Alþýðublaðið - 16.03.1939, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 16.03.1939, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUBLAÐIÐ Aðstaða Frakklands f striði við Þýzka- land heflr stórversnað siðan árið 1914. ..... Hætta á að Þýzkaland taki Holland eða Sviss til að komast framhjá frönsku víggirðingunum. Inngangurinn í eitt neðanjarðarvígi hinnar heimsfrægu Maginotlínu við austurlandamæri Frakklands. FIMTUDAG 16. MAKZ 1939 |------------------------* ALÞÝÐUBLAÐIÐ RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON.. í fjarveru hans: JÓNAS GUÐMUNDSSON. AFGREIÐSLA: ALÞÝÐUHÚSINU (Inngangur frá Hverfisgötu). SÍMAR: 4900: Afgreiðsla, auglýsingar. 4901: Ritstjórn (innl. fréttir). 4902: Ritstjóri. 4903: V. S. Vilhjálms (heima). 1196: Jónas Guðmunds. heima. 4905: Alþýðuprentsmiðjan, 4906: Afgreiðsla. ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN i------------------------♦ Endalok Tékkó- slövakíu. E G A R Tékkóslóvakía hafði verið kúguð til þess í Miinchen í haust að láta Súd- etahéruðin, með einu náttúr- legu landamærunum, sem hún átti, og öllum víggirðingunum innan við þau, af hendi, hóf Hitler upp raust sína og sagði: ,,Þýzkaland mun eftir þetta engar frekari kröfur gera til landa í Evrópu.“ Eh það er hægt að sölsa undir lönd á annan hátt. Það er hægt að æsa til uppreisna og borgara- styrjalda í nágrannalöndunum, kljúfa þau í mörg smáríki og kúga síðan hvert um sig til þess að leita stuðnings Þýzkalands. Þá heitir það ekki, að Þýzka- land geri kröfur til annarra landa, heldur að önnur lönd geri kröfu til verndar Þýzka- lands! Þannig hefir Þýzkaland nú haft það við Tékkóslóvakíu og árangurinn er sá, að það ríki hefir nú eins og Austurríki fyrir réttu ári síðan, verið þurk- að út af landabréfi Evrópu. Það er aukaatriði, hvort tékknesku héruðin, Bæheimur og Máhren, verða framvegis látin heita sjálfstæð og þeim leyft að hafa málamyndastjórn í Prag. Raun- verulega verða þau ekkert ann- að en þýzk héruð, og byggð undirokaðri þjóð, og sem slík- um verður þeim í verki í einu og öllu stjórnað frá Berlín. Ríki Mazaryks og Benes er þar með búið að vera að minsta kosti í bráð. Engum dettur í hug, að nokkurt þeirra ríkja, sém áður voru í bandalagi við það, eða þeirra, sem ábyrgðust hin nýju landamæri þess í haust eftir Munchensáttmál- ann, hreifi legg eða lið til þess að rétta því hjálparhönd, enda ólíklegt, að þau hafi gengið að því gruflandi, að þannig hlyti að fara, eftir að landið hafði verið ofurselt yfirgangi þýzka nazísmans og gert varnarlaust fyrir honum í haust. Chamber- lain hefir þegar þvegið hendur sínar. Hann segist ekki hafa ábyrgst landamæri Tékkósló- vakíu fyrir öðru en tilefnis- lausri, ,,utan að“ komandi árás. Og nú kom árásin ..innan að“ og verndin ,,utan að.“ Þar með þykist England vera laust allra mála. Og það er ekki einu sinni víst, að England, né Frakk- land heldur, hafi neitt á móti því, að Þýzkaland skuli nú á ný hafa snúið kröftum sínum austur á bóginn. Það veit eng- inn, hve lengi það kann að verða bundið þar. Og á meðan vinnst bæði Englandi og Frakk- landi tími til að vígbúazt. Þýzkaland fær því fyrirsjá- anlega að fara sínu fram á rúst- um Tékkóslóvakíu fyrir Eng- landi og Frakklandi. Hitt á reynslan eftir að leiða í ljós, hvaða mótspyrnu það kann að mæta af þeim löndum, sem nær eru vettvangi: Ungverja- landi, Póllandi, Rúmeníu og jafnvel Rússlandi. Ungverjaland og Pólland hafa bersýnilega ekki ennþá gefið upp þá von að geta skift Rutheníu upp á milli sín og öðlast þar