Alþýðublaðið - 13.03.1939, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 13.03.1939, Blaðsíða 4
MÁNUDAG 13. MARZ 1939 ^&SStl*;;. PGAMLA Bfð WB Topper (Afturgöngurnar) Sprenghlægileg og mein- fyndin amerísk gamanmynd um andatrú og draugagang. Aðalhlutverkin „afturgöng- urnar" leika: Constance Bennet og Cary Grant og standa þau fyrir hinum furðulegum atburðum er þessi frumlega mynd sýnir. Reykjavíkurannáll h.f. Revyan Fornar dyggðir Model 1939. Neest siöasta sinn annað kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar seldir í dag kl. 4—7 og eftir kl. 1 á morgun. Venjulegt Ieikhúsverð eftir kh 3 daginn sem leikið er. Útbreiðið AlþýðuMaðið! !• 0» &• Tft ÍÞAKA. Fundur annað kvöld. Kosnir fulltrúar á umdæmis- stúkuþing. Br. Haraldur Norð- dahl flytur erindi. ST.,„SÖLEY" NR. 242. Fundur þriðjudag 14. marz kl. 8V2 e. h. á venjulegum stað. Embætt- ismenn st. Vikings nr. 104 heim- sækja. Dagskrá: 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Nefndarskýrsl- ur. Hagskrá: Heimsækendurnir annast. Fundurinn verður helg- aður afmæli stúkunnar. Félagar fjölmennið stundvíslega. Æ.t. Odýrt! Handsápa „Emol" 0,50 Handsápa „Palmemol" 0,50 Handsápa „Violetta" 0,55 Vasagreiður 0,50 Vasaspeglar tvöfaldir 0,50 Peningabuddur 0,50 Matskeiðar frá 0,35 Matgafflar frá 0,35 Skæri stór á 1,35 Vasahnífar frá 0,50 Barnakðnnur 0,50 Barnatöskur 1,00 Barnasðgur 0,50 Barnabilar blikk 1,00 K. Einarsson & Bjðrnsson. Bankastræti 11. i| Gefið börnunum hið fjörefnaríka lýsi. NÝJIJN©! Þorskalýsi með piparmyntubragði. ^ykaupíéÍaqié V &+*Mlf&+*<é*HHM****M^ BIOFUNDUR S.A. (Frh. af 1. síðu.) ins var ekki það mikill, að neinn þeirra fyndi hvöt hjá sér til að minnast á það. Var því strax tekið fyrir næsta mál á dagskrá. og fyrir því hafði ísleifur nokkur Högna- son framsöguræðu. Eftir fundar- boðinu átti ísleifur að tala um þí<Jðmálaafstöðuna á alþingi, en upphaf ræðu hans var svo: „Um þjóðmálaafstöðuna veit ég ekki meira'én þið, bg ekkert af því sem gerist á alþihgi umfram það sem Helgi Hjörvar segir í útvarpinu, en þó'vil ég segja eitthvað." Áður en nokkurn varði var þetta „eitt- hvað" komið út í 60 milljónirnar. Hjá þessum Vestmannaeyjapostula fengu flokksmennirnir skýringu á því.hyers vegna þessir ..ágætis- meruí" hefðu korrtiS hingað til okkár, kalda og hrjáða Iands, og af einskærri góðvild viljað lána land- inu þessa peningaupphæð fyrir því semnæst ©kki neitt. „Ykkur finrutt það ef til vill einkennilegt," sagði ísleifur, „að hingað skuli koma bráðókunnugir jnenn og bjóða okkur peninga. Ef við ættum að fá lánaða peninga hér í bönkun- um (ekki hjá „elsku Sturla"), þá verðum við að koma skríðandi á fjórum fótum til bankastjóranna, og megum þakka fyrir ef við fáum eitthvað. En sykur og hveiti er daglega auglýst falt í dagblöðun- um, og jafnvel reynt að troða því upp á mann. Eins er það