Alþýðublaðið - 15.03.1939, Blaðsíða 1
AIÞÝÐUBLAÐIÐ
BITSTJÖRI: F. R. VALDEMARSSON
XX. ÁRGANGUB
MIÐVIKUDAG 15. MABZ 1939
ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINM
62. TÖLUBLAB
ársnátíð Alpýðu-
flokksfélagins.
Leiksjningar, kórsðngur,
sameiginleot borðhald.
A LÞÝÐUFLOKKSFÉ-
" LAG REYKJAVÍKUR
heldur árshátíð sína í al-
þýðuhúsinu íðnó næstkom-
andi laugardagskvöld.
Hafa margir félagar lengi
undirbúið þessa árshátíð, enda
verður betur vandað til hennar
en flestra árshátíða, sem hér
hafa verið haldnar í vetur.
Tveir starfshópar innan fé-
lagsins voru stofnaðir fyrir
nokkru, og hafa þeir unnið af
kappi síðan, eru þetta leikhópur
og söngflokkur. Skemta báðir
þessir starfshópar á árshátíðr
inni. Leikflokkurinn undir
stjórn Helga Guðmundssonar
sýnir gamlan bráðskemtilegan
gamanleik: „Áx matsöluhúsi".
En söngflokkurinn syngur und-
ir stjórn Ólafs Markússonar.
Árshátíðin hefst með sameig-
inlegri kaffidrykkju og ágætum
veitingum. Meðan setið verður
að borðum, verða ræður fluttar.
Aðgöngumiðar að árshátíðinni
verða seldir í skrifstofu félags-
ins og í afgreiðslu Alþýðu-
blaðsins og í Iðnó á laugardag
frá kl. 4.
Tékkóslóvakía, rfkl Masaryks
og Benes, er nií ekkl lengur til.
---------- ? —
Slóvakia og Ruthenía lýstu yfir „sjálfstæði" sínu i gær.
---------------,—? , ¦¦
Þýzkur her á leiðinnl inn f Bæheim og MHhren.
........?,........
Frá fréttaritara Alþýðublaðsins. KHÖFN í morgun.
nn ÉKKÓSLÓVAKÍA, ríki Masaryks og Benes, er ekki
-¦- lengur til. Með viðburðunum í gær var það liðað sund-
ur í þrjú ríki, sem að nafninu til teljast sjálfstæð, en raun-
verulega eru ekkert annað en þýzkar nýlendur á miðju
meginlandi Evrópu.
Slóvakía lýsti. yfir „sjálfstæði" sínu snemma í gærmorg-
un. Ruthenía (KárpathoíUkraine) sagði sig einnig úr lög-
um við Tékkóslóvakíu seinnipartinn í gær. Eftir voru þá
aðeins tékknesku héruðin umhverfis Prag, Bæheimur og
Mahren, en á fundi, sem fram fór í Berlín i nótt hjá Hitler,
og Hacha, forseti Tékkóslóvkíu, og Chvalkovsky utanrík-
isráðherra hans voru mættír á, bað stjórnin í Prag f orm-
Iga um vernd Þýzkalands og hefir þar með raunverulega
lagt framtíð hins tékkneska ríkis í hendur Hitlers.
Þýzkar hersveitir fóru eftir það, eða um kl, 6 í morg-
un, á mörgum stöðum yfir tékknesku landamærin, og er
svo að sjá, að þeim 'sé ætlað að taka héruðin umhverfis Prag
algerlega á sitt va|d.
Þýzkur her á leið tií Prag?
UngDf sjömaðnr
drukknar ð Stokbs-
eyri.
ÞA.Ð SLYS varð á Stokks-
eyri urri kl. 13,30 í gær,
þegar vélbáturinn Inga var að
Prh. á 4. síðu.
Strax og þing Slóvaka í
Bratislava hafði lýst yfir sjálf-
stæði Slóvakíu í gærmorgun og
stjórnin í Prag sá hvaS verða
vildi, f óru þeir Hacha lýðveldis-
forseti og Chalkovsky utanrík-
ismálaráðherra, af stað i einka-
lést' frá Prag áleiðis til Berlínar
á fund Hitlers. Voru þeir á ráð-
stefnu hjá homun frá þvi kl. 12
í gærkvöldi og þangað til kl. 3
í nótt, og tóku þátt í henni Gör-
ing, Bibbentrop og nokkrir
aðrir þektustu leiðtogar þýzku
nazistanna.
lefir Sjálfstæðisflokkurinn
lýst sig fylojandi 30 prö-
sent genoislækknn?
Sjálfstæðisflokkurinn svaraði f
gær bréfi Framséknarflokksins.
