Alþýðublaðið - 16.03.1939, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 16.03.1939, Blaðsíða 4
FIMTUDAG 16. MARZ 1939 BGAMLA BÍÚ M Topper (Afíurgöngurnar) Sprenghlægileg og mein- fyndin amerísk gamanmynd um andatrú og draugagang. Aðalhlutverkin „afturgöng- urnar'* leika: Constance Bennet og Cary Grant og standa þau fyrir hinum furðulegum atburðum er pessi frumlega mynd sýnir. S. G. T. Eldrf dansarnir laugardaginn 18. marz kl. 9V2 í Goodtemplarahúsinu. Áskrifta- listi og aðgöngumiðar afhentir frá kl. 1 á laugardag. Sími 3355. ATH. Pantaðir aðgöngumiðar verða að sækjast fyrir , kl. 9, annars seldir öðrum. S. 6. T. hljömsvettfn. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR. HÚRRAo KRAKKI gamanleikur í 3 þáttum eftir ARNOLD & BACH, staðfærður af Emil Thoroddsen. Aðalhlutverldð leikur: HARALDUR Á. SIGURÐSSON. Sýnfng á ntðronn kl. 8. Aðeins örfáar sýningar. AðgÖngumiðar seldir eftir kl. 1 í dag. Reykjavíkurannáll h.f. Revyan Fornar djggðir Model 1939. Vegna hinna mörgu, er urðu frá að hverfa síðast, verður leikið tairJ kviild kl. 8 stundvíslega. 50 SINN frá því byrjað ** var að leika. Aðgöngumiðar seldir í dag kl. 4—-7 og eftir kl. 1 á morgun. I. O. G. T. ST. SÓLEY nr. 242 minnist 1 árs afmælis föstudagskvöld 17. marz kl. 8V2 e. h. 1 Templ- arahúsinu. Sameiginleg kaffi- drykkja undir borðum. Söng- ur, upplestur, ræður o. fl. Að_ göngumiðar fyrir félaga og gesti afhentir í Templarahús- inu sama dag frá kl. 5 síð- degis. Aðeins fyrir templara. Afmæiisnefndin. Stúlkur geta fengið ágætar vistir bæði allan og hálfan dag- inn. Vinnumiðlunarskrifstofan, (Alþýðuhúsinu), sími 1327. t DA6. DEILURNAR í SJÁLFSTÆÐ- ISFLOKKNUM, (Frh. af 1. síðu.) blaðsins gefur Morgunblaðinu hentugt tilefni til að svara því afdráttarlaust neitandi, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi gef- ið þessa eða aðra yfirlýsingu um fylgi við lækkun á gengi krónunnar.“ í annari grein, forystugrein blaðsins í dag, birtast þó um- mæli, sem vekja munu enn meiri athygli, sérstaklega með- al allra útvegsmanna. Þar er því beinlínis lýst yfir, að ef kröfur útgerðarmanna um 30— 33% gengislækkun, sem settar voru fram í tillögum þeim, sem öll blöð birtu — og samþyktar voru á fundi Landssambands- ins nái fram að ganga, þá þýði það byltingu og ríkisgjaldþrot. Orðrétt segir blaðið um þetta: „Morgunblaðið efast um að rétt sé hermt hjá Alþýðublað- inu, að Framsóknarflokkurinn sé fylgjandi 30% gengislækk- un, enda myndi slík hylting af flestum vera skoðuð sem hreint ríkisgjaldþrot, en ekki viðleitni til viðreisnar hrynjandi atvinn- vegunum.