Alþýðublaðið - 03.03.1939, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 03.03.1939, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN XX. ÁRGANGUR FÖSTUDAG 3. MARZ 1939 52. TÖLUBLAÐ Nýir taxtar bjá Rafmagnsveit- unni til fullrar upphitunar Ibúða. —----«---- iy§gt á reynslu Norðmanna. Uk al konu fannst í morpn fjfrir ntan ðrfirisev. r 1 I i LIK af konu fanst í morgun á floti fyrir vestan Örfir- isey. Var konan bersýnilega ný- drukknuð og var líkið óskadd- að. Ágúst Guðjónsson, Nýlendu við Nýlendugötu, fann líkið í morgun kl. 7,15 á floti austan við nyrzta tangann á Örfirisey. Gerði hann lögreglunni þegar aðvart. Fór lögreglan á báti úteftir, en þá var fallið undan líkinu og lá það í flæðarmálinu. Konan virtist vera ný- drukknuð, um 35 ára, og var líkið algerlega óskaddað. Lög- reglan hefir ekki ennþá haft uppi á nafni konunnar. Mann teknr fyrir borð. Nððist eftir aiiianga stnnd. ÞEGAR vélbáturinn Ársæll frá Njarðvíkum, form. Þorvaldur Jóhannesson, var að leggja línur sínar í fyrri nótt, reið sjór yfir bátinn og einn hásetanna tók út, Svavar Helgason frá Grindavík, sem er 25 ára að aldri. Allmikið myrkur var, er þietta vildi til og fœmlur slæmt i sjó. Skipvierjar snéru bátnum þegar í s'táð og ger'ðu tilraun til að ná Svavari, en það tóks't eklkli í þa'ð: sikiftl. Varð að snúa bátnum aftur og þá tóks't að ná háisetanum.. Vierður næstum að telja þaið til- viljun. Svavar Helgai-on var mieðvit- undarlaus þegar hann náðiist, en við lífgunartilraunir fékik hann aftur imeðvitundina. — Báiturinn snéri .strax til Kiefla'vLkur og bkitdi eftir 9 bjóð í IsijiónWm. BÆJARSTJÓRN Reykjavík- ur hefir nýverið samþykt eftirfarandi viðauka við gjald- skrá Rafmagnsveitunnar: Viðauki við D-lið gjaldskrár Rafmagnsveitu Reykjvíkur. Tilraunataxti fyrir hitun íbúðarhúsa í Reykjavík. Rafmagnsveitan selur raf- orku með eftirfarandi skilyrð- um, til upphitunar íbúða, þar sem götulínur og spennubreyt- ar leyfa, að dómi rafmagns- stjóra. Hitalagnir, þar með talin öll tæki, skulu vera gerðar eftir fyrirmælum Rafmagnsveitunn- ar. Ofnar skulu vera fasttengd- ir meó sérstökum rofum og hitastillum (Thermostat), að minsta kosti í aðal íveruher- bergjum: D4. Um sérmæli fyrir hita- lögnina á 4 aura kwst., eða D5 eftir neðantöldu verði, með því skilyrði, að Rafmagns- veitan hafi rétt til að rjúfa strauminn af hitalögninni frá kl. 11 f. m. til kl. 12 á hádegi (1 klst.), og skal húseigandi kosta tengingu dofans og greiða leigu fyrir hann eftir reglum, sem gilda um leigu mæla. a) Um tvígjaldsmæla á 3 aura á kwst. frá kl. 8 að morgni til kl. 11 að kvöldi. Á IV2 eyrir á kwst. frá kl. 11 að kvöldi til kl. 8 að morgni. b) Sameina má þetta verð við heimilistaxta B3, þannig, að fyrstu 1500 kwst. á ári (á dýra tíma) verði reiknaður á 7 aura á kwst., en síðan á 3 aura á kwst., miðað við dýra tíma tví- gjaldsmælisins. Næturverðið Frh. á 4. síðu. Hðtiðasundmót K. R. í H&tíðasundmót k. r. fór fram í Sundhöll Reykjavíkur í gærkveldi. Mót- ið var haldið í tilefni af 40 ára afmæli félagsins. Um fimm hundruð áhorfendur voru á mótinu, þar af ea. tvö hundruð börn og unglingar. Erlendur Pétursson setti mótið og lýsti í fáum orðum að- aldráttum í árangri og starfi K. R. í þágu sundíþróttarinnar. Að því loknu hófst sýningin. Keppendur voru 19 frá K. R., 13 frá Sundfélaginu Ægi, 13 frá Ármanni og 1 frá U .M. F. Reykdæla. Keppt var 1 eftirfarandi í- þróttum: 1. 100 m. bringusund, dreng- ir innan 16 ára (9 þátttakend- ur). Fyrstur var Jón Baldvins- son (Æ) 1 m. 33,4 sek., annar Björgvin Magnússon (KR) 1 m. 34,4 sek., þriðji Einar Steinars- son (KR) 1 m. 37,6 sek. 2. 100 m. frjáls aðferð, karl- ar. 1. Logi Einarsson (Æ) 1 m. 6 sek. 2. Guðbrandur Þor- kellsson (KR) 1 m. 6,9 sek. 3. Halldór Baldvinsson (Æ) 1 m. 8,4 sek. (6 þátttakendur). 