¦ '¦ »¦
A 3ALBLAÐ Sjálfstæðisflokksins, Morgunblaðið, skýrir
" frá því í dag, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi í
gær svarað bréfi, er honum hafði borist fyrir helgina frá
Framsóknarflokknum.
Mun blaðið eiga hér við bréf, sem Franisóknarflokk-
urinn sendi miðstjórn Sjálfstæðisflokksins fyrir síðustu
belgi, þar sem óskað var eftir svari flokksins og undir-
t.ektum við ráðstafanir til hjálpar sjávrútveginum. Mun
Framsóknarflokkurinn hafa getið þess í bréfi sínu, að hann
gæti hugsað sér þá leið, sem Pétur Ottesen hefir bent á,
gengislækkun, færa til samkomulags, og að þjóðstjórn yrði
mynduð um framkvæmdir á þeim ráðstöfunum, sem sam-
komulag yrði um.
Ekki er enn vitað hverju
Sjálfstæðisflokkurinn hefir
svarað, en talið er mjög líklegt,
að hann hafi ekki lýst sig frá-
hverfan gengislækkuninni og
þjóðstjórn, eða ; aukinni sam-
vinnu stjórnmálaflokkanna um
þær framkvæmdir. Þó hefir
heyrst að miðstjórn flokksins
hafi sett skilyrðí fyrir stuðningi
sínum við málefni útvegsins,
Frl. á 4. sfeu.
Að ráðstefnuntti lokinni gaf
Hacha forsetí út yfirlýsingu
þess efnis, að hið tékkneska
riki væri héðan i frá falið vernd
Þýzkalands.
Þýzka stjÓrnin hafði þó ekki
beðiS eftir árangrinum af þess-
ari ráSstefnu, heldur þegar í
gærkveldi sent þýzkar hersveit-
ir yfir tékknesku landamærin
hjá iSnaSarborginni Mahrich-
Ostrau og tekið hana á vald
sitt.
En í morgun er fullyrt, aS
þýzkar hersveitir séu komnar
yfir Iandamærin á morgum
stöðum og talið viðbúið að þær
muni taka Prag undir því yfír
skini, að þær þurfi að halda þar
uppi friði og reglu.
Ný stjórn fyrir Slóva-
kin i Bratislava.
Á þingi Slóvaka, sem kom
saman í Bratislava í gærmorg-
un, voru mættir 62 fulltrúar,
og héldu þeir fund fyrir lokuð-
um dyrum.
Á fundinum var lýst yfir
sjálfstæði Slóvakíu og síðan
mynduð ný stjórn undir for-
sæti Dr. Ticco, og gegnir hann
jafnframt lýðveldis forseta-
störfum fyrst um sinn þangað
til tími hefir unnizt til þess að
láta forsetakjör fara fram. Því
var lýst yfir af þinginu, að Sló-
vakía vænti þess að njóta
stuðnings og verndar Þýzka-
lands, enda kom hinn nýi for
sætisráðherra til Bratislava
beina leið af fundi Hitlers í
Berlín.
í stjórninni eiga sæti meðal
annara Durcarsky sem utaníík-
ismálaráðherra, en það er hann,
sem undanfarna daga hefir
hvatt Slóvaka til uppreisnar í
útvarpinu í Wien. og Sidor,
sem síðustu dagana hefir talizt
vera forsætisráðherra landsins,
Hacha, þriðji forseti Tékkóslóvakíu, sem nú sér ríki sitt liSaS f
sundur og var í nótt kúgaður til þess að biðja mn „vernd" Hit-
lers fyrir tékknesku héruðin, sem eftir eru.
sem innanríkisráðherra.
í Prag var sjálfstæðisyfírlýs-
ingu Slóvaka tekið án nokkurra
mótmæla. Fregninrii um hana
var útvarpað þar síðdegis í gær
með þeim ummælum, að sam-
bandi Tékka og Slóvaka væri
þar með lokið, og hið tékkneska
ríki óskaði hinu nýja ríki Sló-
vaka farsældar í framtíðinni.
Seint í gærkvöldi varð það
einnig kunnugt, að Ruthenía
(Karpatho-Ukraine) hefði farið
að dæmi Slóvakíu, lýst yfir
sjáifstæði sínu, og forsætisráð-
herra hennar, Voloshin, sent
Hitler skeyti og beðið hann um
vernd sína.
Ungverjaland sendir
her inn i Rutbeniu.
Með sundurliniun Tékkósló-
vakíu í gær hafa gerst viðburð-
-ir, sem geta haft ófyrirsjáan-
legar afleiðingar.
Undir eins og Slóvakía hafði
lýst yfir sjálfstæði sínu í Brati-
slava í gærmorgun og fyrirsjá-
anlegt var, að Buthenía (Karpa-
tho-Ukraine) væri þar með
einnig slitið úr tengslum við
ríkisheildina, sendi Ungverja-
land stjórninni í Prag úrslita-
kosti, sem svars var krafist viS
innan tólf klukkustunda.