“ Þessum orðum, sem hér eru birt með feitu letri, er beint til þess hluta Sjálfstæðisflokksins, sem stóð að boðun fundar út- vegsmanna og þeirra alþingis- manna flokksins, sem fylgja fram kröfum þeirra. Með því að skýra frá ofanrit- uðu er Alþýðublaðið enga af- stöðu að taka til þessara deilu- mála. Sjálfstæðisflokkurinn leysir auðvitað sjálfur öll þau deilumál, sem upp kunna að koma innan vébanda hans. Sj álfstæðismenn á Akureyri gegn útvegsmönnum. Fé(ag sjálfstæöismanna á Akur- teyri hélt fund í gærkvöldi. Var hann mjög vel sóttur, enda smal- að á hann af miklum krafti. Miklar umræður urðu á fund- inum og snerust þær eingöngu um þau deilumál, sem nú eru efst á baugi innan flokksins, gengislækkun og þjóðstjórn. Eftir umræðurnar var samþykt tillaga þess efnis að félagið lýsti sig andvígt gengislækkun ogþjóð stjórn. Virðist nú sem tii þessa fundar hafi verið boðið samkvæmt kröfu þeirra manna innan Sjálfstæðis- flokksins sem andvígir eru kröf- um útvegsmanna. RÆÐA CHAMBERLAINS. (Frh. af 1. síðu.) væri liðinn, hefði brezka stjórn- in verið að reyna að komast að samningum við hin stórveldin um slíka ábyrgð, en árangurs- laust. Brezka stjórnin gæti þess vegna ekki lengur talið sig bundna slíkri skuldbindingu og það því fremur sem sjálfstæðis- yfirlýsing Slóvakíu gerði enda á því ríki, sem skuldbindingin hefði náð til. Þá talaði Chamberlain um brezka lánið til Tékkóslóvakíu og sagði, að eftirstöðvar láns- fjárins, 6.75 milljónir sterlings- punda, mundu verða áfram í vörzlum Englandsbanka. Þá mælti Chamberlain á þá leið, að hann tryði því enn, að stefna sú, er hann tók í Mun- chen, hefði verið sú rétta. Hann kvaðst ekki geta fengið sig til að trúa því, að atburðir þeir, sem nú væru komnir á daginn, hefðu verið fyrirhugaðir af neinum þeim, sem undirskrif- uðu Munchensáttmálann. Samt sem áður yrði hann að játa, að sú aðferð, sem beitt hefði verið til þess að koma þessum atburð- um fram, gæti ekki talist í sam- ræmi við þann anda, sem ríkt hefði í Munchen. Halifax lávarður flutti svip- aða ræðu í lávarðadeildinni síð- degis í dag. Hann sagði, að brezka stjórn- in áliti atburðina í Tékkóslóva- 50. sinn. Revyan heldnr npp á afmæli. ANNAÐ kvöld á að sýna re- vyuna í 50. sinn, og er það afmæli ein- stakt í sögu leik listarinnar. Hef ir ekkert leikrit verið sýnt áður jafnoft á lið- lega ári. Ætlunin var að ijúka sýningum, ' og nafði verið auglýst í síð- asta sinn í gær, en aðsóknin magnaðist þá svo, að allir mið- ar seldust upp á svipstundu. Má búast við fjölmenni á þessa sýningu, því að margir munu búast við sérstaklega skemtilegum leik í tilefni af af- mælinu. Haðnr bjargar sér á snni. í fyrra morgun kl. 5—6 féll útbyrðis af vélbátnum Draupni, er var við línudrátt út af Súg- andafirði, Árni Örnólfsson há- seti. Urðu skipverjar þess ekki varir þegar í stað, en Árni er syndur og gat klætt sig úr stíg- vélunum og bjargaðist hann eftir 10—15 mínútur. Hrestist hann bráðlega, og líður honum nú vel. (FÚ.) kíu í ósamræmi við anda Mún- chensáttmálans og teldi það á- mælisvert, að Þýzkaland sendi her inn í Tékkóslóvakíu án þess að ráðfæra sig við aðra þá, sem undirritað hefðu Múnchen- samkomulagið. Halifax lávarður sagði, að þessir atburðir, sem hafa myndu hinar verstu afleiðingar á ástandið í alþjóðamálum, hlytu að verða