si nokkurrar hjálpar notið í prófinu : eða nokkra tilraun gert í þá áttf" t Færði hann sem rök fyrir því, að borð þeirra Hilmars og Garðars hefðu staðið þanhig, að engri hjálp hefði verið unht við að koma. Var auðheyrt, að hann taldi sig vita allt um þetta mál sýnu betur en ég, og er mér eigi að.fullu ljóst, hvaðan honum hefir komið öll sú speki.'^ .. •• ' Ity-í'- Þá yar hann bg með dylgjur um pólitíska hlutdrægni af minni hálfu og hafði að lokum í hótunum við mig. Hirðrég ekki að tilfæra stóryrði hans hér, en ég leyfi mér að benda á, að margir kennarar voru staddir í kennarastofunni, og munu þeir geta borið um, hvað okkur fór á milli. Var framkoma mannsins miður prúðmannleg og skaps- munirnir svo úr jafnyægi, að hann var eigi mælándi máli. Um þá tvo pilta, sem hér eiga hlút að máli, vil ég að síðustu taka þetta fram: Garðar Jónsson er bezti sögu- maður bekkjarins og hefir ætíð skilað beztum úrlaushum ;í skriflegum prófum. Var »vo einnig að þessu sinni. Allah þann tíma, er ég hefi kennt Hilmari Garðars, hefir mér líkað hið bezta við hann, Frh. á 4. síðu. Ólafur Friðriksson': ijálfstæisiál íslendlnga. ¦ 0----------------------- Mlnsiasemir við grein RagnaTs Rvaran. (Nl.) Að sjálft fjöregg íslenzku þjóSarinnar sé það, að menn- ingarleg sambúð við Norður- lönd sé sem allra mest, eins og þeir R. Kvaran (og Sveinn Björnsson?) halda fram, er meinlega hlægileg og skaðleg villa, því íslenzka menn ingih dregur næringu úr sín- um eigin rótum, en er ekki, eins og virðist vaka fyrir landkynní og sendiherra okkar, sníkju- menning, er sé rótlaus, ef hinna Norðurlandanna missi við. En hverjum dettur svo í hug, að menningarsamband okkar við hin Norðurlondin þurfi að slitna, þó við skiljum við Dani? Þurfa þau að slitna við Noreg? Vel má vera að margir Danir verði gramir þegar ís- lendingar skilja við þá, en þarf menningarsambandið að slitna um leið? Víst er, að vondir urðu margir Svíar, þegar Norð- menn sögðu skilið við þá, en menningarsambandið rofnaði aldrei, og urgurinn milli þeirra hvarf á fáum árum, 6g w sam- komulagiS milli Norðmanna og Svía betra nú, en nokkru sinni meðan þeir höfðu sama konung. En af því að Danir eru, eins og Svíar, öndvegisþjoð í menningu — myndi fljótt hverfa urgurinn úr þeim, og sambúðin verða að f áum árum liðnum betri en hún var meðan við vorum í stjórn- árfarslegu sambandi við þá. R. Kvaran segir: „Ef svo tæk- ist til, að íslendingar slitu öllu sambandi við Dani, gæti ekki hjá því farið, að á Norðurlönd- um yrði á sljíkar ráðstafanir litið þeim augum, sem okkur væri að reka í burtu frá þeim." Ég held að þetta sé fjarstæða um Norðurlöndin almennt, þó þetta kunni að vera rétt um Danmörku. En jafnvel þó það væri rétt, getur það engin á- hrif haft á ákvarðanir okkar ís- lendinga, því við getum aldrei farið eftir öðru en því, sem við sjálfir álítum að okkur sé bezt. Grýlur. Eg er samdóma R. Kvaran um að þetta mál eigi að rseðast með mikilli stillingu. Þess vegna kann ég hálf illa við, að hann sé að reyna að hræða lands- menn með ógnum þeim, er dynji yfir okkur, ef við slepp- um alveg handleiðslu Dana. En slík tilraun til að hræða, er það, er hann segir, að Island verði sem rekald um heimshöf menn- ingarinnar, (ef Dana missi við). Samskonar grýla er