með sam- eiginleg landamæri. Það hefir lengi vakað fyrir þeim að mynda þannig múrvegg á milli Þýzkalands og Rússlands til þess að firra sjálf sig þeirri hættu að verða dregin inn í styrjöld milli þessara stórvelda og verða að taka afstöðu með eða móti öðruhvoru þeirra. En Þýzkaland hindraði þessi áform Ungverjalands og Póllands í haust af því, að það hefir hugs- að sér Rutheníu sem opið hlið fyrir sig til Ukraine og Rúmen- íu og vísi að nýju, stóru, þýzku leppríki, sem einhvern tíma í framtíðinni er ætlast til að nái yfir allt það mikla landflæmi, sem nú er byggt Ukrainemönn- um og að mestu íeyti tilheyrir Rússlandi, en að nokkru leyti einnig Póllandi. Það eru því engin smávegis ágreiningsmál, sem risið geta milli ríkjanna í Suðaustur-Ev- rópu og Þýzkalands á rústum Tékkóslóvkíu, og ólíklegt, að Þýzkaland láti það þegjandi viðgangast, að Ungverjaland leggi Rutheníu blátt áfram und- ir sig, eins og það virðist nú vera að gera tilraun til. En með tilliti til þeirra miklu hagsmuna sem bæði Rússland og Rúmenía hafa að gæta í sambandi við framtíð Rutheníu, er hvergi nærri víst, að Þýzkalandi reyn- ist eins auðvelt að hafa sitt fram þar og í hinum nálægari héruðum hinnar sundurlimuðu Tékkóslóvakíu. FEGRUN ARMANNA. (Frh. af 2. síðu.) þetta nokkrum sinnum. Ef þér fáið því viðkomið þá látið sól- arljósið þerra vökvann inn í hörundið, annaðhvort undir berum himni eða með því að sitja við sóliíkan glugga, þá munu hárin lýsast svo sem þér fáið frekast á kosið, og það eftir furðu fáar ítrekanir. Dökkni þau aftur með tímanum, þá rjóðið þér vökvanum á þau á ný. Auk þess sem hárin lýsast, verða þau jafnfram mjó og læpuleg af þessum sterka á- burði. Svíði yður mjög undan á- burðinum eða roðni hörundið meira en góðu hófi gegnir, þá rjóðið þér vasilíni, feitu húð- smyrsli eða rjóma á handlegg- ina. NOKKRIR FISKRÉTTIR. (Frh. af 2. síðu.) botnhylur hafður; fisksneiðun- um raðað í mótið; á milli lag- anna er stráð dálitlu af heilum pipar, og lagðar þunnar sneið- ar af sítrónum, efst á að vera fiskur og ofan á hann eru lagðir litlir smjörbitar á víð og dreif. Þétt lok er haft yfir mótinu og rétturinn bakaður í ofni við góðan hita. framreiddur í mót- inu með kaperssósu og soðnum kartöflum. FORELDRAR SEGJA FRÁ. (Frh. af 2. síðu.) tíma á hverjum degi, til mik- illar gleði bæði fyrir mig og þær. Við förum í hringleiki og ýmislegt fleira, á eftir vilja þær hjálpa mér við að taka til kvöldmatinn, en áður bara héngu þær í pilsunum mínum. Þegar þær eru háttaðar, sit ég hjá þeim u mstund og raula fyrir þær eða segi þeim smá- sögur. Ég hefi gaman af þessu og þær sofna ánægðar á hverju kvöldi. Alþýðuflokksfélaglð. , Árshátíð verður á laugardags- kvöld., Tl/f EÐ yfirlýsingu Hore-Belisha brezka hermálaráðherrans, í neðri málstofu enska þingsins fyrir nokkrum dögum síðan, virð- ist enginn vafi lengur leika á þvi, að England muni, ef á Frakkland verður ráðist, taka þátt í þeim ó- friði við hlið Frakklands, á sama hátt og i heimsstyrjöldinni 1914 —1919, með öllum þeim her, sem það hefir á að skipa á landi, sjó iog í,lofti, og strax í upphafi ó- friðarins flytja öflugan her yfir Ermarsund til Frakklands til þess að taka á móti fyrstu og hættu- legustu árásinni, því enginn efast um, að af hálfu Þýzkalands og Italíu verði alt kapp lagt á það, að leggja Frakkland að velli á ðrstuttum tíma í einu, ægilegu á- hlaupi. * O* INGAÐ til voru menn ekki vissir um, á hvern hátt bæri að taka yfirlýsingar Chamberlains um samvinnu Breta og Frakka, ef til ófriðar