með pen- ingana í útlandinu, þar eru sölu- menn, sem alltaf bjóða peninga. og þess vegna er ekki nema eðli- legt að þeir komi einnig hingað." Að lokinni ræðu ísleifs skoraði fundarstjóri enn á fundarmenn að segja eitthvað. Varð það nú að nokkrir töluðu eða komu fram með fyrirspurnir, en það var sam- eiginlegt með þeim og frummæl- endum. að tala um að „ég hefi heyrt sagt, en má ekki segja hvar", og byggðu »vo mo.gin.Muta mál- STÚDENTAFUNDIE. (Frh. af 1. síðu.) málaflokkanna frá 1928, að þeir vildu vinna að uppsögn sátt- málans. Það er því alveg óþarfi að þjóta upp og algerlega óþarft fyrir stúdenta að skapa sér and- vökunætur út af því.r Eiríkur Sigurbergsson yerzl- unarfræðingur var þriðji ræðu- maður. Hann talaði um verzl- unarmálin og sjálfstæði þjóð- arinnar. Verður ræða hans birt hér í blaðinu einhvern næsta dag. Guðbrandur Jóusson prófess- or var fjórði ræðumaður. Hann lýsti því yfir sem sinni skoðun, að óheppilegt væri fyrir okkur íslendinga að sh'ta að fullu sambandinu við Dani eins og nú standa sakir. Allt er á hverf- anda hveli. Réttur smáþjóðanna er að engu haf ður. Þær eru ekki einu sinni spurðar sjálfar um hvaða örlög þær kjósi sér. Ég segi ekki, að ég sé á móti sam- bandsslitum, ég er aðeins á móti því að það sé gert, eins og sakir standa. Allir þeir ræðumenn, sem nú höfðu talað, höfðu talað mjög „saglega" og án nokkurrar á- reitni eða slagorða, en þá skifti um. Gísli Sveinsson sýslumaður talaði eins og hann væri á póli- tískum undirróðursfundi. Var hann með getsakir til ræðu- manna og svigurmæli. Lýtti þetta mjög þennan fund og var þvert brot á móti fyrirmælum formanns Stúdentafél. Reykja- víkur og forseta fundarins, sem hafði brýnt fyrir mönnum að halda sér við málefnið sjálft. Hið positiva í ræðu Gísla var annars þetta: Við eigum að skilja við Dani að fullu og öllu. Við erum þess fullkomlega megnugir að stjórna okkar eigin málum, og reynslan síðan 1918 sýnir að við getum það. Næstur á eftir Gísla talaði Guð- mundur Benediktsson bæjar- gjaldkeri pg síðan nokkrir fleiri. Gott er að stúdentafélögin taki upp slíka umræðufundi. Er það siður, sem stúdentar í nágrannalöndum okkar hafa og hefir gefist mjög vel, en það veltur auðvitað á siðferði þeirra, sem til máls taka, að þessir fundir geti orðið að því gagni, sem ætlast er til ineð þeim. Stúdentafundurinn á Akuí- eyri. Fundur Stúdentafélagsins á Akureyri hófst/kl. 2. Lá fyrir fundinum bréf frá stúdentafé- lögunum hér um þátttöku Stúdentafélags Akureyrar í út- varpsumræðunum n.k. sunnu- dag um sjálfstæðismálin. Var samþykkt á fundinum að fela stjórn félagsins að fá 3 menn til að taka þátt í þessum um- ræðum. Þá flutti Sigurður Egg- erz bæjarfógeti ræðu um þessi mál og var hann að sjálfsögðu ákveðinn með því, að slíta sam- bandinu við Dani að fullu og öllu. Verkalýðsfélag Hólmavíkur hélt aðalfund sinn nýlega. 