Voru kröfur Ungverjalandds
á þá leið, að allar tékkneskar
hersveitir yrðu tafarlaust flutt-
ar burtu úr Rutheníu, allir
Ungverjar, sem þar væru í
fangelsum, látnir lausir, og
Ungverjum í landinu leyft að
skipuleggja vopnaðar sveitir til
„sjálfsvarnar". Þykja þessir úr-
slitakostir ótvírætt benda £ þá
átt, að Ungverjaland telji nú
tækifæri komið til þess, aS gera
alvöru úr þeirri fyrirætlun
sinni, sem kom í Ijós í haust,
eftir aS Miinchensáttmálinn var
gerSur, aS leggja undir sig Rut-
heníu til þess aS fá sameiginleg
Iandamæri viS Pólland. En þaS
var þá hindrað af Þýzkalandi.
Stjórnin í Prag lýsti því yfir
í gærkveldi, aS hún hefSi geng-
iS að öllum kostum Ungverja-
Iandss, en engu að sfður varð
það kunnugt einnig í gær-
kveldi, að ungverskur her hefði
þá þegar ráðist inn í Rutheníu
og tekið þar mörg þorp á sitt
vald.
f morgun er talið, að 60 600
manna ungverskur her sé kom-
inn inn í Iandið og hafi la|t
undir sig stóra sneið af þvíí —
Hersveitir Tékka hafa hörfað
undan og enga mótspyrnu veitt.
ttalir á bak vlð Uug-
verjaland.
Það er talið víst, að ítalía
standi á bak við innrás ung-
verska hersins í Rutheníu, en
eins og kunnugt er, studdi hún
strax í haust Ungverja og Pól
verja um sameiginleg landa-
mæri á þessum slóðum.
Sendiherra Ungverjalands í
Rómaborg átti í gærkveldi
langar viðræður við Ciano
greifa, utanríkisráðherra Musso
linis, og þykir fullvíst, að þær
hafi staðið í sambandi við þessi
mál, og að Ungverjaland geri
ekkert í þeim, nema með sam-
þykki ítalíu.
Pólska stjórnin hefir tilkynt
opinberlega, að pólski herinn
við landamæri Rutheniu hafi
verið aukinn, og er taUð við-
Frh. á 4. ^&u.
Sænsknr rann-
Suknarleiðangnr
til Græjnlands.
Prófessor Atalman, sá mm
m hér ¥ið rannsékiiir á Vatna
jiSkli, siiörnar leiðangrliiim.
IJÚLÍ í sumar mun sænskí
jöklasérfræðingurirm pró»
fessoy Hans Ahlmann stjórna
rarmsóknarleiðangri til Græn-
lands í því augnamiði að ronn-
saka jökla. Munu Jöklamlr
verða vísindalega rannsakaðir í
því augnamiði að varpa skýr-
ara ljosi,yfir eðli og myndun
jökla yfirleitt.
Sérstök rannsókn mun fara
fram á núverandi jökulmyaoV
unum,, en einnig mUn verða
gerð tilraun til þess að auka við
þekkingu manna á jöjkulmýnd-
unum ísaldarinnar.
Hinn fyrirhugaði leiðangur
mun Leggja af stað frá Ala.-
sundi.
Samsœti tíl taeiðnrs
HvanndalJeærÍnrelA
ITILEFNI sextugsafmælk
Ólafs Hvanndals héldu vln-
ir hans honum samsætí í gær-
kveldi að Hótel Borg. Sátu héf-
iS um 60 manns og voru fjölda
margar ræSur fluttar og sungið.
Benedikt Sveinsson, fyrrum
alþingisforseti, stýrði samsæt*
inu af miklum skörungsskap.
Fjöldi skeytá hafði afmælis-
barninu bórist, bæði í buatmu
og óbundnu máli, meðal annars
löng drápa frá Árna Óla blaða-
manni. Ræður fluttu: ÁrsæH
Árnason, Hallbjörn Halldórs-
son;* sr. Jón Guðjónsson, Valdi*
mar Hólm Hallstað fluttí
kvæði, Guðjón Samúelsson, J6n
as Þorbergsson, Björn Bene-
diktsson prentari, Ríkarður
Jónsson, Jónas Jónsson frá
Hriflu, Valtýr Stefánsson, Haf-
liði Helgason prentsmiðjustjóri,
Baldvin Björnsson, Helgi Guð-
mundsson myndamótari og Jóú
H. Guðmundsson prentsmiðju-
stjóri.
Hvanndal var færður að gjöf
fagur silfurbikar.
Chvalkovsky, utanríMsráSherra
PragstjórnarÍnBstr,