Alþýðublaðið - 16.03.1939, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 16.03.1939, Blaðsíða 2
FIMTUDAG Í6. MARZ 1939 Vökuun stofu- hlóma. Eitt aðalatriðið til að stofublóm geti prifist er hæfileg vökvun. Bæði of mikið og of lítið vatn getur orsakað visnun og dauða plöntunnar. En því miður er ekki hægt að segja ákveðið um hversu oft eða mikið á að vatna plönt- um, þar kemur svo margt tii greina, svo sem árstíðin, hiti, loftraki, mold, einnig aldur plönt- unnar og heilbrigði. Þroskatími flestra planta er sumarið. Sól- skinið og hitinn orsaka mikla uppgufun úr moldinni og þarf því oft að væta hana. Á veturna þurfa þær mikið minna vatn, þá gufar minna upp úr moidinni í kulda, plantan vex minna og |arf því minna að nærast. Þó eru nokkrar plöntur þarna undanskildar, svo sem aipafjóla, jóiakaktus, prímúla o. fl. sem hafa sinn aðalþroskatíma á vet- urna. Þeim verður þá að vatna riokkuð oft. Helzt á að vatna plöntum fyrri hluta dags yfir veturinn, sé það gert seinni hlutann eða á kvöld- iri, verður kuldinn svo mikill í moldinni yfir nóttina. í stofum með miðstöðvarhita cr ioftið þurt og kyrt og það fellur plöntunum illa, til að bæta úr þessu á að láta vatn standa i stofunrii i leirhylki, sem hengt er á miðstöðvarofninn, og vel verður að gæta þess að það sé aldrei tómt. Aftur á móti þar sem kolaofn- ar eru, er loftið á stöðugri hreif- ingu, og er það að þakka loft- straumunum í ofninum. Þess- vegna þarf í herbergjum með miðstöðvarhita að hafa glugga mikið opna, þó verður að gæta þess að láta ekki plönturnar standa í loftstraumnum. Ef þér nú spyrjið hversu langt á að líða milli þess að planta sé vökv- uð, þá er ekki hægt að svaraþví ákveðið. En aðaláherzlan er lögð á, að plantan sé vökvuð í hvert skifti sem hún er orðin þurr, þó má ekki láta hana þorna svo, að blöðin séu farin að hanga. Engu er þó hættuminna að vatna plöntum of mikið, þær geta þá ekki notað alt vatnið og moldin verður altaf blaut og köld, og alt loft er útilokað fyrir ræturn- ar, holurnar eru fullar af vatni og andardráttur plantnanna verð- ur tregur, auk þess koma sýrur í moldina sem eyðileggja plönt- una og orsaka visnun og dauða. Fái planta of lítið vatn aftur á móti nær það ekki til allra rótanna vegna þess að mest af sogrótunum liggur við botninn og út við hliðar pottsins, þetta orsakar það að ræturnar hætta að.vaxa og plantan visnar. Ef þér eruð nógu kunnugar blómunum yðar getið þér fengið þau til að segja blautt og þurt með því að banka með hnúanum létt högg í pottinn, komi dimt hljóð, þýðir það blautt, en sé það hátt og skært er það þurt. Ýms góð ráð fyrir [ húsfreyjuna, | EF MATURINN brennur við. er honum strax hellt í annan pott, en það verður eftir bruna- skorpa í botninum á hinum pottinum, þá er gott að hella vatni í skál og láta svo pottinn standa ofan í, þá mun skófin fljótt losna frá. EF KARTÖFLURNAR eru dökkar og ljótar, er gott að láta eina matskeið af ediki út í suðu- vatnið. ÁU>ÝÐUBLAÐK> HEIMILIÐ, KONURNAR OG BORNIN F0REEDRAiR 1 SEGJA FRA drottningin. Þar sem kassarnir voru mjög háir og börnin vissu, að þau máttu ekki skríða upp í þá, fengu þau leyfi til þess að fara út um gluggana og talast við, KÁPA úr dökkbrúnu efni. Vasarnir eru úr dökkbrúnu skinni. Ermarnar eru víðar og ryktar að framan undir mjóa skinnlíningu. í hálsinn er dökk- brúnn klútur, enginn kragi, en í stað þess eru smáspælar, sem hneptir, eru fram yfir axlirnar. Tölurnar eru yfirdektar af sama. Hanzkarnir, hatturinn, skórnir og hálsklúturinn eru af sama lit og skinnið, dálítið dekkri en kápan sjálf. £4* y£t4*ir jívtií/ Máno bón °cL / FEGRUN ARMANNA