Alþýðublaðið - 16.03.1939, Page 1

Alþýðublaðið - 16.03.1939, Page 1
RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKXJRINN XX. ÁRGANGUR FIMTUDAG 16. MARZ 1933 63. TÖLUBLAÐ Tékknesku héruðin Bæheimur og Mahren verða innlimuð í Þýzkaiand —_—..<>-...—.—— Tékkneska stlörnln sagðl af sér selnt í gærkveldt. —--♦ --— Hitler og Himmler í Prag: Fangelsanirnar byrjaðar. Frá frétíaritara Alþýðublaðsins. KHÖFN í morgun. DÆÐI TÉKKNESKU HÉRUÐIN, Bæheimur og Ma- hren, eru ná algerlega á valdi þýzka hersins, sem iagði undir sig allar stærri borgir þeirra í gærdag. Fyrstu þýzku hersveitirnar komu til Prag klukkan hálftíu í gærmorgun og tóku borgina viðstöðulaust. Hálf- um öðrum tíma seinna voru þýzkar hersveitir einnig komnar til Briinn. Seint í gærkveldi kom Hitler, ásamt Himmler, for- ingja þýzku leynilögreglunnar, og Ribbentrop, utanríkis- ráðherra sínum, til Prag í einkalest, og settist að í forseta- höllinni, Hradschin. Um svipað leyti var það tilkynnt, að tékkneska stjórnin hefði sagt af sér, og Henlein verið skipaður þýzkur lands- stjóri til bráðabirgða í hennar stað. Það er enginíi vafi lengur talinn á því, að bæði tékk- nesku héraðin, Bæheimur og Mahren, verði eftir þetta inn- limuð í ÞÝzkaland. Því hefir þegar verið lýst yfir í Berlín, að þau verði framvegis skoðuð, sem þýzk héruð, fáni þeirra verði þýzki hakakrossfáninn, tékkneski herinn afvopnaður og leystur upp, sendiherra- og ræðismannaskrifstofum Tékka erlendis verði lokað ög íbúarnir þurfi framvegis þýzk vegabréf til að geta farið úr landi. Landamærunúm hefir allsstaðar verið lokað og fang- elsanir á fylgismönnum Benes og öðrum andstæðingum þýzka nazismans, eru þegar byrjaðar undir forystu Himml- ers í stórum stíl. Það eru óhemju auðæfi, sem Þjóðverjar hafa lagt undir sig í tékknesku héruðunum, sem þeir nú hafa tekið. Mönnum telst svó til, að þeir muni hafa slegið eign sinni á um 1400 milljónir króna í gulli í þjóðbankanum í Prag, auk gífurlegra vöru- og hergagnabirgða, Prag iindir oki hlns þýzka innrásarhers Áður en fyrstu þýzku her- sveitirnar ruddust inn í Prag í gærmorgun, hafði það verið til- kynnt, í útvarpinu þar, að þær væru á leiðinni, og alvarlega verið varað við, að sýna nokkra mótspyrnu, þar eð hún væri vonlaus, myndi verða barin nið- ur með harðri hendi og aðeins notuð sem átylla til hermdar- verka gegn íbúum borgarinnar. Jafnframt var bannað, að nokk- ur tékknesk flugvél léti sjá sig á lofti yfir borginni, og öllum ráðið til þess, að fara nákvæm- lega eftir þeim fyrirskipunum, sem hin þýzku yfirvöld gæfu út. Tékkneski pjóðsðngurinn i ittnnRm i Prag. Þegar þýzku hersveitirnar ruddust í brynvörðum bifreið- um inn í borgina á tíunda tím- anum, voru göturnar troðfullar af fólki, þrátt fyrir kafald og kulda, en fólkið var víðast hvar hljótt. Þó voru sumstaðar gerð hróp að innrásarhernum og á 2 stöðum kvað við tékkneski þjóðsöngurinn úr þúsundum hálsa. Til verulegra árekstra virðist þó hvergi hafa komið. Þýzku hersveitirnar fóru beina leið til forsetahallarinnar, Hradschin, og tóku hana á vald sitt. Síðar í gær voru allar opin- berar byggingar í borginni teknar af þýzkum hermönnum og settar undir strangan her- vörð. Fyrirskipanir voru birtar um það, að haldið yrði uppi járn- hörðum aga í borginni, og öll- um stranglega refsað, sem gerð- ust brotlegir við hann. — Öll fundahöld og allar skemmtanir voru bannaðar og almenningi fyrirboðið að láta sjá sig utan húss eftir kl. 9 í gærkveldi. Eftir að Hitler kom til Prag síðar í gærkveldi, var þýzki hakakrossfáninn dreginn að hún á íorsetahöllinni. Og strax eftir að Himmler hafði komið sér þar fyrir með lögregluforingjum sínum byrjuðu handtökurnar. Árshátíð Alþýðuflokksfélagsins er á laugardagskvöld. Að- göngumiðar fást á morgun í af- greiðslu Alþýðublaðsins og í skrifstofu félagsins og á 'laug- ardag eftir kl. 44 í Iðnó. Kapphlaup milli Ungverja og Þjóðverja um Rutheníu! Þýzki herinn kominn inn í Slóvakíu, Ungverjar komnir langt inn í Rutheníu og nálgast óðfluga pólsku landamærin. Frá fréttaritara Alþýðublaðsins KHÖFN 1 morgun. NÝJUSTU fréttir herma, að þýzku hersveitirnar í Bæ- heimi og Mahren