kæmi. En nú hefir Hore-Belisha kveðið upp úr um það. Fram á síðustu stundu virðast skoðanir stjórnmálamanna og herforingja á Englandi hafa verið nokkuð skiftar um það, hvort England ætti í komandi stríði að berjast við hlið Frakklands á sama hátt og það gerði i heims- styrjöldinni 1914—1919. Þeir, sem varað hafa við því, að taka of íniklar hernaðarlegar skuldbind- ingar á sig gagnvart Frakklandi, hafa aðallega komið fram í i- haldsblaðinu „Times“. Þeir hafa bent á það, að enski herinn væri ekki aðeins, sem stendur, töluvert minni en "hann var 1914, heldur hefði hann líka I miklu fleiri horn að líta síðan nýlenduríki Þýzka- lands og Tyrkíands var skift upp í lok heimsstyrjaldarinnar og enskt setulið af þeirri ástæðu sent til Palestínu og fleiri landa í öðrum heimsálfum, þar sem það virðist munu hafa ærið að gera, ef til ófriðar kemur í Evrópu. Þá hafa þeir einnig bent á það, að meiri her en áður muni verða bundinn heima á Englandi sjálfu vegna hættunnar af loftárásum. Og loks halda þeir því fram, að Maginotvíggirðingarnar frægu við austurlandamæri Frakklands séu svo öflugar, að þær muni gera 'Frökkum unt að verjast þýzkri árás með tiltölulega miklu minna liði en 1914. * ESSU hefir verið svarað með þeim veigamiklu rökum, að öll aðstaða Frakklands i stríði við Þýzkaland sé miklu erfiðari í Jdag en 1914. Þá var ltalía hlut- laus tll að byrja meö og siðar i bandalagi við Frakkland. En nú íer hún í bandalagi við Þýzkaland og myndi ekki aðeins ráðast á nýlendur Frakka í Norður- og Austur-Afríku, heldur einnig á Frakkland sjálft að suðaustan samtímis því, að Þýzkaland réð- ist á það að norðaustan. Og þar Við bætist nú, að Spánarlanda- mærin eru ekki heldur lengur ör- úgg fyrir Frakkland, og fyrir- sjáanlegt að það verði að hafa þar her fyrir til varnar, ef til ó- friðar kemur. En hvorki við ítölsku né spönsku landamærin þurfti Frakkland að hafa her, sem nokkru nam i byrjun heims- styrjaldarinnar 1914, þegar þýzki herinn réðist inn í landið að norðan og austan. Það er þegar gífurlegur og ískyggilegur að- stöðumunur. 1 ófriði, sem Frakk- land yrði að heyja samtímis við Þýzkaland og Italíu, verður það líka að teljast mjög vafasamt, að það gæti flutt hjálparher, sem ttokkru næmi, frá nýlendum sín- um í Norður-Afriku, vegna þeirr- ár hættu, sem slíkum herflutning- um myndi stafa af árásum ítalskra flugvéla og kafbáta í vesturhluta Miðjarðarhafs. Loks verður að gera ráð fyrir þeim möguleika, að Sovét-Rússland sitji algerlega hjá í stríði milli Þýzkalands og Frakklands, og Þýzkaland geti því snúið svo að "segja öllum sínum herafla sam- timis gegn Frakklandi. * AÐ hefir frá upphafi aðal- lega verið blaðið „Daily Telegraph", málgagn Anthony Édens og samherja hans, sem hefir barist fyrir þeirri skoðun, að England yrði að búa sig undir að senda öflugan og vel útbúinn her til Frakklands, ef til ófriðar kæmi, og í öllu falli stærri en þann, sem það væri fært um að senda nú, enda þótt ekki yrði um milljónaher að ræða eins og þann, sem það sendi til Frakk- lands í heimsstyrjöldinni 1914— 1919. Fyrir nokkru síðan skrifaði enski herforinginn Spears mjög alvarlega grein um þess imál í „Daily Telegraph", þar sem hann benti á, að einnig yrði að taka fult tillit til þess, hve kvíðandi hin franska þjóð væri nú vegna árásarhættunnar, og hve sterka þörf hún hefði fyrir fulla vissu um það, að hafa öflugan banda- mann sér við hlið, ákveðinn í þvi, að berjast með henni til síð- asta blóðdropa. Hann segist hafa orðið var við það mjög víða á ferðalagi