rothögg á traust- ið milli þjóðanna, og væri það því meiri skaði, sem traustið hefði vissulega verið vaxandi. Að lokum komst hann svo að orði, að óhjákvæmilegt væri að draga þá ályktun af þessum at- burðum, að taka yrði á málefn- unum með öðrum aðferðum og beita við viðfangsefnin öðrum úrræðum en gert hefði verið til þessa. Leikfélagið sýnfr í kvöld gam- anleikinn: „Húrra krakki“, eftir Arnold & Bach. Leikrit þettaheí- ír verið sýnt hér áður við á- Næturlæknir er Páll Sigurðs- son, Hávallagötu 15, sími 4959. Næturvörður er i Laugavegs og Ingólfs apóteki. ÚTVARPIÐ: 20,15 Erindi: Siðfræðileg vandamál, V. (Ágúst H. Bjarnason prófessor). 20,40 Orgelleikur í Dóm- kirkjunni (Eggert Gil- fer). 21,20 Karlakórinn ,,Geysir“ á Akureyri syngur (frá Akureyri). Aðalfimdur Bókbindarafélags Reykjavíkur verður haldinn í kvöld kl. 8V2 síðd. í Alþýðu- húsinu við Hverfisgötu (gengið verður inn frá Ingólfsstræti. M. A. kvartettinn syngur í Gamla Bíó í kvöld í 5. sinn að þessu sinni. Hefir verið fult hús hjá þeim á fyrri konsertum þeirra og þarf ekki að efa að svo verður enn. Hestamannafélagið „Fákur“ heldur árshátíð sína í Oddfellowhúsinu annað kvöld. Til skemtunar verður upplest- ur, einsöngur, kvikmynd, nýjar gamanvísur, sungnar af Alfred Andréssyni. Bæ j arst j órnarf undur er í dag. Á dagskrá eru fund- argerðir nefnda, en auk þess frumvarp að samþykt um laun starfsmanna Reykjavíkurkaup- staðar. Saga Borgarættarinnar hefir nú verið sýnd á Nýja Bíó í um hálfan mánuð fyrir fullu húsi. Verður hún sýnd í kvöld í næstsíðasta sinn. Þátttakendur í skíðanámskeiði í. R. að Kol- viðarhóli, sem hefst í næstu viku, verða að sækja skírteini til Jóns Kaldal, Laugavegi 11, fyrir kl. 12 á hádegi á föstudag. ENGIN ÍHLUTUN FRAKKA OG BRETA. (Frh. af 1. síðu.) teldi Míinchensamkomulagið ekki lengur í gildi. Hins vegar væri franska stjórnin sammála brezku stjórninni um það, að ekki lægi fyrir ástæða til þess að blanda sér iþn í atburðina í Tékkóslóv- akíu. gætar undirtektir og svo er enn. Hér á myndinni sjást Har. Á. Sigurðsson og Sigrún Magnús- dóttir. * Aðalfnndnr Jarðræktarfélags Reykjavíkur hefst næstkomandi simnudag kl. 1 í Baðstofu iðnaðarmanna. Dagskrá samkvæmt félags- lögum. Félagsmenn, fjölmennið! STJÓRNIN. ■ nýja BIÖ Saga borg- arættarinnar SýllEl kl. 9. Aðgðnoumiðar seldir frá blnbkan 5. Síðasta sinn. Þökkum innilega auðsýnda samúð og hluttekningu við frá fall og jarðarför elsku litlu dóttur okkar Ásu Páljnu. Kristín Alexandersdóttir. Björn Steindórsson. Ungversb handavinnusýning verður í Bæjarþingsalnum í Hafnarfirði föstudag 17. og laugardag 18. marz kl. 2 f. h. til 10 e. h. — Sýndir verða allskonar munir, fagurlega málaðir, ísaumaður fatnaður, dúkar, málverk og margt fleira. Aðgangur verður seldur á staðnum og kostar 50 aura fyrir full- orðna og 25 aura fyrir börn. Sýnini á lólfteppna íslenzkum, flosofnum, var opnuð í dag í Markaðsskálanum. Stendur yfir fáa daga. Opin kl. 10—10. Inngangur 