1 stjórn kosnir Guðmundur Jóns- son formaíiur, Jón Kristgeirsson ritari, Kristján Jönsson gjaldkeri. flutnings síns á þessum dularfullu „heyrnum". Einn hafði „heyrt" um „hunda- eða kindabyssu", sem stúdentar hefði smyglað inn í landið, annar um einhverja,dular- fulla Kaupmannahafnarsamninga, þriðji um að Vilhjálmur Þór ætti ekki að anza „velgerðamönnun- um" ef þeir hefðu fyrir því að leita hann uppi o. s. frv. Það hefir aldrei verið talinn haldgóður mál- flutningur að byggja niðurstöður sínar á „heyrnum" yfir kaffibolla vestur í bæ eða ölkrús í miðbæn- um, og ekki er það fremur hald- gott fyrir stjórnmálaflokk, sem svo kallar sig, að byggja tilveru sína alla á slíku. Kommúnistar vilja lifa eins og aðrir, og því þá ekki á „heyrnum", ef ekki fæst annað. Fundinum lauk jafn gæfulega og hann byrjaði: „Ég sé að fundar- menn eru farnir að þreytast og tínast út, og er því bezt að ég segi fundi slitiS." f DAG. Næturlæknir er Kristján Gríms- son, Hverfisgötu 39, sími 2845. Næturvörður er í Laugavegs- og Ingólfsapóteki. OTVARPIÐ: 20,15 Um daginn og veginn. 20,35 Hljómplötur: Sænskir og norskir söngvarar. : 21,00 Húsmæðratími: Hirðing lík- amans (frú Sigríður Eiríks- dóttir). 21,20 Otvarpshljómsveitin leikur alþýðulög. Hljómplötur: Létt lög. Vilhjálmur Ásgrimsson verkamaður Hringbraut 190 er sextugur í dag. V. K. F. Fíamsókn heldur fund þriðjudaginn 14. marz kl. 8V2! í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Fundarefni: Félags- mál, lagabreytingar og fl. Konur fjölmennið og mætið stundvis- lega. Guð)6n Kr. Jönasson fisksáii, Ránargötu 31 er sjötug ur í dag. Hann stundaði lengi sjó, bæði sem háseti og formaður en hefír síðustu árin stundaðfisk sölu hér í bænum. Guðjón hefir alla tíð verið hinn mesti dugnað- ar- og eljumaður, áreiðanlégur og mjög vinsæll af hin- um raörgu sem honum hafa kynst I dag munu því margi'r í þessum bæ senda honum hugheilar ham- ingjuóskir. Ný blðmasaia. Nýlega hefir Sigurður Guð- mundsson garðyrkjumaður opn- að blómasölu á Laugavegi 7, þar sem áður var afgreiðsla skóg- ræktar ríkisins. Daglega mun bæjarbúum gefast þar kostur á mun ódýrari blómum, en venja er til. Verður það efalaust mörgum blómavinum fagnaðarefni. fiagnar E. Kvaran landkynnir fór beint af stúd- entafundinum í igæx í sjúkrahús. Hvítabandsins. Þar var gerður á honum uppskurðu'r í morgun. FRA OFURÖPUM TIL OFUR- MENNA. Framhald af 3. siðu. ræðisríkjunum á sporði í þessu. Svo er að sjá, sem allar þjóðir búizt í stríð til þess að útrýma hver annari. Frh. TÉKKOSLÓVAKIA. Frh. af 1. síðu. neska stjórnin hefir lýst því há- tíðlega yfir, að sjálfstjórn Sló- vaka innan ríkisheildarinnar skuli eftir sem áður virt í öll- um greinum. HJALP HANDA CHILE. Frh. af 1. síðu. í spor þeirra, sem orðið hafa fyrir ógæfunni í Chile. Blöðin hafa vinsamlegast lofað að taka á móti samskotum. Hvért