Alþýðublaðið - 14.03.1939, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 14.03.1939, Blaðsíða 2
ALÞYÐUBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGINN 14. maiz. 1939._ ftlafur J. Hvanndal prentmyndasmlður 60 ára .---- ÓLAFUR HVANNDAL I DAG er Ólafur J. Hvanndal sextíu ára. Hann er fæddur á Þaravöllum í Ytri-Akraness- hreppi í Borgarfjarðarsýslu 14. marz 1879, sonur Jóns Ólafssonar bónda þar, og konu hans, Sess- elju Þórðardóttur. Ólafur er vaxinn upp úr jarð- vegi íslenzkrar þrautseigju og karlmannlegra átaka. Ber hann og þess glögg merki við fyrstu sýn, en þeir, sem fylgst hafa með starfi hans, mega fara nær um málafylgju hans og þrek. Ólafur vann algenga vinnu til lands og sjávar á unglingsárum sínum, uns hann hóf nám í tré- smlði hjá Samúel heitnum Jóns- syni og fékk þar sveinsbréf. Stundaði hann síðan trésmíði um hrið hér í bænurn, en fór til Kaupmannahafnar árið 1907. Gekk hann þar á teikniskóla, en stundaði jafnframt nám í skilta- gerð. Kom Óltifur heim um vorið 1908 og vann hér um sumarið við húsasmíði og skiltagerð, en fór utan að nýju um haustið. Tók hann þá að nema prent- myndagerð hjá Hjalmar Carlsen í Kaupmannahöfn. 1 Þýzkalandi var Ólafur 1910— 191 í. Vann hann þar í efnafræði- og teiknideild við gagnfræða- .skóía í Berlín. Fór svo til Leip- zig og lagði stund á framhalds- nám í prentmyndagerð hjá Brock- haus og lauk þar námi. Eftir að Ólafur kom heim 1911 fékst hann við ýmiskonar störf, m. a. leiðsögn ferðamanna. Um- boðssölu rak hann á stríðsárun- um. Hóf Ólafur nú undirbúning að stofnun prentmynda-vinnustofu sinnar. Á fyrstu árum fyrirtækis- ins hafði hann við byrjunarerfið- leikana að stríða í ríkum mæli og reyndi þá mjög á þrautseigju hans og þrek. En nú getur hann litið til þeirra erfiðleika með full- kominni vissu um sigurvænlegt starf. Prentmyndagerð er margþætt $tarf og krefst mikillar nákvæmni, en ólafur er list- hneigður maður og hefir unun af að fást við erfið viðfangs- efni. Má fullyrða, að prentmyndir Ólafs séu samkeppnisfærar við myndir frá erlendum prentmynda gerðum, enda er mjög lítið flutt inn af prentmyndum. Ólafur Hvanndal er starfsamur maður svo með afbrigðum má teljast, vinnur dægrum saman þegar viðskiftamenn hans þarfn- ast, því Ólafur vill engan mann svíkja. Hann er hjálpsamur og má ekkert aumt sjá. Hann er vinmargur og munu vinir hans og velunnarar minnast hans með hlýjum hug á þessum tímamótum í æfi hans og óska honum langr- ar starfsæfi. Vér, sem höfum fylgst með starfi Ólafs Hvanndals, þekkjum hans mikla starfsþrek og góðu hæfileika, þökkum honum fyrir hið mikla starf, sem hann hefir unnið í þarfir íslenzks iðnaðar. 1 kvöld halda vinir hans honum samsæti að Hótel Borg. S.