3. 400 m. bringusund, karlar. 1. Ingi Sveinsson (Æ) 6 m. 40 sek. 2. Einar Sæmundsson (KR) 6 m. 56,3 sek. 3. Sigurjón Guð- jónsson ((Á) 7 m. 5,7 sek. (5 þátttakendur). 4. 100 m. bringusund. stúlk- ur innan 16 ára. 1. Hulda Bergs- dóttir (KR) 1 m. 47 sek. 2. Hulda Jóhannesdóttir (Á) 1 m. 447,1 sek. 3. Kristín Mar (Á) 1 m. 448,3 sek. (10 þátttakendur). 5. 50 m. bringusund, drengir innan 14 ára. 1. Jóhannes Gísla- son (KR) 46.6 sek. 2. Einar Hjartarson (Á) 49,1 sek. 3. Eg- ill Valgeirsson (ICR) 49,8 sek. (9 þátttakendur). Frh. á 4. síðu. Saltfiskaflinn er rúmlega helmingi meiri en i fyrra. Maðiir Mir milii bíia og slasast. SALTFISKAFLINN hefir * verið óvenju góður það sem af er þessari vertíð og hefir veiðst meira en helmingi meira en á sama tíma í fyrra og má þakka það sérstaklega góðum gæftum við Faxaflóa í janúar- mánuði og byrjun fehrúar. Hefir afli ekki oröið svona Sænska stjðrnin vill engar gjafir frð Gðring. KHÖFN í gærkveldi. FÚ. IMORGUN varð maður milli bíla niðri við Steinbryggju og slasaðist svo, að hann var fluttur á Landsspítalann. Sorpbíll frá bænum stóð austanvert við Steinbryggjuna. Eru sorpbílarnir þannig bygðir, að bílstjórinn getur ekki horft aftur fyrir bílinn úr ekilssæt- inu. Ók bílstjórinn bílnum aft- ur á bak og ætlaði að snúa, en í sama bili kom annar bíll og stanzaði fyrir aftan öskubílinn ofurlítið til hliðar. Stóð maður hjá þeim bíl og var að tala við bílstjórann inn um gluggann. Varð hann á milli bílanna og marðist. mikill uim ruokkur uinidainfiairin ár, og er afli alls á öllu landiinu 7211 smálcstir. Fer hér á eftir skýrs'la um afla(nin, og er hiainn Weiknáður í smálestum. Afli sámtals í febrúarlok 4 Undanfarin ár: 1939 7211, 1938 3343, 1937 1942, 1936 1917. Aflirm sikiftist isvo efti'r tegunid- dm: Stórfiskur 6137, smiáfiskur 994, ýsa' 20, ufsi 60. Afiin'n skiftist sivo eftir ver- stöðvum: Vestmaninaeyjar 865, Þorlákshöfn og Selvogur 14, Grindavík 216, Hafnir 77, Sand- gerði 929, Garður 328, Kieflahdk 1669, Vatns'leysuiStrönd 37, Hafn- arfjörður 165, ReykjaVÍlk 473, Akranes 1213, Ólafsvílk 109, Vest- fifðjr 1061, Austfirðír 55. ¥ SÆNSKA ÞINGINU hefir komið til snarprar umræðu vegna þess, að sænska stjórnin hafði hafnað tilboði frá Göring um að gefa til Svíþjóðar sjúkra- flugvél. Lét talsmaður jafnað- armanna þau orð falla í um- ræðunum, að ástæða væri til að efast um tiilgang Görings með slíku boði. Leiðtogi íhaldsmanna sagði meðal annars, að árásir sænskra marxista á Göring væru stórhættulgar fyrir land- ið. Forsætisráðherrann Per Al- bin Hanson bað menn að stilla orðum sínum í hóf ó báðar hlið- ar vegna þess, að stórdeilur og Stórpólitísk páfakosning. Schuster kardínáli, erkibiskup Pacelli kardínáli, í Milano, sem einnig keppti um sem var kosinn páfi í gær og páfatignina. kallar sig nú Pius XII. Frægnr hershðfðingl sendi- herra Frakka kjá Franco. Hershðfðingi ítala á Spáni floginn til Rómaborgar á fund Mussolinis. ------»——.— Frá fréttaritara Alþýðublaðsins K.HÖFN í morgun. ETAIN marskálkur hefir verið skipaður fyrsti sendiherra Frakka hjá stjórn F-rancos á Spáni. Hann er nú 83 ára að aldri, en heimsfrægur hershöfðingi, hafði á tímabili yfirstjórn franska hersins í heimsstyrjöldinni og hefir eftir það ávalt síðan gegnt ábyrgðar- miklum stöðum í frönsku her- stjórninni. Petain marskálkur og Franco eru persónulega kxmnugir síðan þeir unnu sameiginlega að því, að bæla niður uppreisn Riffkaby la gegn yfirráðum Spánverja og Frakka í Marokko á árunum 1925—1926. Og því er haldið á lofti, að Franco sé mikill heiður sýndur, að þessi gamli sam- verkamaður hans sé gerður að fyrsta sendiherra Frakka hjá honum. Það er þó engan veginn víst, að það sé aðeins í heiðursskyni við Franco, að þessi þraut- reyndi hershöfðingi