það, þegar hann talar um fjárhagsleg öfl, sem togi í ísland. Eins og kunn- ugt er, hafa tveir stærstu stjórn málaflokkarnir í landinu, Sjálf- stæðisflokkurinn og Framsókn- arflokkurinn, reynt að níða hvorn annan niður á þann hátt, að blöð Sjálfstæðisflokksins hafa haldið því fram, að Fram- sóknarf lokkurinn væri búinn að setja landið á höfuðið, en blöð Framsóknarflokksins hins vegar haldið fram, að Sjálf- stæðisf lokkurinn væri búinn að koma Reykjavík á kúpuna. Hvorugur flokkanna hefir grætt neitt á þessu. Áhrifin hafa eingöngu orðið þau, að ó- hug hefir slegið á fjölda manns yfir því hvað fjármálaástand vort væri bágborið. Hið sanna í þessu máli er þó það, að ekki þarf nema eitt eða tvö góðæri til þess að koma öllu í lag. Það er næsta eðlilegt, að fjárhags- afkoma okkar sé ekki góð, eftir undanfarinna ára aflatregðu og lágt afurðaverð. Hlýtur hver og einn að játa, er hlutlaust lítur á málin, að afkoman sé þó mun betri en við hefði mátt búast, því mörg.úrræði þekkir þjóðin nú, sem hún ekki kunni að nota fyrir 10 árum. Það er mjög algengt meðal vor, þegar mörg góðæri koma í röð, að menn haldi þá að þeim linni aldrei, og hagi sér eftir því, þ ,e. eyði llu jafnótt, eða leggi það alt í ný fyritræki; svo ekkert er til vara, þégar lakari tímar koma. Á sama hátt virð- ast menn alment álíta, þegar léleg ár koma, að aldrei muni koma aftur góðæri. Við erum í fjárhagslegri öldudæld nú. en getum eftir eitt eða tvö ár ver- ið komnir á ölduhrygginn. En hvað sem fjárhag okkar viðvík- ur, þá geta Danir, eða sam- bandið við þá, ekki bjargað okkur úr fjárhagsvandræðun- um, og engir nema við sjálfir. Nýfundnalands-grýlan. Nokkuð hefir gætt þess, að menn létu í ljós ótta við af- skifti Englendingá, ef svo færi að við gætum ekki staðið í skil- um með vexti og afborganir af enskum skuldum ríkisins. En vextir af þessum ensku skuld- um eru 1128 þús. kr. og afborg- anir 52ý þús. kr. eða vextir og afborganir samtals innan við 1% millj .króna. Reynt hefir yerið að nota þeta sem grýlu á sjálfstæðisviSleitni þjóðarinnar, og finst mér, að bak, við orð" Ragnars Kvaran, Um að togað sé í okkur fjárhagslega, sé sams konar tilraun til þess að hræða. En hverju er þessu að svara? í. fyrsta lagi þvl, a ðvið látum aldrei koma til þess, að við greeiðum ekki af lánum, er la> lenzka ríkið hefir fengið er- lendis, eða hefi rábyrgst. Því við getum alt af borgað það hvernig sem árar, og við hætt- 'um aldrei að borga, vegna þess. að a fþví leiddi, að við fengjum engin ný lán, sem okkur verða þó nauðsynleg í framtíðinni, til þess að geta notfært okkur tií fulls hinar miklu auðlindir landsins. Það er þessi afleiðing af því að hætta að borga, sem við óttumst, en engin önnur. Ef við ekki borguðum ensku auð- mönnunum, sem eiga íslenzk ríkisskuldabréf, í eitt eða tvö ár, myndi ekki ske annað'en það, að þeir yrðu að bíða. Það er barnaskapur að hugsa sér, að brezka ríkið fari af stað méð ofbeldi, í hvert skifti, sem fjár- aflamenn þess eiga eitthvað fé útistandandi, sem ekki er greitt á réttum tíma. Töluvert hefir verið talað hér manna á milli um að Bretar gætu farið með okkur eins og Nýfundnaland, en það Iand er. í hengjandi skuldum, einkum Frfi. á 4. síðti. '•

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.