-n. Alþýðublaðið hefir alla tíð skift við Ölaf Hvanndal og þakkar það honum ágætt samstarf, Vill blaðið óska honum til hamingju með þennan merkisdag í æfi hans. Nýr bátur til Vest- munuaeyja. NÝLEGA kom nýr bátur til Vestmannaeyja „Gísli J. Johnsen“, eign Guðlaugs Bryn- jólfssonar útgerðarmanns. Báturinn er smíðaður í Lille-Ö bátasmíðastöð í Korsör — 26 smálestir að stærð með 100 hest- afla June-Munktelvél. Er hann úr eik, er raflýstur og hefir talstöð og kostaði 33 þúsund krónur. Skipstjóri er Sigurjón Jónsson frá Eyrarbakka. drottningín. Því hærra, sem þeir flugu með spegilinn, því meira hlógu þeir og gátu ekki dulið hláturinn. Þá fór spegillinn að titra svo af hlátri, að loks datt hann úr höndum þeirra, féll til jarðar og fór í þúsund mola. Og ekki batnaði við þetta, því að molarnir, sem ekki voru stærri en sandkorn, flugu út um allan heim, lentu í augunum á fólki og sátu þar föst. En þetta varð til þess, að fólk sá allt skakkt og sumir molarnir flugu meir að segja inn í hjartað á mönnum, og það var hræðilegt, því að þá varð hjartað kalt og hart, eins og ísmoli. Fáein spegilbrótin voru svo Aðrir mólar voru mátulegir Sá gamli hló, svo að hann stór, að hægt var að nota í gleraugu, og ekki fór vel, ætlaði að springa, þegar brot- þau sem rúðugler, en í gegn- þegar menn settu upp þessi in flugu víðs vegar. Á morg- um þær rúður var ekki gott gleraugu í því skyni að sjá un fáum við meira að heyra. að horfa á vini sína. glöggt og vera réttlátir. Vlsiadin láía ekki að sér hæða. Hvort réttara kann að vera, að góð erlend mjólk innihaldi 10 eða 20 mg. af C-bætiefni í mjólkurlítranum, skal ekkert um sagt. Hitt er nú aftur á móti staðreynd, að gerilsneydd mjólk, í mjólkurstöðinni hér í bæunm, reyndist í JANÚAR og FEBRÚ- AR síðastl. að innihalda 13—14 mg. af C-bætiefni í 1 lítra af mjólk, svo sem sjá má af áður birtum vottorðum frá Rann- sóknarstofu Háskólans. Samvinnnfél. Hólma- víknr kaupir „Soli deo jloria. T^TÝLEGA hefir Samvinnufélag Hólmavikur keypt vélbátinn „Soli deo gloria“ frá Esbjerg. Verðið var 50,000 krónur. Skip- ið er 51 smálest á stærð, smíð- að úr eik, vélin Bolinder 112 hestöfl, hefir talstöð og miðunar- tæki. Skipstjóri er Páll Þorláks- son. 1 BRÉF 1 Viðburðir í Grindavík. Herra ritstjóri! Aðeins nokkr- ar línur núna. Tvö spor hafa verið stigin hér í vetur, sem að vísu eru víxlspor, en samt munu þau eiga að vera til þess að bjarga þjóðinni frá þessu ei- lífa hruni, sem alltaf er efst í huga svartsýnustu miðalda- hugsandi manna. Einkennileg at vik eiga þessi spor í fórum sín- um. Þegar stærra sporið, ef svo mætti segja, var stigið í haust, er verið að berjast við að koma á messu í kirkjunni, því þá var sunnudagur. Það kemur enginn til að syngja. Það er stungið upp á því, að sækja sóknar- nefndaroddvitann, því bann er söngmaður, enda skyldugur samkvæmt lögum kirkjunnar, að sjá um söng í kirkjunni, — ekkert verður samt úr því að han nsé sóttur, heldur er mess- að sönglaust yfir 5—6 hræðum, sem hlusta á prestinn. Kirkju- sókn í Grindavík og kirkju- söngur er efni á stóra örk, en sleppum nú því í þetta sinn. Þegar við komum út úr kirkj- unni, þá byrjar það sögulega að gerast: þá sjáum við kirkju- haldarann skammt frá kirkj- unni, hann er að spekúlera, — hvert hann eigi nú að fara næst. Hann hefir nefnilega allan morguninn fram yfir messu verið