Upphandleggurinn. Margar konur hafa hlotið í vöggugjöf fannhvíta, mjúka og fagra upp- handleggi, en hinar eru að minsta kosti jafnmargar, sem náttúran hefir vanrækt að veita þessa prýði. Hræðilegust er þó hin svonefnda „gæsahuð", en þá meinsemd er auðvelt að lækna. Það er ekki meira en mánaðarverk, og aðferðin er sem hér segir: Burstið upphandleggina á hverju kvöldi úr sterku sápu- vatni með stífum naglabursta. Burstið fast, þangað til hand- leggirnir eru orðnir heitir og rauðir. Þegar þér hafið þerrað þá, rjóðið þér á þá volgu við- smjöri, og núið það vel inn í hörundið, endurtakið þetta á hverju kvöldi í mánuð, og þá munuð þér hafa fengið flauels- mjúka húð í stað gæsahúðar- innar, sem er með öllu horfin. Séu armleggirnir rauðir af þessari óvægilegu meðferð, þá rjóðið á þá handaáburði. Berið hann á á hverjum morgni ef þér hafið burstað armana kvöldið áður, og svo oft á daginn sem þér fáið viðkomið. Olnbogarnir. Sumar konur hafa sívala olnboga, aðrar totu- myndaða eða ydda, en hver svo sem lögun olnboganna er, þá er mest um vert, að þeir séu hvorki rauðir né hrjúfir. Það afskræmir jafnvel lxinn feg- ursta olnboga, og því er öllum konum jafnnauðsynlegt að losna við þau lýti. í fyrsta lagi, styðjist aldrei á olnbogana ein- göngu, þegar þér sitjið við borð, heldur látið alla framhandlegg- ina hvíla á borðplötunni. Hið fyrra er bara leiður vani. Núið olnbogana á hverju kvöldi með volgu viðsmjöri. Núið í hring og hvern olnboga 2 mín. í senn. Heílið viðsmjöri í lófa yðar, dýfið þrem miðfingrum hinnar handarinnar ofan í það og rjóð- ið því á með þeim. Berið lítið á í senn, en nuddið það svo vel inn í húðina sem unt er. Rjóðið auk þess handaáburðinum dag- lega á olnbogana. Framhandleggur. Séu fram- handlegigirnir vaxnir dökkum hárum, þá kaupið 25 gr. af 55% brintoverilte upplausn, látið í það nokkra dropa af salmiaks spiritus, og 5 gr. af ammoníaki. Vætið því næst baðmullar- hnoðra í blöndxxnni og rjóðið vel á handleggina. Endurtakið (Frh. á 3. sáðu.) Á sumrin gátu þau hitzt með 0g upp mörg þrep. Það var kafald úti. því að hoppa út um glugga, en á vetrum þurftu þau niður mörg þrep, NÚ FER SUMARIÐ að nálg- ast og þarf þá að fara að hugsa fyrir vor- og sumarhöttunum. Hér er einn eftir nýjustu tízku frá París, hann er úr svörtu „filt“ með perluleggingu fram- an á barðinu, og bandi undir kverkina. Einnig verða mikið í tízku í sumar „tyl“-hattar, sömuleiðis verða marglit slör og blóm mikið notuð sem hatta- skraut. an í, — þau eiga að standa dá- lítið upp úr. Nýtt franskbrauð borðað með. Þessa sósu má líka hafa út á fiskibollur, þá er smjör- deigssneiðum raðað í kring. Bakaður fiskur. Fiskurinn er roðflettur, skor- inn frá beinunum, saltaður um stund, þveginn, þerraður og skorinn í fremur litlar sneiðar, sem yelt er upp úr brauð- mylsnu. Eldfast leirmót er smurt vel innan með smjöri og góður (Frh. á 3. síðu.) BÖRN geta oft verið mjög gleymin, en ég held að þetta megi laga með því að taka það réttum tökum. Venjulega eru það eldri börn, sem gleyma, og mjög oft stafar gleymska þeirra aðeins af kæruleysi, t. d. þegar þau gleyma því, sem þau eru beðin að gera. Ég hefi gert tilraxin með yngstu dóttur mína, sem er átta ára, hún átti að koma með dá- lítið frá kaupmanninum um leið og hún kom heim úr skól- anum. Ég hafði beðið hana fyrir alla muni að gleyma þessu ekki, en þegar hún kom heim hafði hún gleymt því. Hún lofaði að muna það næsta dag, en gleymdi því aftur. En nú var hún miskunnarlaust send til kaupmannsins, sem var 8 km. leið. Síðan hefir hún alt af mun. að það, sem hún hefir verið beðin að gera. Litla dóttir