framlag þarf ekki að vera stórt «n söfnuninni þarf að vera lok- ið fyrir 25. p. m. Matrósfðt, blússuföt eöa íakka- f@t, auðvitað ar Fatabúðinni. Öísala á nýtízku kvenblússum, Lækjárgötu 8, sími 4940. Úíbreiðið Alþýðublaðið! ¦ NYJA BÍO H Saga borg- apættarinnar Sýnd kl. 9. Mgðnpmiðar seldir frá klukkan 5. sinn. Jarðarför konunnar minnar, •-.' ljósmóður Jónu S. Einarsdóttúr, fer fram þriðjudaginn 14. þ. m. og hefst með bæn kl. 1 e. h. frá heimili okkar, Svalbarði við Langholtsveg. Kranzar afbeðnir. Kristján P. Andrésson. Elsku litla dóttir okkar Helga andaðist að heimili okkar, Öldugötu 42, 11. þ. m. Aðalbjörg Jóakimsdóttir. Geir Ólafsson. IIIIHIIIIIillH IH 11)1 ¦MlllllllllllllillWIIIIIIIII llll ¦MIIIMIiHW IIIIIIIIIIIWII [¦III IIMIIIIIII V. K. F. Framséfcn heldur fund þrið|udag 14. marz kl. 8,30 f AlÞýðuhúsinu við Hverffsgðtu. FUNDAREFNI: 1. Félagsmál. 2. Lagabreytingar og fleira. Konur fjðlmennið, msBttð stundvfslega* STJÓRNIN. ffMmJnkm** kvartettinn syngur í Garnla Bíó fimtudaginn 16. marz kl. 7 sd. BJarni Þórðarson aðstoðar. BREYTT SÖNGSKRÁ. Aðgöngumiðar seldir í Bókaverzlun Sigfúsar Eymunds- sonar og Bókaverzlun ísafoldarprentsmiðju. Tllkynning tii bæjarbna. Daglega munum við hafa til fyrir yður fjölbreytt úrval af fyrsta flokks blómum með mun lægra verði en hér hefir þekst. Virðingarfyllst. „¦. Sigurður Guðmundsson Blóma- & grænmetissalan. Laugavegi 7. Sími 52S4. ARGENTfNUKEPPNIN. (Frh. af 1. síðu.) Gilfer hafði svart á móti Baldri og lék iorthodoixavörn gegn drottníngarbragði, en þó mjög óreglulega. Snemma í skákinni var hann kominn með verra tafl, sem með rólegu á- framhaldi hefði orðið erfitt að ,verja, vegnaj þess, hve svart hafði lítið mótspil, hann reyndi því að hefja mótsókn, en hún var ekki nógu sterk og svart varð að gefa, því sókn Baldurs var óviðráðanleg. Steingrímur lék á svart gegn Sæmundi og tefldi Neimswitsz^ vörn (Zúrichvariantinn) gegn drottningarbragði. Sæmundur tefldi „aggressivt" og gat unnið skák, en honum yfirsást með það, yfirspilaði sig alveg á sókninni og fékk slæma stöðu. Ólafur Iék á svart gegn Einari og tefldi einnig Ziirichvariant- inn gegn drottfiingarbragði, margt bendir til að skákin verði jafntefli. Biðskák þeirra Sæmundar Ólafssonar og Sturlu Péturs- sonar lauk þannig að Sturla vann. Vinningar eru þvi þannig: Baldur Möller, Sturla Pét- ursson og Steingrímur Guð- mundsson hafa VÆ. vinning af 2 skákum. Eggert Gilfer 1 vinn- ing af 2, Asm. Ásgeirsson 1 vinning af 1, Ólafur Krist- mundsson Yz af 3, 1 (biðskák). Einar Þorvaldsson 0 af 1, (bið- skák). Sæmundur 0 af 3 skak- um. Forföll valda því að skákirn- ar hafa verið tefIdar samtím- is. Næsta umferð verður tefld á miðvikudagskvöld. Deild Slysavarnafélagslns í Hafnarfirði heldur skemtifund annað kvöld að Mðtel ftjörninn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.