að safna fólki í aðra kirkju. Það kemur þá upp úr kafinu, að einn Nazistaprest- ur úr Reykjavík ætli að vera hér í kvöld að stofna félag, sem eigi að bjarga þjóðinni og Grindvíkingum frá eilífri glöt- un. Þetta var það eina nauðsyn- lega á þessum drottins degi. Nazistapresturinn kom og stofnaði félagið með ca. 40 and- ans gamalmennum, sem fyr- nefndur hafði náð í um mess- una. Því hugsa ég oft og skrifa nú: Ja, þeim ferst að tala um guðleysi Alþýðuflokks- og jafn- aðarstefnunnar. Ekki nú meira um það. S.l. sunnudag er stofn- að hér svokallað Sósíalistafélag. Þjóðviljinn, Nýtt land og út- varp hafa verið látin hrópa hátt um það, en fáir munu vita um fylgi þess hér. Því finnst mér rétt að það tilkynnist jafnvel allri íslenzkri þjóð. Stórt var á stað farið, ekki minna en 4 komu frá þeim herbúðum úr Reykjavík Það var byrjað eins og venja mun vera að halda fyrst opinn fund og svo að hon- um loknum verði þeir eftir, sem vilja skírast. Við því er ekkert ilt að segja. Söfnuður- inn fer út, — en eftir sitja 11 hræður. Það er þetta hátthróp- aða Sósíalistafélag í Grindavík. Nú er rétt að athuga þessa 11. Það eru ekki gamalmenni, - — fjarri fer því. Það eru mest að- komumenn (sjómenn) og óvitar, Frh. á 4 síðu. Maðurinn sem hvarf 2. ingjum borgið. Þetta virðist því í fljótu bragði ofur-auðvelt. — En svo er ekki. — Þrautin er ekki nálægt því eins auðveld að leysa eins og hún lítur út fyrir. Hvernig getur maður horfið með 5 milljón dollara eignir, án þess að hægt sé að rekja slóð hans og finna hann í mörg ár hefi ég reynt að finna svar við þessari spurn- ingu. En ávallt hefir mér tekizt að finna einhvern galla, — einhverja skekkju í öllum svörum, öllum útreikningum, sem ég hefi reynt. — Því meira, sem maður hugsar um þessa gestaþraut, því erfiðari verður hún. — Og ... getið þér nú kannske sagt mér, hvernig hann getur gert þetta?“ Fyrst í stað fannst mér einnig, að þetta hlyti að vera ákaf- lega einfalt. — Ég benti strax á leið, en forsetinn sýndi mér jafnskjótt, að hún var ófær. — Ég benti á aðra, en hann lokaði henni jafnhratt. Og ég fann upp þriðju leiðina, en hann tætti röksemdir mínar sundur ögn fyrir ögn. — Það leið all- langur tími þar til ég fékk snjalla hugmynd: „Hvernig væri, að við leituðum til þekktustu og snjöllustu skemtisagnahöfunda Bandarkjannaí og fengjum þá til að reyna að glíma við þrautina?“ spurði ég forsetann eitt kvöld. — S. S. Van Dine, Rupert Hughes og álíka heimsþekkt nöfn. Þeir gætu svo í félagi skrifað skáldsögu og notað hugmynd yðar í uppistöðu. — Ég hefi nú þá trú, að hægt sé að leysa þraut- ina. Og ég hygg, að þessir rithöfundar geti gert það.“ Forsetinn hló hinum heimskunna hlátri sínum. „Það gæti sannarlega verið nógu gaman að reyna það. Haldið þér áfram! — Hugmyndin er yðar og höfundanna. — Reynið þið bara, hvað þið getið fengið út úr henni.