nýlega í Frakklandi, ab Frakka íóttuðust það, að Eng- lendingar væru ekki reiðubúnir að færa þær fórnir, sem nauðsyn- legar væru til að bjarga Frakk- landi, og þegar af þeirri ástæðu krafðist hann þess i greininni, að því væri lýst afdráttarlaust yfir af Englands hálfu, að það myndi taka fullkominn þátt í styrjöld- inni einnig á meginlandi Evrópu við hlið Frakklands, ef til kæmi. Og með yfirlýsingu Hore-Be- lisha er ekki annað sjáanlegt, en að öll tvímæli hafi nú verið tek- ín af um það. * N SPEARS minnist í grein sinni einnig á nýja og al- varlega hlið stríðsundirbúnings- Gamelin, yfirhershöfðingi Frakka, (lengst til hægri) við heræf- „ iugar skammt frá austurlanda mærunum ins gegn Frakklandi, sem upp ó síðkastið virðist hafa vakið vax* andi athygli bæði franskra og enskra herforingja. Það er mögu- leikinn á því, að Þýzkaland færi, án þess að ráðast strax á Frakk- land, með her manns inn í Hol- land eða Sviss, í því skyni að skapa sér þar aðstöðu til þess að ráðast síðar meir inn í Frakkland Tram hjá Maginotvfggirðingunum. þannig, að þær yrðu Frakklandi raunverulega að litlum sem eng- um notum til vamar gegn þýzkri árás. Spears telur brýna nauðsyn bera til þess, að horfast í augu við þennan möguleika í fullri al- vöru og vill, að England og Fiakkland bindist þegar fastmæ!- um um það, hvað gera skuli í slíku tilfelli. Það hefir ekki verið mikið tal- að um þennan möguleika hingah fil í heimsblöðunum, að Þýzka- land sölsi Holland eða Sviss und- ir sig, áður en það ræðst á 'Frakkland. En bara sú staðreynd, að hann skuli nú hafa verið gerð- ur að umtalsefni af enskum her- foringja í svo þektu blaði eins og „Daily Telegraph", sýnir, hve al- varleg hætta er hér af hernaðar- sérfræðingum talin vera á ferð- 'inni. Með tilliti til • þeirrar viðleitni, er hafin var með reglum, settum af forsetum alþingis, til varnar gegn txufl- unum á störfum þingsins, og til þess að gera auðveldara þeim mönnum úti um land er þurfa að simtala við alþingismenn, hefiv póst- og símamálastjórnin þann 7. þ .m. gefið út svohljóðandi umburðarbréf til allra símstöðva á landinu: Meðan á þinginu stend ur, eru símstöðvarnar beðnar .að veita forgang fram yfir önnur almenn samtöl, símtalsbeiðnum þeirra manna, er óska símtals við alþingismenn á tímabilinu ár- degis fram til kl. 12 á hádegí og veita 3. flokks stöðvum að- gang að slikum samtölum, eftír því sem mögulegt er. Hinsvegar er óskað, — samkvæmt reglum, er settar eru af forsetum alþing- is um varnir gegn truflunum á störfum þingsins, að alþingis- menn séu eigi ónáðaðir með sim- tölum ^ tímabilinu kl. 13—16, — F.O. jsland I erlendum blööum. I „Morgontidningen" 7. februar birtist grein, „En islándsk jubil- eumsskrift" eftir „Philologus" og er farið lofsamlegum orðum urn „Nutidens lsland“, sem þeir Vil- hjálmur Finsen og Skúli Skúla- son gáfu út í tilefni af Fullveld- isafmælinu. „Hufvudstadsbladet" 31. jan birti fréttagrein frá Kaup- mannahöfn um svartlistarsýning- Una i Helsingfors og fylgir grein- inni mynd af Jóni Engilberts. Nokkurra kunnra listmálara ís- lenzkra er getið f greininni, Jóns Stefánssonar, Jóhannesar Kjar- vals, Ásgríms Jónssonar, Kristin- ar Jónsdóttur, Júlíönu Sveinsdótt- ur, Gunnlaugs Blöndals, Þorvalds Skúlasonar og Jóns Engilberts. F.B. Valdar kartöflur og gulrófur i hett- um sekkjum og lausri vigt og allt á kvöldborðið verður heci og ódýrast að kaupa í Verzlunln BREKKA Ásvallagötu 1, símí 1078. Bergstaðastræti 33. Simi 2148.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.