okkar hefir alt af verið mjög þæg. Fyrir stuttu síðan fór hún að verða svo ó- þekk að láta þvo sér um höfuð- ið, að það var ómögulegt að ráða við hana. Alt var til ama, sápan fór upp í augun á henni, og ég gat ekki einu sinni fengið að skola sápuna úr hárinu á henni. En svo fann ég ráð, sem varð til þess að hárþvotturinn varð hreint og beint að skemt- un. Ég lagði barnið á eldbús- borðið á bakið og lét það hafa höfuðið yfir vaskinum. Á þenn- an hátt er hægt að þvo hárið án þess að barnið þreytist. Þegar veðrið er vont, og börnin þurfa að vera mikið inni, eiga dætur mínar tvær, tveggja og fjögra ára, bágt með að láta seinni hluta daganna líða án þess að leiðast. Ég hefi þess vegna tekið upp á því að leika mér með þeim dálítinn (Frh. á 3. síðu.) sitja á skemlum sínum undir rósatrjánum og leika sér saman. En á veti-um var ekki hægt að skemta sér á þennan hátt. Gluggarnir voru oft hélaðir, en þá hituðu þau koparskilding á ofninum og lögðu hann svo á rúðuna og þá þiðnaði hélan og þau gátu gægst út og séð hvort annað, og öðru megin var lítill snáði og hinum megin lítil telpa, hann hét Óli og hún hét Gerða. NOKKRIR FISKRÉTTIR Fiskfars með blómkáli. Blómkálshöfuð eru snöggsoð- in, tekin upp úr vatninu og lögð á grúfu á hrein, þunn lérefts- stykki utan á blómkálið er síðan hlaðið fiskfarsi, þannig, að myndaðar eru kúlur þar sem annar helmingurinn er blóm- kál, en hinn fiskfars. Lérefts stykkin eru bundin utan um og böglarnir soðnir í ca. 20 mín. Brætt smjör með. Til hátíða- brigða má hafa ýmsar aðrar sósur, t. d. humarsósu. Soðinn fiskur í seljurótarsósu. Fiskur er soðinn á venjulegan hátt, roð og bein vandlega hreinsuð frá. Seljurót (Selleri) er skorin í litla teninga, sem einnig eru soðnir í saltvatni. Nokkuð þykk sósa er bökuð upp úr smjörlíki og hveiti, þynt út með fisk- og seljurótarsoðinu; 1 eða 2 hrærðar eggjarauður látnar í seinast og fiskur og seljurót hitað í sósunni, suða má þó ekki koma upp vegna eggjanna. Litlar franskbrauðs- sneiðar eru brúnaðar í smjöri á pönnu og lagðar í kringum fisk- inn á fatinu. Innbakaður fiskur. Fiskurinn er roðflettur og skorinn frá beinunum í hæfi- lega stór stykki, sem eru látin liggja saltstráð í hálftíma; þau eru síðan þvegin og þerruð, dýf- in ofan í þykt pönnukökudeig og steikt í smjöri eða feiti við ekki mjög mikinn hita. Brúnað smjör og kartöflur með. Hæfilega þykt deig er þann- ig: 250 gr. hveiti, 1 eða 2 egg, 50 gr. bráðið smjörlíki, nálægt XA 1. mjólk, salt og ögn af sykri. Það má komast af án eggjanna, en deigið verður mun betra ef þau eru höfð. Soðinn fiskur í karrysósu með grænmeti. Fiskur er soðinn og roð og bein hreinsað frá. Gulrætur og púrrur sömuleiðis soðið í 3—4 cm. stórum bitum. Sósa bökuð upp úr smjörlíki og hveiti og þynt hæfilega út með soðinu, kryddað með karry eftir smekk. Fiskur og grænmeti hitað gætilega í sósunni. Þur soðin hrísgrjón etin með, ann- aðhvort borin sér eða látin í kringum fiskinn á fatinu. Fiskur í rjómasósu. Fiskurinn er roðflettur og skorinn frá beinum í hæfilega stór stykki, sem velt er upp úr eggjum og brauðmylsnu og steikt, saltað hæfilega. Fiskin- um verður að halda vel heitum meðan sósan er búin til, hún er bökuð upp úr smjörlíki og hveiti og þynt út annaðhvort með fisk- eða kjötsoði. Krydd- að með sítrónusafa, madeira eða sherry og enskri fiskisósu eftir smekk; sömuleiðis ögn af sykri. Rétt um leið og borið er á borð er þeyttum rjóma hrært út í sósuna, sem verður að vera vel heit, svo rjóminw kæli hana ekki mikið. Sósunni er helt á heitt fat og fiskstykkin látin of-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.