haldi áfram för sinni austur á bóginn og séu þegar komnar inn í Slóvakíu, sem þó lýst var sjálfstætt ríki fyrir aðeins tveimur dögum síðan. Þetta hefir þegar valdið þeim ágreiningi innan nýju stjórnar- innar í Slóvakíu, að innanríkis- ráðherrann, Sidor, hefir sagt af sér. En jafnframt kojna fréttir um, að ungverski herinn hraði för sinni sem mest má verða norður um Rutlieníu, héraðið austur af Sióvakíu, og nálgist þrátt fyrir harðvítuga mót- spyrnu ruthensku hersveitanna óðfluga pólsku landamærin. I Varsjá var því lýst yfir í út- varpinu í gær, að hin sameigin- legu landamæri Ungverjalands og Póllands væru innan skamms orðin staðreynd, sem ekki yrði hreift við. En jafnframt hefir stjórnin í Rutheníu snúið sér til Hitlers og beðið hann um hjálp gegn Ungverjum. Og menn eru við því búnir, að þýzku hersveiíirn- ar, sem nú eru komnar inn í Slóvakíu, haldi áfram austur á bóginn tii þess að skerast í leik inn þar eystra og tryggja Þýzkalandi einnig yfirráðin í Rutheníu og þar með opna leið til Rúmeníu og Ukraine. Rúmenía og Pólland hafa bæði dregið saman mikið lið við landamæri Rutheníu. Esgin ihiutun Frakha eg Breta, segir Bonnet. LONDON í morgun F.Ú. Bonnet, utanríkismálaráðherra Frakklands, lýsti yfir því í franska þinginu í gær, að hann Frh. á 4. siðiu. Tékknesku brynvagnarnir, sem aldrei voru notaðir og nö eni fallnir I hendur Þjóðverja. eíia heiidsalaiia er nverifq við jfirlýsta stefni útveasmanna. —--♦ —.—- Heildsalar vilja tolla- og skattataœkknB _—--»--- MORGUNBL AÐIÐ: Ef stefna útvegsmanna næði fram að ganga þýðir það byltingu og gjaldþrot. P ÉLAG HEILDSALA hér í bænum hélt fund í gær kl. 4. Voru mættir á fundinum svo að segja allir heild- salar bæjarins. Umræðuefni fundarins var stjórnmálaástandið og þær tillögur, sem fram hafa komið og kendar eru við Pétur Ottesen um lækkun gengis íslenzkrar krónu og samvinnu stjórnmálaflokkanna um ráðstafanir til hjálpar sjávarút- veginum. Mjög margir menn tóku til máls, stóðu umræður því lengi og kom það fram að heildsalar eru svo að-segja sam- mála. Stefna þeirra er í höfuðdráttum þessi: Rotbðgg ð traostið milll þ jáð anna, seglr Lord Balifax. Ekki rikti í samræmi við þann anda, sem í Miinchen, segir Chamherlain. LONDON í gærkveldi. FÚ. CHAMBERLAIN forsætis- ráðherra Breta flutti ræðu í neðri málstofu brezka þingsins í dag um atburðina í Tékkóslóvakíu. Hann skýrði fyrst frá því, er gerst hefði undanfarna daga, og mintist því næst á yfirlýsingu, sem samveldismálaráðherrann hefði gefið fyrir hönd stjórnar- innar í október og var á þá leið, að brezka stjórnin áliti sig sið- ferðislega skuldbundna til þess að ábyrgjast landamæri Tékkó- slóvakíu gegn erlendum árás- um. Allan þann tíma, sem sxðan Frh. á 4. síðu. • Engin gengíslækkun, afnám innflutningshaftanna. Annars er sjálfsagt, að dómi heildsal- anna, eins og hann kom fram í umræðunum á fundinum, að taka fremur upp styrkjaleiðina, og þá toila- og skattahækkun upp í þá styrki heldur en að skerða gengi krónunnar. Var og allmikið talað á fund- inum um verndartolla. Tvær nefndir, önnur skipuð af félagi heildsala og hin af verzlunarráðinu, hafa starfað undanfarið að því að koma fram sjónarmiðum heildsal- anna í þessum málum og var þessum nefndum falið að starfa áfram. í nefnd heildsalafélags- ins eiga sæti: Magnús Kjaran, Eyjólfur Jóhannsson og Oddur Guðjónsson, en Eyjólfur Jó- hannsson dvelur nú erlendis. Fundarmenn sögðu í umræð*- unum, að svo virtist sem flokk- ur þeirra, Sjálfstæðisflokkur- inn, væri mjög sundraður í þessu máli, enda væru líklega aðrir flokkar ekki sammála að fullu. En heildsalarnir voru alveg ákveðnir í því, að halda sínu máli fram af fullri alvöru og festu. Stefna þeirra fer í þveröfuga átt við kröfur hins mikla fund- ar Landssambands íslenzkra út- vegsmanna á mánudaginn. Ríkisgjaldþrot, ef krðfnr útgerðar- manna nð fram að ganga! segir Morgunblaðið í dag. í dag segir Morgunblaðið, af gefnu tilefni frá Alþýðublaðinu í gær um það, hvort Sjálfstæð- isflokkurinn hafi lýst sig fylgj- andi 30% gengislækkun: „Þessi fyrirspurn Alþýðu- Rrk. á 4. sRSu.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.