“ Ég tók mig því næst til og samdi ítarlegt yfirlit yfir hug- mynd hans, eins konar beinagrind að skáldsögú án allra tengsla. Það yfirlit fékk forsetinn ekki að sjá, en ég sendi það til 6 hinna víðkunnustu skemtisagnahöfunda Ameríku og bað þá að taka það til meðferðar, ef það félli þeim í geð. Að einum þeirra undanskildum fékk enginn þeirra að vita, að Roosevelt Bandaríkjaforseti ætti þar nokkurn hlut að máli. Þeir tóku á móti hugmyndinni sem hverjir aðrir fagmenn og tóku hana til meðferðar sem hvert annað skáldsöguefni, án þess að hirða um hvar það ætti upptök sín. Allir urðu þeir jafnhrifnir af hugmyndinni, og verður það aðeins fært henni sjálfri til tekna. Og eftirfarandi saga er þannig árangurinn af því, hvað 6 heimskunnir höfundar unnu með því að glíma við ráðgátu Roosevelts Bandaríkjaforseta. Fulton Oursler. Vv - - -n. RUPERT HUGHES: I. KAFLI. TÓR og þung Atlantshafs alda fleygði Jim Blake langar leiðir upp í sandinn. Hún velti honum fram og aftur, unz honum tókst, stynjandi af áreynslu, að slíta sig úr heljarörm- um hennar, er reyndu að draga hann með sér út í djúpið aftur. Hann hafði fengið nægju sína að þessu sinni og flýði því lengra upp á sandinn, þangað sem hann fékk frið til að blása mæðinni. Hann elskaði þessa baráttu við hafið. Hún hjálpaði honum til að halda líkama sínum hraustum og grönnum, þrátt fyrir rólegt ssallífi og 43ja ára aldur. — Maðan hann sveipaði um sig baðhandklæðinu, horfði hann án afláts upp til stóra, hvíta hússins, sem gnæfði yfir Southampton-klappirnar. — Heimilið hans! — Hvaða þýðingu myndi það í raun og veru hafa fyrir hann, þó sandurinn, sem það var byggt á, rynni allt í einu.burt undan því, svo það hryndi í rústir? Hann velti þeirri spurningu fyrir sér. Hann var farinn að gruna það, að allt líf hans væri, þegar öllu væri á botninn hvolft, í raun og veru byggt á sandi. — Og þó voru eignir hans minnst 7 milljón dollara virði. Eftir langa, svefnlausa nótt hafði Jim enn þá ekki komizt að neinni niðurstöðu. Hann glímdi ennþá við þá ráðgátu, hvernig hann ætti að haga sér gagnvart konu sinni. Hann vissi það eitt, að hvað sem það kostaði vildi hann og ætlaði að komast hjá því að standa í háværum illdeilum við hana, — þrátt fyr- ir það, þó hún nú hefði ekki komið heim alla nóttina, og að nú átti hann von á henni á hverri stundu. Síðastliðið kvöld hafði Ilka farið að heiman í ofsakasti eftir orðastríð á milli þeirra, sem nú orðið var, því miður, orðið daglegt brauð. — Allt hennar villta, rússneska eðli og stærilæti hafði brotizt fram í ljósum logum. Hún hafði sagt, að það gæti svo sem skeð að hún yrði komin aftur heim að „Blaketon“ um morgunverðai'tíma, — en það gæti líka alveg eins skeð að hún yrði ekki komin, — þar sem samkvæmið, sem hún ætlaði í, hefði ákveðið að ljúka nóttinni með því að fá sér morgunhressingu í vínskála Kitsons. Hjónaband þeirra varð meiri og meiri skrípamynd með hverjum deginum, sem leið. — Hvað var það eiginlega, sem þjakaði Ilku, — og hann sjálfan? — Hann gat eiginlega ekki gert sér ljósa grein fyrir því. — Voru það auðæfin? Auðæfi voru svo óendanlega mikilsvirði fyrir hana, en svo lítilsvirði í hans augum. ^

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.