50 au. Argentinnbeppnm: Fjórða nmferð var tefid í gœrkveldi. “PJÓRÐA UMFERÐ í Argen- tínukeppninni var tefld í gærkvöldi. Leikar föru sem hér hér segir: Ásmundur Ásgeirsson vann Sæ- mund ólafsson. Baldur Möller og Sturla Pétursson gerhu jafntefl, Biðskák varð milli Eggerts Gilf- ers og Einars Þorvaldssonar. Steingrímur Guðmundsson og Ól- afur Kristmundsson áttu að tefla saman, en gátu ekki, vegna for- falla Ólafs. Ásmundur hafði svart gegn Sæ mundi og lék slavneska-vörn, sem breyttist svo í Grunfelds- vörn með frábrugðinni leikjaröð. Ásmundur fékk snemma mjög sterka stöðu með miklum sókn- armöguleikum kongsmegin, en Sæmundur sótti drottningarmeg- in og virtist lengi vel að sókn hans myndi halda. Ásmundur gat notfært sér veik- leikann kongsmegin og fékk upp úr því gjörunnið endatafl. Skákin var mjög spennandi og sýndi Ásmundur þarna, sem oft áður, að hann er ekki auðveld- Iega sóttur heim þó um ýmsar hóíanir sé að ræða, sem jafn- vel eru mjög hættulegar ef ekki er teflt því öruggara. Einar hafði svart á móti Gilfer og var byrjun þeirra mjög svip- uð og hjá Ásmundi og Sæmundi þ. e. Grunfelds-vörn með frá- brugðinni leikjaröð. Gilfer hafði eftir byrjunina talsvert betratafl og sterka peðsókn drottning- armegin en Einar hóf mótsókn mjög á miðborðinu. Gilfer fórnaði manni fyrir tvö peð, sem virtist að vera mjög glæsilegt. Einar varðist vel og gat fyrirbygt sókn Gilfers og hrundið henni. Gilfer hafði mjög nauman tíma þegar leið á sóknina og varð að tefla hraðskák allan seinnipart hennar, hann tapaði þá mjög þýðfngarmiklu peði og hefir Ein- ar nú mann framyfir á móti peði. Baldur hafði svart á móti Sturlu og tefldi franska Ieikinn gegn kóngspeði. Framanaf var skákin mjög fjörugt tefld, en varð eftir óumflýjanleg uppskifti flestra yfirmannanna, steindautt jafntefli. Síðastliðið mánudagskvöld tefldu þeir Einar og Steingrímur sína skák. Steingrímur var með hvítt og lék drottningarbragð, en Binar tefldi afbrigði af slav- neskri-vörn. Skák þeirra er bið- skák og verður að líkindum jafn- tefli. Vinningar standa því þannig eftir fjórðu umferð. Ásmundur Ásgeirsson 2 v. 2 ótefldir, Baldur Möller og Sturla Pétursson 2 v. 1 ótefld, Stein- grímur Guðmundsson 1 Va v. 1 ótelfd og 1 biðskák. Einar Þor- valdsson 0, 1 ótefld, 3 biðskák- ir. Ólafur Kristmundsson 1/2 v. 1 ótefld og 1 biðskák. Sæmundur Ólafsson 0 at fjórum tefldum skákum. Næsta umferð verður tefld á sunnudag. Aðalfundnr starf- stúfknafélagsins „S6lm“ Starfsstúlknafélagsins Sókn var haldinn í gærkveldi. í stjórn voru kosnar: Aðalheiður Hólm formaður, Margrét Hjaltadóttir Varaformaður, Guðrún Eiríksdóttir ritari, Vil- borg Ólafsdóttir gjaldkeri, Marta Gísladóttir fjármálarit- ari og í varastjórn María Guð- mundsdóttir og Guðrún Kjer- úlf. Alexander Kovacs frá Bucla-Pest hefir ungverska handavinnusýningu í Bæjarþing- salnum i Hafnarfirði á morgun og laugardaginn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.