hefir nú verið sendur til Spánar til þess að vera fulltrúi Frakklands þar. Grunur manna er það, að frönsku stjórninni þyki vissara að hafa sérfræðing á sviði hern- aðarins þar fyrst um sinn, til þess að hafa eftirlit með ítalska hernum á Spáni og öllum víg- búnaði Francostjórnarinnar. Enn hefir ekkert heyrst um það, hvernig Mussolini muni snúast við beiðni Francos um það, að kalla ítölsku hermenn- ina heim, né hve alvarlega hún harðyrði gætu aðeins orðið til að skaða samkomulagið milli Svíþjóðar og Þýzkalands. muni vera meint. Hins vegar hefir það orðið kunnugt, að Gamberra, yfirforingi ítalska hersins á Spáni, hefir skyndi- lega brugðið sér í flugvél til Rómaborgar á fund Mussolinis og telja menn víst að för hans standi í jsamban'di við þessa málaleitun Francos. ðrslitasékn i aésigi á Spéni? OSLO í gærkveldi. FB. Franco hefir tilkynt, að úr- slitasóknin af hálfu hers hans verði liafin næstkomandi laug- ardag og hefir lýðveldisstjórn- in fengið tveggja sólarhringa frest til þess að taka ákvörðun um hvort hún vill semja um vopnahlé og frið eða halda stríðinu áfram. Undirbúningi sóknarinnar er lokið og verður aðallega sótt fram á tveimur stöðiun, í þeim tilgangi að rjúfa sambandið milli Madrid og Valencia, í þeim tilgangi að umkringja Madrid algerlega og knýja þannig fram uppgjöf höfuð- borgarinnar. Prentaraverkfaliina í Kanpm.hðfn frestað. Frá fréttaritara Alþýðublaðsins K.HÖFN í morgun. SEINUSTU STUNDU hefir tekizt að fá prent- araverkfallinu, sem búizt var við að byrjaði í Kaup- mannahöfn á morgun, frestað. Pacelli kardinðli, ct- anrikisrððherra pðfa stólsins og ðkveðinn anðstæðingnr naz- isnans var kjðrin. KHÖFN í morgun. FTIR tvær árangwrs- lausar kosningaatrenn- ur í Vatíkaninu í gær var Eugenio Pacelli kardínáli kosinn páfi í þriðju umferð. Sem páfi hefir hann tekið sér nafnið Pius XII. Þessi úrslit páfakjörsins eru talin stórpólitískur viðburður úti um heim. Hinn nýi páfi hef- ir árum saman verið talinn einn áhrifamesti stjórnmálamaður kaþólsku kirkjunnar, endá ut- anríkisráðherra páfastólsins síðan árið 1930. Fyrir þann tíma hafði hann um heilan áratug verið sendi- herra páfastólsins í Berlín og er því gagnkunnugur bæði stjórn- málalifi og högum kaþólsku kirkjunnar á Þýzkalandi. Það er litið svo á, að einmitt þetta atriði hafi valdið miklu um það, að Pacelli kardínáli varð fyrir kjörinu, því að hvergi stendur kaþólska kirkjan í dag á alvar- legri tímamótum en á Þýzka- landi, þar sem nazistar hafa nú hafið hatrammar ofsóknir gegn henni, og fyrirsjáanlegt þykir, að hún muni verða að berjast beinlínis fyrir tilveru sinni gegn ofbeldi og kúgun nazistastjórn- arinnar í nánustu framtíð. Nazistar láta tér litt nm ftnnast. _____ 1 * Það vekur líka þegar mikla eftirtekt í sambandi við páfa- kjörið úti um heim, að þvi er tekið með miklum fáleik á Þýzkalandi. Þýzka útvarpið var ekki einu sinni látið útvarpa fréttinni í gærkveldi. enda þótt meira en þriðjungur þýzku þjóðarinnar só kaþólskur. Það er heldur ekki talinn neinn efi á því. að hinn nýi páfi sé ákveðinn andstæðingur naz- ismans. Menn minnast þess f því samhandi, að hann gerði kyn- þáttakenningu nazismans að umtalsefni í ræðu sem hann hélt á kirkjuþingi í Lourdes á Suður-Frakklandi árið 1935 og tók skarpa afstöðu gegn þeím. Eins er það kunnugt, að hann hefir sem utanríkisráðherra páfastólsins frá því fyrsta verið mjög andvígur bandalagi Ítalíu og Þýzkalands. Einnig meðal stjómmála- manna ítalska fasismans er úr- slitum páfastólsins af þeim á- stæðum tekið með litlum fögn- uði. Á Frakklandi láta blöðin hinsvegar í Ijós ánægju sina yf- ir þeim og fara miklum viður- kenningarorðum um hinn nýja páfa, menntun hans og stjóm- arstefnu. (Frh. á 4. aíðu.)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.